Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 11

Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 11
fangelsum hér heima og þá hafi farið að bera á að erlend burðardýr voru fengin til að reyna að koma fíkniefn- unum framhjá íslenskri tollgæslu. Flest á vegum Íslendinga, þótt það hafi ekki fengist staðfest í öllum til- vikum. Sum þessara burðardýra náðust og lentu í íslenskum fangels- um. Að sjálfsögðu tókst kunnings- skapur með þeim og Íslendingunum sem fyrir voru, sem allt í einu kom- ust í ný og betri sambönd í erlendum fíkniefnaheimi. „Á þessu tímabili upplýstist meðal annars að menn reyndu að skipuleggja stórsmygl á meðan þeir sátu í fangelsi,“ segir Jó- hann. Það er að sjálfsögðu erfitt að festa hendur á nákvæmlega hvenær skipulögð glæpastarfsemi í tengslum við fíkniefnainnflutning teygði anga sína hingað. Tilraunir norrænna Vítisengla, eða Hell’s Angels, til að ná hér fótfestu í upp- hafi árs 2002 eru þó skýrt dæmi um slíkt. Nítján danskir Vítisenglar voru stöðvaðir við komuna til lands- ins og meinuð landganga. Þeir höfðu m.a. hlotið dóma fyrir morð, mann- drápstilraunir, mannrán, fíkniefna- smygl og ofbeldisbrot. Danska lög- reglan hafði fundið gögn í fórum þeirra, þar sem fram kom að fram- tíðarmarkmið samtakanna var að skipta Evrópu upp í þrjú umráða- svæði og stofna deildir sem víðast, þar á meðal á Íslandi. Nokkrum mánuðum síðar spurðist að allmargir Vítisenglar hefðu ætlað að koma með farþegaferjunni Nor- rænu til landsins, en hætt við förina. Fyrri dæmi um áhuga Vítisengla á Íslandi voru þekkt. Þannig fékk lög- regla upplýsingar um það árið 1997 að nektarstaðir á Íslandi tengdust kanadískum fyrirtækjum í eigu þar- lendra Vítisengla. Þótt Vítisenglum hafi ekki tekist að koma ár sinni fyrir borð hér á landi, þá hafa Íslendingar tengst samtökunum. Í ágúst 2002 var m.a. skýrt frá hótunum Vítisengla í garð starfsmanna íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Þeir heimtuðu að fá afhentan Íslending, sem hafði komist í skuld við þá vegna fíkni- efnaviðskipta. Menn úr norskum bifhjólasamtök- um gerðu líka tilraunir til að koma hingað til lands. Sex félögum í klúbbnum Savage MC, sem tengist Vítisenglum, var meinuð landganga á Seyðisfirði í júlí 2002 og fimm norskum Vítisenglum var vísað úr landi þegar þeir komu til Keflavíkur í desember ári síðar. Enn voru danskir bifhjólamenn efur skotið rótum á Íslandi yfirvöld í Evrópu eiga við ramman reip að draga. Fíkniefnamarkaður- inn veldur þar mestum vanda. Framleiðsla, dreifing og sala á verksmiðjuframleiddum fíkniefn- um, s.s. amfetamíni, færist mjög í vöxt og hvergi er framleitt meira af þeim en í Evrópu. Lausleg net glæpamanna Europol segir að uppbygging skipulagðrar glæpastarfsemi hafi breyst á undanförnum árum. Þótt vissulega séu til glæpasamtök, sem starfi eftir stigskiptu valdakerfi, séu mörg þeirra lausleg net glæpamanna, sem hafi ákveðið sjálfstæði þótt þeir sameinist í verkefnum fyrir yfirmann, einn eða fleiri. Þessi glæpanet taki að sér verkefni af ýmsum toga, sam- kvæmt eftirspurn og gróðavon. „Þetta þýðir hins vegar ekki að glæpasamtökin séu óskipulögð. Finna má skipulag í því sem virð- ist glundroðakennt og síbreytilegt fyrirkomulag glæpasamtaka,“ seg- ir í skýrslunni. Loks skal svo gripið niður í skýrsluna þar sem rætt er um hvernig stækkun Evrópusam- bandsins, með tilheyrandi nið- urfellingu á raunverulegum landa- mærum, hefur ýtt undir starfsemi skipulagðra glæpasamtaka. Frjálst flæði vöru og fólks auðveldar glæpasamtökum starfið, á meðan enn ríkja stjórnskipuleg landa- mæri sem gera löggæslu erfitt fyr- ir. Ríki, sem skipulögðum glæpa- samtökum hafi ekki þótt fýsileg hingað til, séu nú auðveldari bráð en áður og sameiginlegur gjald- miðill, evran, auðveldar fjármagns- flutninga milli landa. Þar sem glæpasamtökin verði sífellt al- þjóðlegri í starfsemi sinni verði löggæslustarfsemi að taka upp sama háttinn. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, fer á næsta ári til Europol sem tengifulltrúi. Hann segir að hlut- verk sitt þar sé enn ómótað, enda hafi íslenska lögreglan ekki átt þar fulltrúa áður. Hins vegar sé ljóst að Europol einbeiti sér að aðgerð- um gegn hryðjuverkum og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Forgangs- röðunin sé mismunandi, en sitt hlutverk verði að koma íslenskri lögreglu í nánari tengsl við Euro- pol. Innflytjendagengi taka völdin í Danmörku Danska lögreglan sendi nýlega frá sér skýrslu, þar sem metin var staða skipulagðrar glæpastarfsemi hjá þessari nágrannaþjóð okkar. Ekki kemur á óvart að Danir eru sem fyrr að kljást við bifhjólasam- tökin Hell’s Angels og Banditos. Lögreglan hefur gengið hart fram gegn þessum hópum og sitja fjöl- margir félagar þeirra í dönskum fangelsum, en mörg dæmi eru jafnframt um að menn hafi forðað sér úr landi og reynt að hasla sér völl annars staðar. Þannig starfa danskir Vítisenglar til dæmis á Norður-Írlandi og á eyjunni Curacao í Karíbahafi og danskir meðlimir Banditos hafa lagt áherslu á aukna starfsemi í Asíu. Danir greina töluverðar breyt- ingar í þessum heimi, því nú hafa ýmsir glæpahópar manna af er- lendum uppruna haslað sér völl í Danmörku. Má þar nefna glæpa- menn frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Litháar komu m.a. við sögu í stórum fíkniefnamálum á síðasta ári og glæpaklíkur þaðan stunduðu stórfelldan þjófnað. Serbneskir glæpamenn hafa einnig verið áberandi og í sumum tilvik- um tekið upp samstarf við glæpa- klíkur bifhjólasamtaka. Af öðrum hópum, sem hafa skotið upp koll- inum í Danmörku, má nefna Alb- ana og Nígeríumenn, en síðar- nefndi hópurinn stundar m.a. ýmis fjársvik, líkt og borið hefur á hér á landi. Á síðasta ári sagði Lene Esper- sen, dómsmálaráðherra Danmerk- ur, að það yrði forgangsverkefni lögreglunnar að ráða niðurlögum ofbeldisfullra innflytjendagengja, sem réðu nú lögum og lofum í dönskum undirheimum. Liðsmenn þessara gengja þættu svo hrotta- fengnir, að jafnvel fylgismenn Hell’s Angels og Banditos óttuðust þá. mest í Evrópu Morgunblaðið/Sverrir Stöðvaðir Vítisenglar hafa reynt að koma ár sinni fyrir borð á Ís- landi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 11 Kaunas er næst stærsta borg Litháen og þar er vagga skipu- lagðrar glæpastarfsemi í land- inu. Vitað er að þar fer fram mikil framleiðsla á fíkniefnum. Margir þeirra Litháa sem hafa komið við sögu lögreglu og tollvarða hér á landi hafa komið frá Kaunas, eða haft tengsl við borgina. Má þar nefna að maðurinn sem fannst látinn í höfninni í Neskaupstað, með fíkniefni í maganum, var frá Kaunas. Landi hans, sem var dæmdur í ágúst sl. fyrir að reyna að smygla tæpum tveim- ur lítrum af amfetamínbasa á flöskum, sagðist hafa keypt flöskurnar í heimabæ sínum, Kaunas. Og tveir landar þeirra, sem reyndu að smygla 4 kílóum af amfetamíni í bif- reið með Norrænu á síðasta ári, voru frá Kaunas. Framleiðslu- staðurinn »Menn hljóta að hugleiða hvað er að gerast þegar við náum 40–60 þúsund skömmt- um. Hvað átti að gera við allt þetta efni hér? Morgunblaðið/Kristinn Fíkniefni E-töflur og kókaín, sem lögreglan hefur gert upptæk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.