Morgunblaðið - 08.10.2006, Blaðsíða 70
|sunnudagur|8. 10. 2006| mbl.is
Staðurstund
Ingveldur Geirsdóttir fjallar um
afþreyingarbókmenntir fyrir
konur, allt frá Jane Austin til
Bridget Jones. » 77
af listum
Victoria Beckham segir David,
eiginmann sinn, vera tilbeðinn
sem guð í Japan, þar sé búið að
reisa hof honum til dýrðar. » 88
fólk
Dagurinn í dag er sá síðasti á
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík. Dagskrá dagsins er
að finna hér að aftan. » 77
kvikmynd
Baggalútur er fyrirtaks hljóm-
sveit sem engum þarf að leið-
ast að hlusta á, að mati gagn-
rýnanda Morgunblaðsins. » 79
tónlist
Vernharður Linnet segir tón-
leika Kristjönu Stefánsdóttur
og Agnars Más gleðistund fyrir
tónlistarunnendur. » 75
tónlist
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur sýn-
ingar á þáttunum Tíu fingur
næstkomandi sunnudagskvöld en
alls eru þættirnir tólf og fjalla um
íslenska hljóðfæraleikara á sviði
klassískrar tónlistar. Jónas Sen er
umsjónarmaður þáttanna og
framleiðandi er Jón Egill Berg-
þórsson. Rúnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri innlendrar
dagskrárgerðar hjá Ríkissjón-
varpinu, segir að ekki hafi áður
verið ráðist í gerð þátta af þessu
tagi í íslensku sjónvarpi. Ákveðið
hafi verið að ráðast í gerð tólf
þátta til að byrja með og verða
þeir á dagskrá Sjónvarpsins fram
yfir áramót. Tíu fingur sé metn-
aðarfullt verkefni og segir Rúnar
þættina hugsanlega forsmekk að
þeim fyrirheitum sem gefin hafa
verið um stóraukin hlut inn-
lendrar dagskrárgerðar í Rík-
issjónvarpinu.
„Hugmyndin gengur út á það að
gera skemmtilega sjónvarpsþætti.
Ég reyni að höfða til breiðs hóps
sjónvarpsáhorfenda því þótt ekki
hafi allir áhuga á klassískri tón-
list hlusta mjög margir á hana sér
til ánægjuauka. Tónlistin sem er
leikin í þáttunum er yfirleitt
fremur aðgengileg og þar sem
þetta eru sjónvarpsþættir hafði ég
að markmiði að meira yrði lagt
upp úr myndrænni úrvinnslu en
oft áður. Sviðsmyndin er sveigj-
anleg að því leyti að hægt er að
skipta um lit og lýsingu þannig að
það undirstriki andrúmsloftið í
hverju verki. Klippingar og sjón-
arhorn í myndatöku undirstrika
líka það sem er að gerast í tónlist-
inni,“ segir Jónas.
Um það bil helmingur af hverj-
um þætti er viðtöl við listamann-
inn og aðra viðmælendur sem
fléttast inn í tónlistaratriðin. Auk
þess er stungið inn í þættina
gömlum upptökum af viðkomandi
listamanni úr safni Sjónvarpsins.
„Viðtölin eiga að varpa ljósi á
manninn að baki einleikaranum
sem þýðir að viðtölin eru stundum
nokkuð nærgöngul og þau eru að
mestu tekin á heimili viðmæland-
ans. Viðtölin skýra einnig tónlist-
ina sem er leikin og í þriðja lagi
varpa þau ljósi á tónlistarheiminn
á Íslandi og ýmsa þætti hans.“
Sett var upp heimasíða þátt-
arins með ýmsu efni sem ekki er
sýnt í sjálfum þáttunum, eins og
t.d. lengri útgáfur viðtalanna og
ýmislegt ítarefni jafnt um hljóð-
færaleikarana sem fjallað er um,
tónlistina sem þeir flytja og tón-
skáldin. Þess má einnig geta að
leikin verður tónlist úr Tíu fingr-
um í útvarpsþættinum Hlaupanót-
unni á Rás 1 á föstudegi áður en
sýning þáttanna hefst.
Þeir einleikarar sem fram koma
í þáttunum eru Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran
sellóleikari, Áshildur Haralds-
dóttir flautuleikari, Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikari og
Sigurður Ingvi Snorrason klarin-
ettuleikari, Halldór Haraldsson
píanóleikari, Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari, Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari, Ásdís
Valdimarsdóttir víóluleikari, Kol-
beinn Bjarnason flautuleikari,
Edda Erlendsdóttir píanóleikari,
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari
og Einar Jóhannesson klarinettu-
leikari.
Sjónvarp | Tíu fingur, nýr sjónvarpsþáttur um klassíska tónlist
Maðurinn að baki
einleikaranum
www.ruv.is/tiufingur
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
HVAÐ er karnivalískt spunaverk? Þetta er
óhjákvæmilega spurningin sem brennur á
blaðamanni þar sem hann hittir leikstjórann
Sigrúnu Sól Ólafsdóttur og Árna Pétur Guð-
jónsson leikara í Reiðhöll Gusts í Kópavogi.
Ástæðan er sú að í kvöld frumsýnir Einleik-
húsið þar Þjóðarsálina, spunaverk sem að-
standendur segja einmitt vera af slíku tagi.
„Sýningin er eitt allsherjarkarnival; stíl-
hreinn hrærigrautur af alls konar stílum,“ út-
skýrir Sigrún Sól spennt. „Við steypum saman
háþróaðri leikhúsvinnu, áhættuatriðum með
hesta, sirkuskúnstum, dansi og fjöldasöng
hestakvenna,“ heldur hún áfram, en auk fimm
atvinnuleikara koma við sögu sýningarinnar
fimleikafólk, kraftajötnar, fegurðardísir, söng-
hópur, hestaþjálfarar og fimm hestar.
Þótt engin starfsemi eigi sér stað í Reiðhöll-
inni þegar viðtalið fer fram örlar engu að síður
á umræddri karnivalstemningu þar inni. Rým-
ið er stórt með moldargólfi, ekki óáþekkt sirk-
us, og hvít, hálfgegnsæ tjöld hanga úr lofti og
gefa á einhvern óskilgreindan hátt til kynna að
hér muni eitthvað óvenjulegt eiga sér stað.
Enda lofa Sigrún Sól og Árni Pétur því að sýn-
ingin verði harla nýstárleg.
Þroska- og fjölskyldusaga
Sýninguna hefur leikarahópurinn búið til frá
grunni ásamt Sigrúnu Sól, en auk Árna Péturs
leika þau Harpa Arnardóttir, Sara Dögg Ás-
geirsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Árni
Salómonsson í sýningunni.
Á yfirborðinu er Þjóðarsálin fjölskyldusaga.
Árni Pétur leikur fjölskylduföður sem rekur
hestasýningu sem gengið hefur í tuttugu ár.
Hann lýsir hestasýningunni sem „fjöl-
skylduvænni og heilbrigðri“, þar sem áhorf-
endur geta séð flotta hesta, fallegar stúlkur og
stælta stráka; þar sem er gleði og tónlist ráða
ríkjum. Áhorfendur Þjóðarsálarinnar fá svo að
sjá valin brot úr þessari „sýningu í sýning-
unni“ ásamt því að fylgjast með samskiptum
þeirra fjölskyldumeðlima sem að henni vinna.
„Þetta er þroskasaga yngsta fjölskyldu-
meðlimsins. Það sem hann er að kljást við í
samfélaginu er mjög sterkt hreyfiafl í sýning-
unni. Í gegnum þá glímu fylgjumst við með því
hvernig hver einasta persóna tekst á við
dekkri hliðar sínar,“ segir Árni Pétur. Sigrún
Sól tekur við: „Og þegar skuggahliðarnar eru
komnar upp á yfirborðið undir lok sýning-
arinnar … þá drögum við fram leynivopnið,“
segir hún leyndardómsfull.
Rafmagnaður sköpunarkraftur
Að sögn Sigrúnar Sólar og Árna Péturs hef-
ur vinnan í kringum uppsetninguna verið
nokkuð ólík þeirri spunavinnu sem hefur tíðk-
ast í leikhúsum landsins.
„Þetta eru spunaaðferðir sem krefjast mik-
ils af leikaranum,“ útskýrir Sigrún Sól. „Leik-
arinn fer aldrei út á gólf án þess að vera búinn
að greina alveg ofan í kjölinn um hvað senan
sem hann er að takast á við hverju sinni fjallar
í raun og veru. Allt sem hann gerir verður
hann að vera búinn að orða og skýra. Það er
ekki bara farið út á gólf og látið vaða.
Sköpunarkrafturinn sem myndast þegar
farið er út á gólf með jafnmikið bakland er raf-
magnaður,“ fullyrðir Sigrún Sól að lokum.
Rafmagnað karni-
valískt spunaleikhús
Morgunblaðið/Kristinn
Karníval „Sýningin er eitt allsherjar karníval; stílhreinn hrærigrautur af alls konar stílum.“
Spuni „Þetta eru spunaaðferðir sem krefjast
mikið af leikaranum,“ segja Árni Pétur Guð-
jónsson og Sigrún Sól Ólafsdóttir.