Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁKVEÐIÐ verður á næst- unni hvort ráðist verður í frekari kannanir á hag- kvæmni þess að Íslendingar framleiði rafmagn fyrir Fær- eyinga og flytji það milli land- anna með sæstreng. Þetta kom fram í máli Sig- urð í Jákupsstovu, orkumála- stjóra Færeyja, á Orkuþingi á Grand hóteli í gær. Sigurð sagði Færeyinga treysta nær eingöngu á olíu til húshitunar og rafmagnsframleiðslu, en metnaður væri fyrir því að nýta frekar endurnýjanlega orkugjafa. Þess vegna hafi verið gerð forkönnun á lögleg- um, tæknilegum og efnahags- legum forsendum þess að flytja inn rafmagn frá Íslandi með sæstreng. „Innflutningur á rafmagni frá Íslandi gæti gert Færeyj- ar minna háðar olíu, og minnkað á sama tíma útblást- ur gróðurhúsalofttegunda frá eyjunum. Nú hefur forkönn- unin verið gerð, og byggt á því þurfum við nú að ákveða hvort ráðast á í frekari rann- sóknir,“ sagði Sigurð. Þetta eru ekki nýjar hug- myndir, en snemma á tíunda áratug síðustu aldar lét Landsvirkjun kanna mögu- leika þess að selja rafmagn með sæstreng til Skotlands, og rúmum áratug síðar var gerð hagkvæmniathugun á vegum Landsvirkjunar, Statoil og Statnett í Noregi á lagningu rafstrengs til Bret- lands, og sýndu Færeyingar því verkefni mikinn áhuga og vildu tengjast strengnum. brjann@mbl.is Kanna hagkvæmni þess að flytja rafmagn til Færeyja um sæstreng Morgunblaðið/Ásdís Fjórða orkuþingið sett Fjöldinn allur af sérfræðingum og áhugamönnum um orkumál var saman kominn á Orkuþingi í gær til að hlýða á fyrirlestra um allar hliðar orkumála. Er Grænlandsjökull heppilegur geymslustaður fyrir geislavirkan úrgang? Ættu íslensk fyrirtæki að huga að orkusparnaði? Eru jarð- varmavirkjanir í raun afturkræfari en vatnsaflsvirkjanir? Brjánn Jónasson brá sér á Orkuþing, sem sett var í gær, til að fá svör við þessum og mýmörgum öðrum spennandi spurningum um orkumál. HÆGT er að draga verulega úr orkunotkun í skrifstofufyr- irtækjum og stórmörkuðum með einföldum aðferðum. Þrýstingurinn á slíkar aðgerðir hefur ekki verið jafnmikill hér á landi og í lönd- um þar sem raf- orka er fengin með kolum, olíu eða jarðgasi, en nú eru blikur á lofti. „Við erum alin upp við að vera með nóg af orku í kring- um okkur, en það þýðir samt ekki að við getum ekki skoðað hvernig við getum farið vel með þær auðlindir sem við eig- um,“ segir Harpa Birgisdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Línuhönnun, sem flutti erindi um orkunýtingu á Orkuþingi í gær. Hún hefur undanfarið tekið þátt í verkefni sem ætlað er að kanna notkun á heitu og köldu vatni og raforku í með- alstórum fyrirtækjum hér á landi. Einnig er meiningin að þróa einfaldar leiðbeiningar til að draga úr notkun auðlind- að einbeita okkur að skrif- stofum og matvöruversl- unum,“ segir Harpa. Hún seg- ir að á skrifstofunum hafi mikil óþarfaorka farið í tæki sem lágu í dvala án þess að slökkt væri alveg á þeim. Dæmi um þetta eru sjónvörp og tölvu- skjáir sem ekki er slökkt á, prentarar, faxtæki o.fl. Í stórmörkuðunum sé hins vegar hægt að draga úr orku- notkun með því að minnka notkun á opnum frystum og kælum, og loka þeim í öllu falli meðan verslunin er lokuð. Einnig sé lýsingin oft mjög mikil, ekki bara meðan versl- unin er opin heldur líka eftir lokun, á meðan verslunin er þrifin og fyllt í hillurnar. Harpa segir að huga megi að orkunotkun þegar fyrirtæki og stórmarkaðir séu hönnuð, eða þegar endurskipulagning standi fyrir dyrum. Einfalt sé t.d. að hanna ljósabúnað þann- ig að ekki þurfi að lýsa upp heila hæð þótt einn starfs- maður sé að störfum að kvöldi til, að nota sparnaðarperur og flatskjái í stað túbuskjáa. Hún bendir á að mælingar sýni að fartölva noti einungis 16–25% af þeirri orku sem borðtölva með túbuskjá noti, þótt borð- tölvan sé vitanlega dýrari í innkaupum. anna, og þar með draga úr um- hverfisáhrifum og minnka rekstrarkostnað. Að verkefninu stendur, auk Línuhönnunar, verkfræðistofan Rafteikning, en verkefnið er styrkt af Ný- sköpunarsjóði námsmanna og Bónus, og er að mestu unnið af Ásdísi Helgadótt- ur, sem er í meistaranámi í Kaliforníuhá- skóla. Farið var inn í nokkur fyr- irtæki og stórmarkaði og mælt hver orkunotkunin var, t.d. af ljósanotkun, tölvum, kæliskáp- um og kaffivélum. „Þannig vorum við að reyna að gera okkur grein fyrir orkuþörf- inni, í hvað orkan fer, og hvernig má gera betur,“ segir Harpa. Gífurleg sóknarfæri „Rannsóknir frá Danmörku og víðar sýndu að það eru gíf- urleg sóknarfæri bæði á skrif- stofum og í matvöruversl- unum. Það á raunar við í fleiri fyrirtækjum, en við ákváðum Fyrirtæki geta dregið talsvert úr orkunotkun Harpa Birgisdóttir EFTIR mikla bjartsýni á hag- nýtingu kjarn- orku eftir seinni heimsstyrjöldina fór heldur að halla undan fæti í vinsældum þegar ógnin af kjarnorkustríði, og síðar slysin í Chernobyl og Three Mile Isl- and, drógu at- hyglina að því neikvæða við kjarnorkuna, segir Ágúst Val- fells kjarnorkuverkfræðingur, sem flutti erindi um kjarnorku á komandi tímum á Orkuþingi í gær. Hann segir áhuga á kjarnorku nú víða færast í aukana eftir að umræðan um olíuskort og gróðurhúsa- lofttegundir varð háværari. Ágúst segir að í dag megi segja að kjarnorkuverin fleyti rjómann ofan af orkunni sem finnst í úrani, og skilji eftir gríðarlega orku sem mætti vinna úr kjarnorkuúrgangi, sem í dag stendur til að urðað. Ef notuð væru kjarnorkuver sem beita tímgunaraðferð, sem endurvinnur úrgang og nýtir hann aftur og aftur til orkuframleiðslu, mætti ná 100 geislavirkur en úrgangur úr kjarnorkuverum í dag. Úr- gangur úr kjarnorkuverum í dag taki tugi þúsunda ára að verða skaðlaus, en til sam- anburðar taki það úrgang sem fæst eftir að tímgunaraðferð- inni hefur verið beitt aðeins um 1.000 ár að verða ekki hættu- legri en náttúrulegt úran. Úrgangi sökkt í jökulinn Ágúst hefur ákveðnar hug- myndir um hvað gera mætti við kjarnorkuúrganginn. Hann segir bestu aðferðina til að losna við efnin að sökkva þeim á botn Grænlandsjökuls. Hann bendir á að ísinn á botninum sé hundrað þúsunda ára gamall, úrgangurinn yrði með þessu móti langt frá mannabyggðum og óaðgengilegur til hryðju- verka eða vopnasmíði. Hugmynd hans gengur út á að úrgangurinn yrði steyptur inn í blýkúlur, sem síðan yrðu steyptar inn í þykkar kúlur úr ryðfríu stáli. Þar sem úrgang- urinn gefur frá sér hita þyrfti einfaldlega að leggja kúlurnar á jökulinn, og þá myndu þær sjálfar bræða sér leið niður á botn jökulsins á u.þ.b. 7 árum. Eftir 1.000 ár yrði geislahætt- an af efninu ekki meiri en af úr- angrýtinu sem finnist á Græn- landi hvort eð er. sinnum meiri orku úr úraninu en gert sé í dag. Ástæða þess að þetta er ekki gert er einföld. Það kostar meira þar sem í því felst endur- vinnsla á úrani sem í dag er flokkað sem kjarn- orkuúrgangur, segir Ágúst. Kostnaðurinn þýðir að fyr- irtæki sem reka kjarnorkuver hafa ekki áhuga á að þróast í þessa átt, enda yrði orkan úr slíkum orkuver- um á að giska tvöfalt eða þre- falt dýrari en í dag. Áhrif þess að taka upp þessa fullkomnari gerð af kjarnorkuverum yrðu gríð- arleg. Ágúst segir að þær birgðir af afgangs úrani sem séu til í dag í Bandaríkjunum einum myndu duga jafn lengi og öll olía sem enn finnast í jörðu í Mið-Austurlöndum, sé tímgunaraðferðinni beitt. Ágúst segir að eftir að búið er að ná allri þeirri orku sem fullkomin kjarnorkuver gætu náð úr úraninu standi eftir úr- gangur sem sé mun minna Kjarnorkuverin fleyta rjómann af úraninu Ágúst Valfells ÞEGAR rætt er um jarð- varmavirkjanir er viðkvæðið gjarnan að þær séu mun aft- urkræfari en vatnsaflsvirkj- anir. Þessu er Birgir Jónsson, dósent við verk- fræðideild Há- skóla Íslands, ekki sammála. Í erindi sem hann flutti á Orku- þingi í gær sagði hann minni mun en margir haldi á afturkræfni þessarra tegunda virkjana. „Menn segja gjarnan að jarðvarmavirkjanir séu alger- lega endurkræfar en vatns- aflsvirkjanir ekki. Mín nið- urstaða, eftir að hafa farið í gegnum málið, er að báðar þessar virkjunartegundir eru að lang mestu leyti aft- urkræfar,“ segir Birgir. Hann bendir á að séu jarð- varmavirkjanir settar upp á mosavöxnu hrauni, þó ekki annað en stöðvarhús eða borplan, þá geti það tekið mos- ann 30 – 50 ár að þekja svæðið á ný eftir að virkjunin er lögð af, og jafnvel þegar það sé orð- ið verði mosabreiðan trúlega aldrei eins og hún var áður en virkjunin kom til sögunnar. „Þetta er að mestu leyti aft- urkræft, en það verður aldrei al- veg eins. En það sama má segja um vatnsafls- virkjun, þar er tæknilega mögu- legt að tæma lón- in, og jafnvel fjarlægja stífluna ef hún er ekki þeim mun stærri. Þetta er verið að gera í Bandaríkj- unum við mörg hundruð stíflur á ári, yfirleitt gamlar og úrelt- ar stíflur. Lónstæðið verður á nokkrum áratugum, sér í lagi ef því er hjálpað, eins og venju- legt landslag, til dæmis á há- lendinu,“ segir Birgir. Gömul lónsstæði Hann bendir á að öll virkj- analón sem gerð hafi verið á hálendinu séu staðsett þar sem áður fyrr hafi verið lón. „Þegar þau ræsast fram hefur lands- lagið breyst, það sem bætist við eru óseyrarmyndanir úti í lóninu, það myndast mal- arhjallar. [...] Það er við- urkennt að þetta er landslags- form sem mönnum líkar vel við, og þegar á að fara að taka sum af þessum fornu lóns- stæðum og breyta þeim í virkj- unarlón þá upphefjast mót- mæli af því þetta sé svo fallegt land. Hálslón er fyrrum lón, og hjallarnir í því eru óseyr- armyndanir.“ Hann segir að þegar hugað sé að slíkri afturkræfni verði að hafa í huga að notandinn, hvort sem það sé álver eða eitthvað annað, sé e.t.v. ekki með starfsemi nema í nokkra áratugi. Að þeim liðnum þurfi að taka ákvörðun um hvort halda eigi áfram að framleiða rafmagn, t.d. vegna endurnýj- unar álversins, eða hvort leggja eigi virkjunina niður. Því sé ekki verið að taka valið af komandi kynslóðum með því að virkja. Birgir fjallaði einnig um um- hverfisáhrif af virkjunum, sér í lagi sjónræna mengun sem af þeim stafar. Hann segir sína niðurstöðu þá hvað sjónrænu mengunina varðar að meiri mengun sé frá jarðvarmavirkj- unum en vatnsaflsvirkjunum, í það minnsta eins og þær hafi verið hannaðar hingað til. „Þetta hefur verið hannað þannig að þetta eru mjög glæsileg og snyrtileg mann- virki, en þetta hefur verið mjög áberandi arkitektúr, að- allega í jarðhitanum. Í vatns- aflinu eru menn þó fyrir löngu farnir að reyna að fela helstu mannvirki, það er að segja koma þeim fyrir neðanjarðar. Þó hafa verið gerð mistök þar eins og annars staðar,“ segir Birgir. Ekki mikill munur á afturkræfni virkjana Birgir Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.