Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ast greiðslukortaupplýsingarnar. Slíkir fótgönguliðar viti hins vegar sjaldnast hverjir standi að baki. Þeir fái búnaðinn e.t.v. sendan til sín, með fyrirskipunum um hvernig þeir eigi að bera sig að, en mjög erfitt sé að hafa uppi á þeim sem í raun skipu- leggi glæpinn. Skipulögð glæpa- starfsemi gangi enda út á að ekki sé hægt að rekja glæpinn til þeirra sem að baki standa. Niðurstaðan sé því sú, að maður sem gripinn sé við slíka iðju fái sinn dóm, en brotið sé ekki hægt að rekja lengra aftur. Aðspurður hvort ekki sé leitað til lögregluyfirvalda í öðrum ríkjum um að rekja feril slíkra manna og reyna að hafa uppi á þeim sem að baki af- brotinu standa segir Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, að ekki af baki dottnir og í nóvember 2004 var 11 félögum í Hogriders vís- að úr landi í Keflavík. Einn klúbb- félagi fékk að fara inn í landið, en sá var Íslendingur. Undanfarin tvö ár hefur farið lítið fyrir komu Vítisengla og sambæri- legra bifhjólaklúbba hingað til lands. Jóhann R. Benediktsson segir sannað að þegar dönsku Vítisengl- arnir reyndu fyrst að komast til landsins hafi þeir ætlað að smygla hingað til lands 15 kílóum af hassi, en fyrstu fimm kílóin hafi náðst. „Yf- irmaður fíkniefnadreifingar Vítis- engla í Norður-Evrópu var með í för, svo það leikur enginn vafi á því í mín- um huga hvað þessir menn ætluðu sér að gera,“ segir sýslumaður. Fjársvikarar frá Nígeríu Þegar fjallað er um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi er fyrst og fremst verið að vísa til fíkniefnainn- flutnings, enda þykir lögreglu ljóst að þar sé starfsemin viðamest. Þó hafa komið upp ýmis önnur mál, þar sem grunur leikur á að um skipu- lagða glæpastarfsemi hafi verið að ræða. Má þar nefna, að nokkrum sinnum hefur komist upp um starf- semi fjársvikara, sem taldir eru tengjast glæpasamtökum frá Níger- íu. Þar hafa skýrar reglur um til- kynningaskyldu fjármálastofnana um ætlað peningaþvætti oftar en ekki orðið til þess að svikin hafa upp- götvast og miðað við takmarkað um- fang slíkra svika undanfarin ár virð- ist sem tekist hafi að kæfa slíkt í fæðingu. Lögreglumenn benda á, að í tugum tilvika hafi menn lagt á sig löng ferðalög, og það oftar en einu sinni, til að opna hér bankareikninga og komast yfir, eða falsa, alls konar verðbréf. Það sé því ljóst að menn hafi séð töluverða hagnaðarvon í fjársvikum hér á landi, en ekki náð fótfestu. Fölsuð skilríki För fólks með fölsuð vegabréf hef- ur margoft verið stöðvuð í Keflavík. Á undanförnum þremur árum voru slík tilvik um 20–30 á ári. Í flestum tilvikum millilenti fólkið með fölsuðu skilríkin hér á landi og hugðist kom- ast annað, til dæmis til Bandaríkj- anna. Yfirvöld hér á landi brugðust hart við þessu og í stað þess að fólkið væri látið bíða á gistiheimili á meðan mál þess var útkljáð, eins og tíðk- aðist í nokkur ár, var það ákært, dæmt og sent til afplánunar á Litla- Hraun. Sú aðferð virðist hafa haft mikinn fælingarmátt, því á þessu ári hafa aðeins komið upp fjögur tilvik, þar sem fólk var gripið með fölsuð skilríki. Aðspurður segir Jóhann R. Bene- diktsson að sá hópur, sem fáist við fölsun skilríkja, sé tiltölulega fá- mennur og yfirvöldum hafi tekist að koma þeim skilaboðum á framfæri að ekki væri vænlegt að reyna að ferðast um Ísland. „Við komumst meira að segja einu sinni yfir bréf til tengiliðar slíkra falsara, þar sem varað var við að ferðast með við- komu hér, því hérna væri tekið svo hart á slíkum málum. Þetta er orð- sporið sem við viljum hafa. Fólk sem stundar afbrot af öllu tagi metur auðvitað líkurnar á að ná árangri og forðast þá staði þar sem löggæsla er öflug.“ Hraðbankasvik Ýmis önnur afbrot hafa vakið grun um skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna, að í ágúst sl. kom í ljós að settur hafði verið búnaður á bensín- sjálfsala, sem gerði kleift að afrita upplýsingar á greiðslukortum. Í jan- úar sl. var maður með búlgarskt vegabréf gripinn við komuna til landsins með Norrænu. Í fórum hans fundust fjögur sérútbúin tæki til að setja framan á hraðbanka, í því skyni að lesa upplýsingar á greiðslu- kortum og misnota þær. Lögreglan telur ekki ólíklegt að sá maður hafi verið eins konar fótgönguliði skipu- lagðrar glæpastarfsemi, þ.e. hafi verið gerður út af örkinni til að nálg- það geti verið miklum erfiðleikum bundið þegar viðkomandi segi ekk- ert og viti jafnvel ekkert sjálfur hver standi að baki. „Jafnvel þótt menn gætu vísað á aðra þora þeir ekki að gera það af ótta við refsingu, eða hefnd sem beinist að fjölskyldu þeirra. Ofbeldið er svo ríkur þáttur í þessari starfsemi.“ Fíkniefni stærsti hlutinn Þrátt fyrir ofangreind dæmi eru fíkniefnaviðskipti langstærsti hluti þess sem telst skipulögð glæpastarf- semi hér á landi. Yfirmaður innan lögreglunnar segir að reyndar hafi sú alltaf verið raunin, líka þegar smygl, dreifing og sala var í höndum einstaklinga sem skruppu til Amst- erdam. Þeir hafi keypt efnin af að- ilum sem tengdust dreifingu fíkni- efna í Evrópu og orðið að lúta agavaldi seljendanna, með tilheyr- andi ógnunum og ofbeldi ef ekki var staðið í skilum. Þar með hafi þeir orðið liður í skipulagðri glæpastarf- semi, þótt þeir hafi ekkert vitað um skipulag hennar að öðru leyti. Núna felist breytingin í því að seljendurnir úti séu farnir að færa sig sjálfir alla leið á markaðinn hér. Annar háttsettur maður innan lögreglunnar segir að enginn vafi leiki á að glæpaumhverfið hafi gjör- breyst á fáum árum. Miðað við skil- greiningu á skipulagðri glæpastarf- semi séu ótal vísbendingar um að hún sé að festa sig í sessi hér, í fíkni- efnaviðskiptum. Fíkniefnaviðskiptum fylgir mikið ofbeldi, enda nota glæpaklíkur það til að halda uppi agavaldi. Lögreglu- menn segjast vita þetta fyrir víst, en opinberar tölur um ofbeldi segi ekki nema hálfa söguna. „Ef einhver lendir í skuld við fíkniefnasala og er barinn til óbóta, þá fer hann ekki til lögreglunnar og kærir atvikið,“ segir lögreglumaður. Krafsað í yfirborðið Lögreglumenn, sem rannsaka af- brot af ýmsum toga, segja engan vafa leika á að þeir séu oftar að kljást við skipulagða glæpastarfsemi en þeir geti sýnt fram á. Einn þeirra orðar það svo: „Eldveggirnir eru svo sterkir að þeir sem við náum eru bara peð með ákveðið hlutverk. Þeim er sagt að fara með pakka frá pósthúsinu til rakarans og vita ekk- ert meira og geta þess vegna ekki kjaftað frá. Við kröfsum í yfirborðið og sjáum myndina undir, en getum ekki dregið hana fram í dagsljósið.“ Íslensk lögregluyfirvöld eyða sí- fellt meiri tíma í alþjóðlega sam- vinnu af ýmsu tagi, sem er talið til marks um að skipulögð glæpastarf- semi færist mjög í aukana. Jón H.B. Snorrason segir, um það er lýtur að rannsókn efnahagsbrota, að venju- leg viðskipti eigi sér ekki lengur upphaf og endi á Íslandi, líkt og áður fyrr. „Núna eru engin landamæri í viðskiptum og ekki heldur í afbrot- um. Rannsókn venjulegs afbrots, þótt ekki teljist það skipulögð glæpastarfsemi, teygir sig oft til margra landa. Ég get ekki fullyrt að margt af því, sem við rannsökum, sé angi af skipulagðri glæpastarfsemi, en oft leikur sterkur grunur á því. Peningaþvættið er þar líklegast, þótt ekki sé svo alltaf, en svo koma upp alls konar fjársvikamál eða fals- anir, þar sem óljóst er hverjir standa að baki. Ef hægt væri að fara ofan í öll málin og rekja þau, þá væri áreið- anlega oftar hægt að benda á skipu- lagða glæpastarfsemi. Lögreglan reynir að upplýsa öll sýnileg brot, en vill gjarnan reyna að komast til botns í málum, svo hægt sé að upp- ræta starfsemina.“ Tengslin við Kaunas Í framhaldi af þessum ummælum Jóns er vert að rifja upp, að fjöldi manna frá Litháen, sem staðnir hafa verið að fíkniefnamisferli hér á landi á undanförnum misserum, hefur komið frá næststærstu borg Lithá- ens, Kaunas. Slíkt telst ólíkleg til- viljun og því hefur vaknað grunur um að ferðir þeirra séu á vegum skipulagðra glæpasamtaka. Í febr- úar 2004 sagði Mindaugas Peleckis, blaðamaður hjá litháska dagblaðinu Respublika í samtali við Morgun- blaðið að Kaunas væri þekkt fyrir stórfellda framleiðslu á eiturlyfjum og hefði amfetamín verið framleitt þar á tilraunastofum og því dreift til annarra Evrópulanda og selt þar. Árin 2003 og 2002 hefði lögregla fundið verksmiðjur í borginni þar sem eiturlyf voru framleidd og m.a. lagt hald á um 100 kíló af amfetamín- töflum. Peleckis sagði mjög algengt Morgunblaðið/Arnaldur Í meltingarveginum Algengt er að smyglarar gleypi fjölda pakkninga með fíkniefnum og reyni að koma þeim þannig fram hjá yfirvöldum og yfir landamæri. Slíkt er lífshættulegt því mikil hætta er á að umbúðirnar rofni. » Skipuleggjendum smyglsins er slétt sama um þau burðardýr sem lenda í íslenskum fangelsum. Oft kvikna grunsemdir um peninga-þvætti hér á landi, þ.e. að menn reyniað koma afrakstri glæpastarfsemi sinnar inn í hagkerfið á því formi, að það sé ekki rekjanlegt lengur til afbrotanna. „Marg- ir, sem stunda afbrot, fá allar sínar tekjur á ólöglegan hátt, en verða að fela uppruna teknanna svo þeir geti búið innan um annað fólk, ferðast, keypt bíla og fleira sem tilheyrir daglegu lífi,“ segir Jón H. B. Snorrason, yfir- maður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra. „Þetta er afskaplega flókið ferli, sér- staklega í mjög ábatasömum afbrotum. Oft þurfa menn að leggja í mikinn tilkostnað til að koma peningum í umferð.“ Hjá nágrannaþjóðum er hægt að finna dæmi þess að menn setji á laggirnar fyrir- tæki, til dæmis veitingastað, með það eina markmið að fela tekjur af afbrotastarfsemi. Þá leigja þeir húsnæði og kaupa alla innan- stokksmuni, en ætla sér aldrei að hafa neinn rekstur sem heitið getur. Bókhaldið sýni hins vegar verulegar tekjur, sem eigandinn telji fram. Þar sem rekstur veitingahúss byggist eingöngu á lausafé frá fólki sem kemur inn af götunni sé erfitt að sýna fram á að í raun sé engin aðsókn að staðnum. Jón segir að ekki séu dæmi um slíkt hér, enda sé samfélagið svo smátt að erfitt sé að halda því fram að miklar tekjur séu af veit- ingastað sem allir sjái að sé varla starfræktur í raun og keppinautar yrðu fljótir að koma auga á að maðkur væri í mysunni. „Þetta verður strax flóknara ef menn stofna versl- unarfyrirtæki eða þjónustufyrirtæki, þar sem erfiðara er að skálda slíkan rekstur.“ Hér á landi hafa gengið dómar um peningaþvætti. Má þar nefna að menn hafa verið dæmdir fyrir að taka við háum fjár- hæðum og skipta þeim í gjaldeyri, þótt þeir vissu að peningarnir væru afrakstur fíkni- efnasölu og ætlaðir til frekari kaupa á fíkni- efnum. Fleiri mál tengjast fíkniefnasölu og skipta fjárhæðirnar oft milljónum. Orðspor landsins misnotað Bankar og aðrar fjármálastofnanir benda oft á óvenjulegt fjárstreymi á reikningum. Tilkynningar um slíkt eru raunar um 300 á ári. Í mörgum tilvikum er ekkert óhreint á seyði, en í öðrum geta ábendingarnar hins vegar stutt við rannsókn annarra mála, til dæmis fíkniefnamála, þar sem oft þarf að koma háum fjárhæðum milli landa. „Pen- ingaþvætti fylgir oft mjög löngu og flóknu ferli frá afbroti og þar til afbrotamennirnir treysta sér til að taka peningana aftur í sína vörslu,“ segir Jón. „Peningarnir fara oft í gegnum margar peningastofnanir í mörgum löndum. Þótt við viljum trúa því að Ísland sé laust við skipulagða glæpastarfsemi þá geta íslenskar fjármálastofnanir dregist inn í pen- ingaþvætti þegar reynt er að koma færslum hér í gegn. Ísland er jafn útsett fyrir þessu og önnur lönd, kannski jafnvel meira, af því að landið er alls ekki þekkt fyrir skipulagða glæpastarfsemi og því getur verið freistandi að reyna að nota íslenska banka fyrir vafa- samar færslur á peningum. Afbrotamenn, sem búa í einhverju landi á meginlandi Evr- ópu, telja auðvitað að það veki minni eftirtekt í heimalandi þeirra ef þeir fá millifærslur af reikningi á Íslandi en til dæmis Kólumbíu, þar sem skipulögð glæpastarfsemi er land- læg.“ Íslendingar voru fljótir að reyna að setja undir þennan leka, með setningu laga árið 1993 um aðgerðir gegn peningaþvætti og á þessu ári var bætt um betur, með lögum um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ákvæði nýju laganna eru mun ítarlegri en hinna eldri og skylda fleiri aðila til að tilkynna til yfirvalda, ef grunur er um peningaþvætti. Peningaþvætti 300 tilkynningar á ári Á vegum Evrópusambandsins hefur verði sett fram skilgreining á skipulagðri glæpastarfsemi. Skilgreiningin er í 11 liðum og þurfa sex einkenni, þar á meðal liður 1, 3, 5 og 11, að eiga við til að lögbrot teljist til skipulegrar glæpastarfsemi. 1. Samvinna fleiri en tveggja einstaklinga. 2. Hver með fyrirfram ákveðið verkefni. 3. Stendur yfir í langan eða óskilgreindan tíma. 4. Með einhvers konar skipulagi eða stjórnun. 5. Grunur um að framið hafi verið alvarlegt refsivert afbrot. 6. Starfsemi á alþjóðlega vísu. 7. Beiting ofbeldis eða ógnunar. 8. Starfsemi skipulega uppbyggð. 9. Peningaþvætti. 10. Með beitingu áhrifa á stjórnmál, fjölmiðla, opinbera stjórnsýslu, réttarkerfið eða efnahagslega stöðu samfélagsins. 11. Markmið um auðgun eða völd. Hvað er skipulögð glæpastarfsemi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.