Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 23

Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 23 AUSTURLAND Egilsstaðir | „Öll sveitarfélögin níu skrifuðu undir viljayfirlýsingu um þátttöku í Vaxtarsamningi fyrir Austurland“ segir Þorvaldur Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem hélt aðalfund sinn nýver- ið og fjallaði m.a. um Vaxtarsamn- ing. „Burðarásinn í Vaxtarsamn- ingnum er atvinnusköpun og horft sérstaklega til jaðarsvæða, sem standa utan stærstu áhrifa af stór- iðjuframkvæmdunum.“ SSA ályktaði um fjölmörg mál- efni. M.a. um mikilvægi þess að stjórnvöld viðurkenni aukið álag á heilbrigðisþjónustuna á Austurlandi, þar sem verið er að þjónusta allt að fjögur þúsund starfsmenn við stór- framkvæmdir í fjórðungnum, að Norðfjarðargöng og Vopnafjarðar- göng væru næstu jarðgangakostir á Austurlandi, nauðsyn þess að Gunn- arsstofnun á Skriðuklaustri, forn- leifarannsóknir þar og Þórbergsset- ur á Hala fái viðunandi opinbert fjárframlag, nauðsyn áframhaldandi uppbyggingar símenntunar, há- skólanáms, fjarnáms á háskólastigi og rannsóknastarfs í landshlutanum, auk þess sem Verkmenntaskóla Austurlands verði að gera kleift að rækja hlutverk sitt sem kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar þar sem eft- irspurn eftir iðnlærðu fólki og með starfsmenntun sé gríðarmikil á Austurlandi. Klárar skyldur við nýbúa Á aðalfundinum var m.a. haldinn fyrirlestur um verkefni sem SSA leiðir og varðar innflytjendur á Austurlandi. „Það er enn í gangi og tekur á því hvernig við getum bætt þjónustu við innflytjendur hér“ segir Þorvaldur. „Meiningin er svo að verkefnisstjórn þess skili af sér um áramótin. Þetta er eitt af stærri verkefnum sem við erum í og um 30 aðilar sem koma að því. Við erum að vakna upp við að hafa ekki sinnt þessu og ljóst að hér er töluverður fjöldi innflytjenda, ekki bara vegna virkjunar og stóriðju, heldur stór hópur af nýbúum í okkar samfélagi sem við höfum ekki sinnt nægjan- lega vel. Ríki, sveitarfélög og at- vinnurekendur hafa klárar skyldur gagnvart þessu fólki.“ Þá var vöktunarverkefni um sam- félagsáhrif af stóriðju- og virkjana- framkvæmdum á Austurlandi kynnt af hálfu Rannsóknarstofnunar Há- skólans á Akureyri og Þróunarfélags Austurlands. „Við lögðum á það mikla áherslu á sínum tíma þegar framkvæmdir fóru í gang, að ástand- ið yrði vaktað. Verkefnið hefur að okkar mati ekki verið nægjanlega vakandi og því vildum fá á því kynn- ingu. Verkefninu á að ljúka árið 2009 en við óskuðum eftir að það yrði framlengt í nokkur ár til viðbótar.“ SSA veitti Guðjóni Sveinssyni rit- höfundi á Breiðdalsvík menningar- verðlaun SSA 2006 á aðalfundinum, en hann hefur verið mikilvirkur höf- undur um árabil. Jafnframt var haldið upp á 40 ára afmæli sam- bandsins og nýr formaður, Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, tók við af Soffíu Lár- usdóttur, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. „Það er mjög góður hugur í mönn- um og mikið af nýju fólki, ásamt auð- vitað gömlum refum og tófum“ segir Björn Hafþór. „Mér sýnist að Aust- firðingar búi vel í þessum efnum eins og þeir hafa lengi gert.“ Ljósmynd/Andrés Skúlason Fagnað Fyrrverandi formenn og framkvæmdastjórar Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi fögnuðu 40 ára afmæli samtakanna með fundargestum. Mikill hugur í austfirskum sveitarstjórnarmönnum HÁLSLÓN er nú ríflega 5 km² að stærð og yfirborðið um 535 m.y.s. Dýpið næst Kárahnjúkastíflu er að nálgast 80 metrana og vatnið að skríða fyrir lokur aðrennslis- ganga virkjunarinnar út Fljóts- dalsheiði. Aðeins er eftir að bora tæpa 500 m af þeim og á að slá í gegn seint í næsta mánuði. Jökla sígur jafnt og þétt í Hálslón FJARÐABYGGÐ hefur keypt sex ríkisjarðir í Reyðarfirði vegna byggingar Fjarðaáls. Land þess ásamt hafnar- og iðnaðarsvæði spannar um 110 hektara. Eru þetta Framnes, Sómastaðir, Sóma- staðagerði, Flateyri, Hraun og Hólmar. Kaupverðið er 53 milljónir króna og er flatarmál jarðanna samtals tæpir 2200 hektarar. Fjarðabyggð kaupir land Keflavíkurflugvöllur | Mikilvægt er að vinna hratt að því að koma olíubirgðastöðinni í Helguvík í notkun, að mati Guðmundar Pét- urssonar hjá RV ráðgjöf sem flutti erindi um atvinnusvæði vestan- verðu Reykjanesi á skipulagsþingi Reykjanesbæjar í gær. Guðmundur sagði fundarmönn- um frá þeim miklu mannvirkjum sem varnarliðið skildi eftir og þeim tækifærum sem þau gæfu til atvinnusköpunar. Olía í leiðslunum Nefndi hann að Helguvíkurhöfn og olíubirgðastöðin hefði kostað 11 milljarða króna. Leiðslur væru upp á vallarsvæðið og væri hægt að nota þær fyrir þrjár tegundur eldsneytis, bensín og dísilolíu, auk flugvélaeldsneytis. Tankarnir tækju 175 milljónir lítra sem er helmingur af ársnotkun lands- manna á olíu. Hann sagði að leiðsl- urnar væru ekki nema um 500 metra frá flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli og ætti að vera hægt að tengja þær þangað með tiltölulega litlum tilkostnaði. Guðmundur gat þess að í leiðsl- unum væri 1,4 milljón lítrar af eldsneyti sem biðu eftir því að vera dælt áfram. Mikilvægt að nýta olíustöðina Keflavík | Sýning á munum úr pappamassa verður í Gömlu búð í Keflavík næstkomandi sunnudag. Stuðningsfulltrúar á Suðurnesjum hafa verið á námskeiði um listræna sköpun í skólastarfi. Námskeiðin voru haldin í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Meðal þess sem tekið hefur verið fyrir er vinna úr pappamassa og hef- ur Sveindís Valdimarsdóttir leið- beint í þessum hluta námskeiðsins ásamt Milenu Kalambura. Þær hafa staðið að þróunarverkefni með pappamassa í gamla slippnum í Innri-Njarðvík. Nemendur og leiðbeinendur sýndu afrakstur námskeiðsins í hell- inum við smábátahöfnina í Keflavík á dögunum. Fyrirhugað er að end- urtaka sýninguna og verða verkin til sýnis í Gömlu búð, einu Duushús- anna í Keflavík, næstkomandi sunnudag á milli klukkan 14 og 18. Sýna muni gerða úr pappamassa SUÐURNES Reykjanesbær | Gefin hafa verið út 467 byggingaleyfi í Reykjanesbæ, það sem af er ári. Það sem af er þessum mánuði hafa verið gefin út 133 leyfi. Útlit er fyrir að fram- kvæmdir verði hafnar við um 500 íbúðir á árinu, heldur fleiri en á síð- asta ári. Kom þetta fram á fyrsta skipulagsþingi Reykjanesbæjar. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar stendur fyrir skipulagsþingi sem hófst í gær og lýkur í dag. Markmið þess er að fara yfir árangur síðustu ára, taka út stöðuna í dag og líta til framtíðar. Íbúum fjölgar ört Fram kom í ávarpi Steinþórs Jónssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs, að nú er verið að byggja upp þrjú ný íbúðarhverfi, Tjarnahverfi, Dalshverfi og Ása- hverfi, auk þess sem töluvert er byggt í eldri hverfum. Samtals eru því um 1800 íbúðir í vinnslu. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs, sagði að skipulögð hafi verið hverfi fyrir um 8000 manna byggð en ekki væri hægt að segja til um hversu hratt þau byggðust upp. Viðar gat þess að íbúum hefði fjölgað um 4% á síðasta ári og útlit væri fyrir svipaða fjölgun í ár. Ef þessi þróun héldi áfram yrðu þessi svæði fullbyggð og Reykjanesbær orðinn 20 þúsund manna bær á árinu 2020. Steinþór gat um gagnrýni á stjórnendur bæjarins fyrir að fara of geyst í uppbyggingu nýrra hverfa en þeir hafi haldið sínu striki og muni gera það áfram. „Ástæðan er sú að við höfum trú á verkefninu og farsælli framtíð bæjarfélagsins.“ Steinþór taldi að þróunin myndi halda áfram og fljótlega kæmi að því að nýtt Stapahverfi yrði komið í notkun. Tækifæri muni skapast í tengslum við uppbyggingu nýja akstursíþróttasvæðisins MotoPark og uppbyggingu verslunar og þjón- ustu á Landi tækifæranna við Reykjanesbraut. Loks nefndi hann ný tækifæri og íbúðahverfi handan Reykjanesbrautar með tilkomu nýrra gatnamóta við enda tvöfaldr- ar Reykjanesbrautar. Stefnir í að gefin verði út 500 byggingarleyfi í ár Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Góð þátttaka Fjöldi fólks sótti fyrsta skipulagsþing Reykjanesbæjar, m.a. stjórnendur og starfsfólk bæjarins auk þeirra sem vinna að skipulagsmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.