Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 25
uppeldinu sem einfalt er að nota, ef
maður kann þau.“
Hver stendur með mér?
Hvað hvílir helst á þeim börnum
sem þú talar við?
„Að hafa ekki öryggi og sitt eigið
rými. Mörg tilheyra tveimur fjöl-
skyldum, eins og áður sagði, og ég
verð að segja að mér virðist svo mik-
il einstaklingshyggja í samfélaginu,
fullorðna fólkið er svo upptekið af
sjálfu sér, að þarfir barnsins gleym-
ast. Fólk er upptekið af veraldlegum
gæðum. Börn eiga líka alla mögu-
lega hluti og eru oft í alls kyns tóm-
stundastarfi eftir að skóla líkur.
Uppeldisgildi þess að læra að beita
líkamanum eða nema tónlist er óum-
deilt, en stundum þurfa börn líka
tíma til þess að fá að vera í friði,
vakna í rólegheitum þegar þau eiga
ekki að mæta í skóla og leika sér
ótrufluð. Það þarf ekki að endasend-
ast með þau í sífellu út um allan bæ.
Fólk þarf að huga að því, hversu
mikið er rétt að leggja á barnið fyrir
utan skólatíma og að það eigi ein-
hvern tímann frí.“
Hvað tala börnin helst um við þig?
„Þau velta fyrir sér alls kyns hlut-
um í kringum fjölskylduna og eru
upptekin af því hvaða hópi þau til-
heyra. Við flóknar aðstæður getur
hann orðið mjög stór og óskil-
greindur og það veldur kvíða. Hvar
kem ég inn í myndina? Hverjir
styðja mig og eru góðir við mig?
Hver stendur með mér í þessu lífi?
Börn geta reyndar upplifað óöryggi
við hvaða aðstæður sem er, ég vil
taka það fram, það veltur ekki endi-
lega á formi fjölskyldunnar, heldur
tengslunum við fullorðna fólkið. Mér
finnst það oft gleymast, að tengslin
skapa öryggi barnanna. Að þau hafi
frelsi til þess að þykja vænt um sitt
fólk og svo framvegis og að það sé
ekki talað illa um aðra í fjölskyld-
unni í þeirra návist. Jákvæðni og
stuðningur veitir öryggi.“
Meiri kyrrð
Er streita algeng hjá
börnum, að þínu mati?
„Börn upplifa streitu
ef fullorðna fólkið er
ekki rólegt, til að
mynda. Einnig er mik-
ilvægt að þau fái að vera
í friði og ró þegar þau
koma heim úr skóla, að
ekki sé kveikt á öllum
miðlum í einu, sjónvarp-
inu, tölvunni, tónlistinni
og síminn hringjandi.
Börn sem eru lögð inn á
barna- og unglinga-
deildina eru auðvitað
með mikil einkenni og
því kannski ekki dæmi-
gerð fyrir börn al-
mennt, en þegar þau
leggjast hérna inn
finnst þeim óþolandi að
þurfa að fara að sofa á
ákveðnum tíma til þess
að byrja með. Einnig eru kyrrð-
arstundir í klukkutíma yfir daginn,
þar sem þau fá hvíld. Fyrst í stað
finnst þeim þetta óskaplega skrýtið,
að þurfa að eyða heilum klukkutíma
inni á herbergi í að gera ekki neitt.
Þannig að það er innbyggt í með-
ferðina hér, að kyrra umhverfið.
Auðvitað skiptir mjög miklu máli að
finna leiðir til þess að hvíla börn, þau
eru örmagna eftir krefjandi verkefni
dagsins. Vinnudagur barna er lang-
ur, þau eru í leikskóla, skóla, frí-
stundaheimili og kannski tóm-
stundum. Ef maður er alltaf með
áreiti í kringum sig, þarf maður ekki
að vera í tengslum við sínar eigin til-
finningar, því mötunin er stöðug.
Maður þarf ekki að vera skapandi í
hugsun. Að vera með sjálfum sér og
skapa er stór partur af þroskaferli
barna, þau ímynda sér alls kyns
hluti og búa sér til aðstæður þar sem
þau æfa sig að vera fullorðnar mann-
eskjur. Ef þau hafa ekki frið til þess,
þroskast sá eiginleiki ekki jafn vel.
Friður skiptir því mjög miklu máli
og líka að gleyma ekki að sinna
hverju barni á sínum eigin for-
sendum. Börn eru ólík innbyrðis og
þurfa að fá að vera eins og þau eru.“
Að hlakka til samverunnar
Foreldrar og börn eru oft þreytt á
sínum helsta samverutíma seinni-
part dags, oft er talað um úlfatíma.
„Þá er mikilvægt að hugsunin sé sú
að maður hlakki til þess að fara heim
úr vinnu og fá tækifæri til þess að
umgangast börnin sín og líta á það
sem gjöf í lífinu og hvíld frá öðrum
verkefnum, að fá að vera með þeim
milli fimm og átta. Með
jákvæðri afstöðu til
barnsins og samver-
unnar við það, er oft
hægt að koma í veg fyrir
að það skapist óþarfa
spenna á þessum við-
kvæma tíma.“
Margir foreldrar virð-
ast aðhyllast þá uppeld-
isstefnu að láta börnin
taka sem flestar ákvarð-
anir fyrir sig sjálf, hvað
finnst þér um það? „Ég
held að þetta þjóni frek-
ar fullorðna fólkinu en
börnunum, því kannski
er miklu þægilegra að
vera ekki mikið að banna
þeim. En það að setja
börnum mörk kennir
þeim að setja sjálfum sér
mörk og að leysa úr
þeim verkefnum sem þau
þurfa að takast á við í líf-
inu, til þess að geta verið í skóla og
vinnu og gert sitt í samfélaginu. Eitt
af þroskaviðföngum barna er að
segja nei, þannig þjálfa þau eigin
vilja. Einnig þurfa þau að læra rökin
fyrir neitun fullorðna fólksins og þar
með að setja sjálfum sér mörk. For-
eldrarnir taka neitun barnsins oft
persónulega og þá fara samskiptin
að snúast um vald, en þetta hefur
ekkert með það að gera. Ef maður
setur sig í þær stellingar að njóta
þess að vera með börnunum, er mað-
ur ekki of þreyttur til þess að setja
þeim mörk. Að mínu mati er þetta
spurning um hugarfar. Það er alltaf
verið að tala um langan vinnudag og
auðvitað tekur það sinn toll að vera
mestan part dagsins fjarri heimilinu,
en spurningin er líka sú hvernig
maður mætir barninu sínu. Mætirðu
því með neikvæðni, eða temurðu þér
jákvæðni gagnvart því? Maður þarf
að finna sér einhverjar leiðir til þess,
einföld aðferð er að reyna að koma
ekki á síðustu mínútunni úr vinnunni
í pirringi og stressi þegar barnið er
sótt og láta það bitna á fjölskyld-
unni.“
Gefum okkur ekki tíma
Hrefna telur að við fullorðna fólkið
þurfum að temja okkur að sýna börn-
um meiri virðingu, hvort sem er í
fjölskyldunum eða samfélaginu. „Við
þurfum að taka tillit til þess að þau
hafa ákveðnar þarfir og samfélags-
lega þurfum við miklu meiri beina
þjónustu við börn. Þá er ég ekki bara
að tala um líkamlegt eftirlit eða að
kenna þeim snemma að lesa. Við höf-
um eina lægsta tíðni barnadauða í
heiminum en það er bara ekki nóg.
Við þurfum að sinna þeim tilfinn-
ingalega, á heimilunum, í leikskól-
unum og skólunum. Við foreldrar er-
um ekki að gefa okkur nægilega
mikinn tíma fyrir börnin og hið sama
gildir um kennara eða annan starfs-
kraft sem vinnur með börnum í sam-
félaginu. Það er ekki nógu mikið af
starfsfólki eða tíma til þess að sinna
tilfinningalegum þörfum þeirra. Við
einblínum á það, að byggja upp hús-
næði, sem auðvitað er gott, en það er
ekki nóg eitt og sér.“ Hún segir jafn-
framt, að hvort sem erfiðleikar barna
séu meðfæddir eða áskapaðir séu
horfurnar á betri líðan því betri sem
umhverfið er betra. „Tengslaleysi
barna dreifist nokkuð jafnt yfir alla
hópa samfélagsins og heimavinnandi
manneskja getur líka vanrækt börn.
Atlæti þeirra fer aðallega eftir sam-
bandinu við foreldra sína, það er
númer eitt, tvö og þrjú. Jákvæðni og
aðdáun hefur svo mikið að segja.
Þess vegna er mikilvægt að sam-
félagið styðji við foreldra og að það
sé jafnvel viðurkennt að þeir sem eru
að ala upp lítil börn vinni aðeins
minna á meðan. Málið snýst ekki um
hvort konur eru mikið á vinnumark-
aði eða ekki, heldur það að fólk af
báðum kynjum sé að njóta þess að
eiga börn og sinna foreldrahlutverk-
inu vel.“
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
» Stundum þurfa börn
tíma til þess að fá að
vera í friði, vakna í ró-
legheitum þegar þau
eiga ekki að mæta í
skóla og leika sér.
helga@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 25
Heimsóknavinir óskast!
Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða
Kópavogsdeild Rauða krossins óskar eftir sjálfboðaliðum
til að heimsækja fólk sem býr við einsemd og einangrun.
Undirbúningsnámskeið verður haldið í sjálfboðamiðstöðinni
Hamraborg 11 miðvikudaginn 11. október kl. 18-21.
Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum.
Heimsóknavinur veitir félagsskap m.a. með því að spjalla, spila
eða fara í göngu- og ökuferðir. Heimsóknir eru að jafnaði einu
sinni í viku í klukkustund.
Heimsóknavinir og gestgjafar eru á
öllum aldri og af báðum kynjum.
Heimsóknavinir Kópavogsdeildar hittast
reglulega og fá fjölbreytta fræðslu.
Vilt þú taka þátt í gefandi starfi?
Skráning: Sjálfboðamiðstöðin Hamraborg 11
Sími 554 6626 / kopavogur@redcross.is
www.redcross.is/kopavogur
Birgir Ármannsson, alþingismaður, gefur kost á sér til
áframhaldandi setu á Alþingi Íslendinga og óskar eftir
stuðningi reykvískra sjálfstæðismanna í 3.-5. sæti í kom-
andi prófkjöri.
Við stuðningsmenn hans opnum því kosningamiðstöð
að Sætúni 8 (hjá húsi Heimilistækja), nú í dag, sunnudag-
inn 8. október, kl. 14.00. Við bjóðum alla stuðningsmenn
Birgis velkomna að líta inn; þiggja kaffiveitingar, njóta
skemmtiatriða og smáfólkinu gerum við líka til hæfis.
stuðningsmenn birgis ármannssonar.
www.birgir. is