Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 10

Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S kipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár og angar hennar teygja sig hingað til lands. Reyndar er oftast erfitt að færa sönnur á að ýmis afbrot teljist í raun til skipulagðrar glæpastarfsemi, en reynsla annarra þjóða vísar veginn. Skyndilegur áhugi norrænna mótor- hjólasamtaka á landinu vakti ugg þeirra sem til samtakanna þekkja, vaxandi fjöldi Litháa sem kemur við sögu fíkniefnamála hér á landi gefur vísbendingu um að þar að baki séu skipulögð samtök, komist hefur upp um starfsemi erlendra vændis- kvenna, sem einhverjir aðilar virðast hafa sent til starfa hérlendis og lög- reglumenn telja sig hafa vísbending- ar um slíkt hið sama í hópi kvenna, sem komið hafa hingað til lands og sýnt „listdans“ á súlustöðum. Þær hafa sjaldnast stoppað lengi við, heldur farið úr einu landi í annað. „Það er passað upp á að þær séu aldrei svo lengi á hverjum stað að þær nái að mynda þar tengsl og komast út úr vændinu,“ segir lög- reglumaður, sem er fullviss í sinni sök og vísar í reynslu erlendra starfsbræðra. En hefur þó ekki sannanir í hendi. Sannanir liggja ekkert á lausu. Skipulögð glæpastarfsemi gengur auðvitað út á að fela slóðina, að gera lögreglunni sem allra erfiðast fyrir að uppræta starfsemina alla, þótt eitt og eitt peð í taflinu náist. Sumir lögreglumenn taka skýrt fram, að grunur sé eitt og sönnun annað og þeir geti ekki fullyrt að skipulögð glæpastarfsemi nái hingað til lands. Aðrir eru ekki jafn varfærir, eða kannski eru þeir raunsærri. Þeir benda á að öll smámálin, og einstaka stærri mál, raðist saman í eina heild- armynd. Heildarmynd af skipulagðri glæpastarfsemi. Var „einkaframtak“ Lengi vel virtist innflutningur fíkniefna hingað til lands vera einka- framtak og oftast í tiltölulega smáum stíl. Ungt fólk keypti sér far- miða, til dæmis til Amsterdam, keypti þar fíkniefni, smyglaði þeim til landsins og seldi það sem það not- aði ekki sjálft. Upp úr síðustu alda- mótum virðist breyting hafa orðið þar á. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, telur skýringuna vera þá, að á ár- unum 2000–2001 hafi fjöldi þekktra íslenskra fíkniefnasmyglara setið í | Gjörbreyttur fíkniefnaheimur Skipulögð glæpastarfsemi h Fíkniefnaheimurinn á Íslandi hefur gjörbreyst á nokkrum árum. Sterkar vísbendingar eru um að er- lendar glæpaklíkur hafi haslað sér völl hér og eru tengslin við Litháen skýr. Sakamál síðustu ára raðast saman í heildarmynd af skipulagðri glæpastarfsemi. | Texti | Ragnhildur Sverirsdóttir | rsv@mbl.is EPA Í HNOTSKURN »Smygl fíkniefna var yf-irleitt „einkaframtak“. »Nú eru seljendurnir sjálfirfarnir að færa sig á mark- aðinn á Íslandi. »Vítisenglar gerðu tilrauntil að ná hér fótfestu 2002 og fyrri dæmi voru þekkt. »Fíkniefnaviðskiptumfylgir mikið ofbeldi og glæpaklíkur eru notaðar til að halda uppi agavaldi. »Lögreglumenn telja aðopinberar tölur um ofbeldi segi aðeins hálfa söguna. Fórnarlömbin kæri ekki of- beldið til lögreglu. Löggæslustofnun Evrópu,Europol, er dæmi um sam-starf sem Íslendingar taka þátt í. Í sumar sendi Europol frá sér skýrslu, þar sem lagt er mat á stöðu skipulagðrar glæpastarfsemi innan aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Europol segir að í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi þurfi fyrst og fremst að líta til þess hvaða afbrot séu framin og hvern- ig, í stað þess að horfa til þess hverjir fremji afbrotin. Slík nálgun auðveldi lögreglu að ná yfirsýn yf- ir viðfangsefnið, en oft geti reynst þrautin þyngri að einangra ein- staka afbrot eða afbrotamenn. Innan ESB séu ákveðin svið sem sérstaklega þurfi að beina kröft- unum að. Þar er fyrstur talinn fíkniefnamarkaðurinn, sérstaklega markaður með verksmiðjufram- leidd fíkniefni. Því næst koma ólöglegir flutningar fólks milli landa og mansal, fjársvik, fölsun á evru, vörufölsun, hugbún- aðarstuldur og peningaþvætti. Sífellt alþjóðlegri „Skipulögð glæpastarfsemi er útbreidd í öllum aðildarríkjum ESB og verður sífellt alþjóðlegri,“ segir í skýrslu Europol, sem bend- ir á að staðan sé þó mismunandi eftir ríkjum. Skipulögð glæpastarf- semi í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sé mótuð af nálægðinni við Rússland, sem sé uppspretta ólöglegs tóbaks, áfengis og heróíns frá Mið-Asíu, en þar sé jafnframt markaður fyrir stolin farartæki og verksmiðjuframleidd fíkniefni. Á Norðurlöndunum, þ.e. Noregi, Sví- þjóð, Danmörku og Finnlandi, leiki mótorhjólasamtök stórt hlutverk í skipulagðri glæpastarfsemi. Finn- land líði þar að auki fyrir starf- semi glæpagengja frá Eistlandi og í Svíþjóð þurfi að kljást við glæpa- samtök frá fyrrverandi Júgóslavíu og Albaníu. Spánn er glæpasamtökum mik- ilvæg innflutningleið fíkniefna vegna nálægðarinnar við Afríku, sem og vegna menningarlegra og fjárhagslegra tengsla við Suður- Ameríku. Samband Portúgal og Brasilíu elur af sér svipuð vanda- mál. Skipulögð glæpastarfsemi í Írlandi er undir sterkum áhrifum slíkrar starfsemi í Bretlandi, sem aftur tengist þeirri þungamiðju skipulagðrar glæpastarfsemi sem myndast hefur í Hollandi, Belgíu, vesturhluta Þýskalands, Lúx- emborg og norðurhluta Frakk- lands. Staðan í Þýskalandi er einna flóknust, en þar hafa glæpa- samtök frá Tyrklandi, Ítalíu, Serb- íu og Svartfjallalandi haslað sér völl, auk glæpasamtaka frá Pól- landi, Rússlandi, Litháen og Úkra- ínu. Nígerískar glæpaklíkur hafa líka látið að sér kveða þar og loks má svo nefna mótorhjólagengi. Þessi upptalning, þótt ekki sé hún tæmandi, sýnir að lögreglu- Framleiðsla á fíkniefnum Vændi Komist hefur upp starfsemi erlendra vændiskvenna, sem sýnt hafa „listdans“ á súlustöðum. HAUSTBÓKAMARKAÐUR SKJALDBORGAR MÖRKINNI 1 Barnabækur, fræðslubækur fyrir börn og unglinga, unglingabækur, skáldsögur, handbækur, dulræn efni, ævisögur, krossgátublöð og margt fleira. Allir sem versla fá gjafabók Síðasta opnunarhelgi Opið sunnudag 12-16 Opið virka daga 9-17 nema föstudaga 9-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.