Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 8 4 2 MEST                   !!"#       $"%&' (!!)(      *   + , ')        ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur veitt samruna Exista og VÍS blessun sína, en Exista ehf. keypti í sumar ríf- lega 80% hlut í VÍS og á eftir kaupin um 99,93% hlut í félaginu. Sam- keppniseftirlitið hefur skoðað kaup- in og segir í ákvörðun þess að athug- un bendi ekki til þess að samlegðaráhrif samrunans skapi að- gangshindranir að viðkomandi mörk- uðum né að samkeppnisstaða keppinauta skaðist við samrunann, enda hafa fyrirtækin tvö ekki keppt á sömu mörkuðum. Samruni Exista og VÍS heimilaður ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði um 0,65% í við- skiptum gærdagsins og var gildi hennar 6468,62 við lokun markaða. Velta með hlutabréf nam um 4 millj- örðum króna, en velta með skulda- bréf nam um 26 milljörðum. Avion group hækkaði um 1,62%, en FL Group lækkaði um 1,3%. Úrvalsvísitalan niður um 0,65% „VIÐ fögnum sjötíu ára afmæli Ice- landair á næsta ári og ætlum að halda upp á það með því að bjóða við- skiptavinum okkar upp á lang- stærstu flugáætlun í sögu félagsins,“ sagði Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti flugáætlun Ice- landair fyrir næsta ár. Félagið mun auka framboð sitt um 17% á næsta ári, en aðeins ein vél mun bætast við þær tólf vélar sem hafa haldið uppi flugáætlun félagsins nú í ár. Þá verða ýmsar nýjungar í leiðakerfi innleiddar í vor. Helsta ný- breytnin verður morgunflug til Bandaríkjanna og flug frá Kaup- mannahöfn, Osló og Stokkhólmi klukkan átta að morgni til Íslands. „Spennandi nýjung“ Flogið verður klukkan tíu að morgni til Bandaríkjanna alla daga vikunnar, þ.e. fjórum sinnum til Boston og þrisvar til New York. Flogið verður að morgni alla daga vikunnar frá Kaupmannahöfn, en þrisvar í viku frá Stokkhólmi og fjór- um sinnum frá Osló. Hingað til hefur leiðakerfi Icelandair byggst á morg- unflugi til Evrópu. Vélarnar koma aftur til Íslands síðdegis sama dag og halda þá vestur yfir haf. „Nú ætlum við líka að bjóða upp á hina leiðina, þ.e. fara frá Evrópu að morgni, áfram til Bandaríkjanna að morgni, koma frá Bandaríkjunum um miðnætti og halda áfram að næt- urlagi til Evrópu,“ sagði Jón Karl og bætti við að um væri að ræða spenn- andi nýjung fyrir viðskiptavini fé- lagsins hér heima sem í Evrópu og Bandaríkjunum. Ekki í samræmi við væntingar Icelandair mun hefja flug til Berg- en í Noregi, Gautaborgar í Svíþjóð og Halifax í Kanada. Tvær ferðir bætast við ferðir félagsins til fjög- urra höfuðborga Norðurlandanna, en alls mun Icelandair fljúga að með- altali tíu sinnum á dag frá Íslandi til hinna Norðurlandaþjóðanna á næsta sumri. „Með fluginu til Gautaborgar erum við í aðra röndina að festa Ice- landair í sessi sem einn helsta val- kost fyrir Norðurlandabúa á leið til Bandaríkjanna,“ sagði Jón Karl. Flogið verður þrisvar í viku til Halifax næsta sumar og segir Jón Karl að breytt viðhorf kanadískra stjórnvalda til takmarkana á flug- heimildum hafi gert félaginu kleift að halda áfram uppbyggingu þar í landi. Þá fyrirhugar Icelandair að fjölga ferðum til Parísar, Frankfurt, Berl- ínar, Amsterdam og Helsinki frá í sumar, en alls flýgur Icelandair til 25 áfangastaða í Evrópu og Bandaríkj- unum. Hins vegar verður ekki flogið til San Francisco á næsta sumri, eins og tvö undanfarin sumur. Að sögn Jóns Karls var afkoman af flugleið- inni ekki í samræmi við væntingar. Ferðum Icelandair verður fjölgað um 17% í vor Morgunblaðið/Eyþór Fjölga ferðamönnum Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sagði að áhersla yrði lögð á að fjölga enn frekar ferðamönnum til landsins.  Bjóða upp á morgunflug til Bandaríkjanna Í HNOTSKURN » Þrír nýir áfangastaðireru í nýju leiðakerfi Ice- landair fyrir næsta ár; Gautaborg og Bergen í Nor- egi og Halifax í Kanada. » Icelandair heldur ánæsta ári upp á sjötíu ára afmæli félagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.