Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 40
leiðtogar
40 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Ég var staddur í Þýzkalandi,þegar ákvörðunin umReykjavík kom. Ég var að
koma frá leiði Nonna með Max Ade-
nauer, konsúl okkar og borgarstjóra í
Köln, þegar miði var settur á rúðuna
þar sem ég sat; „Reagan-Gorbachev-
Reykjavík“ stóð á honum. Ég breytti
öllum mínum áætlunum og rauk
heim.
Fyrst var talað um að halda fund-
inn á Hótel Sögu, sem hefði efalaust
orðið þægilegra fyrir alla meðreið-
arsveinana heldur en Höfði, sem varð
ofan á. Ég held að Nick Ruwe, sendi-
herra Bandaríkjanna, hafi bent á
Höfða.
1986 höfðu verið borgarstjórn-
arkosningar í maí og þá sló Alþýðu-
blaðið því upp í kosningabaráttunni,
að ég hefði ekki gert upp allan kjall-
arann í Höfða, heldur komið þar upp
einkabar, sem átti að hafa kostað
stórfé. Sannleikurinn var sá, að það
voru tvö herbergi, sem ekki höfðu
verið löguð við endurbyggingu húss-
ins, sem voru gerð upp og annað
þeirra kyndiklefinn. Og einkabarinn
sem átti að vera gerði held ég út-
slagið á það að hægt var að halda
fundinn í Höfða, því plássið í húsinu
stóð í járnum. Þetta kosninga-
hneyksli varð því til góðs eftir allt
saman!
Valið stóð á milli Reykjavíkur og
London. Lega landsins mitt á milli
Moskvu og Wahsington hafði sitt að
segja, en ég held að Reykjavík hafi
orðið ofan á vegna þess að íslenzkir
stjórnmálamenn voru ekki líklegir til
að reyna að blanda sér í málin. Það
hefði verið erfiðara fyrir þá í London
með Thatcher á hliðarlínunni. Hér
fengu þeir frið fyrir forystumönnum,
þótt þeir ættu auðvitað með þeim
stutta kurteisisfundi.
Ég held ég hafi verið eini opinberi
fulltrúinn sem hitti þá Reagan og
Gorbachev saman. Ég beið inni í
Höfða með borgarstjórakeðjuna á
brjóstinu til að afhenda þeim húsið til
fundahaldanna. Svo var ég líka með
gestabók, sem ég hafði látið gera úr
geitaskinni. Reyndar höfðu fulltrúar
þeirra sagt mér fyrir fundinn, að ég
gæti gleymt gestabókinni því þeir
myndu ekki skrifa á eitt eða neitt í
Höfða. Ég hafði samband við Matt-
hías Á. Mathiesen, sem þá var utan-
ríkisráðherra, en hann hringdi í mig
til baka og sagði menn harðneita því
að leiðtogarnir myndu skrifa í gesta-
bókina. Mér fannst þetta nú hart, eft-
ir allt saman var það Reykjavík-
urborg sem lánaði húsið til fundarins
og mér fannst það satt að segja ekki
til of mikils mælzt að leiðtogarnir
kvittuðu fyrir lánið! Ég hafði líka
samband við Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra, en hann
bar til baka þau svör, að bæði Kreml
og Hvíta húsið harðneituðu. Þrátt
fyrir þetta ákvað ég að tölta með bók-
ina inn í Höfða og þegar Reagan kom,
þá spurði ég hann hvort hann myndi
vilja skrifa í gestabókina. Ég sá að
þessi bón olli titringi meðal manna,
en Reagan sagði strax já og svo Gor-
bachev líka. Síðan kom öll strollan og
skrifaði í bókina, Shultz og Shev-
ardnadze og þeir allir. Þegar ég fór
hugsaði ég með mér að bezt væri að
taka bókina með mér; þeir gætu alltaf
fundið upp á því að rífa síðuna úr
henni, svo ég labbaði út með gesta-
bókina undir hendinni. Nú er hún lítil
gersemi í Höfða.
Það var náttúrlega rosalegur
gauragangur hjá borginni í sambandi
við fundinn, enda bara 10 dagar til
stefnu. Slíkt hentar okkur Íslend-
ingum reyndar vel, við erum menn
uppgripa og vertíðarstemmningar.
Af hálfu borgarinnar voru lykilmenn-
irnir í undirbúningnum þeir Þórður
Þorbjarnarson, Stefán Hermannsson
og Magnús Óskarsson. Það var í
mörg horn að líta og margar lausnir
sérstæðar, en stóðu fyrir sínu; til
dæmis var sett plata yfir baðkarið
uppi og það notað sem fundarborð!
En þrátt fyrir frumstæðar aðstæður
gekk fundurinn vel.
Reyndar kviknaði í ruslafötu í
kjallaranum meðan KGB-mennirnir
voru að fylgjast með þremenning-
unum Rip, Rap og Rup, en þeir gátu
nú sem betur fer slitið sig frá sjón-
varpinu og slökkt í ruslafötunni!
Þeir vildu taka út koparborðið í
Höfða og láta leiðtogana sitja í stól-
um horn í horn. En ég neitaði að
borðið yrði sett út. Svo kom Reagan.
„Hvar eigum við að sitja?“ spurði
hann. „Hérna, herra forseti,“ sögðu
þeir og bentu í hornið. „Nei. Við sitj-
um við borðið,“ sagði forsetinn og að-
stoðarmennirnir horfðu á mig mann-
drápsaugum! En það var auðvitað
ekki hægt að ætla þeim að sitja í
þessu návígi allan fundinn og forset-
inn sá strax í hendi sinni að það hent-
aði ekki.
Magnús Óskarsson tók sig til og án
þess að menn tækju eftir því skellti
hann borgarmerkinu í blómvönd,
sem skyldi standa milli leiðtoganna.
Þess vegna er merki Reykjavík-
urborgar á öllum myndunum.
Ef menn leyfa sér slíkt, þá er heil-
mikið hægt.“
– Þegar ég ók framhjá Höfða áðan
var hópur ferðamanna þar fyrir utan.
„Já. Höfði er vinsæll hjá ferða-
mönnum. Eftir leiðtogafundinn feng-
um við aragrúa fyrirspurna að utan,
sérstaklega voru Japanar áhuga-
Gestabókin var geymd en ekki gleymd
Davíð Oddsson var borgarstjóri í Reykjavík
þegar leiðtogafundurinn fór fram í Höfða. Hann
deildi nokkrum minningum með Freysteini
Jóhannssyni.
Upphafið. Davíð Oddsson borgarstjóri tekur á móti Reagan og Gorbachev fyrir fyrsta fund þeirra í Höfða.
» Það var í mörg hornað líta og margar
lausnir sérstæðar, en
stóðu fyrir sínu; til
dæmis var sett plata yf-
ir baðkarið uppi og það
notað sem fundarborð!
210–215 línur fyrir síma til útlanda og þar af
eru um 180–190 fyrir tal en hinar línurnar fyrir
telex og annað slíkt,“ útskýrði Ólafur Tóm-
asson póst- og símamálastjóri í samtali við
Morgunblaðið. Hann ofmat síst álagið sem
fréttaflutningurinn átti eftir að hafa í för með
sér og a.m.k. sjö erlendar sjónvarpsstöðvar
fluttu sínar eigin jarðstöðvar til landsins til að
tryggja útsendingar til heimalanda sinna.
Krakkarnir í Mela- og Hagaskóla kættust yfir
óvæntu haustfríi þegar húsnæði skólanna var
lánað fyrir fréttaþjónustu vegna fundarins og
sett var upp alþjóðleg blaðamannamiðstöð í
Hagaskóla sem og minni miðstöð á Hótel Loft-
leiðum.
Beðið í eftirvæntingu
Að kvöldi 9. október 1986 steig Reagan
Bandaríkjaforseti á íslenska grund en Gorbac-
hev og kona hans Raisa lentu um tvöleytið
daginn eftir. Stóra stundin rann svo upp í
Höfða 11. október þegar leiðtogarnir tveir
mættust fyrri fundardaginn en lítið var hægt
að veiða upp úr þeim um gang viðræðna að
fundi loknum. Daginn eftir drógust samræður
þeirra á langinn og jukust vonir manna um að
viðræðunum myndu lykta með samkomulagi
til muna þegar tilkynnt var um að þeir myndu
halda aukafund síðar sama dag.
Í eftirvæntingu biðu fréttamenn víðs vegar
um veröld eftir því að sjá dyrahúninum á
Höfða snúið og þeir yrðu leiddir í allan sann-
leik um niðurstöður aukafundarins. Loks birt-
ust þessir tveir valdamestu menn heims, þung-
búnir á svip og á blaðamannafundum, sem
fylgdu í kjölfarið, var tilkynnt um að viðræðun-
um hefði lokið án samkomulags. Ástæðan var
ágreiningur um geimvarnaráætlun Banda-
ríkjastjórnar sem Gorbachev lagði mikla
áherslu á að horfið yrði frá en Reagan vildi
ekki gefa eftir.
Viðbrögð heimspressunnar létu ekki á sér
Alvarlegur Klukkutíma eftir að viðræðum var slitið greindi Gorbachev frá niðurstöðum fundarins. Til hægri er er Alexander Yakolev en Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna er til vinstri. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt hins vegar blaðamannafund á Loftleiðum þar sem hann greindi frá niðurstöðunum fyrir hönd Bandaríkjamanna.
Annríki Komið var upp miðstöð fréttamanna á Loftleiðahótelinu þaðan sem símalínur voru rauðglóandi allan sólarhringinn.
Morgunblaðið/Einar Falur