Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stofustólar Borðstofustóla SkrifstofEldhússtólar STÓLAR Í ÚRVALI Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 Lazyboy Barstólar StaflanlegirHægindastólar Barnastólar Borðstofustólar Lazyboy Plaststólar Kollar OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 ATORKA hefur sent Morgun- blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í tengslum við ágreining félagsins við Kauphöll Íslands er snýr að frétta- tilkynningu sem Atorka sendi Kauphöllinni vegna birtingar á sex mánaða uppgjöri félagsins: „Ágreiningur Atorku og Kaup- hallarinnar snýst ekki um reikninga félagsins, en ágreiningslaust er að reikningsskil félagsins séu í sam- ræmi við alþjóðlega reikningsskila- staðla (IFRS). Ágreiningurinn snýst eingöngu um það hvernig Atorka skýrir frá afkomu sinni í fréttatilkynningu sem fylgir reikn- ingum félagsins. Kauphöllin heldur því fram að fréttatilkynningin eigi fyrst og fremst að snúast um samstæðuupp- gjör félagsins, en móðurfélagsupp- gjör þess sé aukaatriði. Þessu mót- mælir Atorku og telur þetta bera vott um lítinn skilning á starfsemi Atorku. Atorka er fyrst sambærilegra fé- laga til að skila bæði móðurfélags- og samstæðureikningi í samræmi við afar ítarleg og nákvæm ákvæði alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Þar sem Atorka er fjárfest- ingarfélag en ekki rekstrarfélag telja stjórnendur Atorku að móður- félagsreikningur félagsins sé ekki síður mikilvægur en samstæðu- reikningur, ef ekki mikilvægari. Stafar það af því að fjárfestingar- félög eru einatt metin út frá virði einstakra fjárfestinga. Í samstæðureikningi er lögð sam- an afkoma einstakra félaga sem fjárfestingarfélag ræður yfir. Það þýðir að afkoma ýmissa félaga er lögð saman jafnvel þótt þau stundi mismunandi rekstur, eigi sér mis- munandi vaxtamöguleika, búi við mismunandi fjárfestingarþörf o.s.frv. Í tilviki Atorku þýðir þetta m.a. að lögð er saman afkoma félaga í af- ar ólíkum rekstri, þótt þau séu rekin algjörlega sjálfstætt. T.d. er lögð saman afkoma Jarðborana, sem stunda háhitaboranir, og Promens, sem er stærsta fyrirtæki í hverfi- steypu á plasti í heiminum. Þessi samlagning á eplum og appelsínum hjálpar fjárfestum ekki. Í móðurfélagsreikningi eru eignir fjárfestingarfélags hins vegar færð- ar á gangvirði, sem m.a. er ákvarðað á grundvelli verðmats hlutlauss þriðja aðila. Móðurfélagsreikningur segir því afar mikið um virði ein- stakra fjárfestinga. Þetta skiptir miklu máli þegar um fjárfestingar- félag er að ræða enda markmið þess að kaupa og selja einstakar eignir. Af þessum ástæðum telur Atorka að móðurfélagsuppgjör félagsins skipti þá miklu máli sem vilja glöggva sig á efnahag og rekstri félagsins. Þetta á ekki síst við þar sem Atorka hefur að markmiði að selja einstakar eign- ir eftir tiltölulega stutt tímabil eign- arhalds, þ.e. 3 til 5 ár. Eins og hér hefur verið lýst gilda mismunandi reglur um móður- félags- og samstæðuuppgjör félags- ins. Af því leiðir m.a. að ekki er sama afkoma í móðurfélagsreikn- ingum og samstæðureikningum. Til að fyrirbyggja allan misskilning hef- ur því Atorka birt bæði móðurfélags og samstæðuuppgjör á sama tíma í kauphöll. Með þeim fylgja síðan ít- arlegar skýringar sem m.a. gera grein fyrir mismunandi afkomu og reikningsskilaaðferðum í hvoru uppgjöri fyrir sig. Samkvæmt því sem Kauphöll Ís- lands heldur fram, þá hefði Atorka að meinalausu mátt sleppa því að birta móðurfélagsuppgjör sitt. Ef það væri raunin hefði hending ráðið því hvort fjárfestar hefðu áttað sig á þeirri gríðarlegu eignamyndun sem átt hefur sér stað á fyrri helmingi ársins hjá félaginu. Hver hefði grætt á því? Ekki hinn almenni fjár- festir, það er víst. En er það ekki einmitt Kauphallarinnar að gæta hagsmuna hans? Það héldum við og skiljum því ekkert í þessu.“ Yfirlýsing frá Atorku vegna ágreinings við Kauphöll Íslands Morgunblaðið/Kristinn Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti á fimmtudag úrskurð óbyggðanefndar um að afréttarland sem Grímsnes- og Grafningshreppur hafði fengið úr landi Þingvallakirkju með maka- skiptasamningi árið 1896 væri þjóð- lenda. Með þessu sneri rétturinn við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem hafði dæmt hreppnum í vil. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að talið var að eldri heimildir en landamerkjabréf Þingvallakirkju frá 1896 skæru ekki úr um hvernig eign- arrétti á svæðinu hefði verið varið. Þá var gróðurfar á svæðinu talið benda til þess að það hefði aðeins verið notað til sumarbeitar en það hefði einmitt verið sumarbeitin sem Grímsneshreppur hefði á sínum tíma sóst eftir þegar hann samdi um makaskiptin við kirkjuna. Í dómnum er vísað til dóms Hæstaréttar frá 1926 þar sem yfir- lýsing Grímsneshrepps um að hann ætti aðeins upprekstrarrétt í Þing- vallahreppi var lögð til grundvallar því að hreppurinn væri ekki útsvars- skyldur vegna hins umdeilda land- svæðis. Einnig var vísað til bréfs hreppstjóra Grímsneshrepps frá 1920 um að hreppurinn hefði keypt til afréttarnotkunar hluta af Þingvallaafrétti sem tilheyrði Þing- vallakirkju. Að öllu virtu taldi Hæsti- réttur að ekki hefði verið sýnt fram á að umrætt landsvæði hefði nokkurn tíma verið háð beinum eignarrétti, hvorki einstaklinga né kirkjunnar. Hefur afréttarnot Ekki var um það deilt í málinu að hreppurinn nýtur afréttarnotanna að fullu. Hin hefðbundnu afréttarnot gætu á hinn bóginn ekki stofnað til beins eignarréttar yfir því. Málið dæmdu Hrafn Bragason, Garðar Gíslason, Ingibjörg Bene- diktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Hafstein, fyrrv. hæstarétt- ardómari. Skarphéðinn Þórisson hrl. og Jón Sigurðsson hdl. fluttu málið fyrir ríkið. Óskar Sigurðsson hrl. og Guðjón Ægir Sigurjónsson hdl. fluttu málið af hálfu hreppsins. Ósannað að landið hafi lotið beinum eignarrétti Hæstiréttur staðfestir með dómi úrskurð óbyggðanefndar vegna afréttarlands Grímsnes- og Grafningshrepps REGLUGERÐ um merkingu erfða- breyttra matvæla hefur verið til lengi en ekki sett sökum þess að beðið hef- ur verið eftir Evrópusambandsgerð um málefnið sem hefur verið vænt- anleg í tíu ár. Þetta segir Birgir Þórð- arson, heilbrigðisfulltrúi á Selfossi og stjórnarmaður í Neytendasamtökun- um, en Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra lýsti þeirri skoðun sinni á þingi Neytendasamtakanna 2006 að slíkar reglur ætti að setja hér á landi. Birgir segist fagna yfirlýsingu ráð- herra en hann telur að það geti reynst hægara sagt en gert að setja reglugerð um merkingu erfða- breyttra matvæla hér á landi. Þeir sem telji sér hag í að slík reglugerð verði ekki sett séu margir. „Það er fullt af þrýstihópum sem vilja ekki fá reglur um merkingar á erfðabreyttum neysluvörum. [...] Það er spurning hvað vilji ráðherra er staðfastur í málinu og hverjir hafa að- gengi að ráðherra,“ segir Birgir en hann telur að tillögur að fyrri reglu- gerðum hafi verið stoppaðar af sam- tökum iðnaðarins og samtökum at- vinnuveganna. „Út frá neytenda- sjónarmiðum finnst mér þetta löngu tímabært en reglugerð þessa efnis hefur lengi verið til staðar í Noregi. Neytandinn verður að geta haft síð- asta orðið í þessum efnum.“ Íslenskir neytendur búa ekki við lágmarksvernd Gunnar Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri vottunarstofunnar Túns, segir ljóst að íslenskir neytend- ur séu einu neytendurnir í Evrópu sem búi ekki við þá lágmarksvernd sem merkingarlöggjöfin veitir. „Lönd sem eru utan Evrópusam- bandsins hafa sett sér löggjöf um merkingar á erfðabreyttum matvæl- um en það er ekki forsvaranlegt að ís- lenskir neytendur búi ekki við þá vernd. Ég fagna því mjög að um- hverfisráðherra skuli huga að því að setja slíka löggjöf þrátt fyrir að sam- eiginlega EES-nefndin hafi ekki enn komist að niðurstöðu um að fella Evr- ópulöggjöfina undir EES-samning- inn,“ segir Gunnar. „Spurning hvað vilji ráðherra er staðfastur“ Reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla hefur verið til lengi en ekki sett sökum utanaðkomandi þrýstings Í HNOTSKURN »Jónína Bjartmarz um-hverfisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið síð- astliðinn fimmtudag að hún hygðist taka ákvörðun um hvort sérstök reglugerð yrði sett um merkingu erfða- breyttra matvæla á næstu dögum. »Hún sagðist þeirrar skoð-unar að ekki ætti að bíða eftir því að reglurnar yrðu hluti af EES-samningnum en matvælalögin veittu slíkri reglugerð lagastoð. RÁÐSTEFNU um Downs-heilkenni lauk á Grand hótel á föstudag en í ráðstefnulok var kynnt útgáfa dagatals til styrktar börnum með Downs-heilkenni. Lára Magn- ea Jónsdóttir, hugmyndasmiður þess og ritstjóri, er hér fyrir miðju ásamt Indriða Björnssyni, formanni Félags áhugafólks um Downs-heilkenni (t.v.), og Sverri D. Haukssyni frá Svansprenti. Rennur andvirði dagatal- anna óskert til barna með DH. Morgunblaðið/Ásdís Börn með Downs-heilkenni styrkt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.