Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 26

Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 26
daglegt líf 26 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var bara eins og að fáhnakkaskot,“ segir IngólfurGuðmundsson, en hann var einnaf þeim fyrstu sem nýttu sér DNA-tæknina til að athuga hvort hundur sem hann flutti inn frá Bandaríkjunum væri með PRA-sjúkdóminn, eða arfgenga vaxandi sjónurýrnun. Í ljós kom að hund- urinn hans, Ben, var sýktur af PRA, en sjúkdómurinn leiðir til þess að hundurinn missir sjónina að fullu. „Fyrst flutti ég inn tíkina Kötu, hún kom til landsins 2004. Hún er alveg hrein, laus við PRA,“ segir Ingólfur. „Svo flutti ég Ben inn árið 2005. Hann uppfyllti allan heilsupakkann, bara eins og best verður á kosið, þegar ég flutti hann inn. Ég hafði þá ekki hugmynd um að hægt væri að gera DNA-próf fyrir PRA. Hingað til hefur PRA einungis sést í augnskoðun. Hundur getur verið sýktur en það hefur ekki verið hægt að sjá það fyrr en sjúkdómurinn hef- ur verið farinn að láta á sér kræla,“ segir Ingólfur og bætir við að PRA hafi fyrst greinst við augnskoðun í labrador retriev- er-hundi á Íslandi 28. október árið 2005. „Þá byrjar boltinn að rúlla og á svipuðum tíma gefur DNA-tæknin möguleika á greiningu úti í Ameríku. Það vissu mjög fáir af þessu og þetta er alveg fokdýrt, menn gerðu þetta þess vegna ekkert al- mennt þá, nema kannski í tilraunaskyni.“ Ingólfur ákvað að láta reyna á tæknina, fyrst hún var fyrir hendi og Ben uppfyllti allar aðrar heilbrigðiskröfur. „Ég ákvað að verða einn af þeim fyrstu til að taka skref- ið. Ég er með hunda sem koma úr ræktun þar sem lögð er mikil áhersla á heilsufar og satt að segja bjóst ég ekki við neinu öðru en að báðir hundarnir væru hreinir. Ég vissi af því þegar þetta var að PRA væri komið upp á Íslandi og ég vissi að í framtíðinni yrðu gerðar kröfur um að hundar væru PRA-prófaðir.“ Ingólfur ætl- aði sér með innflutningnum á parinu að koma með nýja ræktunarlínu inn í landið. „Ég vildi þess vegna áfram vera fullviss um að allt væri í lagi.“ Dýralæknir tók blóðprufur sem voru sendar til Optigen. Niðurstöðurnar feng- ust og það var ekki laust við að Ingólfi brygði við þegar þær komu. „Yfirleitt líða 2–4 vikur þangað til niðurstöður koma, þær geta verið á þrjá vegu: sýktur, arfberi eða hreinn. Og Ben var sýktur. Það var bara hnakkaskot, að mér fannst.“ Ingólfur hafði, áður en hann ákvað að láta DNA-prófa hundinn, verið beðinn um að lána hann til undaneldis. „Ég vildi ein- faldlega vera alveg viss, ég hafði engan grun um að hann væri sýktur,“ segir hann. Hundarnir tveir, sem Ingólfur flutti inn, eru frá sama ræktanda í Bandaríkjunum. „Ég veit að þessi ræktun er mjög virt og vinsæl þarna úti. Þar á bæ var brugðist illa við þessu, ég fann bara ótta hjá þeim. Það var reynt að þagga þetta niður.“ Það gefur augaleið að mikið getur verið í húfi hjá ræktanda sem er með mikið und- ir í ræktun. Ingólfur er þó heppinn að því leyti að hann uppgötvaði sjúkdóminn í sín- um hundi áður en farið var að nota hann í stórum stíl og ekki verður ræktað frekar undan honum. „Staðreyndin er sú, ef við tökum sem dæmi hund sem hefur verið notaður í tíu ár, hann gæti átt hundruð af- kvæma. Svo er hann prófaður og í ljós kemur að hann er PRA-sýktur, þá er ljóst að öll hans afkvæmi eru arfberar og jafn- vel sýkt ef hinn hundurinn er arfberi eða jafnvel líka sýktur. Þess vegna þora menn þetta ekki, heldur halda bara áfram með sína ræktun og taka þannig mikla áhættu.“ Ingólfur álítur þó að í framhald- inu verði farið að prófa unga hunda, þ.e.a.s. ef foreldrarnir eru ekki lausir við PRA, áður en farið verður að nota þá. „Ég vildi alls ekki leggja einhverja rosalega vinnu í hund sem svo kæmi í ljós að væri ónothæfur í ræktun. Ég get þó að sjálf- sögðu notað hann áfram, hann er mjög skemmtilegur í veiði.“ Tryggingar greiða hluta kostnaðar Mjög misjafnt er hvað það kostar að flytja inn hund. „Í dag kostar einangrunin um 200.000 kr.,“ segir Ingólfur. „Ég hugsa að heildarkostnaðurinn vegna Ben hafi farið vel yfir 700.000 kr.“ Ingólfur var vel tryggður og þarf þess vegna ekki að bera allan kostnaðinn sem af þessu hefur hlotist. „Það er nauðsynlegt að líftryggja og afnotamissistryggja hunda þegar farið er af stað í ræktun,“ segir hann. „Það kom sér vel í mínu tilfelli. Tryggingarnar ná þó ekki yfir nema helm- ing kostnaðar, það er ekki tryggt fyrir hærri upphæð en 400.000.“ Ingólfur nefnir sérstaklega hversu auð- velt er að kortleggja það ef einn sýktur einstaklingur kemur fram. „Ef vitað er um einn sýktan hund er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að sú lína geti borið þetta áfram. Ef hins vegar eru ræktaðir saman tveir hundar úr þeirri línu og hvorugur er sýktur er hættan úr sögunni. Genið er víkjandi, þannig að jafnvel þó að arfberi og hreinn hundur séu paraðir er sterkur möguleiki á að fá hreina hvolpa, eða 50%.“ Erfðatæknin kemur víða að gagni og nú er hægt að greina vaxandi arfgenga sjónurýrnun í hundum. Sigrún Ásmundar spurðist fyrir um málið. Mikið í húfi fyrir hundaræktendur Veiðihundur Ben er með arfgenga vaxandi sjónurýrnun. Það eru hrein erfðavísindi á bak við þetta,“segir Dagur Jónsson, sem er í rækt-unarstjórn retriever-deildar Hunda- ræktarfélags Íslands. „Í Norður-Ameríku eru milljónir hunda. Optigen þróaði aðferðir til að finna þetta gallaða gen sem veldur PRA. Genið er víkjandi þannig að það getur leynst töluvert lengi, kemur svo kannski fram þegar tveir arf- berar eru paraðir.“ Dagur segir þó að fyrst búið sé að finna mein- genið hjá allnokkrum hundategundum þurfi ekki endilega að líta á þetta sem vandamál. „Þetta er í raun ekki vandamál heldur verkefni,“ segir hann. „Þar sem genið er þekkt er auðvelt að rækta þetta í burtu í þeim stofnum sem búið er að finna meingenið í. Auðvitað er þetta alltaf áfall fyrir hvern einstakling en í stærra sam- hengi er þetta einfalt verkefni.“ Dagur tekur sérstaklega fram að ekki sé hægt að DNA-prófa allar hundategundir fyrir PRA. „Það er nú gall- inn við það,“ segir hann. „Þó að hundarnir séu svona skyldir er þetta ekki á sömu stöðunum og ekki í sömu litningunum. Þess vegna er ekki hægt að ganga að þessu vísu í öllum hundum.“ Þó að langt virðist gengið að setja rækt- unarbann á hunda sem einungis eru arfberar fullyrðir Dagur að það sé eina leiðin. „Sýktur einstaklingur segir okkur að báðir foreldrar séu arfberar. Þá er hægt að kortleggja ferilinn aftur á bak á einfaldan hátt. Þess vegna er rækt- unarbann það eina rétta. Þó að þetta séu harka- legar aðgerðir.“ Tiltölulega fáir hundar hafa greinst með PRA hérlendis enn sem komið er. „Við erum svo ný- byrjuð að prófa þetta,“ segir Dagur. „Við höfum eiginlega tekið þann pól í hæðina að hvetja fólk til að láta prófa þá hunda sem tengjast arfber- um. Ég er þó fullviss um það að lítil prósenta hunda hérlendis er með PRA.“ Einfalt verkefni Það hafa verið fundin upp DNA-próffyrir ýmsa arfgenga sjúkdóma í hund-um,“ segir Helga Finnsdóttir dýra- læknir. „Ekki bara augnsjúkdóma heldur líka marga aðra. Það er hægt að senda út sýni úr hundinum og þá fæst einfaldlega nið- urstaða sem hljómar annaðhvort upp á já eða nei,“ heldur hún áfram. „Varðandi rann- sóknir á arfgengum augnsjúkdómum eru augnskoðanir tvisvar á ári á vegum Hunda- ræktarfélags Íslands. Greinist hundur með arfgengan augnsjúkdóm fer það eftir eðli sjúkdómsins hvort hundurinn er settur í ræktunarbann og/eða afkvæmi hans og for- eldrar, því ávallt skal hafa að leiðarljósi að nota einungis heilbrigð dýr til undaneldis,“ segir Helga. „Hundaræktarfélag Íslands set- ur ræktendum reglur varðandi undaneldi sem þarf að uppfylla til að hvolpar fáist ætt- bókarfærðir. Suma arfgenga sjúkdóma er hægt að greina í dag með DNA-rannsóknum og sem betur fer á það við um æ fleiri sjúk- dóma sem hægt er að staðfesta þannig. Stefnan er og á auðvitað að vera sú að öll ræktun miðist við það að þeir einstaklingar sem fæðist verði heilbrigðir og að lífsgæði þeirra skerðist ekki vegna arfgengra sjúk- dóma sem hugsanlega er vitað að foreldr- arnir beri,“ bætir hún við. „Við höfum sent sýni úr dýrum til Optigen í mörg ár, þannig að það er ekkert nýtt und- ir sólinni í þeim efnum.“ Jafnframt bendir hún á grein sem hún hefur skrifað um PRA á vef sínum dyralaeknir.com og frekari upp- lýsingar á optigen.com. Þar kemur fram hvaða tegundir er hægt að DNA-prófa gagn- vart PRA og hvaða tegundir það eru sem eru í hættu að fá arfgenga vaxandi sjónu- rýrnun. Ekkert nýtt undir sólinni Foreldrar Hvolpar – gotsystkini 25% 25% 25% 25% Frír Frír Frír Frír Frír Frír Frír Arfberi Frír Frír Arfberi Arfberi Sýktur Arfberi Sýktur Sýktur Arfberi Arfberi Arfberi Arfberi Frír Arfberi Arfberi Sýktur Frír Sýktur Arfberi Arfberi Arfberi Arfberi Sýktur Sýktur Sýktur Sýktur Sýktur Sýktur Í reglugerð um skráningu í ættbók Hundaræktarfélags Íslands segir: „Grein- ist hundur með arf- genga vaxandi sjónu- rýrnun (PRA) fást hvolpar undan hon- um ekki ættbók- arfærðir né afkvæmi hvolpa hans úr fyrri gotum og/eða fleiri afkvæmi foreldra hans og verður hund- urinn og afkvæmi hans sem þegar eru ættbókarfærð skráð í ræktunarbann.“ sia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.