Morgunblaðið - 08.10.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Munið
50 ára afmæli rokksins
á Íslandi 1956-2006 í Salnum í Kópavogi,
þriðjudaginn 10. október og miðvikudaginn 11. október.
Miðasala Salurinn, Kópavogi, sími 570 0400.
salurinn@salurinn.is
Heilbrigðisráðherra
birti nýlega aðgerða-
áætlun heilbrigðisyf-
irvalda vegna barna
með hegðunar- og
geðraskanir. Þessi
áætlun er byggð á
hluta af tillögum
tveggja sænskra geð-
lækna sem hingað
komu í nokkra daga og skiluðu af
sér skýrslu með nokkrum til-
lögum.
Á síðastliðnum 10 árum hefur
hegðunarvandi íslenskra barna
aukist um mörg hundruð prósent
og er vandinn margfalt stærri en í
nágrannalöndunum. Hvergi eru
fleiri börn sjúkdóms-
greind með hegð-
unarraskanir og
hvergi eru fleiri börn
á geðlyfjum en á Ís-
landi. Þetta hefur
gerst þrátt fyrir að
aðbúnaður og um-
gjörð í skólum og í
samfélaginu er senni-
lega hvergi betri í
veröldinni en á Ís-
landi. Hvernig stend-
ur á þessu?
Hegðunarvandi ís-
lenskra barna er að mestu tilbúið
vandamál. Með setningu grunn-
skólalaga árið 1995 voru gerðar
veigamiklar breytingar á þjónustu
við börn. Grunnskólinn fluttist frá
ríki og til sveitarfélaga. Í þessu
ferli var ákveðið að nýbreytni yrði
í mati og þjónustu barna með sér-
þarfir. Innleitt var læknisfræðilegt
mat á sérþörfum barna sem m.a.
fól í sér að fámenn sveitarfélög og
skólar skyldu fá sérstaka greiðslu
til að sinna hverjum einstaklingi
með sérþarfir. Skilyrðið var að
barnið þyrfti greiningu á Grein-
ingastöð ríkisins eða á BUGL.
Sálfræðingar skóla skyldu ekki
lengur sinna ráðgjöf og meðferð
heldur einungis greiningum á
vanda barna og senda tilvísanir til
umræddra stofnana eða lækna á
þeirra einkastofum. Reykjavík-
urborg tók upp sams konar við-
miðunarkerfi við mat á greiðslum
til skólanna. Afleiðingarnar af
þessum ákvörðunum voru vægast
sagt miklar og víðtækar. Þróunin
varð sú að skólar voru ekki til-
búnir að sinna börnum með hegð-
unarlegar sérþarfir nema að fá
sérstaka greiðslu fyrir. Börn sem
áður voru talin erfið í hegðun og
þurftu meiri athygli og fyrirhöfn
en önnur börn voru nú send í
greiningu í von um að það skilaði
sér í peningum til skólans. Langir
biðlistar mynduðust á Greining-
arstöð og BUGL og mikið góðæri
upphófst hjá nokkrum barnalækn-
um, barnageðlæknum og sálfræð-
ingum í einkarekstri. Niðurstaðan
er, eins og áður segir, að ekkert
land hefur hlutfallslega jafnmörg
börn sjúkdómsgreind vegna geð-
rænna erfiðleika né hefur fleiri
börn á geðlyfjum. Hætt er við að
tillögur heilbrigðisráðherra muni
enn fremur ýta undir þessa þróun
og festa hana í sessi fremur en að
vinna gegn henni.
Geir Gunnlaugsson, for-
stöðumaður Miðstöðvar heilsu-
verndar barna, fullyrðir í nýlegu
blaðaviðtali að „Vinna við geð-
heilsu barna krefst þekkingar sem
í dag er ekki aðgengileg í heilsu-
gæslu eða skólum á landinu“.
Þessi fullyrðing er alröng. Sveita-
félögin hafa byggt upp sér-
fræðiþjónustu við bæði leik- og
grunnskóla þar sem mikið og
metnaðarfullt starf er unnið á
þeim sviðum er snúa að hegðun og
líðan barna. Í Reykjavík hefur
sérfræðiþjónusta við skóla, fé-
lagsþjónusta og íþrótta- og tóm-
stundaþjónusta verið sameinuð til
að efla enn frekar vinnu fyrir börn
og fjölskyldur þeirra. Hér er um
að ræða sálfræðinga, félagsráð-
gjafa, kennara, þroskaþjálfa og
fleiri starfsstéttir sem sérmennt-
aðar eru í málefnum sem snúa að
þroska og uppeldi barna. Áhersla
hefur verið á ýmsa forvarnarvinnu
og þróunarverkefni til að sinna
hegðunarvanda og geðheilsu
barna. Fullyrðingar Geirs lýsa al-
varlegri fákunnáttu varðandi hvað
verið er að gera fyrir börn í
Reykjavík og áherslur hans og til-
lögur eru á skjön við stefnu
Reykjavíkurborgar um hverf-
aþjónustu. Fyrir nokkrum miss-
erum lét félagsmálaráðherra gera
úttekt á vanda íslenskra barna. Út
úr þeirri úttekt komu marg-
víslegar tillögur til úrbóta. Þessar
tillögur virðast hafa verið settar
undir stól og ekki tillit tekið til
þeirra nú. Ástæða fyrir því að
kalla til þessa sænsku lækna er
því ekki auðsæ. Var þá fyrri út-
tekt tilgangslaus? Skiljanlega
höfðu Svíarnir lítinn skilning á
hinu viðamikla starfi í mennta- og
félagslega kerfi okkar með börn
og unglinga og fengu lítinn tíma
til að setja sig inn í það. Tillögur
þeirra eru takmarkaðar að þessu
leyti. Tillögur þeirra þýða enn
meiri áherslu á að hegðunarvandi
barna verði sjúkdómsgerður.
Það eru einkum þrjú ráðuneyti
sem koma að vinnu með börn. Það
eru menntamála-, félagsmála- og
heilbrigðisráðuneytin. Þessi ráðu-
neyti þurfa að vinna saman að
heildstæðri aðgerðaáætlun í þess-
um málaflokki. Þingmenn eiga
vitaskuld að láta sig þetta alvar-
lega mál varða. Grunnskólalög-
unum þarf að breyta svo að þau
búi ekki til vanda og skapi þörf
fyrir sjúkdómsgreiningar. Í því
sambandi má benda á að sænsku
geðlæknarnir lögðu til að starf-
semi sálfræðinga í skólum yrði
aukin og að þeir sinntu ráðgjöf og
meðferð. Í stað sjúkdómsgreininga
og gagnrýnislausrar geðlyfjanotk-
unar verður að vinna að því að
bæta fræðslu, auka ráðgjöf, auka
meðferðarviðtöl og bæta umönnun
barna í fyrirbyggjandi tilgangi.
Markmiðið hlýtur að vera að hlut-
fallslega jafnmörg eða færri ís-
lensk börn séu greind með hegð-
unar- og geðraskanir heldur en í
nágrannalöndunum.
Heilbrigðiskerfi á villigötum?
Helgi Viborg fjallar
um geðheilbrigði
barna
» Í stað sjúkdóms-greininga og
gagnrýnislausrar
geðlyfjanotkunar
verður að vinna að því
að bæta fræðslu, auka
ráðgjöf, auka meðferð-
arviðtöl og bæta
umönnun barna í
fyrirbyggjandi
tilgangi.
Helgi Viborg
Höfundur er sálfræðingur og deild-
arstjóri Miðgarðs, þjónustu-
miðstöðvar Grafarvogs og Kjal-
arness.
Fréttir í tölvupósti