Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 20
fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS STÓRTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER KL. 17.00 Tónleikakynning Vinafélagsins í Sunnusal Hótels Sögu. Árni Heimir Ingólfsson kynnir efnisskrá tónleikanna. Dagskráin hefst kl. 16. Aðgangseyrir er 1.200 kr. Boðið verður upp á veitingar. tónleikakynning vinafélagsins „Ævi Jóns var svipuð verkum hans, full af dramatík og stórum tilfinningum. Engar málamiðlanir.“ HILMAR ODDSSON, KVIKMYNDALEIKSTJÓRI sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn hermanns bäumer schola cantorum undir stjórn harðar áskelssonar Einsöngvarar gunnar guðbjörnsson bjarni thor kristinsson jón leifs: edda 1 – sköpun heimsins Norrænir músikdagar á Íslandi 5.–14. október 2006 www.nordicmusicdays.is 20 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÁRIÐ 2003 voru 100 ár liðin frá því að Jón Pálsson hóf að safna þjóðfræðaefni með hljóð- ritunum á vaxhólka. Í tilefni af því aldarafmæli var sett upp sýning haustið 2004 undir yf- irskriftinni: Frá vaxhólkum til geisladiska. Við undirbúning afmælisins kom fram hugmynd um að setja síðar upp framhaldssýningu í smækkaðri mynd á þeim stöðum þar sem Ríkisútvarpið rekur svæðisútvarpsstöðvar. Fyrsta tilraun af því tagi er hljóðritasýning, sett upp í Amtsbókasafninu á Akureyri. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17. Afmælissýning Frá vaxhólkum til geisladiska OPNI leshringurinn Verk mánaðarins heldur áfram í október á Gljúfrasteini og verður skáldsagan Brekku- kotsannáll tekin fyrir að þessu sinni. Brekkukotsannáll kom út árið 1957 og var því fyrsta skáldsagan sem Hall- dór Laxness sendi frá sér eft- ir að hann hlaut Nób- elsverðlaunin árið 1955. Sem fyrr verður spjallað um verkið í stofunni á Gljúfrasteini und- ir lok mánaðarins. Sunnudaginn 29. október mun Pétur Gunnarsson rithöfundur ræða við gesti undir yfirskriftinni „Brekkukotsannáll: lognið á eftir storminum?“ Leshringur Brekkukotsannáll á Gljúfrasteini FORTÍÐ, nútíð og framtíð er yfirskriftin á pallborðs- umræðum um Norrænt menn- ingarsamstarf á sviði tónlistar sem fara fram í dag í tengslum við Norræna músíkdaga. Í panelnum munu sitja nokkrir norrænir sérfræðingar á ýmsum sviðum. Fulltrúar Ís- lands verða dr. Ágúst Ein- arsson prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ og Ragnheiður Þórarinsdóttir fulltrúi Mennta- málaráðuneytisins. Fundarstjóri pallborðsins verður Jonas Forssel tónskáld frá Svíþjóð. Umræðan hefst kl. 14:00 og fer fram í Norræna húsinu. Pallborðsumræður Norrænt menning- arsamstarf rætt Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Í VIÐTALS- og tónlistarþættinum Tíu fingur, sem sýndur var hjá Sjón- varpinu síðastliðinn sunnudag, lét Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari þau orð falla að í söfnun fyrir fiðlu handa henni, sem hrundið var af stað meðal þjóðarinnar í byrjun tíuna áratug- arins, hafi einungis safnast lítið brot af kaupverði hljóðfærisins. Að sögn forsvarsmanns söfnunarinnar nam söfnunarféð hins vegar um 90% af verðgildi fiðlunnar. Orðrétt sagði Sigrún í viðtalinu: „Það halda svo margir að þjóðin hafi gefið mér fiðlu. En það er ekki þann- ig. Það safnaðist bara 1/9 af fiðlunni í söfnuninni.“ Sigrún upplýsti svo í kjölfarið að fiðlan hefði kostað níu milljónir. Af máli hennar var því að skilja að alls hefði safnast ein milljón króna til fiðlukaupanna. Um átta milljónir söfnuðust Árni Tómas Ragnarsson, sem sat í stjórn Fiðlusjóðs Sigrúnar, sem hafði umsjón með söfnuninni á sínum tíma, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir m.a.: „Til að fyrirbyggja mis- skilning er rétt að árétta að alls söfn- uðust rúmar 8 milljónir króna meðal almennings, fyrirtækja, samtaka og bæjarfélaga og nam sú upphæð um 90% af kaupverði fiðlunnar. Við sem stóðum að þessari söfnun erum þakk- lát öllu því góða fólki sem af miklum rausnarskap og góðvilja styrkti þetta málefni og stuðlaði þannig að því að hinir miklu tónlistarhæfileikar Sig- rúnar fengju betur notið sín.“ Í viðtali við Morgunblaðið ítrekar Árni að Sigrún sé góð vinkona sín. Af tilliti við það velviljaða fólk sem lagði málinu lið sitt á sínum tíma þykir honum hins vegar brýnt að hið rétta komi fram. „Ég get ekki látið fólk sem gaf þarna umtalsverðar fjár- hæðir halda að þær hafi ekki skilað sér,“ segir hann og útskýrir að marg- ir úr atvinnulífinu hafi lagt sitt af mörkum af miklum höfðingsskap og eins hafi almenningur gefið einhvers staðar á bilinu tvær og hálfa til þrjár milljónir með framlögum inn á reikn- ing sem hafi verið stofnaður gagngert í þessum tilgangi. Villandi útskýringar Sigrún Eðvaldsdóttir fagnar því að Árni hafi tekið af skarið til að eyða þeim misskilningi sem kunni að hafa komið upp vegna ummæla hennar. Hún útskýrir að í raun og veru hafi hún eingöngu verið að vísa til þeirrar upphæðar sem hafi safnast í sjón- varpsþættinum Á tali hjá Hemma Gunn árið 1991. Að sögn Árna var hins vegar ekki um eiginlegan söfnunarþátt að ræða. Sigrún var gestur Hemma í umrædd- um þætti og kom það fram í spjalli þeirra að fiðla hennar stæði ekki fiðl- um annarra keppenda í alþjóðlegum hljóðfæraleikarakeppnum á sporði. Í kjölfarið stakk Hemmi upp á því að lagt yrði upp í söfnun á nýrri fiðlu og tók Árni, sem einnig var meðal gesta, að sér að stýra átakinu sem stóð til 1995. Útskýringar Sigrúnar segir Árni því vera villandi. Í þættinum hafi ekki annað gerst en að hugmyndin að söfnuninni varð til. Fiðlan ekki frá þjóðinni? Í HNOTSKURN »Hugmyndin að söfnun fyr-ir fiðlu handa Sigrúnu Eð- valdsdóttur kom upp í þætti hjá Hemma Gunn árið 1991. »Alls söfnuðust rúmar áttamilljónir króna. »Af orðum Sigrúnar í við-tali í nýjum sjónvarpsþætti í stjórn Jónasar Sen mátti skilja að aðeins hefði safnast ein milljón króna. Sigrún Eðvaldsdóttir Árni Tómas Ragnarsson Sigrún Eðvaldsdóttir sagði í sjónvarpsviðtali að ein milljón hefði safnast í söfnun fyrir fiðlu. Átta milljónir söfnuðust, segir aðstandandi Fiðlusjóðs Sigrúnar TYRKNESKI rithöfundurinn Or- han Pamuk hlýtur bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. Pamuk er einn vin- sælasti og virtasti rithöfundur þjóðar sinnar og hefur þótt standa traustum fótum í póstmódernism- anum. Bækur hans hafa verið þýdd- ar á yfir 40 tungumál. Pamuk hefur fengið fjöldann all- an af bæði tyrkneskum og alþjóð- legum verðlaunum fyrir ritverk sín. Þá er hann fyrsti Tyrkinn sem fær Nóbelsverðlaun. Það kom mörgum í opna skjöldu að Pamuk skyldi fá Nóbelinn, því spekingar höfðu spáð því að sýr- lenska ljóðskáldið Ali Ahmad Said, betur þekktur sem Adonis, yrði happasælla. Í umsögn sænsku aka- demíunnar var sagt: „Í leitinni að hinni döpru sál fæðingarborgar sinnar, [Istanbúl], hefur Pamuk fundið ný tákn fyrir átök og blönd- un menningarheima.“ Ferill Pamuks hófst árið 1974, og fyrsta skáldsaga hans, Ljós og myrkur, hlaut Milliyet skáldaverð- launin 1979. Nýjasta skáldsaga Pa- muks heitir Snjór, og kom út árið 2002. Þar tekur hann á árekstrum íslams og vestrænnar menningar í Tyrklandi nútímans. Dagblaðið New York Times valdi hana eina af tíu bestu bókum þess árs. 2005 rit- aði Pamuk minningabók sína um Istanbúl. Fyrr á árinu féll tyrkneskur dóm- stóll frá ákærum á hendur Orhan Pamuk. Hann var ákærður fyrir að hafa „móðgað tyrkneska þjóðarvit- und“ með ummælum sínum um fjöldamorð á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fyrir þetta átti hann yfir höfði sér sex mánaða til þriggja ára fangels- isvist, hefði hann verið fundinn sek- ur. Ummælin umdeildu birtust í við- tali við svissneska vikuritið Das Magazin á síðasta ári og voru svo- hljóðandi: „Ein milljón Armena og 30.000 Kúrda voru drepnar á þess- um landsvæðum og enginn nema ég þorir að tala um það.“ Orhan Pamuk fær Nóbelinn Rithöfundur sem þorir að tjá skoðanir sínar FÉLAGSMENN Bandalags sjálfstæðra leikhúsa (SL) hafa sent frá sér ályktun þar sem hörmuð er tillaga menntamálaráðuneyt- isins um lækkun á framlagi til starfsemi atvinnuleikhópa á fjár- lögum 2007. Með ályktuninni vill SL koma á framfæri mót- mælum við „slíkri við- bótarskerðingu á starfsemi atvinnu- leikhópa í landinu“, en þeir eru um 55 talsins, þar af þrír á lands- byggðinni. Í ályktuninni kemur jafnframt fram að á síðasta leikári hafi heildar- aðsókn á verk sjálfstæðra atvinnu- leikhópa hækkað um 31% frá því árinu áður, en um 220.000 áhorf- endur sóttu sýningar á vegum sjálfstætt starf- andi atvinnuleikhópa hérlendis á leikárinu, auk þess sem 35.000 áhorfendur sáu sýn- ingar á vegum aðild- arfélaga SL erlendis. Þá er fullyrt að sjálf- stæðu atvinnuleikhúsin séu „eini raunhæfi vett- vangurinn fyrir íslensk leikritaskáld og ný- sköpun í íslenskum sviðslistum“ og er því til stuðnings vísað til þess hversu hátt hlutfall þeirra uppsetninga sem sjálfstæðu leikhúsin standa fyrir eru á íslenskum verkum. Viðbótarskerðing Alls nemur lækkun framlagsins um 900 þúsund krónum, fer úr 47 milljónum niður í 46,1 milljón. Aino Freyja Järvelä, formaður SL, segir að vissulega virðist ekki um háa upp- hæð að ræða en bendir á að tölurnar einar og sér segi ekki alla söguna. „Þetta er rosalega stórt skref aft- ur á bak í baráttu okkar. Upphæðin sem hefur runnið í þennan sjóð sem um ræðir er ekki vísitölubundin svo í rauninni er þetta mun meiri skerð- ing en tölurnar segja til um. Við vilj- um meina að þetta sé í raun viðbót- arskerðing.“ Aino Freyja segir að ef vel ætti að vera þyrfti sjóðurinn að hafa úr u.þ.b. 90 milljónum að moða. „Með því móti mætti styðja við bakið á 20 sýningum á ári.“ Leiklist | Bandalag sjálfstæðra leikhúsa mótmælir „Skerðing á starfsemi atvinnuleikhópa í landinu“ Aino Freyja Järvelä
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.