Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 60

Morgunblaðið - 08.10.2006, Page 60
60 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TILKYNNING frá fundi herstöðva- andstæðinga á Ísafirði og í nágrenni sem haldinn var til að fagna brottför varnarliðsins frá Keflavíkurherstöð- inni: Auðvitað er ástæða til að fagna brottför hersins eftir sex áratuga veru hér á landi. En þó er okkur efst í huga hvað það er lítil reisn yfir þessari brottför af hálfu íslenskra ráðamanna. Við hefðum viljað sjá, og það fyrir löngu, íslenska þjóð kasta frá sér kotungshættinum og segja upp varnarsamningnum með stolti og lýsa yfir ævarandi her- og hlut- leysi þjóðarinnar. Þá gætu Íslend- ingar tekið að sér að verða leiðtogar í friðarmálum heimsins. Þá hefði verið gaman að lifa, í stað þess að sjá enn og aftur undirlægjuháttinn sem fær mann til að skammast sín. Enn og aftur skríðum við fyrir Banda- ríkjamönnum og samþykkjum áframhaldandi heræfingar hér á landi og þrífum upp óhroðann eftir þá. Enn og aftur vælum við utan í þeim þegar þeir sjá ekki lengur hag sinn í lengri hersetu hér á landi. Enn og aftur flöðrum við upp um þá eins og lúbarðir rakkar og skiljum ekki hvers vegna þeir vilja ekki gæta okkar lengur fyrir vondu körlunum. Eins og við höfum nú stutt þá dyggi- lega í allri þeirra yfirgangsstefnu og fyrirlitningu á öðrum þjóðum. Á við- horfi íslenskra ráðamanna þarf að verða breyting svo þjóðin geti borið höfuðið hátt í alþjóðasamfélaginu. Samtök herstöðvaandstæðinga í Ísafjarðarbæ og í nágrenni. fyrir hönd Samtaka herstöðva- andstæðinga í Ísafjarðarbæ, JÓNA BENEDIKTSDÓTTIR, Fjarðarstræti 39, Ísafirði. Brottför varnarliðsins Frá Jónu Benediktsdóttur: ÉG VELTI því stundum fyrir mér hvort ég sé Íslendingur. Enda er það orðin lenska að spámenn standa upp og fullyrða að þjóðin vilji ekki þetta eða hitt, með öðrum orðum þá verð ég að vera sama sinnis svo ég sé tækur í þjóðarhópinn. Ég veit reyndar að rökþrota spámönnum er tamt að nota slíkt upphróp og því ástæðulaust að taka mark á upp- hrópinu, enda hefi ég þráast við og talið mig Íslending og haldið áfram að greiða skatta og skyldur til þjóð- félagsins. Spámennirnir hafa nú fært sig uppá skaftið og tekið sér umboð fyrir ófædda Íslendinga. Hvar þeir hafa grafið upp umboðið er mér ráðgáta, ef til vill hafa þeir einhver himnesk sambönd við æðri máttarvöld eins og keisararnir áður fyrr. Einn ágætur skemmtikraftur hefur nýtt þessa nýju hugmynd og bætt henni á skemmtidagskrá sína og er gaman að því, hitt væri verra ef hann trúir því í raun að æðri mátt- arvöld hafi fært honum umboð fyrir þá ófæddu, það væri einskonar keis- arakvilli. Mér finnst Austfirðingar mikið ágætis fólk og áhugasamt um að bæta sín lífskjör og auka verð- mæti eigna sinna og það án þess að seilast inn á svæði annara lands- hluta. Í raun er undarlegt að þetta fólk og framtak þess skuli eiga þó nokkuð af óvildarmönnum. Bestu óskir til Austfirðinga, nýtið þetta tækfæri til að setja stoðir undir auð- ugra mannlíf, meiri menntun og fjöl- breyttari tækifæri. STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, Kópavogi. Keisara- kvillar Frá Steinari Steinssyni: VATNALÓÐ Í HVAMMI, SKORRADAL Mjög falleg 6.800 fm vatnalóð við Skorradalsvatn. Lóðin er kjarrivax- in og er mjög gott útsýni yfir nánast allt vatnið. Vegur kominn að byggingarstað og vatn og rafmagn komið að lóðarmörkum. Teikningar af 150 fm mjög glæsilegu húsi auk gestahúss geta fylgt með. Mjög metnaðarfull uppbygging á sér nú stað í landi Hvamms. Skorradalsvatn er eitt besta bátavatn landsins. Verð: tilboð. Sölumaður Þórhallur, sími 896 8232. Dugguvogur - Til leigu Gott tæplega 400 m² iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Rúmlega 5 metra loftæð, 5 metra háar innkeyrsludyr, öflugur hlaupaköttur, niðurföll í gólfum, þriggja fasa rafmagn, skrifstofa og afstúkað vinnurými. Nýmáluð gólf, nýtt salerni. Hentar vel undir hvers konar iðnað eða lager. Leiguverð 1.000.- kr/m² Sími 511 2900 Áhugasamir hafið sambandi við skrifstofu Leigulistans eða Böðvar s. 661 1120. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Um er að ræða glæsilegt nýtt 760 fm atvinnu- húsnæði auk 250 fm steypts millilofts (skrifstof- ur o.fl.), samtals stærð 1.012 fm. Mikil lofthæð, nokkrar innkeyrsludyr, rúmgóð athafnalóð, út- sýni (sjávarhæð) og frábær staðsetning. Hellu- lögð lóð, góð aðkoma. Vönduð eign. Til afhend- ingar nánast strax. Upplýsingar gefur Helgi Jón á skrifstofu Hraunhamars. Vesturvör - Kóp. Til leigu/sölu Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is FÉLAGASAMTÖK ÓSKA EFTIR ÍBÚÐUM Félagasamtök í Reykjavík óska eftir 6-8 íbúðum, 2ja til 3ja herbergja fyrir skjólstæðinga sína. Íbúðirnar þurfa að vera í sama stigagangi eða á sömu hæð með séraðgengi. Óskað er eftir að húsnæðið geti verið til afhendingar hið fyrsta. Nánari upplýsingar veita sölufulltrúar Fasteignakaupa á skrifstofutíma. Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Vorum að fá til útleigu í stærri eða smærri einingum ca 2.800 m² atvinnuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið er í byggingu og verður það tilbúið til afhendingar 10. ágúst 2007. Leigutaki getur haft áhrif á endanlega hönnun húsnæð- isins ef um semst. Gert er ráð fyrir því að lofthæð verði allt að 8 metrar. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 ATVINNUHÚSNÆÐI - MIÐSVÆÐIS Í GARÐABÆ Fréttir á SMS Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.