Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 67
eflaust fagnaðarfundir í himnaríki.
Þið getið spilað Rússa, amma svindl-
að og þú þóst ekki taka eftir því.
Það eru ekki margir sem geta
státað af því að hafa átt slíkt göf-
ugmenni að. Þú ert einstakur, afi
minn, og við höfum verið heppin að
hafa haft þig hjá okkur svona lengi.
Svo blíður og hæglátur maður,
skiptir aldrei skapi nema ef um-
ræðuefnið var stjórnmál.
Ég man ávallt eftir því þegar þið
amma komuð oftar sem áður upp í
sveit í heimsókn til okkar, rétt fyrir
6 ára afmælið mitt. Ég var að
snuðra í kringum þig á meðan þú
tókst farangurinn ykkar úr bílnum,
þú leist á mig kankvís á svip, tókst
upp úr skottinu dúkkuvagn og sagð-
ir: ,,Hérna, kerlingin mín.“ Amma
var nú ekki par hrifin af því að þú
værir búinn að láta mig fá afmæl-
isgjöfina, en það skipti ekki máli, þú
vildir bara gleðja litluna þína.
,,Kerlingin mín“ eða ,,karlinn
minn“, það vorum við afabörnin þín.
Þessi orð bera ekki mikið með sér
en þegar þú sagðir með þínum blíða
rómi: ,,Æ, ertu komin, kerlingin
mín“ var ekki hægt að fá betri
kveðju.
Það er sárt að vera fjarri og fá
ekki að kveðja þig. Við kvöddumst
þó kvöldið áður en ég lagði af stað
aftur til Ástralíu, en ég þó í barns-
legri von vildi ekki viðurkenna að
þetta gæti verið í seinasta sinn sem
ég sæti með þér, kyssti þig og faðm-
aði. Það er þó huggun harmi gegn
að þú varst ávallt umvafinn ást og
umhyggju og fékkst þannig hvíldina
sem þú þráðir.
Ég mun sakna þín en gleðjast yfir
því að hafa átt þig.
Ég vil kveðja afa með bæn sem ég
hef farið með síðan ég var lítil ,,kerl-
ing“.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég elska þig, afi minn.
Sunna Kristín.
Enn er höggvið skarð í systkina-
hópinn. Laugi, eins og hann var
alltaf kallaður, er þriðji bróðirinn
sem kallaður er í burtu frá hinu
jarðneska lífi á jafnmörgum árum.
Laugi var einn af þessum hæg-
látu mönnum sem fór lítið fyrir.
Vann öll störf sem hann tók að sér
af vandvirkni og trúmennsku, hver
sem í hlut átti.
Laugi var mjög verklaginn og
traustur í öllum þeim störfum sem
hann vann. Hann var harðduglegur
og kappsamur vinnumaður, hugur
og hönd fylgdust þar að.
Í sveitinni fyrir vestan var Laugi
eftirsóttur í vinnu, fór snemma að
heiman til að vinna fyrir sér, á vetr-
um við skepnuhirðingu og á sumr-
um í kaupavinnu sem svo var köll-
uð. Hann var vel liðinn af sínum
vinnuveitendum sem mátu störf
hans að verðleikum. Meðal annars
vann hann í þrjú ár hjá Bjarna í Ás-
garði, þeim heiðursmanni, sem
hældi Lauga fyrir trúmennsku og
dugnað. Það var mikil ábyrgð þegar
hann tók að sér uppeldishlutverk
þriggja barna konu sinnar en það
gerði hann af sérstakri umhyggju
og umsjón með hjálp sinnar góðu
konu.
Með konu sinni eignaðist hann
tvær dætur. Sameiginlega eignuð-
ust þau gott heimili og dæturnar
uxu úr grasi og fluttu að heiman.
Dætur hans, jafnt sem fósturdætur
héldu mikið upp á Lauga. Eftir lát
Jónu tók yngsta dóttirin Íris, sem
er kennari, að sér að sjá um föður
sinn af sérstakri umhyggju á sínu
heimili, allt til loka.
Nú ert þú allur, kæri góði bróðir.
Þegar ég lít til baka er margs að
minnast frá liðinni tíð. Efst í huga
mínum er þín prúðmennska, góð-
vilji í garð annarra og heiðarleiki í
hvívetna ásamt vilja og áhuga til að
tileinka sér það besta og fagra í líf-
inu, sáttur við Guð og menn.
Efst í huga mínum er þakklæti
fyrir langa samleið, sem verður
endurtekið í fyllingu tímans.
Góður drengur hefur kvatt.
Hafðu þökk fyrir allt.
Gestur Guðmundsson.
Ég kynntist Guðlaugi árið 1981
þegar ég og Jóna Ósk, dótturdóttir
Guðlaugs, fórum að draga okkur
saman. Hann tók mér strax vel og
var hlýr og notalegur í viðkynningu.
Guðlaugur starfaði um langan aldur í
Áburðarverksmiðjunni og lauk sín-
um starfsferli þar. Kona Guðlaugs,
Jóna Guðrún Stefánsdóttir, lést árið
1994 og var alltaf ljóst hve hann
saknaði hennar. Jóna var ekkja þeg-
ar þau kynntust, með ungar dætur
sem hann gekk í föðurstað.
Guðlaugur var af þeirri kynslóð
Íslendinga sem upplifði þær gríðar-
legu breytingar sem urðu á íslensku
þjóðfélagi og kjörum alþýðunnar frá
fyrri hluta 20. aldarinnar og fram yf-
ir seinna stríð. Þessar breytingar
mótuðu hann og skoðanir hans. Aldr-
ei heyrði ég hann skipta skapi eða
hnjóða í nokkurn mann nema „hel-
vítis íhaldið“. Enda var skemmtilegt
að ræða pólitík við hann. Hann
fylgdist með pólitíkinni og fótbolt-
anum vel fram á þetta ár, þar til
veikindi fóru að há honum verulega.
Heilsu Guðlaugs fór hrakandi eftir
áfall sem hann varð fyrir í lok síðasta
árs og varð til að takmarka tjáningu
hans og tal. Hugurinn var þó skýr og
var sárt að sjá hann eiga erfitt með
að skila hugsuninni óbjagaðri í orð-
um. Ekki fór á milli mála að þetta
olli honum hugarangri. Okkur sem
Guðlaugi tengdumst sveið hinsvegar
úrræða- og virðingarleysi allsnægta-
þjóðfélagsins gagnvart þeim sem
aldraðir eru og sjúkir. Þar er þjóð-
arskömm sem þarf að bæta úr.
Þegar við hittumst var það til siðs
að ég fengi í nefið hjá Guðlaugi að
gömlum sið. Venjulega uppskárum
við hnuss frá Jónu Ósk minni í stað-
inn og hlógum báðir að. Enda það
sem leitað var eftir. Við andlát Guð-
laugs þakka ég aldarfjórðungs
kynni, þar bar aldrei skugga á.
Börnum mínum þótti mjög vænt um
afa Lauga og hann mátti ekki vanta í
veislum og afmælum. Vegna vinnu
minnar á ég þess ekki kost að fylgja
Guðlaugi til grafar og þykir mér það
mjög miður. Ættingjum hans votta
ég samúð mína.
August Håkansson.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegs
sonar okkar, föður, unnusta, bróður og barna-
barns,
KÁRA BREIÐFJÖRÐ ÁGÚSTSSONAR.
Kolbrún Ólafsdóttir, Hörður Eiðsson,
Ágúst Elbergsson, Árný B. Kristinsdóttir,
María Erla B. Káradóttir,
Emma Kolbrún B. Káradóttir,
Snædís Sól B. Káradóttir,
Loreto Castillo,
Berglind Brynjólfsdóttir,
Sölvi B. Harðarson,
Ólafur Helgi Harðarson,
Steinunn Harðardóttir,
Ragnheiður Ágústsdóttir,
Elfa Ágústsdóttir,
Kristinn Ágústsson,
Ólafur Kr. Þórðarson, Helga Vigfúsdóttir.
Útfararþjónusta
Davíðs ehf.
Vaktsími 896 6988
Davíð Ósvaldsson
útfararstjóri
Óli Pétur Friðþjófsson
framkvæmdastjóri
Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu
ættingja og vina á Húsavík sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför bróður míns,
GUNNARS HVANNDAL,
Reykjaheiðarvegi 8,
Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn-
unar Þingeyinga fyrir hjálpsemina og stuðninginn.
Jón G. Kristinsson.
Þökkum af alhug samúð og vinsemd við andlát
AGNARS ÞÓRÐARSONAR.
Hildigunnur Hjálmarsdóttir,
Uggi Agnarsson, Margrét Guðnadóttir,
Úlfur Agnarsson, Ásta Briem,
Sveinn Agnarsson, Gunnhildur Björnsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar,
móður okkar og tengdamóður,
SIGURLAUGAR LÁRUSDÓTTUR
(frá Ási, Árskógsströnd),
Gullsmára 5,
Kópavogi.
Jón Stefánsson,
Elínborg Jónsdóttir, Börkur Aðalsteinsson,
Sigrún Jónsdóttir, Kristján Þór Sigurðsson,
Stefán L. Jónsson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar
HLÍNAR MAGNÚSDÓTTUR.
Þökkum sérstaklega starfsfólki á Landspítalanum
við Hringbraut frábæra hjúkrun og aðhlynningu.
Margrét Hlín Sveinsdóttir, Hlín Leifsdóttir,
Alexander Hugi Leifsson, Carla A. Martorello,
Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir, Kjartan Sigurjónsson,
Guðrún Arnhildur Sveinsdóttir, Valdimar Þorsteinsson,
Sigríður Hulda Sveinsdóttir, Tore Skjenstad,
Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurður Magnússon,
fjölskyldur og systkini hinnar látnu.
Elsku Bryndís Eva, við erum alls
ekki tilbúin að kveðja þig og verð-
um það sjálfsagt aldrei. Okkur
finnst svo óréttlátt að þú hafir ekki
fengið að dvelja hjá okkur lengur
en þú átt eflaust að gegna svona
mikilvægu hlutverki á himnum.
Þú varst alltaf svo lífsglöð enda
sáum við þig nánast aldrei öðruvísi
en brosandi eða hlæjandi áður en
þú veiktist. Og meira segja í veik-
indum þínum helstu áfram að heilla
alla upp úr skónum. Þú sigraðist á
öllum þeim hindrunum sem urðu í
vegi fyrir þér og komst sífellt á
óvart. Þú varðst að hetju og ert enn
og verður alltaf litla hetjan okkar
sem kenndi okkur að meta lífið á
annan hátt.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Ekki má gleyma að nefna hve
lánsöm þú varst að eiga bestu for-
eldra sem hugsast getur. Það eru
fáir sem gætu staðið sig jafnvel í
svona aðstæðum. Elsku Hjörleifur
og Bergþóra, það er fátt sem við
getum sagt sem ekki áður hefur
verið sagt en hugur okkar er hjá
ykkur og vonum við að þið fáið
styrk til að komast í gegnum þessa
erfiðu tíma.
Samúðarkveðja,
Helena, Jón Óskar, Eva
Þórey og Ásdís Karen.
Elsku Bryndís Eva, litla ljósið
bjarta. Þú hefur gefið mér og kennt
mér svo ótal margt á þessum stutta
tíma sem þú lifðir. Ég dái þig og
virði. Alltaf þegar ég kom að
sjúkrabeði þínum fylltist ég lotn-
ingu. Ljósið þitt er svo bjart, fallegt
og hlýtt. Ljósið þitt stendur fyrir
trú, von og kærleik og þessi hugtök
hafa dýpri og skýrari þýðingu fyrir
mig eftir að hafa fylgst með þér og
foreldrum þínum síðastliðna níu
mánuði.
Lífið getur verið svo grimmt og
því fékkst þú og þín fjölskylda að
kynnast. En grimmdina og myrkrið
sigraðir þú eftirminnilega og eftir
situr dýrðin og fallega minningin
um þig, elsku blómið. Ég harma að
þú þurftir að ganga í gegnum þessi
óréttlátu veikindi. Ég harma að
dásamlegu foreldrarnir þínir þurftu
að ganga í gegnum þessa hræðilegu
lífsreynslu.
Nú ertu komin til langalangafa
þíns sem var svo stoltur af því að
þú værir að fæðast en hryggur er
hann gerði sér grein fyrir að hann
myndi ekki ná að sjá þig líta dags-
ins ljós. Afi Gussi og amma Jóa
passa þig, elsku litla, fallega barn.
Elsku Bebba og Hjölli, þið eruð
foreldrarnir á bakvið þetta dásam-
lega ljós. Þið eruð uppsprettan. Ég
dáist að ykkur. Guð gefi ykkur
styrk til að brotna niður og rísa upp
á ný. Ömmur, afar, langömmur og
langafar, frænkur og frændur, Guð
styrki ykkur í sorginni og miss-
inum.
Kveðja,
Guðríður Kristín
Þórðardóttir.