Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
MAGNÚS Stefánsson félagsmála-
ráðherra mun kynna ríkisstjórninni
heildstæða forvarnarstefnu eigi síð-
ar en á fullveldisdaginn, 1. desember
nk., en um þessar mundir fer fram
vinna stýrihóps á vegum félagsmála-
ráðuneytis þar sem hugað er að víð-
tæku samráði fjölmargra aðila sem
þekkja fíkniefnavandann og forvarn-
arstarf af eigin raun.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, tók upp um-
ræðu um fíkniefnavandann utandag-
skrár á Alþingi í gær. Í erindi sínu
spurði hann félagsmálaráðherra
m.a. út í verkefni sem ríkisstjórnin
hafði falið honum, að leiða samstarf
þeirra sem að forvörnum starfa og
móta heildstæða stefnu í mála-
flokknum. Magnús sagði forvarnar-
málin í góðum farvegi.
„Ég hef þegar skipað fimm manna
stýrihóp til að leiða verkefnið undir
forystu Ingibjargar Pálmadóttur,
fyrrverandi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, en sú heiðurs-
kona beitti sér mjög fyrir forvörnum
í ráðherratíð sinni.“
Í hópnum eru, auk Ingibjargar og
fulltrúa félagsmálaráðuneytis,
fulltrúar heilbrigðisráðuneytis,
dómsmálaráðuneytis og mennta-
málaráðuneytis. „Stýrihópurinn
vinnur m.a. að því að móta fyrsta,
annars og þriðja stigs forvarnir en
þær eru í fyrsta lagi aðgerðir sem
miða að almennri fræðslu til barna
og foreldra, í öðru lagi að leita uppi
áhættuhópa og í þriðja lagi að veita
þeim sem hafa ánetjast viðeigandi
hjálp og stuðning,“ sagði ráðherra
sem væntir mikils af samstarfinu.
Unnið er að því að tillagan verði
kynnt ríkisstjórninni í byrjun des-
ember nk.
Þingmenn sem stigu í kjölfarið í
ræðustól þökkuðu fyrir þarfa um-
ræðu. Þuríður Backman, þingmaður
Vinstri grænna, gagnrýndi þá að á
meðan slík umræða færi fram lægi
fyrir Alþingi tillaga um að leyfa sölu
á léttvíni og bjór í matvöruverslun-
um. Hún sagði það aðeins vera til
þess að auka á vandann.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði nauðsyn
að breyta umræðunni um fíkniefni
og þann heim sem seljendur og not-
endur lifa í. Varast ætti að ræða um
hörð fíkniefni, harðan heim fíkniefna
og annað slíkt, til að senda ekki ung-
mennum röng skilaboð. Óhörðnuð-
um ungmennum gæti þótt spennandi
að taka þátt í og tengjast hörðum
heimi og ætti því frekar að ræða um
fíkniefnaneytendur sem sjúklinga.
Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokks, lagði mikið upp
úr fjölskyldugildunum sem bæri að
efla og Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði
þörf á því að efla löggæslu og heim-
ildir tollgæslunnar. Hann benti auk
þess á að nota mætti menntakerfið
með öflugri hætti í forvörnum en nú
er gert, til dæmis til að sýna afleið-
ingar fíkniefnaneyslu.
Ný forvarnarstefna kynnt í desember
Víðtækt samráð
milli allra aðila
MAGNÚS Stefánsson, félagsmála-
ráðherra, sagði margt hafa áunnist
í meðferð fyrir börn og ungmenni
undir átján ára, s.s. að nú væri
hægt að halda þeim í meðferð án
þeirra vilja, en áfram yrði unnið öt-
ullega í málaflokknum á næstunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Betri meðferð
THORBJØRN Jagland, forseti norska Stórþingsins, er
hér í opinberri heimsókn ásamt eiginkonu sinni í boði
forseta Alþingis dagana 11.–15. október. Í gær átti
Jagland m.a. fund með Sólveigu Pétursdóttur, forseta
Alþingis, formönnum þingflokka og formanni Samfylk-
ingar. Hann hittir einnig forseta Íslands og ráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Forseti Stórþingsins í heimsókn
SKOÐAÐ verður samspil almanna-
trygginga- og lífeyriskerfisins með
það að markmiði að einfalda trygg-
ingakerfið, draga úr skerðingaáhrif-
um tekna og auka möguleika lífeyr-
isþega til að bæta kjör sín, sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, við fyrri
umræðu um tillögu þingflokka
stjórnarandstöðunnar til þingsálykt-
unar um nýja framtíðarskipan lífeyr-
ismála.
Tillagan er flutt sameiginlega af
öllum þingmönnum Samfylkingar-
innar, Vinstri grænna og Frjáls-
lynda flokksins en fulltrúar flokk-
anna hafa að undanförnu samræmt
áherslur sínar á sviði almannatrygg-
inga, skoðað tillögur og ályktanir og
sett saman. „Tillagan endurspeglar
það sameiginlega viðhorf stjórnar-
andstöðunnar að eitt allra brýnasta
verkefnið á sviði velferðarmála hér á
landi sé að bæta kjör öryrkja og
aldraðra. Þessar tillögur koma til
viðbótar og ganga mun lengra en
þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur
fallist á að grípa til, eftir mikinn
þrýsting af hálfu eldri borgara og ör-
yrkja,“ sagði Ingibjörg.
Tillagan boðar annars vegar taf-
arlausar aðgerðir sem fela í sér
kjarabætur til öryrkja og aldraðra á
þessu ári og svo frá næstu áramótum
og hins vegar felur hún sér í sér að-
gerðir sem leggja grunn að breyttri
grundvallarskipan þessara mála.
„Þar eru veigamestu breytingarnar
sú afkomutrygging sem tekur mið af
raunverulegum framfærslukostnaði
sem og tilkoma innbyggðs hvata, eða
auknir möguleikar elli- og örorkulíf-
eyrisþega til að bæta stöðu sína með
viðbótar tekjuöflun án þess að til
skerðingar komi.“
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, fjallaði
stuttlega um frítekjumark vegna at-
vinnutekna og benti m.a. á það um-
fangsmikla nefndarstarf sem unnið
var gagnvart öldruðum. „Þetta er
samkomulag sem stendur til fjög-
urra ára, og auðvitað er alltaf hægt
að breyta því með lögum ef svo skip-
ast veður í lofti en þetta er sam-
komulag sem ríkisstjórnin ætlar að
standa við,“ sagði Siv og bætti því við
að 12 milljarðar króna hefðu komið
þar inn í bæði þjónustuþætti og líf-
eyrisgreiðslur.
Stjórnarandstaðan vill
endurskoða lífeyriskafla