Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is V inum og samstarfs- mönnum ber saman um að maðurinn sé með afbrigðum vinnu- samur. Hófstilltur er hann og sagður og yfirtak kurteis; annað væri vart við hæfi hjá manni sem ákveður að gefa kost á sér sem næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Ban Ki-moon, utan- ríkisráðherra Suður-Kóreu, kveðst hins vegar búa yfir seiglu og járn- vilja og vísast mun reyna á þessa eig- inleika hans á næstu árum. Fullvíst má telja að Ban verði á morgun, mánudag, tilnefndur eft- irmaður Kofis Annans, núverandi framkvæmdastjóra, sem lætur af störfum 31. desember eftir að hafa sinnt embættinu í tíu ár. Samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þessa efnis verður þá vísað til alls- herjarþingsins sem leggja mun blessun sína yfir ráðninguna. Ban mun síðan taka við embætti „ofur- diplómats“ sjálfrar heimsbyggð- arinnar á nýársdag. Sá sem því gegnir þarf ekki að kvíða verk- efnaleysi og Ban kveðst tilbúinn í slaginn. Kröfur um breytingar, aukna skil- virkni, minni yfirbyggingu, hæfari stjórnendur, „siðvæðingu“ og betri nýtingu fjármuna eru viðvarandi gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Margir telja að allsherjar „upp- skurður“ á starfsemi samtakanna sé óumflýjanlegur. Aðrir, t.a.m. íhalds- menn sumir í Bandaríkjunum, hafa efasemdir um réttmæti þess að þetta apparat sé yfir höfuð rekið. En ekki fækkar verkefnunum, öðru nær. Sameinuðu þjóðirnar gegna lyk- ilhlutverki í flestum af erfiðustu deilumálum samtímans. Nefna má átökin í Líbanon, vargöldina í Súdan, kjarnorkutilraunir klerkastjórn- arinnar í Íran, framtíð Kosovo- héraðs og vígvæðingaráform ráða- manna í Norður-Kóreu. Verkefnin eru vitaskuld mun fleiri; Sameinuðu þjóðirnar láta til sín taka á flestum sviðum samfélagsins allt frá mennta- og heilbrigðismálum til neyðaraðstoðar á hörmungasvæðum og friðargæslu. Framkvæmdastjór- inn er yfir 9.000 manna starfsliði og reksturinn kostar um 350 milljarða króna á ári. Aðgerðir í stað yfirlýsinga Ban sem er 62 ára gamall þekkir vel þá umræðu sem fram hefur farið um nauðsynlegar breytingar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Kofi Ann- an hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að hafa ekki beitt sér sem skyldi í því viðfangi. Ban hefur í viðtölum á und- anliðnum vikum lagt áherslu á nauð- syn þess að öll stjórnun verði skilvirk- ari á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Draga þurfi úr tvíverknaði og tryggja skilvirkari ákvarðanatöku til að sam- tökin megi á ný „eignast traust og trúnað aðildarríkjanna“. Raunveru- legar aðgerðir þurfi að koma til í stað yfirlýsinga og loforða. Heldur hljómar það nú kunn- uglega. Ban hefur gegnt embætti utanrík- isráðherra Suður-Kóreu í tæp þrjú ár. Það telst umtalsvert afrek sem fáir hafa leikið eftir. Hann hefur starfað innan utanríkisþjónustunnar í heil 36 ár og hefur mikla reynslu af vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Eftir að hafa lokið námi á sviði alþjóðlegra sam- skipta við Þjóðarháskólann í Seúl árið 1970 gerðist hann diplómat. Ban var ritari sendinefndar Suður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum 1978–1980 og tók þá við starfi forstöðumanns þeirr- ar deildar utanríkisráðuneytisins sem fer með málefni samtakanna. Árið 1985 lauk hann framhaldsnámi á sviði opinberrar stjórnsýslu við Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum. Ban var á árunum 2001–2003 sendiherra Suður-Kóreu hjá SÞ. Þá tók hann við starfi ráðgjafa forseta landsins á sviði utanríkismála en í jan- úarmánuði 2004 var hann skipaður utanríkisráðherra. Og hann hefur haft í nógu að snúast; nágrannarnir í norðri kveðast nú ráða yfir gereyð- ingarvopnum og boða að senn verði gerðar tilraunir með slík vígtól, samskiptin við Japana hafa verið með stirðara móti og náið samstarf við Bandaríkin hefur iðulega marg- vísleg „upphlaup“ í för með sér. Ban Ki-Moon þykir sérlega hóf- stilltur í framgöngu allri og heyrst hafa efasemdir um að hann hafi til að bera þá hörku sem fram- kvæmdastjóri SÞ þurfi að búa yfir. „Vel kann að vera að ég virðist á yf- irborðinu mjúkur maður en innra með mér bý ég yfir styrk sem ég get kallað fram þegar ég tel nauðsyn- legt. Í ríkjum Asíu er lítillæti talið til dyggða en menn skyldu ekki hafa hófstillta framkomu til marks um skort á forustuhæfni eða staðfestu,“ sagði Ban í viðtali fyrir skemmstu. Þeim sem til þekkja ber saman um að Ban sé geysilega einbeittur og skipulagður verkmaður. Hann sé maður sátta og samlyndis, stjórn- andi sem leitist við að tryggja sam- stöðu en treysti ekki á persónutöfra eða þvinganir. Á bak við hógværð- ina leynist þó járnvilji og skoð- analaus sé hann engan veginn. Ekki hefur hann þó með öllu kom- ist hjá gagnrýni. Fullyrt er að Ban hafi sem utanríkisráðherra beitt efnahagsstyrk Suður-Kóreu til að tryggja stuðning við framboð sitt. Nefnt er að Roh Moo-Hyun forseti hafi nú í ágústmánuði haldið til Grikklands þar sem gengið var frá samningum varðandi viðskipti og ferðamannaþjónustu. Leiðtogi Suð- ur-Kóreu hafði ekki sótt Grikki heim frá árinu 1961 þannig að ef til vill var það tímabært. Gagnrýn- endur fullyrða hins vegar að heim- sóknin hafi verið ákveðin þar sem Grikkir eru í forsæti innan örygg- isráðs SÞ. Heimsókn Bans til Kongó, sem einnig á sæti í örygg- isráðinu, vakti og athygli enda hafði háttsettur erindreki frá Suður- Kóreu ekki verið talinn eiga erindi við það ágæta fólk sem þar býr í meira en 40 ár. Ban hefur sagt ávirðingar þessar tilhæfulausar með öllu – stuðningur hafi ekki verið keyptur með efnahagsaðstoð og hagkvæmum samningum. Vinnan göfgar manninn Ban hefur upplýst að hann hafi ákveðið að gerast diplómat þegar hann 18 ára gamall fékk tækifæri til að taka í höndina á John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseta. Ban var þá í Bandaríkjunum á vegum banda- ríska Rauða krossins. Boðsferðin til Bandaríkjanna þótti þvílík upphefð í bænum Chungju þar sem Ban ólst upp að efnt var til sérstakrar kveðju- athafnar í skólanum. Á meðal þeirra sem færðu Ban táknrænar gjafir með ósk um góða ferð var Yoo Soon-Taek. Hún varð seinna eiginkona Bans og eiga þau tvær dætur og son. Eldri dóttirin ku vinna fyrir Barnahjálp SÞ í Afríku. Ban er annálaður fyrir vinnu- gleði. Haft er fyrir satt að brúðkaup eldri dóttur hans hafi verið skipulagt þannig að Ban gæti brugðið sér í nokkrar mínútur af ráðstefnu sem hann sat yfir í veislusalinn til að leiða afkvæmið inn í hjónasæluna. Þetta er skyldurækinn maður. Í ávarpi í fyrra kvað Ban diplómata njóta marg- víslegra hlunninda umfram alþýðu manna og því væri ábyrgð þeirra tak- markalaus. „Mér þykir þetta leitt fjölskyldu minnar vegna en starfið verður að ganga fyrir.“ Stálhnefi í silkihanska? Ban Ki-Moon, næsti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir hógværðina dyggð en kveðst jafnframt búa yfir þeim innri styrk og vilja sem nýja starfið krefjist Reuters Raunsæismaður Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, hefur mikinn metnað fyrir hönd Sameinuðu þjóð- anna en er jafnframt sagður prýðilega jarðtengdur. Á bak við hógværðina er sagt að leynist járnvilji. Í HNOTSKURN » Ban Ki-Moon fæddist 13.júní 1944. Hann lauk BA- prófi á sviði alþjóðasamskipta árið 1970 og gekk til liðs við utanríkisþjónustuna. » Ban hefur verið diplómatundanliðin 36 ár og hefur mikla reynslu af vettvangi Sameinuðu þjóðanna. » Fullvíst þykir að Ban Ki-Moon verði næsti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. » Í ríkjum Asíu er lít-illæti talið til dyggða en menn skyldu ekki hafa hófstillta fram- komu til marks um skort á forustuhæfni eða staðfestu Svipmynd | Ban Ki Moon er hógvær maður og vinnusamur, en hefur hann þann kraft sem þar til þess að leiða Sameinuðu þjóðirnar. Innlent | Jafnrétti kynjanna ríkir ekki enn í stjórnmálum. Ein af leiðum Femínistafélagsins til að breyta því er að halda stjórnmálaskóla fyrir konur. Erlent | Jack Straw hefur kveikt heitar deilur með ummælum um slæðuburð múslímskra kvenna. VIKUSPEGILL» SVIPMYND» ’ Hinir ungu ríku sem munuvita það frá unga aldri að þeirra bíður auðlegð verða allt annar þjóðfélagshópur en hinir ungu fátæku.‘Ingibjörg Sólrún Gísladóttiŕ , formaður Samfylkingarinnar, í utan- dagskrárumræðu á Alþingi um jöfnuð í samfélaginu. ’ Ég missi ekki svefn yfir þvíað einhverjir aðilar hafi hagnast í viðskiptum.‘ Geir H. Haarde forsætisráðherra við sama tilefni. ’ Við sjáum ýmis merki þessað afstaðan til náttúrunnar kunni að verða viðlíka hitamál og herinn var fyrrum.‘ Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Íslands, í ræðu við setningu Alþingis. ’ Þetta gerir okkur kleiftað lækka skatta enn frekar en þegar hefur verið ákveðið ef við kjósum.‘Árni Mathiesen fjármálaráðherra um góða stöðu ríkisfjármála. ’ Ef ríkisstjórnin missirmeirihlutann þá hljótum við að líta á það sem áskorun til okkar um að mynda næstu rík- isstjórn.‘ Ögmundur Jónasson, formaður þing- flokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. ’ Ég hallast að því að það séákveðinn hópur ungra öku- manna sem hefur ekki áhuga á umferðaröryggismálum, lærir ekki af banaslysum og lítur á ökutæki sem leiktæki.‘ Ágúst Mogensen , framkvæmdastjóri rannsóknarnefndar umferðarslysa. ’ Þetta hefur verið fram-úrskarandi skemmtilegt og gefandi starf. ‘Kjartan Gunnarsson , framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins síðastliðin 26 ár, sem brátt lætur af störfum. ’ Náttúran hér er nokkuð yf-irþyrmandi og mönnum virðist standa stuggur af henni.‘Rússneski leikstjórinn Aleksandr Sok- urov um fyrstu kynni sín af Íslandi og Ís- lendingum. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/ Jim Smart Misskipting Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fjallaði um ójöfnuð á Íslandi í utandagskrárumræðu á Alþingi á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.