Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kolbrún Baldursdóttir
sálfræðingur og varaþingmaður
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október 2006
Opnun
kosningaskrifstofu
Verið velkomin á opnun
kosningaskrifstofu minnar í
Skeifunni 19, 4. hæð. Gengið
inn að vestanverðu (sama hús og
Hreysti og Ljósin í bænum).
www.kolbrun.ws (WebSite)
Föstudaginn 13. október kl. 17.00
6
SÆTIKO
LB
RÚ
N
TVEIR menn réðust að ungri konu í miðbæ
Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags og drógu hana
inn í húsasund þar sem annar nauðgaði henni.
Deildarstjóri neyðarmóttöku vegna nauðgana segir
að nauðganir sem þessar, þ.e. þar sem ókunnugir
menn ráðast fyrirvaralaust á konur, hafi frekar
færst í vöxt á undanförnum tveimur árum þó að til-
vikin séu sem betur fer fremur fá, um 5–10 mál á
ári. Hluti skýringarinnar sé talinn liggja í aukinni
neyslu örvandi fíkniefna.
Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar, aðstoð-
aryfirlögregluþjóns í Reykjavík, var tilkynnt um
nauðgunina klukkan rúmlega fimm um nóttina.
Vegfarandi hafði komið stúlkunni til hjálpar þar
sem hún var á Lækjartorgi, ringluð og í miklu upp-
námi vegna árásarinnar, og látið lögreglu vita. Veg-
farandinn beið með stúlkunni þar til lögregla kom á
staðinn og þaðan var hún flutt á neyðarmóttöku
vegna nauðgana á Landspítalanum í Fossvogi.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu hélt annar mað-
urinn stúlkunni niðri meðan hinn nauðgaði henni.
Málið er í rannsókn en konan mun ekki hafa getað
gefið greinargóða lýsingu á mönnunum.
Árásarmenn stundum 17–18 ára
Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri neyðarmóttöku
vegna nauðgana, segir að á þessu ári og í fyrra hafi
þeim tilvikum heldur fjölgað þar sem ókunnugir
menn ráðast á konur utandyra, t.d. þegar þær eru á
leið heim til sín, og nauðga þeim. Oft sé það þannig
að þetta byrji með áreiti, yfirleitt af hálfu fleiri en
eins karlmanns, en endi með því að einn nauðgi kon-
unni. Dæmi séu um að 17–18 ára piltar ráðist þann-
ig á konur. Aðspurð um hugsanlegar skýringar
sagði Eyrún að fjölgunin hefði verið tengd við
aukna drykkju og neyslu sterkra fíkniefna, s.s. am-
fetamíns og kókaíns, og neyslu á sterum. Klámvæð-
ingin hefði hér einnig áhrif.
Allur gangur er á því hvort slíkar árásir eru
kærðar til lögreglu og Eyrún sagði að sumar konur
leituðu ekki heldur á neyðarmóttöku. „Ef þessar
konur koma til okkar þá er það stundum vegna þess
að þær eru hræddar við að hafa smitast af einhverju
og þurfa aðstoð við að takast á við það mikla áfall
sem svona árás er.“ Þá væri oft erfitt að hafa hend-
ur í hári árásarmanna en það væri lögreglunnar að
gera sitt besta til að hafa uppi á þeim.
Í gær hafði Eyrún ekki handbærar nákvæmar
upplýsingar um fjölda málanna en sagði að þau
væru um 5–10 á ári. Það væri mikilvægt að ala ekki
á ótta kvenna við að vera einar á ferli og hún minnti
á að um 70% nauðgana færu fram á heimilum.
Tveggja manna leitað vegna
nauðgunar í húsasundi
Í HNOTSKURN
» Árið 2005 rannsakaði lögreglan íReykjavík 43 nauðgunarmál. Þau voru
25 árið á undan og 33 árið 2003.
» Í 70% tilvika fara nauðganir fram áheimilum og í 50% tilvika þekkja árás-
armennirnir fórnarlömb sín.
Heldur færist í vöxt að konur verði fyrir árásum og nauðgunum utandyra
TÍU þúsund manns höfðu komið í verslun IKEA í
Garðabæ síðdegis í gær, á fyrsta opnunardegi versl-
unarinnar á nýjum stað. Opið var til 22 í gærkvöldi og
bjóst Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA við
að fjöldi gesta færi í 20 þúsund áður en yfir lyki. Að
sögn Þórarins er nýja verslunin gjörbreyting frá því
sem fólk átti að venjast á gamla staðnum við Holta-
garða, þótt ekki væri nema fyrir fjölda bílastæða sem
nú eru 1.200 en voru 300 við Holtagarða. „Öll aðstaða
hér er miklu betri en áður og við höfum tækifæri til að
sýna fleiri útfærslur og lausnir. Síðan er vöruúrvalið
meira,“ sagði hann.
Á opnunardeginum í gær var þung umferð á Reykja-
nesbrautinni sem olli einu vandkvæðum dagsins að
mati Þórarins. Mikið var um að fólk kæmi með börnin í
nýju verslunina og taldist Þórarni til að nú væru fimm
manns í bíl miðað við tvo allajafna á gamla staðnum.
Opið verður kl. 22 í kvöld og alla helgina.
Morgunblaðið/Eyþór
Þúsundir gesta komu í nýja IKEA-búð
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti í gær tillögu Björns Inga
Hrafnssonar, formanns ráðsins, að
selja Fríkirkjuveg 11 og að finna
hentugra húsnæði fyrir Íþrótta- og
tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR).
Að sögn Björns Inga kemur til
greina að ÍTR verði fundið aðsetur
í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, en
ekkert hefur verið ákveðið í þeim
efnum.
„Þetta fallega gamla hús hentar
ekki vel fyrir vinnustað af þeirri
stærðargráðu sem Íþrótta- og
tómstundaráð er,“ sagði Björn
Ingi. Þá mætir húsið ekki nútíma-
kröfum til borgarstofnana, t.d.
hvað varðar aðgengi fatlaðra og
bílastæði.
Björn Ingi sagði ljóst að húsið
sé friðað. Hann sagði að húsinu
verði afmörkuð lóð og það ekki
selt með öllum Hallargarðinum.
„Ætlunin er að Hallargarðurinn
nýtist öllum almenningi áfram og
þótt húsinu verði afmörkuð lóð þá
er garðurinn svo stór að það kem-
ur ekki að sök,“ sagði Björn Ingi.
Húsið verður væntanlega aug-
lýst til sölu á næstu dögum eða
vikum. Björn Ingi kvaðst viss um
að mikill áhugi yrði fyrir Frí-
kirkjuvegi 11, enda húsið fallegt
og sögufrægt. „Við vonumst til að
fá sanngjarnt verð fyrir þessa
fasteign sem óumdeilanlega er ein
sú fallegasta í borginni,“ sagði
Björn Ingi.
Einnig er að hefjast vinna við að
finna framtíðarhúsnæði fyrir ÍTR.
„Meðal þess sem kemur til greina
er að höfuðstöðvar ÍTR verði flutt-
ar í hús Orkuveitu Reykjavíkur,
en það verða allir kostir kannaðir í
því sambandi,“ sagði Björn Ingi
Tillaga Björns Inga var sam-
þykkt með fjórum atkvæðum
meirihluta gegn tveimur atkvæð-
um minnihluta. Fulltrúi Vinstri
grænna gerði bókun þar sem m.a.
segir: „Það er afar mikilvægt að
sú starfsemi sem fer fram í húsinu
þjóni almenningi og falli vel að ná-
býlinu við grænt og opið svæði
borgarbúa en húsið sé ekki falboð-
ið auðmannastéttinni í landinu …
Fríkirkjuvegur á að vera áfram í
eigu borgarinnar, sem á að sjá
sóma sinn í því að þar fari fram
starfsemi í almannaþágu.“
Fríkirkjuvegur 11 til sölu
Morgunblaðið/Þorkell
Til sölu Ætlunin er að flytja höfuð-
stöðvar ÍTR úr Fríkirkjuvegi 11.
LÁTLAUS innflutningur á erlendu
vinnuafli einkennir vinnumarkaðinn
hér á landi, en það sem af er árinu
hafa 4.400 nýir erlendir starfsmenn
verið skráðir á íslenskan vinnumark-
að. Í septembermánuði einum bætt-
ust eitt þúsund manns á íslenskan
vinnumarkað og hefur svo mikil
fjölgun aldrei áður mælst í einum
mánuði.
Þetta kemur fram í nýjum tölum
Vinnumálastofnunar um atvinnu-
ástandið í septembermánuði og er
gert að umtalsefni í nýútkomnu vef-
riti fjármálaráðuneytisins. Fram
kemur að allt árið í fyrra voru 3.900
erlendir starfsmenn skráðir á vinnu-
markaði hér og þar áður höfðu flestir
verið skráðir árið 2000, en þá voru
þeir 2.300 talsins.
Einnig kemur fram að frá því að
nýjar reglur tóku gildi 1. maí síðast-
liðinn um aðgang fólks frá átta lönd-
um Austur-Evrópu að vinnumarkaði
hér vegna inngöngu landanna í Evr-
ópusambandið hefur skráningum
fólks þaðan á vinnumarkað hér fjölg-
að mjög, en að sama skapi hefur
dregið mjög úr veitingu atvinnu-
leyfa. Fram kemur einnig að at-
vinnuleysið í september mældist 1%
og hefur ekki verið svo lítið í fimm ár.
4.400 nýir
erlendir
starfsmenn
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um
að sýkna ferðaþjónustufyrirtækið
Tindafjöll af kröfum viðskiptavinar
sem varð fyr-
ir meiðslum í
bátsferð með
fyrirtækinu
niður Skaftá
árið 2001.
Hann féll út-
byrðis þegar
gúmmíbát
hans hvolfdi en komst af sjálfs-
dáðum upp úr ánni. Í dómi Hæsta-
réttar var fallist á að sjónarmið
um áhættutöku ylli því að mað-
urinn gæti ekki krafið Tindafjöll
um bætur fyrir tjón sitt, að því
gefnu að fyrirtækið hefði staðið
forsvaranlega að undirbúningi og
framkvæmd ferðarinnar. Var talið
sannað að maðurinn hefði, auk sér-
staks björgunar- og hlífðarfatnað-
ar, fengið nokkrar leiðbeiningar
frá vönum leiðsögumönnum um
það hvernig hann skyldi bera sig
að í ferðinni.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Árni Kolbeinsson, Jón
Steinar Gunnlaugsson og Ólafur
Börkur Þorvaldsson.
Báta-
fyrirtæki
sýknað
Vanir leiðsögumenn
veittu leiðbeiningar
TVÍTUGUR ökumaður sem aldrei
hefur lokið bílprófi ók á mann við
Tryggvabraut á Akureyri í gær.
Maðurinn slasaðist nokkuð á fæti.
Að sögn lögreglu varð slysið við
afgreiðslu Bílaleigu Akureyrar við
Tryggvabraut á Akureyri með þeim
hætti að ökumanninum, sem var að
skila bílaleigubíl, fipaðist við akstur-
inn þegar hann ók að húsinu og í stað
þess að hemla steig hann á bensín-
gjöfina og ók á starfsmann leigunnar
sem stóð á stétt framan við húsið,
með þeim afleiðingum að starfsmað-
urinn klemmdist á milli bifreiðarinn-
ar og hússins.
Félagi ökumannsins próflausa
hafði fengið bílinn lánaðan hjá leig-
unni, samkvæmt upplýsingum lög-
reglu.
Próflaus
ökumaður
ók á mann
á gangbraut
♦♦♦