Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 50

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Á UNDANFÖRNUM vikum hef- ur hrina umferðarslysa dunið yfir og fréttir af slíkum slysum eru nánast orðnar daglegar. Erum við e.t.v. að verða ónæm fyrir slíkum fréttum, líkt og daglegum fréttum frá stríðshrjáðum svæð- um heimsins?“ Á þessa leið hófst grein um um- ferðarslys sem ég skrif- aði í Morgunblaðið í júlí árið 1996 og þessi orð eiga jafn vel við nú 10 árum síðar. Á þessum áratug hefur verið mikill áróður gegn umferð- arslysum, miklum fjár- munum hefur verið veitt til forvarna og sem bet- ur fer hefur eitthvað áorkast. Miðað við auk- inn fjölda ökutækja hef- ur alvarlegum slysum þrátt fyrir allt fækkað hlutfallslega. Ég held þó að við verðum að breyta um áherslur í áróðrinum ef við ætlum að ná betur til eyrna ökumanna. Hræðsluáróður og frásagnir af hörmulegum örlögum ungra ökumanna sem hafa lent í al- varlegum umferðarslysum virðist ekki hafa tilætluð áhrif. Við erum jafnvel ónæmari fyrir skelfilegum fréttum nú en við vorum fyrir áratug. Þrátt fyrir stöðugan áróður um að draga úr hraða, eykst hraðinn í um- ferðinni og þar með eykst hættan á alvarlegum slysum. Þrátt fyrir stöð- ugan áróður um mikilvægi þess að nota bílbelti sjáum við enn alvarleg slys vegna þess að bílbelti eru ekki notuð. Ég held að við þurfum að leggja meiri áherslu á forvarnir í verki og langar mig að koma með örfáar til- lögur um hvað ég tel að gæti hugs- anlega bætt umferðina og dregið úr umferðarslysum: 1 Breytilegur hámarkshraði og betri merkingar á vegunum Að mínu mati þarf hámarkshrað- inn á þjóðvegum landsins að vera mun breytilegri en nú er og fara eftir aðstæðum og ástandi vega á hverjum stað. Vegagerðin hefur sett upp að- vörunarskilti og merki um leiðbein- andi hámarkshraða á nokkrum stöð- um og ber að þakka það en stórefla þarf slíkar merkingar. Mörg af alvarlegu umferðarslys- unum verða úti á þjóð- vegum landsins vegna þess að ökumenn hafa misst stjórn á bíl sín- um. Oft má kenna of hröðum akstri miðað við aðstæður um þessi slys. Vegakerfi lands- ins hefur batnað nokk- uð á síðustu árum. Með batnandi vegakerfi hef- ur ökuhraðinn aukist. Það er staðreynd að flestallir ökumenn aka 10 15 km hraðar en leyfilegt er. Margir vegakaflar á landinu þola vel rúmlega 100 km hraða en það er jafn ljóst að aðrir vegakaflar eru stórhættulegir á þeim hraða. Það dugar ekki að ætla mönnum að meta alltaf sjálfir hámarkshraðann eftir aðstæðum. Þegar menn eru komnir í hættulega krappa beygju eða lenda í lausamöl á 90 100 km hraða, er orðið of seint að meta hvort þessi hámarks- hraði eigi við miðað við aðstæðurnar. 2. Bætt vegakerfi Ljóst er að stórbæta þarf allt vega- kerfið og draga úr „svörtu blett- unum“ þar sem vitað er að umferð- arslys eru tíð, útrýma þarf öllum einbreiðum brúm og lagfæra allar blindhæðir. Kostnaður við þær lag- færingar er fljótur að skila sér í færri umferðarslysum. 3. Aukin löggæsla Töluvert hefur verið rætt að und- anförnu um að mikilvægt sé að auka löggæsluna á vegum landsins. Ég tek heils hugar undir þessi sjónarmið en ég tel að löggæslan þurfi að vera með öðrum hætti en nú tíðkast. Að mínu mati ættu löggæslumenn ekki að vera í felum til að reyna að hirða og sekta einn og einn ökumann sem ekur of hratt. Með því að vera á ferðinni á vegunum og vera sýnilegri tel ég að löggæslumenn hafi jákvæð áhrif á umferðina og dragi úr aksturshrað- anum. Ég tel þó mikilvægt að ná þeim ökumönnum sem stunda ofsaakstur og að hækka viðurlög verulega, en svo virðist sem mesti fælingarmátt- urinn felist í peningaútlátum og háum sektum. Mikilvægt er einnig að fylgja eftir lögum um bílbeltanotkun. 4. Æfingabrautir fyrir verðandi ökumenn Síðast en ekki síst tel ég að það ætti að vera skylda í ökukennslu að allir verðandi ökumenn æfi sig á æf- ingabrautum þar sem þeir læra hvað gerist t.d. þegar þeir aka of hratt í beygjum eða lenda úti í lausamöl eða í hálku. Eins og nú er háttað hafa öku- nemendur varla fengið að prófa að aka á meira en 60 80 km hraða né að aka utan malbiks en um leið og þeir eru komnir með bílpróf og komnir út í umferðina eru þeir farnir að aka á mun meiri hraða án nokkurrar reynslu af slíkum akstri. Er nokkur furða þótt stærsti hópurinn af þeim sem látast eða slasast alvarlega í umerðarslysum sé ungt fólk? Látum verkin tala Það þurfa allir að taka höndum saman um að draga úr umferð- arslysum. Það er fagnaðarefni að ráðamenn þjóðarinnar hafi ákveðið að setja framkvæmdir sem draga úr umferðarslysunum í forgang. En bet- ur má ef duga skal. Fjármunum sem varið er til slíkra framkvæmda skila fljótt arði. Nú hafa u.þ.b. 35 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu á vefnum STOPP.is um bætta hegðun í umferðinni. Yfirlýsingar um bætta umferðarhegðun einar sér duga ekki til. Ég skora á okkur öll að sýna þetta í verki. Þannig getum við lagt okkar lóð á vogarskálina til að draga úr um- ferðarslysum og þeim gríðarlega kostnaði, sársauka, alvarlegu afleið- ingum og oft fötlun til lífstíðar sem þeim fylgja. Forvarnir gegn umferðarslysum Sigrún Knútsdóttir fjallar um umferðarmál » Það er fagnaðarefniað ráðamenn þjóðarinnar hafi ákveðið að setja framkvæmdir sem draga úr umferðarslysunum í forgang. En betur má ef duga skal. Sigrún Knútsdóttir Höfundur er yfirsjúkraþjálfari end- urhæfingardeildar LSH á Grensási. Fréttir á SMS Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Í einkasölu glæsilegt 918,7 fm skrifstofu- og iðn- aðarhúsn., vel staðsett innst í botnlanga við Drangahraun 14 í Hfj. Húsnæðið skiptist í 3x123 fm m/góðum innkeyrslu- og göngudyrum þar sem lofthæð er um 4,50 m. Eitt bil m/2 inn- keyrslud. sem er 186 fm og fylgir því 121 fm skrifstofuhæð sem 1 hæð, samtals um 307 fm. Tvær skrifstofuhæðir sem eru 2x121 fm, glæsi- legt útsýni. Húsið afhendist fullbúið að utan, klætt, og að innan verða skrifstofubilin fullfrá- gengin en iðnaðarbilin tilbúin undir tréverk. Lóð verður fullfrágengin m/malb. plani. Uplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Drangahraun - Hf. Opið hús í dag kl. 14-16 Hamravík 20 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Um er að ræða glæsilega 158,6 fm endaíbúð á 3. hæð til hægri, sérinn- gangur. Allar innréttingar og gólfefni eru mjög vönduð, glæsilegt útsýni er úr íbúð, stórar suðursvalir. 3-4 góð svefnherbergi. Góðar stofur. Þetta er sérlega vel skipulögð íbúð á góðum stað. Íbúð fyrir vandláta. V. 36,5 m. Einar og Jensína sýna í dag á milli kl. 14 og 16. Sími 588 4477 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Köllunarklettsvegur Til leigu Um er að ræða mögulega þrjár hæðir 2. hæð 260 fm 3. hæð 260 fm 4. hæð 260 fm Húsnæðið er innréttað undir skrifstofur, mögulegt er að leigja hverja hæð fyrir sig. Önnur hæðin er innréttuð sem eldhús og mötuneyti sem er að mestu eitt opið rými. Góð aðkoma er að húsnæðinu, næg bílastæði. Hagstæð leiga í boði. Stangarhylur Til leigu Jarðhæð 160 fm. Verslun, skrifstofur, þjónusta eða fl. Gott auglýsingagildi. Húsnæðið er mjög bjart og allt nýstandsett með nýjum flísum, ný eldhús- innrétting og salernis- aðstaða. Tilbúið til afhendingar. Góðir verslunargluggar. Hagstæð leiga. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, símar 588 4477 og 822 8242. Akralind Til sölu 153 fm atvinnuhúsn. Er í dag nýtt í einu lagi. Mögulegt er að skipta rýminu upp í tvær einingar. Búið er að klæða loft, góð lýsing, eldhús, skrifst. og salerni. Húsnæði í mjög góðu standi. Góð staðsetning, góð aðkoma. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Sími 588 4477 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.