Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 24
|föstudagur|13. 10. 2006| mbl.is *Tilboðsverð 2006 nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is *Tilboðsverð 2006 S e p t. 2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð sem kemurá óvart 25% afsláttur * Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is daglegtlíf Jens Kristjánsson lét gamlan draum sinn rætast þegar hann opnaði uppskriftavefinn www.matseld.is. » 27 netið Sveitamatur frá ýmsum lönd- um á vel við í íslenska haustinu segir Sigurrós Pálsdóttir sem galdraði fram nokkra rétti. » 28 matur Hvernig geta hundaræktendur brugðist við þegar hundar þeirra greinast með arfgengan augnsjúkdóm? » 26 daglegt Ímínum frístundum hlusta égmest á tónlist og þá helstklassíska tónlist. Ég hef aukþess mjög gaman af einsöng og allri kórtónlist enda hef ég sjálfur verið í karlakórnum Fóstbræðrum í meira en tuttugu ár,“ segir Björn Þorsteinsson, fyrsti bassi og fram- kvæmdastjóri tómstunda- og menn- ingarsviðs Kópavogsbæjar. Björn hefur ásamt fjölmörgum samstarfs- mönnum hjá Kópavogsbæ staðið að undirbúningi kanadískrar menning- arhátíðar, sem sett verður með pomp og prakt á morgun og standa mun til 22. október. „Kórstarfið er mjög gefandi og skemmtilegt og hvílir mann frá amstri dagana því umhverfið er svo gjörólíkt minni venjulegu vinnu. Kórinn fær fjölda verkefna upp í hendurnar og kemur fram við hin ótrúlegustu tækifæri. Og nú stendur mikið til því síðar í mánuðinum fagn- ar kórinn, sem telur um 70 syngj- andi kórfélaga, 90 ára afmæli,“ segir Björn og bætir við að öll píanótónlist falli sér vel í geð. „Ég hef líka alla tíð verið ein- staklega hrifinn af okkar íslenska bassasöngvara, Kristni Sigmunds- syni, sem er svo sannarlega söngvari á heimsmælikvarða, og ég hef haft ákaflega gaman af því að hlusta á sænska tenórinn Jussi Björling. Hins vegar er ég lítið fyrir dæg- urtónlistina. Ég hef verið duglegur við að eyða aurunum í að kaupa plöt- ur og síðar meir diska enda á ég orð- ið dágott safn, svona fyrir sjálfan mig,“ segir Björn, sem starfað hefur hjá Kópavogsbæ síðan 1978 og sinn- ir nú m.a. þeim þáttum, sem snúa að tónlistinni, en Kópavogsbær stendur að hátt í 40 tónleikum á ári í Salnum, sem opnaður var í ársbyrjun 1999. Þar með gjörbreyttist aðstaða til tónleikahalds í Kópavogi. Kanadísk menningarhátíð Kópavogsbær hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir nýjungum á sviði list- og menningartengdra viðburða með því að kynna menningu, listir og þjóðlíf annarra landa. Spánn varð fyrst fyrir valinu, síðan Rússland og nú Kanada. Tengsl Íslands og Kan- ada hafa verið mikil, sér í lagi fyrir þær sakir að til Kanada fluttist fjöldi Íslendinga búferlum í lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tutt- ugustu. Mikið verður um dýrðir á hátíð- inni og sækir fjöldi listamanna Kópavog heim þessa daga. Nefna má tónleika hins heimskunna píanó- leikara Angelu Hewitt í Salnum og heimsókn rithöfundarins Michaels Ondaatje, sem skrifaði m.a. skáld- söguna The English Patient, en samnefnd Óskarsverðlaunamynd var gerð eftir sögu hans. Kvikmyndahátíð verður alla daga í Kórnum í Bókasafni Kópavogs auk þess sem þrjár listsýningar verða opnaðar í Gerðarsafni á morgun sem beina sjónum manna að menningu og list frumbyggjanna. » Mælt með | 27 Morgunblaðið/Ásdís Tónlistarunnandi Björn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri tómstunda- og menningarsviðs Kópavogsbæjar, hefur gaman af klassískri tónlist. Syngjandi sviðsstjóri Uppáhaldsstaður: Ég ætti að segja Siglufjörður þar sem ég er alinn þar upp en mér finnast margir aðrir staðir fallegir, t.d. Borgarfjörðurinn. Besti tími dagsins: Seinnihluti dags eftir vinnu og fram að háttatíma. Uppáhaldsgönguleiðin: Göngustígakerfi Kópavogs sem liggur í allar áttir. Best að borða: Allt lambakjöt er gott, en ég get lifað á hangikjöti. Björn mælir með ÞAÐ skiptir öllu máli hvort nýbök- uð móðir stormar inn á kaffihús ýt- andi á undan sér sportlegum Emmaljunga-barnavagni, Silver Cross-glæsivagni sem kostar 140 þúsund krónur eða gamalli og lú- inni kerru sem minnir á úr sér genginn kassabíl. Ný rannsókn sýn- ir nefnilega að mæður vega hver aðra og meta eftir merkjum og ár- gerðum vagnanna, að því er Berl- ingske Tidende greinir frá. Rannsóknin var á vegum Syd- dansk Universitet og segir einn höf- unda hennar að mismunandi teg- undir vagna gefi frá sér ólík skilaboð. Sportlegu vagnarnir séu með slöngudekk og gefi til kynna að eigandinn sé stöðugt á ferðinni og vilji komast leiðar sinnar. Aðrir vagnar virðist setja öryggið á odd- inn meðan Silver Cross-vagnarnir bendi til velmegunar. „Við metum hvort annað eftir fötunum sem við klæðumst, merkjatöskunum sem við höldum á og matnum sem við borð- um. Það er því ekkert undarlegt að stöðugt eldri, ríkari og meðvitaðri mæðum finnist tegund vagnsins skipta máli,“ segir Elin Brandi Sø- rensen hjá Syddansk Universitet. Þá greindi ein mæðranna í rann- sókninni frá því að hún hefði nánast lent í vandræðum með að útskýra fyrir öðrum konum hvers vegna hún hefði valið sér ódýran barna- vagn. Virðing fylgir vagni hverjum Morgunblaðið/Ásdís Virðingartákn Tegund vagnsins skiptir máli þegar kíkt er á kaffihús. Í október er uppskeran í há- marki hjá vínbændum í Toskana á Ítalíu og stemningin alveg sérstök. » 30 ferðalög Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Lífsbjörg Eitt fjölmargra lista- verka á listsýn- ingunum þrem í Gerðarsafni. www.kopavogur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.