Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 49 NÚ fer mér að verða nóg boðið af yfirlýsingum sérskipaðra sér- fræðinga í hinum ýmsu málum, ekki hvað síst umhverfis- og her- setumálum! Alltaf skulu þeir viðra sínar skoðanir eins og þeir komi fram fyrir hönd allra Íslendinga og þær séu þar af leiðandi skoð- anir allra. Uppi eru hróp og köll um að þjóðin hafi fengið nóg af þessu og/eða fólkið hafi fengið nóg af hinu! Einna öflugust í þessum ófögnuði eru Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, Ólafur Hannibalsson, forsvars- maður hinnar svokölluðu Þjóð- arhreyfingar (sem ég er ekki þátt- takandi í þó að ég telji mig til þjóðarinnar) og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar. Oftar en ekki stilla þau mér á þennan ósiðlega hátt við sína hlið þrátt fyrir að ég hafi bara alls ekki sömu skoðun á mál- um og þau! Nú vil ég gjarnan fara að fá frið fyrir þessu óþolandi áreiti. Mér er nákvæmlega sama þó að viðkom- andi aðilar hafi sína skoðun á mál- um en ég kæri mig alls ekki um að ég sé á einn eða neinn hátt bendlaður við málflutning þeirra. Ég vil lýsa því yfir hér og nú að ég persónulega ætla ekki að draga fána að húni vegna brotthvarfs bandaríska hersins af landinu. Mér finnst ekki ólíklegt að þau u.þ.b. 300 mannslíf sem björg- unarsveit þeirra hefur bjargað gegnum tíðina ætli sér það ekki heldur. Ég lít svo á að hér séu að yfirgefa landið gestir okkar sem gegnum tíðina hafa reynst okkur hið besta. Því finnst mér nær að við sýnum þann manndóm að þakka þeim kærlega fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir okkur í stað þess að sýna þann dónaskap að fagna brotthvarfi þeirra. Jafnframt vil ég lýsa undrun minni á að ónafngreindir aðilar sem hæst höfðu í Keflavíkurgöng- unum á sínum tíma hafi vogað sér að kvarta og kveina yfir brott- hvarfi hersins þegar sú ákvörðun lá fyrir og slást svo aftur í hóp hinna Reykásanna nú þegar að kveðjustund er komið og fagna brotthvarfinu. Ég gef ekki mikið fyrir þannig lið. Hvað varðar umhverfismálin finnst mér oft að menn séu hrein- lega að gera sig að kjánum. Nátt- úruöflin hafa í árþúsundir verið að bylta heiminum á alla mögulega vegu, grafa gil og ryðja fjöllum til. Ég sé hreint engan mun á t.d. Hálslóni við Kárahnjúka eða ein- hverju vatni sem náttúran hefur sjálf skapað. Væri þá ekki rétt að tæma vötn landsins svo við getum notið náttúrunnar sem þar liggur undir? Mér er nákvæmlega sama þótt menn mótmæli, geri þeir það í sínu nafni og á sinn kostnað. Mér er þó gjörsamlega ómögulegt að þola mótmæli erlendra „uppa“ sem hingað koma með vasana troðna af pabbapeningum til þess eins að drepa tímann þar til þeir verða fullorðnir og skríða svo aft- ur til baka undir pilsfald mæðra sinna, í hlýjuna af olíu- og/eða kjarnorkukyntum híbýlum for- eldra sinna. Að slíkt lið skuli koma hingað til lands til að mótmæla, fljúgandi á þotum úr áli, og aka svo á bílum, að hluta úr áli, austur á land til að taka út sín bernsku- brek finnst mér ekki beint traust- vekjandi eða til að fegra þeirra málstað. Ég myndi kannski hlusta á það lið kæmi það siglandi hingað fyrir seglum ofnum úr nátt- úrulegum efnum á skipum úr líf- rænt ræktuðum trjám og gengi svo á sínum sauðskinnsskóm upp á fjöll til að viðra skoðanir sínar. Tali svo hver fyrir sig en ekki mig! Okkur er öllum treystandi til að hafa okkar eigin persónulegu skoðanir á málum. Dónar og mótmælendur Páll Rúnar Pálsson fjallar um varnar- og virkjanamál »Mér er nákvæmlegasama þó að viðkom- andi aðilar hafi sína skoðun á málum en ég kæri mig alls ekki um að ég sé á einn eða neinn hátt bendlaður við mál- flutning þeirra Páll Rúnar Pálsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Fáðu úrslitin send í símann þinn Erna er hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Hún var í matvælaverðsnefndinni og sat m.a. í vinnu- hópi utanríkisráðherra um stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart ESB og WTO 2002-2003. Mánudaginn 9. október flytur Erna Bjarna- dóttir erindi: Matvælaverð í brennidepli. Allir velkomnir Fræðsluerindi Landbúnaðar- háskóla Íslands á Keldnaholti Erindið hefst kl. 3 e.h. og er haldið í fundarsal LbhÍ á Keldnaholti, 3. hæð. Áhrif leiðtogafundarins í Höfða 1986 á lok kalda stríðsins Hvað segja nýbirt skjöl úr rússneskum og bandarískum ríkisskjalasöfnum okkur um fundinn? Málþing Reykjavíkurborgar í samstarfi við Háskóla Íslands og Icelandair um leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga í Höfða 11. og 12. október 1986. Málþingið, sem er opið almenningi, fer fram í Tjarnarsal Ráðhússins föstudaginn 13. október nk. klukkan 13:30 til 16:00. 13:30 Innritun 13:45 Málþingið sett, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri. 13:55 Ávarp, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. 14:05 The Role of the Reykjavík Summit in Mikhail Gorbachev’s Biography. William Taubmann, prófessor við Amherst College, sem nú vinnur að nýrri ævisögu um Mikhail Gorbachev. Taubmann hlaut Pulitzer-verðlaun árið 2004 fyrir ævisögu Nikita Krusjeff: The Man and His Area. 14:25 A Breakthrough to Trust: Reykjavik as a Milestone in U.S. Soviet Relations. Svetlana Savranskaya er forstöðumaður verkefna hjá National Security Archive. Hún stýrir samstarf þess við rússnesk skjalasöfn og er ritstjóri gagnasafns NSA um fyrrum Austurblokkina. Hún hefur nýlokið rannsókn á rússneskum stjórnarskjölum um leiðtogafundinn 1986. 14:45 Kaffihlé 15:10 Reagan and Reykjavík: How Close to Nuclear Abolition? Thomas H. Blanton, forstöðumaður National Security Archive (NSA) við George Washington University. Hann hefur rannsakað bandarísk skjöl frá Höfðafundinum. 15:30 Umræður með fyrirlesurum. Stjórnandi Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands. 16:00 Málþingi slitið, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar. Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Í lok fundarins verður opnuð ný heimasíða hjá National Security Archive við George Washington University með gögnum um fundinn 1986, sem flest hafa ekki birst áður. Ennfremur mun Thomas H. Blanton afhenda Reykjavíkurborg nýja samantekt á gögnum frá leiðtogafundinum; undirbúningsgögn bandarískra og sovéskra stjórnvalda fyrir fundinn, fundargerðir frá fundinum og nefndum sem störfuðu meðan á honum stóð. Auk þess gögn um mat stjórnvalda beggja ríkja á niðurstöðum Höfðafundarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.