Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 35
möguleikar og þeir eru nánast óþrjót-
andi,“ segir Brynjólfur og bætir við að
Síminn sé fjárhagslega sterkt fyrirtæki
sem sé vel búið tækni og með mikla
þekkingu hjá starfsfólki. „Við það bæt-
ist mikill vilji hjá nýjum eigendum til að
leggja meira fé til nýrra verkefna. Okk-
ar bíður svo að vinna úr þessu.“
Á undanförnum árum hefur verið
áberandi aukin áhersla Símans á að
sinna ekki bara gagnaflutningum, held-
ur að færa sig ofar í virðiskeðjunni, út-
vega efni til flutnings og jafnvel fram-
leiða það. „Ekki grunaði mig til dæmis
þegar ég byrjaði hjá þessu fyrirtæki ár-
ið 2002 að ég yrði sjónvarpsstjóri,“ seg-
ir Brynjólfur og hlær við. „Gagnvirkt
sjónvarp er gott dæmi um það sem við
erum að gera og 25.000 heimili á Íslandi
nota sér gagnvirkt sjónvarp í dag,“ seg-
ir hann og bætir við að hann treysti sér
til að fullyrða að Síminn sé fremsta fyr-
irtæki í Evrópu á þessu sviði.
„Haustið 2004 fóru menn frá okkur
til Danmerkur að kynna sér það sem
Danir voru að gera á þessu sviði, en
þeir ætluðu að byrja með gagnvirkt
sjónvarp síðasta haust, en ekkert varð
úr. Þegar ég ræddi síðan við forstjóra
TeleDanmark í sumar um þessi mál og
sagði honum hvað við værum komnir
langt sagði hann: Nú ætla ég að senda
hóp til Íslands, þið eruð komnir langt
framúr okkur. Þetta er ekki eina dæm-
ið um það hve langt við höfum náð, því
við fáum einnig símhringingar frá er-
lendum fyrirtækjum sem spyrja okkur
hvernig við fórum að því að leysa ýmis
vandamál.“
Fjarhjúkrun og nýtt farsímakerfi
Síminn hefur ekki bara haslað sér
völl í sjónvarpsþjónustu heldur hefur
hann boðið upp á sitthvað fleira, til að
mynda öryggisþjónustu fyrir heimili,
og er með margt í bígerð. „Við erum til
dæmis með í tilraunastarfsemi nokkuð
sem við köllum fjarhjúkrun, en sú þjón-
usta byggist á því að læknir getur at-
hugað blóðþrýsting hjá sjúklingi á
heimili hans, sem hefur eðlilega í för
með sér mikinn sparnað og hagræði
fyrir sjúklinginn.
Það er líka stutt síðan við settum af
stað þjónustu sem við köllum Safnið
sem hefur verið mjög vel tekið, en í því
getur fólk geymt heimilismyndirnar á
einum stað og skoðað í sjónvarpinu sínu
hvenær sem því hentar eða leyft öðrum
að skoða þær. Þetta er mikið hagræði
fyrir fólk sem er með stafrænar
myndavélar og öryggi líka, því við tök-
um til að mynda afrit daglega.
Annað atriði sem nefna má um fram-
tíðarþjónustu snýr að NMT-far-
símakerfinu gamla sem hefur verið
mjög mikilvægur öryggisþáttur hér á
landi í fjöldamörg ár. Nú er það kerfi að
detta út, enda ekki lengur hægt að fá
þjónustu varðandi búnaðinn, varahluti
og álíka. Við erum því komnir með til-
raunaleyfi að nota tækni sem kallast
CDMA 450 og mun leysa NMT-kerfið
af hólmi, enda er það mjög langdrægt
kerfi. Ég býst við að það verði tekin
ákvörðun um það á fyrsta ársfjórðungi
næsta árs.“
Einstaklingsmiðuð
sjónvarpsþjónusta
Stóra byltingin í sjónvarpsnotkun á
undanförnum árum hefur verið það
sem kallað hefur verið time shifting, en
þá velur fólk tíma til að horfa á dag-
skrárliði í stað þess að velja dag-
skrárliði eftir tíma. Með öðrum orðum,
gagnvirk sjónvarpsþjónusta er ein-
staklingsmiðuð þjónusta og í stað þess
að allir séu að horfa á það sama á sama
tíma horfir hver á það sem hann vill
þegar honum hentar, hver og einn er
sinn sjónvarpsstjóri hvort sem hann vill
horfa á fréttir, fræðslu- eða skemmti-
efni.
Eins og getið er hefur Síminn einmitt
sótt fram á þessu sviði, byggt upp staf-
rænt gagnvirkt sjónvarp, Skjáinn. Eins
er efni framleitt á vegum Skjásins, en
aðspurður hvort sækja eigi frekar fram
í þeim efnum svarar Brynjólfur því til
að áform Símans í efnisgerð og öðru
slíku séu ekki stórtæk. „Við ætlum til
dæmis ekki að byggja upp frétta-
stofu eins og NFS, en okkur er aftur
á móti engin launung á því að við er-
um með margs konar samstarf í at-
hugun. Kannski eigum við eftir að
semja við Morgunblaðið sem er með
sjónvarpsstúdíó í nýju húsi upp í Há-
degismóum,“ segir Brynjólfur og
kímir.
„Það er annars mjög hart barist
um efni og við eigum við mjög ramm-
an reip að draga þar sem 365 er með
ráðandi markaðsstöðu á efni. Við
verðum vitanlega að laga okkur að
því og rekum Skjáinn í samræmi við
það, en hann er líka réttum megin við
núllið. Síðan erum við í íþróttunum
og endurvarpi á erlendum sjónvarps-
stöðvum, sem hefur verið miklu vin-
sælla en við áttum von á, og erum
byrjaðir á því að dreifa merkjum
sjónvarpsstöðva 365.“
Samskiptaformið breytist
Af ofangreindu er ljóst að síma-
þjónusta verður æ minni hluti af
starfsemi Símans, ekki vegna þess að
símanotkun sé að minnka, heldur
vegna þess að önnur þjónusta eykst
mun hraðar. Brynjólfur segir og að
samskiptaformið sé að breytast –
það fari ekki lengur allt fram í orðum
í síma, heldur fari samskipti fram
með ýmsum leiðum, með ýmiskonar
gagnaflutningi, tali, mynd og texta.
„Síminn hefur vakið athygli í Evrópu
fyrir að vera með það sem menn
kalla quadruple play – símaþjónustu,
farsímaþjónustu, gagnaflutning og
sjónvarp. Mörg evrópsk fyrirtæki
líta því til okkar sem góðs þróun-
artækis þar sem prófa má nýjar hug-
myndir og nýja þjónustu og við
stefnum líka að því að sækja auknar
tekjur ytra. Við fylgjum við-
skiptavinum okkar, íslensk fyrirtæki
sem hafa komið sér fyrir úti í heimi,
og erum til dæmis búnir að opna
skrifstofu í London til að þjónusta
þau fyrirtæki. Í því samhengi gerð-
um samning við Orange, áður
French Telecom, sem er gríðarlega
stórt fyrirtæki í símaþjónustu og er-
um komnir inn í þeirra kerfi. Við er-
um líka að leita fyrir okkur að við-
skipta- og fjárfestingatækifærum
erlendis, en hvað það síðarnefnda
varðar erum við að leita annars veg-
ar að fyrirtækjum sem eru með eigin
fjarskiptakerfi og hinsvegar að fyr-
irtækjum sem veita þjónustu á fjar-
skiptakerfum,“ segir Brynjólfur og
bætir við að næstu hundrað ár verði
mjög spennandi að sínu viti.
„Munurinn á því að vera í sjávar-
útvegi og á fjarskiptamarkaði er að-
allega sá að í sjávarútvegi fjárfestir
maður í togara, ýtir honum úr vör og
segir gangi ykkur vel. Í fjarskipt-
unum ákveður maður að fara út í
ákveðna tækni og leggja 500 millj-
ónir í hana. Svo labbar maður út úr
herberginu og er rétt kominn fyrir
hornið þegar einhver kemur hlaup-
andi með blað í hendinni og segir:
Þetta er úrelt, við verðum að kaupa
eitthvað annað. Maður verður að
vera tilbúinn til að skipta um kubb í
hausnum á sér, reiðubúinn að af-
skrifa tæknina hraðar og í sumum
tilfellum strax vegna þess að eitthvað
nýtt hefur komið í staðinn. Þetta hef-
ur verið okkur Íslendingum erfitt,
við höfum viljað nýta hlutina vel en í
fjarskiptaheiminum verður maður að
fara hraðar.“
» Fjarhjúkrun er til-
raunastarfsemi en sú
þjónusta byggist á því að
læknir getur athugað
blóðþrýsting hjá sjúklingi
á heimili hans.
arnim@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 35
www.si.is
Fjárhagslega hvata þarf til rannsókna- og þróunarstarfs innan
fyrirtækja líkt og Norðmenn, Svíar, Frakkar og fleiri hafa tekið
upp. Besta leiðin til þess er að koma á fót endurgreiðslukerfi
vegna viðurkenndra rannsókna- og þróunarverkefna.
Endurgreiðslur eiga að geta numið allt að 20% kostnaðar en
með tilteknu þaki. Skattkerfið verði nýtt í þessu samhengi
þannig að þau fyrirtæki sem greiða tekjuskatt fá afslátt en
þau sem ekki greiða skatt fá endurgreiðslur. Kerfið er sniðið
að norskri fyrirmynd sem ber heitið SkatteFUNN.
Úr stefnu Samtaka iðnaðarins
Tekið er við skráningu á fundinn á netfangið
skraning@si.is eða í síma 591 0100
Samtök iðnaðarins hafa fengið Ragnhild
Rønneberg, framkvæmdastjóra SkatteFUNN
í Noregi, til að kynna þetta athyglisverða kerfi
og reynsluna af því - en hátt í sex þúsund
rannsókna- og þróunarverkefni norskra
fyrirtækja njóta góðs af því um þessar mundir.
Sjá nánar áskorun til ríkisstjórnarinnar,
stefnu SI og tillögur á www.si.is
Morgunverðarfundur Samtaka iðnaðarins
þriðjudaginn 10. október
á Grand Hótel frá 8:30 til 10:00
- Ávinningur fyrir alla -
Endurgreiðsla
vegna rannsókna-
og þróunarstarfs