Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 1

Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 278. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LANDKÖNNUÐUR VÍKINGUR HEIÐAR FRUMFLYTUR VERK SNORRA BIRGISSONAR Í SALNUM Í DAG >> 50 MATSELD.IS OPINN OG ÓHÁÐUR UPPSKRIFTABANKI UMRÆÐA OG GREINAR >> 27 OLIVER TWIST NÝTT NÝTT Væntanlegt SÝNISHORN AF NÝJUM OG VÆNTANLEGUM MYNDUM NÝTT Aðeins í SkjáBíói getur þú leigt nýjustu bíómyndirnar og fengið ókeypis barnaefni með einum takka á fjarstýringunni. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrver- andi leiðtogi Sovétríkjanna, setti í fyrirlestri sínum í Háskólabíói í gær fund sinn með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Höfða árið 1986 í sögulegt samhengi, með upp- rifjun á rafmögnuðu andrúmslofti kalda stríðsins. Að loknu ávarpi hans bárust hon- um fjölmargar spurningar. Spurð- ur um morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju í Moskvu um síðustu helgi sagði Gorbatsjov það hryggi- legan atburð. Hann kvaðst þó telja að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði komið á nauðsynlegum stöð- ugleika eftir óróann sem einkenndi valdaferil forvera hans Borísar Jeltsíns. Inntur eftir því hvers vegna hann hefði gagnrýnt utanríkisstefnu stjórnar George W. Bush Banda- ríkjaforseta sagði Gorbatsjov Bush verða að læra að hlusta á sjónarmið annarra ríkja. Gagnrýndi „forvarnarstríð“ Gorbatsjov gagnrýndi þannig ut- anríkisstefnu Bush með þeim orð- um að „forvarnarviðræður“ ættu að leysa „forvarnarstríð“ af hólmi. Ekki væri hægt að neyða lýðræði upp á önnur ríki með hervaldi. Þá sagði hann marga Rússa hafa fyllst tortryggni í garð Vestur- landabúa á valdatíma Jeltsíns, vegna þess að svo hefði virst sem þeir hefðu haft ánægju af því að fylgjast með upplausn landsins. Hann sagði marga ekki geta sætt sig við það sjálfstæða Rússland sem komið hefði fram á sjónarsviðið á valdatíma Pútíns, Rússland sem væri ekki stjórnað af Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Spurður um þátt Jeltsíns í að koma honum frá völd- um sagði hann þá ekki hafa hist síð- an á jóladag 1991 og að vonandi myndi ekki verða breyting þar á. Morgunblaðið/Kristinn T́ímamót Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri, Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og dóttir hans, Írína Vírganskaja, á meðal annarra rifja upp minningar af leiðtogafundinum í Höfða en tuttugu ár eru nú liðin frá því hann hófst. „Pútín forseti hefur tryggt stöðugleika“ Míkhaíl Gorbatsjov segir tortryggni ríkja í garð hins nýja Rússlands Í HNOTSKURN »Gorbatsjov sagði Evrópusam-bandið á leið með að verða stórveldi líkt og Bandaríkin, íbúafjöldi sambandsins væri að nálgast 500 milljónir. »Að hans mati er þörf á nýrrihugsun til að mæta nýjum vandamálum heimsbyggð- arinnar. »Hann sagðist hafa reynt aðdraga úr valdi sínu á meðan Jeltsín hefði markvisst reynt hið gagnstæða. Hugarfarið | Miðopna BÚLGARINN Veselin Topalov og Rússinn Vladímír Kramník sömdu um jafntefli í gær í tólftu skákinni í heimsmeistaraein- víginu í Elista í rússneska sjálfstjórnarlýð- veldinu Kalmykíu. Skákmeistararnir eru því jafnir, með sex vinninga hvor, og tefla til úrslita í dag. Markmið einvígisins er að sameina heims- meistaratitlana í skák. Samkvæmt reglum einvígisins tefla meistararnir fjórar skákir og hvor þeirra fær 25 mínútur í byrjun en tíu sekúndur bætast við eftir hvern leik. Ef þeir eru enn jafnir tefla þeir tvær hraðskákir. Dugi þær ekki verður tefld ein skák til viðbótar. Hvítur fær þá sex mínútur en svartur að- eins fimm og ljúki skákinni með jafntefli hreppir svartur heimsmeistaratitilinn. Teflt til úrslita Vladimir Kramnik Veselin Topalov ♦♦♦ London. AFP. | Yfirmaður breska hersins segir í viðtali, sem breska dag- blaðið Daily Mail birtir í dag, að kalla þurfi breska herliðið í Írak heim vegna þess að dvöl bresku hermannanna þar auki öryggisvanda- mál Bretlands. „Ég segi ekki að erf- iðleikarnir, sem við stöndum frammi fyrir í heiminum, stafi af dvöl okkar í Írak en það leikur enginn vafi á því að hún gerir vanda- mál okkar verri,“ sagði Richard Dannatt hershöfðingi í viðtalinu sem var birt á vef- setri blaðsins í gærkvöldi. „Við ættum að koma okkur í burtu þaðan einhvern tíma bráðlega vegna þess að vera okkar þar eyk- ur öryggisvanda okkar.“ Dannatt, sem var gerður að yfirmanni breska hersins í ágúst, kvaðst ekki telja að markmiðin með innrásinni í Írak myndu nást á næstunni. Vill breska herinn heim Segir veru heraflans í Írak auka vandann Richard Dannatt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.