Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 19
ERLENT
Höfuðborg Slóveníu
LJUBLJANA
Verð frá
59.740
á mann í tvíbýli í 3 nætur
Gullfalleg, vinaleg og hlý!
Ljubljana sameinar töfra
liðinna alda og nútímann.
Í Ljubljana fáum við á
tilfinninguna að við séum
í litlu fjallaþorpi og samt erum
við í kraftmikilli menningarborg
þar sem bíður okkar fjöldi
kaffihúsa, veitingastaðir,
verslanir, leikhús og óperuhús.
Úrvals gisting
Frábærar skoðunarferðir
– Gönguferð um gamla bæinn
– Náttúruperlan Bled-dalur
– Dropasteinshellarnir og
Predjama-kastalinnÍSLE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
U
RV
3
45
20
10
/2
00
6
Sími 585 4000
www.urvalutsyn.is
Helgarferðir til Ljubljana
19. okt og 2. nóv.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
EKKI er enn fyllilega ljóst hvort
Norður-Kóreumenn sprengdu í
raun og veru kjarnahleðslu síðast-
liðinn mánudag en getgátur eru um,
að annaðhvort hafi sprengingin mis-
tekist að mestu eða verið blekking,
að um annað og venjulegra sprengi-
efni hafi verið að ræða. Hvað sem
um það er, var sprengingin mikil
ögrun, sem líklega átti að sýna
hvers stjórnvöld í N-Kóreu væru
megnug. Margir líta hins vegar svo
á, að hún hafi verið örþrifaráð ríkis,
sem komið sé að fótum fram. Það er
einmitt mesta martröð Kínverja,
sem óttast hernaðarlega og stjórn-
málalega upplausn í N-Kóreu.
„Kínverjar leggja ofuráherslu á
frið og stöðugleika í grannríkjunum
til að þeir fái sjálfir frið við upp-
bygginguna innanlands og þá hryllir
við tilhugsuninni um einhvers konar
Írak, Afganistan eða Kosovo við
norðausturlandamærin,“ segir Alex-
andre Y. Mansourov, sérfræðingur í
kóreskum málefnum á Hawaii. Seg-
ir hann, að vegna þessa hafi Kín-
verjar reynt að rækta sambandið
við Kim Jong-Il, leiðtoga N-Kóreu,
og hirðina í kringum hann.
„Ímyndum okkur, að einhver
stjórnlaus herforingi í Pyongyang
komist yfir kjarnorkuhnappinn og
landið sjálft skiptist upp í héruð,
sem berjist sín á milli um yfirráðin.
Þetta er martröðin, sem Kínverjar
og fleiri hafa áhyggjur af,“ segir
Mansourov. Segir hann, að Kínverj-
ar hafi í sjálfu sér minnstar áhyggj-
ur af straumi flóttamanna, nokkur
hundruð þúsund N-Kóreumanna
myndu ekki skipta sköpum í kín-
verska mannhafinu, heldur af ólg-
unni og hugsanlegum afskiptum
annarra ríkja af ástandinu, einkum
Bandaríkjanna. Raunar hefur dreg-
ið úr þeim áhyggjum þeirra. Banda-
ríkjamenn hafa verið að fækka í
herliði sínu í Suður-Kóreu og þeir
eru með fangið fullt þar sem Írak
er.
Ron Huisken, fræðimaður við
áströlsku rannsóknamiðstöðina í
her- og varnarmálum, segir, að
stefna Kínverja sé augljóslega sú að
reyna að fá n-kóresk yfirvöld til að
slaka á klónni og beita sér fyrir ein-
hverjum umbótum. Lokamarkmiðið
sé hins vegar, að N-Kórea verði eft-
ir 10 eða 20 ár formlega á áhrifa-
svæði Kína. Þá myndi draga mikið
úr líkum á afskiptum annarra ríkja
af N-Kóreu, Bandaríkjanna og
hugsanlega Japans.
Minna en eitt kílótonn?
Eins og fyrr segir leikur nokkur
vafi á um sprenginguna í N-Kóreu.
Rússar segjast vissir um, að um
kjarnasprengingu hafi verið að
ræða, áætla styrk hennar á bilinu
fimm til 15 kílótonn, en S-Kóreu-
menn, Frakkar og Bandaríkjamenn
segja, að hún hafi mælst minni en
eitt kílótonn. Til samanburðar má
nefna, að sprengjan, sem varpað var
á Hiroshima, var 12,5 kílótonn.
S-Kóreumenn telja, að styrkurinn
hafi samsvarað um 550 tonnum af
TNT en á það er bent, að það sé erf-
itt að sprengja svo mikið magn af
venjulegu sprengiefni neðanjarðar.
Vegna þess álíta margir vísinda-
menn, að sprengingin hafi mistekist
að mestu.
Flestar kjarnasprengjur af fyrstu
kynslóð eru á bilinu 10 til 20 kíló-
tonn og einfaldlega vegna þess, að
auðveldast er að smíða þær.
Kínverjar hafa lítið sem ekkert
tjáð sig um kjarnorkutilraun N-
Kóreumanna en í Bandaríkjunum,
Japan, S-Kóreu og víðar er verið að
safna upplýsingum svo unnt verði
að skera úr um eðli sprengingarinn-
ar. Getur það tekið nokkrar vikur
og raunar er hugsanlegt, að aldrei
fáist neinn botn í það.
Getur ekki brauðfætt sig
N-Kórea er lokaðasta land í heimi
og erfitt er að fá sannar fregnir af
ástandinu þar. Vitað er þó, að þar
hefur ríkt hungursneyð árum saman
og líklegt er talið, að nokkur hundr-
uð þúsunda manna hafi látist af
hennar völdum.
Ástandið er verst á landsbyggð-
inni þar sem rafmagn og vatn eru af
skornum skammti. Bílaeign er
óþekkt meðal almennings og svo
virðist sem heilbrigðiskerfið, sem
stjórnvöld hreyktu sér áður af, sé að
hruni komið. Raunar er efnahags-
lífið allt í rúst og þjóðin getur ekki
brauðfætt sjálfa sig.
Gildandi refsiaðgerðir hafa haft
sín áhrif og nú hafa Japanir, sem
keypt hafa mikið af fiski og vefn-
aðarvöru frá N-Kóreu, klippt á þau
viðskipti.
Eins og nú er komið eru N-Kór-
eumenn algjörlega upp á Kínverja
komnir en þeir sjá þeim fyrir mat-
vælum og olíu og kaupa af þeim
málm og annan varning.
Reuters
Gleði og gaman Þeir, sem koma til N-Kóreu, sjá yfirleitt ekki annað en Pyongyang, höfuðborgina, en þar er mikið
um litríkar uppákomur til heiðurs leiðtoganum, hernum eða flokknum. Annars staðar í landinu hafa hundruð þús-
unda manna fallið úr hungri. Myndin var tekin sl. þriðjudag er fagnað var 61 árs afmæli kommúnistaflokksins.
Kínverjar óttast
hrun í N-Kóreu
Stjórnin í Peking sögð stefna að því leynt og ljóst að landið
verði formlega talið vera á áhrifasvæði hennar
ALLS hafa nú fjórir ráðherrar í
nýrri stjórn borgaraflokkanna í Sví-
þjóð verið sakaðir um að hafa farið á
svig við lögin. Ekki er kannski um
mjög alvarleg brot að ræða en málið
er samt mjög vandræðalegt fyrir
Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra.
Málið byrjaði með upplýsingum
um að Cecilia Stegö Chilo menning-
armálaráðherra hefði ekki gefið upp
laun til barnfóstra sinna og að auki
ekki borgað afnotagjald af sjónvarpi
frá því fyrir árið 1990. Sem menning-
arráðherra er Chilo yfirmaður rík-
isfjölmiðlanna og vilja margir, að
hún segi af sér. Það verður þó líklega
ekki því að Reinfeldt vill gefa henni
„annað tækifæri“.
Maria Borelius viðskiptaráðherra
hefur einnig orðið uppvís að því að
hafa ekki greitt afnotagjöldin og líka
Tobias Billström, sem fer með mál-
efni flóttamanna.
Sænskir fjölmiðlar hafa nú upp-
lýst að fjórði ráðherrann, Andreas
Carlgren, sem fer með umhverfis-
mál, hafi haft næstum 1,3 milljónir
íslenskra króna út úr ríkinu eða
skattgreiðendum. Sat hann á þingi á
síðasta áratug en missti þingsætið
1998. Þeir, sem orðnir eru 65 ára og
hætta á þingi eftir minnst þrjú ár, fá
launatryggingu í eitt ár en fari þeir í
annað starf á árinu, dragast launin
fyrir það frá styrknum. Carlgren
fékk í hálft ár launatrygginguna og
laun fá Vin & Sprit án þess að greina
á milli þeirra í framtali. Sænska rík-
isútvarpið tilkynnti í gær að nú í dag
yrðu Chilo, Borelius og Billström
kærð fyrir að hafa svikist um
greiðslu afnotagjaldanna.
Ráðherrar sakaðir um lögbrot