Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
Yf i r l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 32
Staksteinar 8 Viðhorf 34
Veður 8 Umræðan 34/39
Úr verinu 14 Minningar 40/47
Viðskipti 16/17 Leikhús 54
Erlent 18/19 Myndasögur 56
Menning 20, 50/56 Dagbók 57/61
Höfuðborgin 22 Staður og stund 58
Akureyri 22 Víkverji 60
Austurland 23 Velvakandi 60
Suðurnes 23 Bíó 58/61
Daglegt líf 24/31 Ljósvakamiðlar 62
* * *
Innlent
Tveggja manna er leitað vegna
nauðgunar í húsasundi í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags.
Mennirnir tveir réðust að ungri
konu og drógu hana inn í húsasund
þar sem annar mannanna nauðgaði
henni. Deildarstjóri neyðarmóttöku
segir að nauðgunum sem þessum,
þ.e. þegar ókunnugir menn ráðast
fyrirvaralaust á konur, hafi frekar
fjölgað á undanförnum tveimur ár-
um þótt tilvikin séu sem betur fer
fremur fá. » 4
Fjölmennur fundur starfsmanna
álvers Alcan í Straumsvík mótmælti
í gær tilefnislausum uppsögnum
vinnufélaga sem unnið hefðu hjá fyr-
irtækinu áratugum saman og skor-
aði á það að draga uppsagnirnar til
baka eða ljúka þeim í sátt með samn-
ingum. » 6
Forstjóri Orkuveitu Reykjavík-
ur, segir að ekkert sé óeðlilegt við að
Hellisheiðarvirkjun framleiði raf-
magn þó að starfsleyfi hafi ekki ver-
ið gefið út, en að um tilraunarekstur
sé að ræða. Fulltrúi Vinstrihreyfing-
arinnar græns framboðs í borg-
arráði óskaði á fundi borgarráðs fyr-
ir nokkru eftir upplýsingum um það
á hvaða forsendum virkjunin hefði
verið gangsett 1. október þar sem
starfsleyfi hefði ekki verið gefið út.
» 64
Erlent
Tyrkir mótmæltu í gær laga-
frumvarpi, sem neðri deild franska
þingsins samþykkti og kveður á um
að það teljist glæpur að neita því að
fjöldamorð á Armenum í Tyrklandi í
fyrri heimsstyrjöldinni jafngildi
þjóðarmorði. » 18
Stjórnin í Kína óttast hern-
aðarlega og stjórnmálalega upp-
lausn í Norður-Kóreu eftir að þar-
lend stjórnvöld tilkynntu að þau
hefðu látið sprengja kjarnorku-
sprengju í tilraunaskyni. „[Kínverja]
hryllir við tilhugsuninni um einhvers
konar Írak, Afganistan eða Kosovo
við norðausturlandamærin,“ er haft
eftir sérfræðingi í kóreskum mál-
efnum. » 19
Teflt verður til úrslita í dag í
heimsmeistaraeinvígi Búlgarans Ve-
selins Topalovs og Rússans Vladim-
irs Kramniks í Elista í Rússlandi.
Tólftu skákinni í einvíginu lauk með
jafntefli í gær. » 1
Margaret Beckett, utanrík-
isráðherra Bretlands, sagði í gær að
vistun meintra hryðjuverkamanna í
fangabúðum í Guantanamo á Kúbu
væri óviðunandi þegar mannréttindi
væru höfð í huga.
» 18
FYRRVERANDI starfsmaður
Landssímans hringdi í Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra (1988–1995), á miðvikudags-
kvöld til að segja honum að hann hefði
orðið vitni að því sem starfsmaður
Landssímans á sínum tíma er símtal
Jóns Baldvins við annan mann var
hlerað. Þetta segir Jón Baldvin en
lætur ekki uppi nafn starfsmannsins.
Samkvæmt frásögn Jóns Baldvins
hafði málið lengi hvílt á viðkomandi
starfsmanni. Á sínum tíma hefði
starfsmaðurinn látið vitneskju sína
liggja milli hluta því hann óttaðist um
starf sitt hefði hann gert eitthvað í
málinu þá. „Nú kvaðst hann ekki geta
lengur orða bundist vegna þess að
honum fannst það þurfa að koma
fram í þessari umræðu að hleranir
voru stundaðar,“ segir Jón Baldvin.
„Það er í stjórnstöð Landssímans
sem það fer fram,“ bætir hann við.
Jón Baldvin segir að Landssíma-
maðurinn fyrrverandi hafi séð kollega
sinn sitja mánuðum saman við hler-
anir. Hafi sá fyrrnefndi gengið úr
skugga um að það var sími Jóns Bald-
vins sem var hleraður en þetta hafi
hann fengið staðfest þegar hlerunar-
maðurinn var fjarri.
Þegar Landssímamaðurinn
hringdi nú í Jón Baldvin til að tjá hon-
um reynslu sína kynnti hann sig með
nafni, að því er Jón Baldvin segir og
kvaðst viðkomandi starfsmaður
reiðubúinn að staðfesta það sem hann
sagði Jóni Baldvini þegar hann teldi
það annaðhvort nauðsynlegt eða
æskilegt. „En hann vildi áskilja sér
rétt til þess að ákveða það sjálfur.
Hann fór fram á það að ég nefndi ekki
nafn hans að sinni og ég virði það,“
segir Jón Baldvin.
Halldór Blöndal, landbúnaðar- og
samgönguráðherra á árunum 1991–
1995 og æðsti yfirmaður Pósts og
síma á þessum tíma, kannast ekki við
að hafa nokkru sinni heyrt af hler-
unum í Landssímanum. „Mér þykir
mjög undarlegt ef starfsmenn Pósts
og síma hafa verið að fylgjast með
samtölum utanríkisráðherra og þá
kannski annarra ráðherra,“ segir
hann. „Þá er mjög undarlegt að við-
komandi starfsmaður skuli ekki hafa
skýrt sínum yfirmönnum frá því og
eftir atvikum mér,“ segir hann.
Kom inn í mitt samtal
tveggja ráðherra
Magnús Skarphéðinsson kom fram
í Kastljósi Sjónvarpsins, sem og Jón
Baldvin og sagði Magnús að hann
hefði fyrr á árum lengi haft á tilfinn-
ingunni að sími sinn væri hleraður.
Eitt sinn þegar hann hefði hringt út í
bæ hefðu komið miklir smellir á lín-
una og skyndilega hefði hann verið
staddur í miðju símtali Þorsteins
Pálssonar, þáverandi forsætisráð-
herra, og Halldórs Blöndal. Umræðu-
efnið hefði verið eldhúsdagsumræður
á Alþingi, menn og málefni og þvíum-
líkt. „Ég hlustaði lengi á þetta samtal
og hugsaði með mér að, ef einhver á
að trúa mér, þá tek ég nú upp þetta
samtal og kveikti á segulbandinu og
lofaði mönnum sem ég treysti að
hlusta á þetta,“ sagði Magnús. Sagði
hann að nokkrir valinkunnir menn
hefðu fengið að heyra upptökuna.
Sagðist hann hafa sagt Matthíasi [Jo-
hannessen þáverandi ritstjóra Morg-
unblaðsins], sem ekki hefði trúað frá-
sögn hans en hefði borið málið undir
Þorstein. „Og þetta reyndist rétt, ég
vissi allt innihald samtalsins,“ sagði
Magnús.
Fullyrðir að Jón Bald-
vin hafi sætt hlerunum
Halldór Blöndal, þáverandi ráðherra, telur málið undarlegt
Í HNOTSKURN
»Fyrrverandi starfsmaðurLandssímans sagðist hafa
orðið vitni að því þegar kollegi
hans hleraði síma Jóns Bald-
vins Hannibalssonar í ráð-
herratíð hans.
»Símamaðurinn var að sögnJóns Baldvins hræddur við
að segja frá málinu á sínum
tíma þar sem hann óttaðist að
missa vinnuna.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
„SÁ aðgangur sem við höfum haft
að æðstu mönnum á þessu sviði hér
í Washington undirstrikar að mín-
um dómi að Bandaríkjamönnum er
full alvara með því plaggi sem þeir
undirrituðu [í fyrradag] eins og okk-
ur er full alvara með því, og ég tel
að samstarfið á þessum nýja grunni
fari mjög vel af stað,“ sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra í samtali
við Morgunblaðið eftir fund hans og
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra með Robert S. Mueller, for-
stjóra alríkislögreglunnar (FBI), í
höfuðstöðvum hennar í gær.
Geir sagði fundinn með Mueller
hugsaðan til þess „að fylgja eftir
ákvæðum í samkomulaginu sem við
undirrituðum [á miðvikudag].
Dómsmálaráðherra, sem unnið hef-
ur af mikilli elju við að styrkja lög-
regluna og landhelgisgæsluna, hef-
ur verið með sérstaka fundi, m.a.
með strandgæslunni og heima-
varnaráðuneytinu, og allt er þetta á
grundvelli hins nýja samkomulags.“
Forsætisráðherra segir mjög
mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgja
strax eftir ákvæðum í samkomulag-
inu á sviði lögreglumála og land-
helgisgæslunnar til þess að takast á
við nýjar ógnir. „Okkar stofnanir
verða að skipuleggja sig upp á nýtt
með tilliti til þess að varnarliðið er
farið og ég tel að þetta hafi farið vel
af stað; þessi mál voru ítrekað rædd
á öllum fundum okkar, bæði í gær
og í dag, en verða í framhaldinu í
höndum löggæslustofnana okkar,“
sagði Geir.
Björn Bjarnason segir áherslu
hafa verið lagða á það á fundum sín-
um hér vestra hve samstarf þjóða sé
mikilvægt þegar tekist er á við al-
þjóðlega glæpi og hryðjuverk. „Við
erum að efla löggæslu okkar og
skiptumst á skoðunum við þá um
það. Það eru ekki alls staðar sömu
viðhorfin í þessum málum; við
byggjum okkar afstöðu á evrópsk-
um hefðum en hér eru oft og tíðum
önnur grundvallarsjónarmið þegar
fjallað er um samskipti við afbrota-
menn og annað slíkt. Við ætlum
ekki að taka þau upp, en það er
gagnlegt að fylgjast með því hvað
aðrir eru að gera,“ sagði dómsmála-
ráðherra. Hann nefndi að viðfangs-
efnin væru stöðugt að breytast og
mjög mikilvægt væri fyrir Íslend-
inga að hafa aðgang að mönnum í
fremstu röð í baráttunni gegn af-
brotum í netheimum, svo dæmi væri
tekið.
„Íslensk stjórnvöld hafa átt sam-
skipti við alríkislögregluna í áratugi
og sá pólitíski grundvöllur sem nú
er kominn verður bara til þess að
treysta samstarfið enn frekar.“
„Samstarf á nýjum
grunni fer vel af stað“
Samstarf Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherrra með Robert S. Mueller, for-
stjóra bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Washington í gær.
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
Seltjarnarnesi
Gerið
verðsamanburð
margar stærðir
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
All Terrain
31” 15.296,- stgr.
33“ 17.289,- stgr.
35” 17.996,- stgr.
Er jeppinn tilbúinn
fyrir veturinn?
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir kynningarblað frá Astma- og
ofnæmisfélaginu.