Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLAND, Bandaríkin, Kanada, ESB
og mörg fleiri ríki hafa lýst andstöðu
sinni við alþjóðlegt bann við botn-
vörpuveiðum á úthöfunum. Stór
hópur ríkja hefur lagt áherzlu á slíkt
bann. Íslenzk stjórnvöld hafa staðið
mjög ákveðið gegn vaxandi tilhneig-
ingu ýmissa ríkja og félagasamtaka
til að koma á yfirþjóðlegri stjórnun
fiskveiða í heiminum.
Í síðustu viku fór fram í New York
fyrri viðræðulota um fiskveiðiálykt-
un allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna og var þar m.a. fjallað um skað-
leg áhrif fiskveiða, þ.á m.
botnvörpuveiða, á viðkvæm vistkerfi
hafsins, svo sem kaldsjávarkóralla,
neðansjávartinda og hverastrýtur.
Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræð-
ingur í utanríkisráðuneytinu, var
fulltrúi Íslands í viðræðunum en auk
hans sat Kristján Þórarinsson,
stofnvistfræðingur LÍÚ, fundinn.
Tillögum um alþjóðlegt
bann hafnað 2004
Með ályktun um sama efni haustið
2004 samþykkti allsherjarþingið að
beina því til strandríkja að bæta
stjórn botnfiskveiða innan eigin
efnahagslögsögu og til svæðisbund-
inna fiskveiðistofnana að bæta
stjórn slíkra veiða á úthafinu, með
sérstöku tilliti til verndunar við-
kvæmra vistkerfa. Að því er varðar
svæði á úthafinu, sem ekki lúta
stjórn svæðastofnana, var samþykkt
að hvetja viðkomandi veiðiríki til að
koma slíkum stofnunum á fót og
bæta fram að því stjórn á botnfisk-
veiðum skipa er sigla undir fána
þeirra. Tillögum um alþjóðlegt bann
við botnvörpuveiðum á úthafinu var
hins vegar hafnað.
„Í viðræðunum
nú var farið yfir
aðgerðir ríkja og
svæðastofnana til
að hrinda þessari
samþykkt í fram-
kvæmd,“ segir
Tómas H. Heiðar.
„Aðilar voru sam-
mála um að ýmis-
legt hefði áunnizt
á undanförnum
tveimur árum, en greindi á um hvort
og með hvaða hætti rétt væri að
herða orðalag samþykktarinnar.
Þannig lýstu eftirtalin ríki sig hlynnt
alþjóðlegu banni við botnvörpuveið-
um á úthafinu, ýmist almennt eða á
þeim svæðum sem ekki lúta enn
stjórn svæðastofnana: Palá fyrir
hönd hóps Kyrrahafseyríkja, Nýja-
Sjáland, Ástralía, Noregur, Brasilía,
Tyrkland, Suður-Afríka, Egypta-
land, Úganda og Indland. Eftirfar-
andi lýstu sig hins vegar mótfallin
slíku banni: Ísland, Bandaríkin,
Rússland, Namibía, Japan, Kanada,
Suður-Kórea, Kína, ESB, Chile,
Argentína, Nígería og Úkraína.“
Standa gegn yfirþjóðlegri
stjórnun fiskveiða
Af Íslands hálfu var lögð áhersla á
að halda þeirri nálgun sem sam-
þykkt var fyrir tveimur árum og
hafna alfarið hvers konar hnattrænu
banni við botnvörpuveiðum á úthaf-
inu. Tómas segir íslensk stjórnvöld
hafa staðið mjög ákveðið gegn vax-
andi tilhneigingu ýmissa ríkja og fé-
lagasamtaka til að koma á yfirþjóð-
legri stjórnun fiskveiða í heiminum.
Litið sé á málið sem prinsippmál af
Íslands hálfu, en rétt sé að taka fram
að íslensk fiskiskip stundi ekki botn-
vörpuveiðar á úthafinu heldur ein-
ungis innan efnahagslögsögunnar.
Vert sé að hafa í huga í þessu sam-
bandi að ýmis félagasamtök hafi
kynnt skýrar áætlanir um að ná
fyrst fram banni við botnvörpuveið-
um á úthafinu en í framhaldi af því í
efnahagslögsögu strandríkja.
Hlutverk FAO
Af hálfu Íslands var því lýst yfir
að að svo miklu leyti sem frekari
hnattrænna aðgerða væri talin þörf
bæri að fela viðkomandi sérstofnun
Sameinuðu þjóðanna, Matvæla- og
landbúnaðarstofnuninni, FAO, það
hlutverk. Tómas segir að því til
stuðnings hafi verið vísað til þess að
um afar tæknilegt og flókið mál væri
að ræða. Ekki væri hægt að alhæfa
um skaðsemi einstakra veiðarfæra,
til dæmis botnvörpu, sem væru bæði
afar mismunandi að gerð og notuð
með ólíkum hætti og við ólíkar að-
stæður. Stórir hlutar hafsbotnsins,
einkum mjúkir sandbotnar, þörfnuð-
ust ekki sérstakrar verndar.
Ísland benti á að allsherjarþingið
gæti m.a. beint því til FAO að semja
tæknilegar leiðbeiningarreglur um
botnfiskveiðar á úthafinu og kalla
jafnframt til fundar þeirra ríkja sem
stunda slíkar veiðar. „Almennt var
vel tekið í hugmyndir Íslands um
aukið hlutverk FAO en sum ríki
vildu ganga mun lengra,“ segir Tóm-
as.
Seinni viðræðulotan um fiskveiði-
ályktun allsherjarþings SÞ mun fara
fram í nóvember og verður þá reynt
til þrautar að ná almennu samkomu-
lagi í þessu máli. Tómas segir ljóst
að ekki verði almennt samkomulag
um bann við botnvörpuveiðum á út-
hafinu, enda séu mörg af helztu fisk-
veiðiríkjum heims andsnúin slíku
banni.
Hann segir það til marks um póli-
tískt mikilvægi málsins að nokkrir
ráðherrar hafi heimsótt New York
meðan á viðræðunum stóð, meðal
annars sjávarútvegsráðherra Bret-
lands og einn af aðstoðarutanríkis-
ráðherrum Bandaríkjanna en þeir
hafi báðir átt fundi með fulltrúum
Íslands. „Brezki ráðherrann freist-
aði þess á einkafundum að afla
stuðnings við bann við botnvörpu-
veiðum á úthafinu en þess ber að
geta að það gengur þvert gegn af-
stöðu ESB og framkvæmdastjórn
sambandsins fer með málið í viðræð-
unum fyrir hönd allra aðildarríkja
þess, þar á meðal Bretlands,“ segir
Tómas.
Misskilningur
Hann segir að nokkurs misskiln-
ings hafi gætt í fjölmiðlum varðandi
afstöðu Bandaríkjanna í kjölfar yf-
irlýsinga frá Hvíta húsinu. „Banda-
ríkjaforseti lýsti því yfir að hann
vildi binda enda á skaðlegar fisk-
veiðar en fulltrúi Bandaríkjanna í
viðræðunum lagði áherzlu á að í því
fælist alls ekki að þau væru hlynnt
alþjóðlegu banni við botnvörpuveið-
um, enda væru þær ekki skaðlegar
nema við tilteknar aðstæður,“ segir
Tómas H. Heiðar.
Bandaríkjamenn andvígir alþjóð-
legu banni við botnvörpuveiðum
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Fiskveiðar Erlendir verksmiðjutogarar að veiðum á úthafinu, en deilt er
um veiðar í botntroll þar. Íslendingar nota ekki botnvörpu á úthöfunum.
Í HNOTSKURN
»Ísland, Bandaríkin, Rúss-land, Namibía, Japan,
Kanada, Suður-Kórea, Kína,
ESB, Chile, Argentína, Níg-
ería og Úkraína eru mótfallin
banni
»Palá fyrir hönd hópsKyrrahafseyríkja, Nýja-
Sjáland, Ástralía, Noregur,
Brasilía, Tyrkland, Suður-
Afríka, Egyptaland, Úganda
og Indland vilja bann
Tómas H. Heiðar
ÚR VERINU
NOKKUR hræðsla greip um sig
meðal íbúa á efri hæð fjölbýlishúss á
Kjalarnesi þegar þeim varð ljóst að
þeir gátu með engu móti komist út
úr húsinu eftir að eldur kviknaði í
stigagangi hússins í fyrrinótt. Íbúar
á neðri hæð vöknuðu við hróp og köll
og hlupu eftir stiga sem notaður var
til að bjarga fólkinu af svölum.
Þorbjörg Íris Arnardóttir býr á 1.
hæð og hún vaknaði skömmu eftir
klukkan tvö við köll og hróp frá öðr-
um íbúum í húsinu. „Ég dreif mig í
föt og ætlaði að fara út um aðaldyrn-
ar en þá var eldur þar fyrir framan
en stigagangurinn er rétt við íbúðina
mína. Þannig að ég fór út garðmegin
og þá sá ég að allt fólkið á efri hæð-
inni var komið út á svalir. Ég fór
ásamt annarri manneskju að húsi
þar sem okkur var bent á að við gæt-
um fengið stiga. Þar bönkuðum við
upp á og fengum stiga lánaðan til að
redda þeim niður sem komust ekki
út,“ sagði hún. Eigandi stigans áttaði
sig líklega ekki strax á því hvað um
var að vera og áður en hann lét stig-
ann af hendi bað hann um nöfn Þor-
bjargar og hins íbúans og tók af þeim
loforð um að skila stiganum aftur.
Það var og gert og var þá auðsótt
mál að fá stigann lánaðan.
Umfangsmikið útkall
Átta íbúðir eru í húsinu og taldi
Þorbjörg að töluverður reykur hafi
farið inn í tvær íbúðir á efri hæð. Að-
spurð sagði hún að þó að íbúar á efri
hæð hafi væntanlega verið skelkaðir
hafi ekki gripið um sig nein ofsa-
hræðsla. Engan þurfti að flytja á
slysadeild vegna brunans.
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
barst tilkynning um eldinn klukkan
2:26 og var þá sagt að fólk kæmist
ekki út úr húsinu. „Þetta leit illa út
og við settum mikið trukk í þetta
þegar í stað. Við héldum að þarna
yrði um lífbjarganir að ræða og
verkefnið yrði erfitt en fljótlega kom
í ljós að þetta var umfangsminna en
okkur sýndist í fyrstu,“ sagði Ólafur
Ingi Grettisson, varðstjóri hjá
slökkviliðinu. Mikið lið var umsvifa-
laust sent af stað, þ.á.m. fjórir dælu-
bílar og fimm sjúkrabílar auk þess
sem slökkvilið á Kjalarnesi var ræst
út. Slökkviliðsmenn á frívakt voru
síðan kallaðir út til að fylla skarð
þeirra sem voru sendir á vettvang.
Sjálfboðaliðarnir í slökkviliðinu á
Kjalarnesi komu á staðinn í sömu
mund og kollegar þeirra frá öðrum
stöðvum í Reykjavík, eða um 13 mín-
útum eftir útkall. Þá var orðið ljóst
að eldurinn logaði utanhúss, í utaná-
liggjandi stigagangi og var mestur í
þakskeggi. Var hluta af liðinu þá
þegar snúið við. Íbúðirnar voru
reykræstar en reykjarlyktin var þó
enn það mikil að íbúar á 2. hæð töldu
vísast að gista annars staðar.
Fengu lánaðan stiga til að bjarga
íbúum af svölum á efri hæð
Morgunblaðið/Júlíus
Kolað Eldurinn var bundinn við stigahús og þakskegg og komst aldrei inn í
íbúðirnar. Stigagangurinn fylltist af reyk og algjörlega ófær af þeim sökum.
ÞORGEIR J. Andrésson, skrif-
stofustjóri Landsnets hf., telur lík-
legt að möguleiki á að leggja há-
spennulínur frá nýjum virkjunum á
Hellisheiði í tengivirki við Kolvið-
arhól verði kannaður líkt og aðrir
kostir.
Í drögum að matsáætlun Lands-
nets vegna lagningar nýrra há-
spennulína frá fyrirhuguðum virkj-
unum á Ölkelduhálssvæðinu og
Hverahlíð að Kolviðarhóli er ein-
göngu gert ráð fyrir loftlínum.
Athugasemdir Orkuveitu
Orkuveita Reykjavíkur gerði at-
hugasemdir við þetta og vildi að sá
valkostur að leggja línurnar í jörðu
yrði metinn til jafns við aðra.
Þorgeir sagði að tilgangurinn
með því að kynna drög að mats-
áætlun væri einmitt að gefa ein-
staklingum og fyrirtækjum kost á
að gera athugasemdir og hann gerði
raunar ráð fyrir að fleiri en OR
myndu leggja til að kannaður yrði
möguleiki á jarðlínum.
Kanna
væntanlega
möguleika
á jarðlínum
H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a