Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NEÐRI deild franska þingsins sam- þykkti í gær lagafrumvarp sem kveð- ur á um að það teljist glæpur að neita því að fjöldamorð á Armenum í Tyrk- landi í fyrri heimsstyrjöldinni jafn- gildi þjóðarmorði. Samþykkt frum- varpsins hefur vakið mikla reiði í Tyrklandi og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti því strax yfir að ef öldungadeild franska þings- ins samþykkti frumvarpið einnig, og það gengi í gildi sem lög, myndi það skaða tilraunir til að græða sárin milli Tyrkja og Armena. Franska þingið hefur þegar skil- greint drápin á 1,5 milljónum Armena á árunum 1915–1919 sem þjóðar- morð; frumvarpið sem neðri deild þingsins samþykkti í gær myndi þýða að þeir sem afneituðu þessu ættu yfir höfði sér eins árs fangelsisdóm og sekt upp á allt að 40 millj. ísl. kr. Það voru sósíalistar á þingi sem lögðu frumvarpið fram en þeir eru í stjórnarandstöðu í Frakklandi. Var það samþykkt með 106 atkvæðum gegn 19. Öldungadeildin verður að samþykkja það einnig til að það geti orðið að lögum og síðan þarf Jacques Chirac Frakklandsforseti að stað- festa það. Franska stjórnin er þó ekki hrifin af frumvarpinu og Catherine Colonna, ráðherra Evrópumála, sagði m.a. í gær að það væri ekki hlutverk löggjafans að endurrita söguna. Sama frumvarp var ekki tekið til afgreiðslu í vor, m.a. vegna þrýstings frá stjórnvöldum í Tyrklandi. Flokk- ur Chiracs tók ekki þátt í atkvæða- greiðslunni í gær og Chirac hefur sagt frumvarpið hafa litla lagalega þýðingu. Hann hefur þó hvatt Tyrki til að viðurkenna, að þjóðarmorð hefði verið framið vildu þeir fá inni í ESB. Atkvæðagreiðslan í franska þinginu var efst á baugi í tyrkneskum fjölmiðlum í gær en frá því var m.a. greint að þúsundir Tyrkja hefðu svar- ið þess heit að fara til Frakklands, ef frumvarp þetta yrði leitt í lög, og af- neita þjóðarmorðinu í því skyni að verða handteknir. Tyrkir ósáttir við framgöngu Frakka Reuters Ævareiðir Stór hópur fólks kom saman við sendiráð Frakklands í Ankara í gær og mótmælti þar samþykkt neðri deildar franska þingsins. Í HNOTSKURN » Armensk stjórnvöld sakaTyrki um fjöldamorð á Ar- menum í fyrri heimsstyrjöld, en þá voru þeir þegnar Ottóm- anaveldisins. Tyrknesk stjórn- völd segja hins vegar að Ar- menar hafi fallið í umróti sem varð við hrun Ottómanaveldis. » Frumvarpið franska gerirráð fyrir að menn geti ver- ið dæmdir í eins árs fangelsi og til sektar afneiti þeir þjóð- armorðinu á Armenum. Havana. AFP. | Elsti maður Kúbu, Benito Martinez Abogan, lést á miðvikudag en hann var 126 ára að aldri. Hann fæddist raunar á Haítí en flutti til Kúbu fyrir 81 ári og náði ekki að uppfylla þann draum sinn að snúa aftur til Haítí fyrir dauðann. Martinez er sagður hafa verið við góða heilsu þegar hann veiktist af lungnabólgu í síðustu viku, hafði ágæta heyrn og sjón. Hann fæddist í Cavaillon á Haítí 19. júní 1880 en flutti til Kúbu 1925. Hann starfaði við sykur- og kaffiframleiðslu en einnig við vegagerð. Hann bjó ætíð í sveit, borðaði mikið af ávöxtum og reykti aldrei. Hann drakk hins vegar kaffi alla tíð og fékk sér stundum romm. Sjálfur sagði Martinez, að- spurður um leyndarmálið á bakvið langlífið, að hann hefði lagt áherslu á að láta sér „lynda vel við alla“. Elsti maður Kúbu látinn Benito Martinez Abogan VÍETNAMSKUR fiskimaður geispar eftir erfiðan vinnudag í körfulaga báti sínum, sem Víetnamar kalla Thuyen Thung, í fiskiþorpinu Danang. Þorpsbúar nota körfubátana, sem kosta um 4.200 ísl. krónur, til að komast á milli staða og til að kaupa og ferja fisk, rækjur og smokkfisk úr stærri fiskibátum. AP Þreytan segir til sín London. AP, AFP. | Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að vistun meintra hryðjuverka- manna í fangabúðum í Guantanamo á Kúbu væri óviðunandi og hefði þar að auki þveröfug áhrif, búðirnar æstu marga til reiði sem væri ekki til þess fallið að draga úr hættunni á hryðjuverkum. Beckett sagði að það væri „óvið- unandi“ þegar mannréttindi væru höfð í huga að vista hundruð manna án þess að leiða þá fyrir dómara. Beckett var að kynna ársskýrslu breskra stjórnvalda um ástand mannréttindamála víðs vegar um heim en í skýrslunni er þess krafist að Guantanamo verði lokað. Tony Blair forsætisráðherra sagði nýverið að búðirnar væru „frávik“ sem hlyti að þurfa að loka fyrr en síðar. Mann- réttindasamtök hafa þó sakað hann um hræsni, enda hafi breska stjórnin verið meðsek í rekstri leynilegra fangelsa bandarísku leyniþjónust- unnar (CIA) sem George W. Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi í september að hefðu verið starfrækt. Sextán Afganar komnir heim Um 450 menn eru enn í Guant- anamo og hefur enginn þeirra verið dæmdur fyrir nein brot, jafnvel þó að meira en fjögur ár séu í sumum tilfellum liðin síðan menn voru fluttir þangað. Sextán Afganar og einn Ír- ani sem vistaðir hafa verið í Guant- anamo komu á hinn bóginn til síns heima í gær, eftir að hafa verið sleppt úr prísundinni. Afganarnir sextán héldu frétta- mannafund í Kabúl í gær ásamt Sibghatullah Mejadedi, yfirmanni sáttanefndar afgönsku stjórnvald- anna, en hann hefur verið föngum í Guantanamo og Bagram-fangelsinu, sem Bandaríkjamenn reka norður af Kabúl, innan handar. Mejadedi sagði nokkra mannanna hafa dvalið í Gu- antanamo í fjögur ár, „flestir“ væru hins vegar saklausir og að þeir hefðu á sínum tíma verið framseldir í hend- ur Bandaríkjaher af öðrum Afgönum sem áttu þeim skuld að gjalda. Krefst lokunar Guantanamo Reuters Heima í Kabúl Afganarnir sem sleppt var eru frelsinu fegnir. Breski utanríkisráðherrann segir rekstur fangabúðanna óviðunandi Kaupmannahöfn. AFP. | Danski þjóð- arflokkurinn birti í gær teiknimynd af Múhameð á vefsíðu sinni en fyrir nokkrum dögum olli myndband af ungliðum í flokknum, sem voru að hæðast að spámanninum, miklum úlfaþyt í íslömskum löndum. Myndin birtist raunar í fréttabréfi flokksins í maí sl. og var þá tekin úr þýskri bók um Múhameð, sem út kom fyrir tveimur árum. Sýnir hún spámanninn aldurhniginn halla sér yfir eina eiginkvenna sinna, hina níu ára gömlu Aischa, og heldur hún á barni. Undir myndinni stendur: „Þegar spámaður elskar …“ Søren Søndergaard, talsmaður Danska þjóðarflokksins, segir að myndin hafi ekki verið sett á netið í ögrunarskyni. „Við höfum okkar skoðanir og við búum við tjáningarfrelsi. Þyrðum við ekki að birta myndina, værum við farin að beita okkur sjálf ritskoðun,“ sagði Søndergaard. Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins, neitar að biðjast af- sökunar á skopinu og segir, að málið sé allt ein allsherjarmóðursýki. Skopast að Múhameð Í NÝRRI skýrslu framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþingi samtak- anna á miðvikudag kemur fram, að ofbeldi gegn börnum sé oft hulið, það geti birst í kynferðislegum refs- ingum, vinnuþrælkun, nauðgunum, vanrækslu, pyntingum, misnotkun, skaðlegum hefðum, mismunun og svokölluðum heiðursmorðum. „Besta leiðin til að sporna við of- beldi gegn börnum er að stöðva það áður en það gerist,“ sagði Paulo Ser- gio Pinheiro, aðalhöfundur skýrsl- unnar, en árið 2001 óskaði allsherj- arþingið eftir slíkri rannsókn. Skýrslan dregur upp dökka mynd af aðbúnaði barna víða um heim. Þar kemur fram, að Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin (WHO) hafi áætlað að árið 2002 hafi 53.000 börn á aldurs- skeiðinu fram til 17 ára verið myrt í heiminum. Jafnframt segir þar, að Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) áætli að 5,7 milljónir barna hafi verið þvinguð til vinnu árið 2000, sama ár og 1,8 milljónir barna hafi verið þvingaðar til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum og 1,2 milljónir hafi orðið fórnarlömb mansals. Alþjóðasamtökin Save the Child- ren, sem starfa á Íslandi undir merkjum Barnaheilla, fagna skýrsl- unni, sem þau segja fyrstu heild- stæðu greininguna á ofbeldi gegn börnum um allan heim. Fyrsta heildstæða greiningin á ofbeldi gagnvart börnum Washington. AFP. | Bandarískir náms- menn sem sitja sveittir yfir strembn- um stærðfræðidæmum eða snúnum málfræðiþrautum sækja í síauknum mæli aðstoð við heimnámið til Ind- lands. Þannig fjölgar sífellt þeim að- stoðarkennurum syðra, sem hafa at- vinnu af því að veita námsmönnum aðstoð við námið í gegnum Netið. Fyrirtækið TutorVista í hátækni- borginni Bangalore hóf rekstur slíkrar þjónustu í nóvember, en það býður upp á ótakmarkaða stuðnings- kennslu fyrir hundrað Bandaríkja- dali á mánuði, rétt tæpar 6.900 ís- lenskar krónur, í ólíkum greinum á borð við eðlisfræði og sögu. Líkt og svo mörg önnur þjónusta sem Indverjar bjóða upp á kostar kennslan aðeins brotabrot af sam- bærilegri þjónustu vestanhafs og telja talsmenn TutorVista sig bjóða upp á ódýra en góða menntun. „Það er mótsögn að Bandaríkin skuli eiga slíkan fjölda nóbelsverð- launahafa […] þrátt fyrir að kreppa sé í skólakerfi landsins,“ sagði Kris- hnan Ganesh, stofnandi TutorVista. Indverjar hjálpa til við heimanámið vestanhafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.