Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 11 FRÉTTIR SVOKALLAÐIR Jersey-steinar eru víða notaðir til að stýra umferð um vinnusvæði í borginni m.a. við Geirsgötu nú um stundir þar sem steinarnir mynda sveig norðan við Seðlabankahúsið. Athygli hefur vakið að steinarnir eru hvorki með ljósum né endurskinsmerkjum en lögregla hefur ekki gert at- hugasemd við þann frágang. Að sögn Árna Friðleifssonar, varð- stjóra hjá umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík, var götulýsing á staðnum talin duga en í öðrum til- vikum þar sem ekki er götulýsing fyrir eru verktakar skikkaðir til að setja ljós á steinana. Að sögn Árna hefur fólk gjarnan kvartað undan framkvæmdum á umferðarmannvirkjum, en oftast snúast kvartanirnar um tafir sem framkvæmdirnar valdi. Sjaldnar sé um að ræða kvartanir vegna of lítils öryggis í þágu vegfarenda. Morgunblaðið/Ásdís Götulýsing talin duga HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef- ur dæmt karlmann í 70 þúsund kr. sekt fyrir utanvegaakstur við Laug- arfell á Fljótsdalshéraði hinn 15. október í fyrra. Jafnframt var ákærði sviptur skot- vopna- og veiðileyfi í eitt ár fyrir til- raun til ólöglegra rjúpnaveiða í um- rætt sinn. Sagði snjóalög hafa villt um fyrir sér Ákærði viðurkenndi að hafa ekið upp í hlíðar Laugarfells til að halda þaðan til rjúpnaveiða en sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu langt hann ók út fyrir gamla vegslóð- ann vegna snjóalaga. Dómurinn taldi ljóst á grundvelli ljósmynda og athugunar á vettvangi að enginn vegur eða vegslóði hefði verið á þeirri 175 metra leið, sem ákærði var sakaður um að hafa ekið. Var hann að auki sakfelldur af ákæru fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða þar sem lög heimila ekki notkun vélknúinna farartækja til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum nema ekið sé á vegum eða merktum vegaslóðum. Með vélknúnum ökutækjum er ekki átt við vélsleða eða fjórhjól eða önnur torfærutæki. Sonurinn sýknaður Sonur ákærða sem var með í för var einnig ákærður fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða en var sýknaður vegna sönnunarskorts. Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri dæmdi málið. Verjandi var Hilmar Gunnlaugsson hdl. og sækjandi Helgi Jensson sýslumannsfulltrúi. Dæmdur fyrir utan- vegaakstur aða, fimm mánaða, 12 mánaða og 18 mánaða aldur. Kíghósti er bakteríusýking sem veldur slæmum og langvarandi hósta. Hann er hættulegur ef börn yngri en sex mánaða fá hann þar sem þau hafa þrengri öndunarveg en eldri börn, segir á vefsíðunni doktor.is. Kíghósti smitast með úðasmiti og er mjög smitandi. Ónæmi gegn sjúkdómnum fer minnkandi með árunum sem líða frá bólusetningu. Alvarleg tilfelli eru óalgeng hér á landi. BÓLUSETNING gegn kíghósta verður tekin upp við fjórtán ára aldur frá og með næstu áramótum. Með þessu er verið að viðhalda ónæmi gegn kíghósta í þjóðfélag- inu, minnka líkur á sýkingu hjá eldri einstaklingum og koma í veg fyrir smit hjá ungum börnum, segir í nýjasta hefti Farsóttarfrétta Landlæknisembættisins. Um síðustu áramót var bætt við bólusetningu gegn kíghósta við fimm ára aldur, en einnig er bólu- sett gegn sjúkdómnum við 3 mán- Unglingar bólusettir gegn kíghósta                                        !"    "                !          "    # ! "        Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður GÍSLI Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna og formaður Hafnasam- bands sveitarfélaga, segir að óvenju mörg spennandi mál liggi að þessu sinni fyrir þingi Hafnasambandsins, sem hófst í gær á Höfn í Hornafirði. Unnið sé að breytingum á hafnalögum og fjármál hafnanna séu stöðugt til skoðunar. „Fjárhagsstaða hafnanna er sum- staðar erfið og sumstaðar ágæt eins og gengur, og þó að umræðan beri oft keim af vandamálum, eru líka tæki- færi sem eru mjög spennandi fyrir hafnirnar,“ segir Gísli og nefnir stór- auknar ferðir skemmtiferðaskipa hingað til lands. „Hluti tekna af skemmtiferðaskipum fer stækkandi hjá mörgum höfnum og það er mjög mikilvægt fyrir bakland hafnanna því skemmtiferðaskipin skila verulegum virðisauka inn í samfélagið umfram hafnirnar.“ Svokölluð óreiðuskip eru vaxandi vandamál í höfnum landsins. Þetta eru hundruð skipa af ýmsum stærð- um og gerðum sem eru verulegt um- hverfisvandamál í höfnum. Þetta eru m.a. skip sem eru í hirðuleysi og van- skilum við hafnarstjórnirnar og jafn- vel skip sem enginn eigandi finnst að. Einnig er um að ræða skip sem ekki hafa haffærniskírteini og munu aldrei láta úr höfn, en eru þó ekki endilega í vanskilum. „Vandinn við að farga þessum skip- um er það stór að hann verður ekki settur yfir á hafnirnar og þar köllum við eftir aðstoð og úrlausn ríkisins um það hvernig eigi að standa að málun- um,“ segir Gísli. „Þetta er vaxandi vandamál og í dag eru úrræðin frem- ur fátækleg fyrir hafnirnar.“ Gagnrýnt hefur verið að rafmagn, sem útgerðum og skipaeigendum býðst að kaupa til að kynda og lýsa skip sín meðan þau liggja við bryggju, sé alltof dýrt. Ódýrara sé að keyra ljósavélar en að kaupa rafmagn úr landi. „Rafmagnið er einn af þessum mikilvægu þjónustuþáttum sem menn vilja að sé fyrir hendi í höfnunum. Raunin er hinsvegar sú að orkuverð hefur hækkað til hafnanna þannig að þrátt fyrir mjög hátt olíuverð er raf- magnið ekki nægjanlega álitlegur kostur fyrir notendur okkar. Þetta er auðvitað mjög óskynsamlegt, að við séum með umhverfisvæna orkugjafa í ríkum mæli en séum svo að nota olíu til að knýja ljósavélar skipanna í höfn- um landsins. Allar evrópskar áætlanir gera ráð fyrir að nýta rafmagn frekar en olíu og þarna finnst okkur vera tækifæri til að breyta," segir Gísli. Kostum sjóflutninga haldið á lofti Á hafnasambandsþingi er einnig fjallað um land- og sjóflutninga og for- svarsmenn hafnanna vilja halda kost- um sjóflutninga á lofti. „Ég er þeirrar skoðunar að ákveðin tegund þunga- flutninga sé skynsamleg á sjónum en svo eru annarskonar flutningar sem er eðlilegt að beina á vegina, það fer m.a. eftir tíðni ferða og afgreiðslu- tíma,“ segir Gísli og segist hafa trú á því að sjóflutningar muni að einhverju leyti verða teknir upp aftur. „Nú er það svo að öllum er heimilt að fara í strandflutninga á sjó en augljóslega væru menn í þeim flutningum ef þeir væru hagkvæmir,“ segir Gísli og bendir á að þeim spurningum sé ósvarað hvort afleiddur kostnaður við flutninga á vegum sé í réttu hlutfalli við m.a. slit á vegum og hvernig land- flutningarnir standi þá gagnvart sjó- flutningum. Óreiðuskip vax- andi vandamál í höfnum landsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.