Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16
Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6
Fjarðarkaupum
Lífsinslind í Hagkaupum
Heilsuhúsið Selfossi
Rauðsmári
Hormónajafnvægi fyrir konur
á breytingaskeiðinu
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hafnarfjörður | Nýbygging við
Flensborgarskóla í Hafnarfirði hef-
ur breytt gífurlega miklu, að sögn
Magnúsar Þorkelssonar aðstoð-
arskólameistara. Hann nefnir
breytta ímynd skólans í bænum,
breytta og betri vinnuaðstöðu og
vinnuumhverfi starfsmanna og síð-
ast en ekki síst segir hann að bygg-
ingin breyti öllu fyrir nemendur
skólans.
Mikil birta
Í apríl 2005 var fyrsta skóflu-
stungan tekin að nýbyggingu við
Flensborgarskóla og fyrir skömmu
var húsnæðið formlega tekið í notk-
un. Byggingin er á þremur hæðum,
alls um 2.650 fermetrar og um
10.000 rúmmetrar. Í henni eru með-
al annars stór matsalur sem jafn-
framt er hljómleika- og hátíðarsalur,
þrjár kennslustofur, fyrirlestrasal-
ur, skrifstofuhúsnæði og vinnuað-
staða og setustofa fyrir kennara.
„Við erum núna í mjög björtu og
fallegu húsnæði, höfum fengið stór-
an og fallegan sal sem rúmar mörg
hundruð manns í sæti og þetta er
gífurlegur munur frá fyrri aðstöðu,“
segir Magnús. „Við vorum í frekar
dimmu húsnæði, sem reyndar er
verið að vinna í að laga og ljúka á
2007, en breytt litaval í því sem hef-
ur verið lagað ásamt nýja húsnæðinu
hefur lýst allt upp. Allir sem koma
hérna inn og þekktu gamla skólann
tala um hvað miklu bjartara sé yfir
öllu, miklu meiri birta. Að vera með
glæsilegan sal og almennilegar
skrifstofur þar sem við getum tekið
á móti gestum gjörbreytir aðstöð-
unni til að taka á móti fólki og breyt-
ir öllu fyrir ímynd skólans.“
Stærsta breytingin
Bókasafn skólans hefur fengið
nýtt húsnæði og aðstaða kennara er
allt önnur og betri en áður var.
Magnús bendir á að fyrir breyt-
inguna hafi um 60 manns deilt um 80
til 100 fermetra kennarastofu. „Hún
var vinnustofa, matstofa, setustofa,
kaffistofa og móttökustaður en nú er
starfsfólk með miklu betri aðstöðu
til að sinna sínum verkefnum.“
Kennslustofur hafa verið bættar,
lagfærðar og tæknivæddar en í þær
eru komnar eða munu koma magn-
arar og hljóðkerfi. „Þær eru á allt
öðru plani en þær voru,“ segir
Magnús.
Öflugt tónlistarlíf er í Flensborg
og alla jafna eru um 10% nemenda í
skólakórnum. Auk þess eru margir
tónlistarmenn í skólanum og segir
Magnús að tónlistarlíf hafi jafnan
verið í miklum blóma. Salurinn er
hannaður fyrir tónlistarflutning og
þar er svið fyrir hljómlistarmenn og
aðstaða til að vera til dæmis með
leiksýningar og ýmsar uppákomur
hvenær sem er.
„Stærsta breytingin er fyrir
krakkana,“ segir Magnús. „Nú hafa
þeir staði til að vera á, staði til að at-
hafna sig á, staði til að hanga á, lesa,
læra, spila eða gera hvað sem er.
Þessa aðstöðu vantaði algerlega.
Það vantaði þessa notalegu staði
sem eiga að vera í skóla. Nú eru þeir
til staðar.“
Mikil breyting í Flensborg
Morgunblaðið/Eyþór
Aðstaða Matsalur sem er jafnframt hljómleika- og hátíðarsalur hefur gjörbreytt allri aðstöðu í Flensborg.
Í HNOTSKURN
» Flensborgarskóli í Hafn-arfirði tók til starfa 1. júní
1882 og verður haldið upp á
125 ára afmæli skólans næsta
sumar.
» Liðlega 700 nemendur eruí Flensborg og hafa aldrei
verið fleiri.
» Fyrir tæplega áratugvoru um 400 til 500 nem-
endur í skólanum en þeim hef-
ur fjölgað jafnt og þétt og er
gert ráð fyrir að þeir verði um
800 að ári.
Garðabær | Skipulagsnefnd Garða-
bæjar hefur samþykkt að ARKþing,
Batteríið, Kanon arkitektar, Teikni-
stofa arkitekta og Zeppelin arkitekt-
ar taki þátt í rammaskipulagsgerð í
Hnoðraholti í suðurhlíðunum gegnt
Vífilsstöðum.
Í fundargerð kemur fram að 13
hönnunarhópar hafi sýnt málinu
áhuga og sótt um að taka þátt í
skipulagsgerðinni. Allir hafi verið
taldir hæfir og sagðir vera með góða
reynslu af skipulagsvinnu á öllum
sviðum. Valið hafi því verið vanda-
samt. „Markmið skipulagsgerðar-
innar er að fá fram framsækið og
raunhæft rammaskipulag sem verði
forsögn og stjórntæki fyrir frekari
ákvarðanatöku varðandi uppbygg-
ingu í Hnoðraholti,“ segir í fundar-
gerðinni.
Gert er ráð fyrir að niðurstaða
rammaskipulagsgerðar liggi fyrir 7.
febrúar 2007.
Hnoðraholt
ramma-
skipulagt
Garðabær | Skipulagsnefnd Garða-
bæjar leggur áherslu á gæði frekar
en magn í sambandi við sameig-
inlega hesthúsabyggð Garðabæjar
og Kópavogs á Kjóavöllum.
Í fyrirliggjandi tillögu er gert
ráð fyrir hverfi fyrir 4.000 til 4.700
hross og hefur nefndin miklar efa-
semdir um svo mikinn fjölda.
„Við leggjum áherslu á gæði
frekar en magn og viljum byggja til
framtíðar með umhverfissjónarmið
í huga,“ segir Stefán Snær Kon-
ráðsson, formaður nefndarinnar.
Vill byggja
til framtíðar
♦♦♦
AKUREYRI
SÝNINGIN „Frá vaxhólkum til
geisladiska“ verður opnuð í dag,
föstudag kl. 17, í Amtsbókasafninu
á Akureyri í tilefni af aldarafmæli
hljóðritunar á Íslandi.
Árið 2003 voru 100 ár liðin frá
því að Jón Pálsson bankagjaldkeri
og organisti hóf að safna þjóð-
fræðaefni með hljóðritunum á vax-
hólka. Í tilefni af því aldarafmæli
var sett upp sýning haustið 2004.
Við undirbúning aldarafmælisins
kom fram hugmynd um að setja síð-
ar upp framhaldssýningu í smækk-
aðri mynd á þeim stöðum þar sem
Ríkisútvarpið rekur svæðisútvarps-
stöðvar. Fyrsta tilraun af því tagi
er hljóðritasýning, sett upp í Amts-
bókasafninu á Akureyri í samstarfi
við ýmsa aðila.
Hljóðritasýning í
Amtsbókasafninu
STEFÁN Árnason og Ágúst Stef-
ánsson hafa að undanförnu vakið
mikla athygli vegna heimasíðu sem
þeir sjá um fyrir hið nýsameinaða
handboltalið Akureyrar. Á síðunni
birtast margar nýjar fréttir á hverj-
um degi, gott yfirlit yfir alla leiki
ásamt því sem skrifaðar eru beinar
lýsingar frá hverjum einasta leik.
Síðast en ekki síst er birt nákvæm
tölfræði, í lok hvers leiks, um hvern
einasta leikmann og fjöldi mynda.
Þeir félagar tóku við heimasíðu
KA síðasta vetur og þá byrjaði þessi
öfluga umfjöllun um handboltann.
Þegar KA og Þór sameinuðust í liðið
Akureyri í haust vildu forráðamenn
félaganna endilega fá þá til áfram-
haldandi samstarfs. Þeir eru metn-
aðarfullir og stefna á að gera enn
betur í vetur.
Ánægja með beinu
útsendingarnar
,,Fólk hefur verið mjög ánægt
með beinu lýsingarnar,“ segir
Ágúst. „Þeir sem búa heima og er-
lendis geta þannig auðveldlega
fylgst með leikjunum.“ Heima-
leikjum lýsa þeir með því að mæta á
staðinn með tölvu og skrifa reglu-
lega inn punkta um hvað er að ger-
ast, stöðuna, hverjir skora, hver
brýtur á hverjum o.s.frv. Þegar úti-
leikir eru fá þeir einhvern til að
vera í símasambandi við þá allan
leikinn sem matar þá með því sem
er að gerast í leiknum. Þá sitja þeir
bara heima og setja beinu lýsinguna
inn þaðan. ,,Þetta er allt spurning
um skipulag, ef við fáum hugmynd
getum við yfirleitt fengið hana til að
ganga upp ef við förum tímanlega í
málið,“ segir Ágúst, en þeir redd-
uðu t.d. sjálfir snúrum og því sem til
þurfti til að fá netsamband í frétta-
mannastúkuna í KA-heimilinu. Fað-
ir Ágústs, Stefán Jóhannsson, sem
sér um tölvukerfi Háskólans á Ak-
ureyri, hefur verið þeim drengjum
innan handar í tæknilegum hluta
heimasíðugerðarinnar.
Heimasíðugerðin er öll unnin í
sjálfboðavinnu og tekur að sögn
þeirra félaga mikinn tíma. Þeir
segjast vera með hugann við þetta
allan daginn, t.d. hverja þeir eigi að
taka viðtöl við og afla upplýsinga
um hitt liðið. Þeir taka alltaf nokkur
viðtöl eftir leikina við leikmenn og
þjálfara, líka úr hinu liðinu. Fé-
lagarnir hafa einnig fjallað töluvert
um yngri flokkana og telja mik-
ilvægt að efla þá umfjöllun enn frek-
ar.
,,Krakkarnir hafa svo gaman af
því þegar birtast myndir af þeim á
síðunni og sagt er frá því sem vel er
gert,“ segir Ágúst.
Hvatning fyrir ungt fólk
Hann telur svona umfjöllun geta
verið hvatning fyrir unga fólkið til
að halda áfram að iðka íþróttina.
Það sé líka mjög mikilvægt að hafa
stöðugt eitthvað nýtt á síðunni til að
fólk haldi áfram að skoða hana.
Stefán æfði handbolta á yngri ár-
um en þjálfar nú 5. flokk drengja og
langar að einbeita sér að þjálfun í
framtíðinni. Hann útskrifaðist sem
stúdent frá Verkmenntaskólanum á
Akureyri síðastliðið vor en vinnur
nú á leikskólanum Krummakoti í
Eyjafjarðarsveit ásamt þjálfuninni.
Stefán er sonur hand- og fótbolta-
kappans Árna Stefánssonar sem
mörgum er kunnur þannig að hann
á ekki áhugann langt að sækja.
Ágúst hefur æft handbolta frá 8
ára aldri, spilar nú með 3. flokki KA
og stefnir að því að komast eins
langt og hann getur í handbolt-
anum. Hann segir að gott gengi Al-
ferðs Gíslasonar með KA hafi á sín-
um tíma kveikt áhuga sinn á
handboltanum ásamt frammistöðu
íslenska landsliðsins. Hann er í öðr-
um bekk Menntaskólans á Akureyri
og því fer mestallur tími hans fyrir
utan skólann í að spila handbolta
eða skrifa um handbolta.
Slóðin á heimasíðu handbolta-
félagisins Akureyrar er: www.ak-
ureyri-hand.is
Handboltaumfjöllun vekur athygli
Morgunblaðið/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Beinar lýsingar Stefán Árnason og Ágúst Stefánsson í fréttamannastúkunni.
Eftir Ragnhildi Aðalsteinsdóttur