Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LAUGARDAGINN 14. október nk.
hefst sex funda röð sem Pétur H.
Blöndal alþingismaður stendur fyrir
í Háskóla Ís-
lands.
Fundarstjórar
eru þekktir
fulltrúar hags-
munaaðila og fólk
með skoðanir á
öndverðum meiði
við Pétur. Munu
fundarstjórar
taka afstöðu til
hugmynda Pét-
urs eftir fyrirlestra hans, áður en
opnað verður fyrir almennar fyr-
irspurnir. Pétur er fyrstur íslenskra
stjórnmálamanna til að nýta sér
þetta fyrirkomulag funda, að því er
segir í tilkynningu frá þingmann-
inum.
Fundirnir eru opnir öllum sem
hafa áhuga á þessum málum óháð
afstöðu til stjórnmálaflokka. Þeir
eru haldnir í aðdraganda prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar
sem Pétur hefur boðið fram krafta
sína í 2. til 3. sæti.
Nýstárleg
fundaröð
Pétur Blöndal
Pétur H. Blöndal
fundar með
andstæðingum
gagnvart rekstri, svo sem fastar arð-
greiðslur OR eða greiðslur vegna
ábyrgða á skuldbindingum Lands-
virkjunar. Þar sé um að ræða eign
sem borgarbúar njóta arðs af og komi
þeim til góða þegar veitt er þjónusta.
Órökstuddar fullyrðingar
Dagur B. Eggertsson borgar-
fulltrúi telur að auki órökstuddar þær
fullyrðingar KPMG að hagræðing í
rekstri hjá borginni hafi ekki gengið
eftir. „Þeir skoðuðu ekki [hagræðing-
arkröfurnar] inni í fjárhagsáætlunum
hvers árs árs fyrir sig og töldu þær
hvergi saman. Það kemur því hvergi
fram í skýrslunni hvaða hagræðing-
arkröfur hafa verið gerðar og hvernig
þær hafa staðist,“ bendir Dagur á.
Að sögn Stefáns Jóns Hafsteins
borgarfulltrúa er meginályktunin
sem draga má af efni skýrslunnar sú
að fjárhagsstaða borgarinnar sé
sterk. „En reksturinn er hár og mikill
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
MEIRIHLUTI sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavíkur ætlar að
nota skýrslu KPMG um fjármál borg-
arsjóðs frá 2002 til að réttlæta óvin-
sælar niðurskurðaraðgerðir, að mati
minnihluta í borgarstjórn sem er mis-
boðið vegna túlkunar borgarstjóra á
niðurstöðum skýrslunnar. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur
lýst skýrslunni sem áfellisdómi yfir
fjármálastjórn síðasta meirihluta.
Minnihluti Samfylkingar í borgar-
stjórn hélt blaðamannafund í gær til
að svara meintum rangtúlkunum
borgarstjóra á efni skýrslunnar. Telja
fulltrúarnir ófært að telja einungis
fram tölur um skuldir borgarinnar, án
þess að geta þess að eignaaukning á
móti sé jafn mikil. Fráleitt sé að telja
ekki allar tekjur borgarsjóðs með
þegar gerð sé grein fyrir stöðu hans
og það vissum við svo sannarlega. Það
er álit KPMG að fjárhagsstaðan sé
sterk en sú upphafslína er ekki þarna
og það gagnrýnum við. Framsetning-
in er því ruglandi og býður upp á að
pólitískur meirihluti sem er að taka
við völdum máli skrattann á vegginn.“
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi
segir sjálfstæðismenn nota skýrsluna
til að réttlæta niðurskurðinn og
sverta þannig fjárhaginn að ósekju.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar-
fulltrúi segir að einkum muni niður-
skurðurinn bitna á velferðarþjónustu.
Borgarfulltrúarnir tilgreina að
hreinar skuldir borgarsjóðs (A-hluta)
hafi verið komnar niður í 1,2 milljarða
30. júní 2006 en þær hafi verið 15
milljarðar 1996. Þá hafi ytri endur-
skoðun borgarinnar vakið athygli á að
frávik frá fjárhagsáætlunum hafi ver-
ið nær engin. Einnig sé rangt að borg-
in hafi ekki átt fyrir fjárfestingum og
niðurgreiðslu skulda því veltufé frá
rekstri hjá A-hluta borgarsjóðs var
alls 7,9 milljarðar 2002 – 2006 og þessi
tala komi glögglega fram í skýrslu
KPMG.
Segja fjárfrá-
vikin sáralítil
Morgunblaðið/Sverrir
Gagnrýni Borgarfulltrúar Samfylkingar gagnrýna framsetningu á fjár-
málaskýrslunni. Björk, Dagur B., Steinunn Valdís og Stefán Jón Hafstein.
FORSTJÓRI Umhverfisstofnunar
(UST) gerir verulegar athugasemd-
ir við stjórnsýsluúttekt Ríkisend-
urskoðunar (RE). Davíð Egilson,
forstjóri UST, segir í greinargerð
að erfitt sé að greina á milli stað-
reynda og huglægra atriða í skýrslu
RE því í hana skorti kafla um
hvernig úttektin var framkvæmd og
hvaða gögn voru lögð til grundvall-
ar. Þá séu dæmi um að tilvitnanir
séu ekki rétt eftir hafðar, þrátt fyrir
óskir um leiðréttingar.
Forstjórinn segir að eiginleg
verkáætlun við úttektina hafi aldrei
verið send UST. Fyrstu drög að
skýrslunni hafi valdið vonbrigðum
fyrir hve hrá þau voru og efnistök. Í
drögunum hafi einnig verið mjög al-
varlegar staðreyndavillur og „nær-
tækari ályktanir en Ríkisend-
urskoðun dró voru auðsæjar þegar
búið var að leiðrétta þær. “
Vafasamar ályktanir
Í greinargerð sinni lýsir forstjóri
UST sig ósammála niðurstöðum RE
varðandi forgangsröð, faglegan
ávinning og kaflanum um samskipti
við umhverfisráðuneytið. „Hann
deilir heldur ekki þeirri sýn Rík-
isendurskoðunar að breytt skipulag
án aukinna fjármuna og mannafla
muni gera stofnuninni betur kleift
svo neinu nemi að sinna þeim verk-
um sem henni eru falin. Loks telur
hann ályktanir um sparnað vegna
flutnings starfsemi frá Akureyri til
Reykjavíkur mjög vafasamar,“
skrifar forstjórinn.
Ríkisendurskoðun stendur við
skýrslu sína samkvæmt tilkynningu
embættisins og telur einnig að for-
stjóra UST hafi strax í upphafi ver-
ið gerð munnlega grein fyrir því
hvað fælist í stjórnsýsluend-
urskoðun og sömuleiðis fyrir verk-
áætlun um gerð áðurnefndrar
skýrslu. Forstjóranum hafi því mátt
því vera ljóst að skýrslan kæmi ekki
eingöngu til með að snúast um það
hvort nauðsynlegt fjármagn hafi
fylgt auknum verkefnum sem lögð
hafa verið á stofnunina. Ríkisend-
urskoðun telur að tekið hafi verið
tillit til allra réttmætra athuga-
semda og vísar því á bug að end-
anlegar niðurstöður séu dregnar af
röngum eða ónákvæmum upplýs-
ingum.
Byggt á staðreynda-
villum og röngu mati
Forstjóri Umhverfisstofnunar gagnrýnir stjórnsýsluúttekt
♦♦♦
ICELANDAIR mun gefa farþegum
sínum á leið til Íslands á ákveðnum
flugleiðum í desember nk. heimild til
að taka með sér meiri farangur en
venjulega, án þess að greiða auka-
gjald. Er það gert til að koma til
móts við Íslendinga búsetta erlendis
sem koma heim um jólin.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir þegar búið
að lýsa því yfir að farþegar á leið til
Íslands frá áfangastöðum í Bretlandi
– London, Manchester og Glasgow –
fái að vera með 35 kg af farangri án
þess að greiða aukalega frá 1.–31.
desember nk. Venjulega ber að
greiða fyrir umframvigt sé farið yfir
20 kg. Farþegar á Saga Class fá að
taka með sér 45 kg af farangri.
„Hugmyndin er sú að þetta verði
gert á fleiri stöðum, til dæmis frá
Kaupmannahöfn, en það er ekki búið
að ákveða hvernig það verður,“ segir
Guðjón.
Meiri far-
angur í flug
í desember
samræmi við lög um persónuvernd.“
Einnig segir að nú séu síðustu for-
vöð fyrir fyrirtækið að koma á eðli-
legum samskiptum við starfsmenn
og skorað á það að draga uppsagn-
irnar til baka eða ljúka þeim í sátt
með samningi um flýtt starfslok.
Einnig að taka upp viðræður við full-
FJÖLMENNUR fundur starfs-
manna álvers Alcan í Straumsvík,
sem haldinn var í Bæjarbíói í gær,
mótmælti tilefnislausum uppsögnum
vinnufélaga sem unnið hefðu hjá fyr-
irtækinu áratugum saman og skor-
aði á það að draga uppsagnirnar til
baka eða ljúka þeim í sátt með samn-
ingi um flýtt starfslok.
Í ályktun fundarins er bent á að
níu manns hafi verið sagt upp frá því
í mars í fyrra þegar nýir kjarasamn-
ingar voru gerðir án þess að þeir hafi
nokkuð til sakar unnið eða að fækka
þyrfti starfsmönnum.
„Við lýsum eindreginni andstöðu
við þá stefnu fyrirtækisins að nota
heildstætt langtímamat til að
ákvarða með uppsagnir og það án
þess að okkur sé gerð grein fyrir í
hverju það felst og án þess að við
fáum færi til að gera við það athuga-
semdir. Þá er full ástæða til að kanna
hvort slík upplýsingasöfnun sé í
trúa trúnaðarráðs og verkalýðs-
félaga um starfsmannastefnu fyrir-
tækisins og framkvæmd hennar með
það að leiðarljósi að fyrirtækið verði
eftirsóknarverður vinnustaður í
framtíðinni og að það fari að sam-
þykkt Alþjóðavinnumálastofnunar-
innar um að starfsmaður hafi rétt á
að verja sig fyrir aðfinnslum áður en
honum sé sagt upp.
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar-
maður hjá Alcan, sagði að fundurinn
hefði verið mjög fjölmennur og troð-
fyllt Bæjarbíó. Ályktunin hefði verið
samþykkt einróma með lófaklappi og
yrði hún afhent Alcan í dag.
Morgunblaðið/Eyþór
Starfsmenn Alcan fylltu Bæjarbíó í gær og samþykktu samhljóða ályktun þar sem uppsögnum var mótmælt.
Fjölmennur fundur starfsfólks
mótmælir uppsögnum Alcan
Starfsmanna-
stefna verði rædd