Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 31
margir sem komu þar til dvalar.
Stjórnleysið er líka mikið núna, en
börn vilja skýrar reglur og þurfa
þær. Ég sagði við mína krakka:
„Svona gerum við bara alls ekki!“
Ég lét þau líka finna að þau væru
hlekkir í keðju, öll verk þyrfti að
vinna og þau væru öll jafn mikilvæg,
þótt þau þættu kannski leiðinleg.
Stríðni er eitt af því sem mér hef-
ur aldrei líkað. Þegar ég vann á
prjónastofunni tók ein samstarfs-
stúlkan upp á því að ganga á milli og
stinga okkur hinar með stoppunál,
þær æptu allar nema ég, sem brá
ekki svip. „Finnur þú ekki til?“
spurði stelpan. „Hvað ætli ég finni
þessa vitleysu,“ sagði ég og hún
steinhætti. Maðurinn minn gat verið
svolítið stríðinn. Einu sinni heyrði
ég hann stríða kunningja okkar og
sagði við hann: „Ætlar þú virkilega
að fæla frá okkur þennan góða vin.“
Hann hætti, sá að ég hafði rök að
mæla.
Var fólk glaðlynt í öllu amstrinu
áður fyrr?
„Já, fólk hló mikið. Nú eru menn
að segja að myrkrið valdi þunglyndi!
Hvað með okkur sem gerðum allt í
myrkri? Fólk var miklu glaðlyndara
áður – og það gladdi sig af engu.
Fólk á að þakka fyrir það sem það
hefur og fara vel með þær góðu gjaf-
ir sem það hefur fengið, þetta eru
allt guðsgjafir. Þjóðin á að þakka
fyrir það sem hún hefur, fara vel
með börnin sín og lofa mæðrum að
vera heima, ég er á móti því að börn-
in verði alltaf að víkja. Það er svo
stuttur tími sem börnin eru lítil, það
þarf að vera með þeim svo þau hafi
eitthvað að byggja á, – festu og
traust.“
Hvað með lífið hjá þér núna?
„Áföllin hafa þroskað mig, þótt
þau hafi verið sár meðan á þeim
stóð. Þjáningin kennir okkur að hafa
samkennd með öðrum.
Ég hef reyndar séð að það verður
engum það sama úr hlutunum. Ég
þekkti einu sinni mann sem var tví-
giftur og var spurður hver hefði ver-
ið munurinn á konunum tveimur.
„Hann er sá að hjá fyrri konunni
varð allt af öngvu, en hjá þeirri síð-
ari varð allt að engu.“ Hann hefði
aldrei komist af hefði hann fengið þá
seinni á undan.
Á Ljónsstöðum höfðum við það
löngum þannig að við slátruðum
hrossi á haustin og átum það og
garðamatinn yfir veturinn og höfð-
um svo mjólkina með. Svo einfalt var
það. Ég hef lifað ágætu lífi og aldrei
hræðst að takast á við erfiðleika og
mér var alveg sama hvað ég púlaði.
Hringurinn minn hefur verið fólkið
mitt og handavinnuna mína hef ég
gert heima, ekki í saumaklúbbum.“
Guðbjörg hefur aldrei farið til út-
landa.
„Ég er alveg laus við að hafa gam-
an af að ferðast og ætla aldrei út fyr-
ir landsteinana, en mér þótti gaman
að fara á hestbak áður fyrr. Ég hef
nóg að gera enn þann dag í dag. Ég
styð meðal annars fjögur börn á
Indlandi til náms, það er gaman að
fylgjast með hvernig þeim gengur í
skólanum, þau senda mér einkunnir
sínar og árangur. En ég myndi ekki
vilja taka þessi börn og flytja hingað
frá sínu landi. Aðstoð við börn í
heimalandi hefur hins vegar marg-
feldisáhrif. Eitt þessara barna
fannst 12 ára, viðskila hafði hún orð-
ið við sitt fólk og var hreint eins og
villidýr, en það var ótrúlegt hvað
hún komst fljótt til trúar og rann
upp eins og fljótasti viðarteinungur.
Nú er hún orðin útskrifaður klæða-
meistari.“ Það er stolt í rödd Guð-
bjargar yfir góðri frammistöðu fjar-
lægrar fósturdóttur, en hún gleymir
ekki rómaðri gestrisni íslenskra
sveita: „Komdu endilega við ef þú
átt leið hjá,“ segir hún þegar ég kveð
hana að áliðnum degi.
gudrung@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 31