Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 65
framt stolti yfir því að hafa verið
frænka þín.
Hanna Þórunn Skúladóttir.
Gærdagurinn er liðinn og genginn á
fortíðar vit. Morgundagurinn er ekki
runninn upp og í honum felast fyrir-
heit um vonir og væntingar. Dagurinn
í dag en núið, úr honum sköpum við
framtíðina því allar gjörðir hafa sínar
afleiðingar. Ekkert stöðvar tímans
þunga nið. Hann líður hratt, dagur er
að kveldi kominn áður en maður veit
af. Allt styttist – tíminn og lífið haldast
í hendur. Það eru misjöfn verkefnin
sem lífið leggur fyrir okkur. Sum eru
auðveld og skemmtileg en önnur svo
erfið að þau virðast okkur um megn.
Eitt af þessum erfiðu verkefnum er að
horfa upp á ástvini kveljast, þjást og
að lokum kveðja í hinsta sinn. Lífið er
ekki sjálfgefið og það kemur ekki aft-
ur ef það slokknar.
Nú er Naný frænka mín horfin til
himnaföðurins. Hún barðist við illvíg-
an sjúkdóminn með reisn og líf hennar
hafði tilgang til síðustu stundar. En
hver er tilgangur lífsins? Kannski að:
vakna við fagran fuglasöng, finna ilm-
andi kaffilykt, hlusta á töfrandi tóna-
flóð, dásama dýrð náttúrunnar og feg-
urð sköpunarinnar, horfa á börnin sín
heilbrigð og hamingjusöm, heyra hjal
barnabarnanna sinna, gefa og gleðjast
yfir stóru sem smáu, njóta og finna til
– líka með öðrum, elska og vera elskuð
– af sínum nánustu, öðlast viturt
hjarta og að þakka af auðmýkt fyrir
þetta allt. Hún Naný upplifði þetta
svo sannarlega allt og líf hennar hafði
stóran og mikinn tilgang.
Velgengni er listin að lifa lífinu
þannig að samferðamönnum okkar
finnist þeir ríkari vegna kynna við
okkur. Þannig er ég ríkari vegna
kynna minna við Naný. Hún hefur
ávallt glatt og gefið af sér með frábær-
um húmor og léttri lund. Gestrisni
hennar var með eindæmum góð. Hún
var höfðingi heim að sækja og þeir
sem dvöldu hjá henni í Old Lyme lifðu
í slíkum vellystingum að þeir voru yf-
irleitt orðnir aðeins stærri þegar heim
var komið en þegar út var farið. Ætt-
ingjarnir heima á fósturjörðinni nutu
góðs af trausti hennar og gjafmildi.
Alltaf mundi hún eftir afmælisdögum
og öðrum viðburðum sem glaðst var
yfir. Hún sendi kveðjur og gjafir til
ungra frænkna og frænda. Allir vita
hver Naný frænka var. Hún lagði sig
fram við að fylgjast með og kynnast
frændfólki sínu á Íslandi. Gamla ætt-
jörðin togaði í hana og hún kom eins
oft í heimsókn og efni og aðstæður
gáfu tilefni til.
Naný var í góðum tengslum við
systkini sín. Hún og Margrét móðir
mín voru mjög samrýndar. Mamma
saknaði oft að vera ekki í meiri sam-
vistum við hana. Það var aðeins árs
aldursmunur á þeim og þær voru
mjög líkar. Oft rugluðumst við systk-
inin á þeim á myndum. Þegar mamma
veiktist kom Naný og dvaldi hjá
henni. Það var Naný þungbært að
horfa á eftir systur sinni eins og okk-
ur öllum. Stuðningur hennar var
ómetanlegur. Nú eru þær tvær horfn-
ar burt úr sjö systkina hópi. Vænt-
anlega hafa verið fagnaðarfundir þeg-
ar þær hittust aftur hinum megin.
En lífið heldur áfram í sínum
hversdagsleika. Allt iðar af lífi í kring-
um okkur sem eftir erum og lífið er
dýrmæt gjöf. Gjöf sem við þurfum að
muna eftir að þakka fyrir. Við þurfum
að þakka fyrir fjölskylduna og sam-
ferðafólkið. Við yljum okkur við minn-
ingarnar um ástvinina sem við höfum
horft á eftir úr þessum heimi.
Við Rúnar erum þakklát fyrir að
hafa kynnst Naný og hennar yndis-
lega persónuleika. Einnig að synir
okkar hafi fengið að verða þeirrar
gæfu aðnjótandi. Nanýar er sárt
saknað af börnum hennar, barna-
börnum, systkinum og öðrum ætt-
ingjum og vinum. Við vottum þeim
dýpstu samúð. Guð veri með þeim.
Halla Sigurgeirsdóttir
og Rúnar S. Gíslason.
Naný frænka mín, ömmusystir,
mun alltaf lifa í minningu minni sem
ein glæsilegasta kona sem ég hef hitt.
Hún hafði til að bera einhvern nátt-
úrulegan þokka og kvenleika sem var
henni svo eðlilegur og áreynslulaus.
Bar sig vel og hafði fallegan málróm.
Hún var sannkölluð dama.
Naný var líka skemmtileg og við-
ræðugóð og kunni að segja skemmti-
lega frá. Þegar ég hitti hana fyrir
nokkrum árum kenndi hún okkur
mömmu að gera spilagaldur sem við
reyndum svo að æfa en gátum ekki
komið jafnvel frá okkur og Naný
frænka. Þegar ég fór til New York í
fyrsta sinn hringdi ég oft í hana og
sagði henni spennandi sögur frá því
sem á daga mína dreif í stórborginni
og það var alveg frábært hvað hún
hafði gaman af að hlusta á sögurnar
og fá að fylgjast með ævintýrum mín-
um. Sjálf átti hún heima í Connecti-
cut, í litlum bæ, og sagði að ég yrði nú
eflaust ekkert rosalega spennt yfir
því að koma úr stóra eplinu yfir til
hennar þar sem „ekkert var að ger-
ast“. Ég veit að Naný sjálfri fannst
ekki mjög gaman að fara til New
York, enda fannst henni borgin svo
óhrein. Hún tók víst aldrei af sér leð-
urhanskana ef hún steig fæti sínum
inn fyrir borgarmörkin, enda eins og
áður sagði, sannkölluð dama.
Þegar Edda Ágústa dóttir mín
fæddist sendi Naný henni föt í sæng-
urgjöf. Það segir mér eitthvað um
hversu hjartahlý og góð kona hún var.
Hún sendi líka kort þegar Edda var
skírð og spurði mömmu alltaf frétta af
okkur mæðgum. Hún sagði mér líka
einu sinni að amma hefði trúað sér
fyrir því hvað henni hefði þótt mikið
vænt um mig og minntist á það í leið-
inni að ömmu hefði eflaust þótt hjart-
anlega gaman að fá að sjá litlu dóttur
mína og fylgjast með því hvernig líf
okkar hefur þróast.
Nú hittast þær systur, amma og
Naný, kannski einhvers staðar í heimi
þar sem kyrrð og friður ríkir yfir öllu
og hugsanlega fylgjast þær með okk-
ur að ofan. Ég vona það.
Naný og amma mín voru báðar
manneskjur sem hægt er að taka sér
til fyrirmyndar. Framkoma þeirra og
samskipti við annað fólk einkenndist
af hlýhug, reisn og mannvirðingu sem
ekki er öllum gefin. Naný var góð-
hjörtuð og falleg kona. Blessuð sé
minning hennar.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 65
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTINN JÓNSSON,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 20. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum aðstandendum og vinum fyrir auðsýnda samúð og hlýju í okkar
garð. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-3 á Hrafnistu fyrir góða
umönnun. Ljúft við lifum.
Birna Benediktsdóttir,
Hjördís Kristinsdóttir, Haraldur Geir Hlöðversson,
Benný Þórðardóttir, Páll Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma,
sambýliskona og systir,
RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 126,
Reykjavík,
lést af slysförum sunnudaginn 1. október.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju mánu-
daginn 9. október kl. 13.00.
Vigdís Bjarnadóttir,
Bjarki Jónsson, Ásdís Sturlaugsdóttir,
Aron Snær Bjarkason,
Hildur Bjarkadóttir,
Valdimar Long,
Margrét Ingvadóttir, Kristinn Guðmundsson,
Þorgeir Ingvason, Guðrún Þorgeirsdóttir.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA PÉTURSDÓTTIR,
Grenigrund 32,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
27. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Kærar þakkir til starfsfólks E-deildar og sjúkra- og iðjuþjálfunar á Sjúkra-
húsi Akraness fyrir frábæra umönnun og umhyggju á liðnum árum.
Guðjón Guðmundsson,
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jón Ármann Einarsson,
Guðrún Guðjónsdóttir,
Guðmundur Guðjónsson, Þórunn Gunnarsdóttir,
Ásdís Guðjónsdóttir, Jón Þórðarson,
Pétur Guðjónsson, Oddný Ragnheiður Kristjánsdóttir,
Björn Guðjónsson,
Kristín Guðjónsdóttir,
Ævar Guðjónsson, Heiðveig Erla Brynjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, systir og amma,
AÐALHEIÐUR LILJA SVANBERGSDÓTTIR,
Einigrund 8,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
4. október.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju miðviku-
daginn 11. október kl. 14.
Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélag Akraness.
Kristín Minney Pétursdóttir,
Svanberg Júlíus Eyþórsson,
Minney Ragna Eyþórsdóttir,
Hreiðar Þór Eyþórsson,
Eva Rakel Eyþórsdóttir
og fjölskyldur.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ALMA PÁLMADÓTTIR,
Kjartansgötu 9,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 1. október.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 12. október kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími 543 3724.
Ólafur Jónsson,
Þórir Ólafsson, Sigrún Áskelsdóttir,
Linda Ólafsdóttir, Hafsteinn Eyjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
f. 19. desember 1926,
andaðist á heimili sínu, Skjóli, Kleppsvegi 64,
laugardaginn 30. september.
Jarðsungið verður frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 13. október kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
minningarsjóð Félags aðstandenda Alzheimers-sjúklinga.
Sveinn Rúnar Hauksson, Björk Vilhelmsdóttir,
Óttar Felix Hauksson, Guðný Þöll Aðalsteinsdóttir,
Sigríður G. Hauksdóttir, Evald Sæmundsen,
Sigfús Guðfinnsson, Andrea Henk,
Guðmundur Guðfinnsson, Lena María Gústafsdóttir,
María Þ. Guðfinnsdóttir, Hörður Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES BJARNI JÓNSSON
rafvirkjameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn
5. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
12. október kl. 11.00.
Atli Már Jóhannesson, Líney Björg Sigurðardóttir,
Guðjón Már Atlason,
Arnór Már Atlason.