Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 27

Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 27
matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 27 Spilagleði í Þorlákshöfn Hljómfagrir tónar munu án efa berast um Þorláks- höfn um helgina því þar er áformað að halda stórt strengjasveitamót, sem 250 nemendur úr 21 tónlistar- skóla hvaðanæva af landinu hafa skráð sig til leiks í. Krakkarnir ætla að leggja undir sig íþróttahús og grunnskóla Þorlákshafnar. Hefð er komin á slík mót annað hvert ár, en þetta er þriðja mót sinnar tegundar sem haldið er á Íslandi. Mót þessi eru sögð vel til þess fallin að glæða áhuga, þroska hæfni og veita spilagleð- inni útrás. Verslun og menning Fyrir verslunarglaða er veisla framundan um helgina. Kringlukast verður í Kringlunni og gera má ráð fyrir því að margir kíki inn í glænýja IKEA-verslun í Garðabæ sem jafnframt er stærsta verslun á Íslandi. Þar verður innflutningspartí alla helgina sem lýkur með flugeldasýningu á sunnudagskvöld. Kópavogsbær stendur fyrir kanadískri menning- arhátíð næstu níu daga sem sett verður í Gerðarsafni á morgun. Sjónum verður m.a. beint að menningu frum- byggja, indíána og inúíta. Sögur hafa varðveist af sam- skiptum Íslendinga og indíána, m.a. við Winnipeg-vatn þar sem frumbyggjarnir reyndust innflytjendum mikl- ar hjálparhellur. Kynjakettir í Reiðhöllinni Fyrir kattaunnendur má benda á að haustsýn- ing Kynjakatta verður haldin um helgina í reið- höll Gusts við Álalind í Kópavogi og verður opið báða dagana frá kl. 10– 18. Skák í Sundagörðum Fyrir skákáhugamenn má nefna að stelpuskákmót Olís og Hellis fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sundagörð- um 2, á morgun og hefst kl. 13. Þetta er í annað sinn sem þetta mót fer fram, en mótið var afskaplega vel sótt í fyrra og voru flestar sterk- ustu ungu skákkonur landsins með- al þátttakenda. Öllum stelpum á grunnskólaaldri er boðið til leiks. Samhliða mótinu fer fram drottn- ingaflokkur þar sem allar konur eru velkomnar til leiks, en meðal kepp- enda má nefna landsliðskonurnar Lenku Ptácníkovú og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og má þar búast við harðri baráttu. Skráning fer fram á heimasíðu Hellis, www.hellir.com. Dagur hvíta stafsins Blindrafélagið verður með ýmsar nytsamlegar kynn- ingar í Smáralindinni á sunnudaginn kl. 13 til 15 í tilefni af Degi hvíta stafsins, alþjóðlegum baráttudegi blindra og sjónskertra. Þar er hægt að kynna sér m.a. notkun hvíta stafsins, sjónhjálpartæki, talgervla, blindralet- ursskjá, stækkunarbúnað og blindraletursbækur. Nuddarar verða á svæðinu og bjóða gestum upp á axl- anudd, handavinnufólk vinnur handverk og hljóðfæra- leikarar skemmta fólki. mælt með … Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Hugmyndin að þessum vef kviknaðifyrir nokkrum árum þegar égvar í heimsókn hjá vinkonuminni og hripaði niður uppskrift á miða sem ég tróð svo í vasann hjá mér. Heim kominn ætlaði ég að elda eftir þessari uppskrift en fann ekki miðann, þá fór ég að hugsa að það vantaði uppskriftabanka á net- inu sem væri opinn og óháður,“ segir Jens Kristjánsson, umsjónarmaður vefritsins www.matseld.is. „Vefurinn er búinn að vera í smíðum í um tvö ár og var opnaður í sumar. Það sem er aðallega á vefnum núna eru upp- skriftir, en þar geta allir skráð uppskriftir á sitt svæði og aðrir geta skoðað þær. Fljót- lega verður veitingahúsahlutinn tilbúinn, þar getur fólk komið sínum skoðunum á veitinga- húsum á framfæri en allir hafa skoðun á því sem þeir borða, hvort sem það er heima eða á veitingahúsi. Síðan kemur þjónustuskrá líka þar sem hægt er að finna kokka, sali og sér- búðir. Á endanum á að vera hægt að finna allt sem tengist mat inni á vefnum.“ Einstakir hæfileikamenn Vefurinn www.matseld.is er gjaldfrjáls öll- um notendum. Hver sem skráir sig á vefinn fær sitt eigið svæði og þar getur hann m.a skráð sínar uppskriftir, verið með umræðu og skrifað greinar. Jens segir þetta mjög ein- falt og að allir geti sett efni þarna inn eða leitað að uppskrift eftir höfundi, hráefni, matartegund o.fl. Samstarfsmenn sína fann Jens á erlendri vefsíðu. „Sergey Blagodetelev frá Úkraínu sér um útlit síðunnar og Pradeep Raj Sairam frá Indlandi um forritun. Ég gróf þá upp á vefsíðu þar sem hægt er að finna sér sam- starfsmenn úti í heimi. Þeir eru einstakir hæfileikamenn og ég var heppinn að fá þá. Við höfum aldrei hist og samskipti okkar fara fram í gegnum tölvu. Ég reikna með að vinna með þeim næstu árin því þessu verk- efni lýkur aldrei,“ segir Jens, en það er líka á döfinni að markaðssetja vefinn á ensku í framtíðinni. „Viðbrögðin við www.matseld.is hafa verið merkilega góð miðað við að vef- urinn hefur ekkert verið auglýstur. Not- endahópurinn er kominn yfir 500 manns á þessum tveimur mánuðum og fjölgar í hon- um á hverjum degi,“ segir Jens ánægður og bætir við að það virðist hafa verið þörf fyrir slíkan vef hér á landi. Íslensk kjötsúpa í uppáhaldi Jens er forfallinn mataráhugamaður. „Áhuginn á mat hefur lengi verið til staðar hjá mér. Ég elda mikið en veitingahúsin og það sem þau hafa upp á að bjóða er samt meira áhugamál hjá mér.“ Jens segir uppá- haldsmatinn sinn vera íslenska kjötsúpu þótt hann eldi líklega mest af indverskum græn- metismat um þessar mundir. „Íslenska kjöt- súpan er afskaplega merkileg en ég kann ekki að elda hana. Ég vil hafa hana bragð- mikla, feita, með pipar, ekki miklum grjón- um og frekar þunna,“ segir þessi mikli mat- gæðingur að lokum og gefur uppskrift að indverskum grænmetisrétti. Allir hafa skoðun á mat Morgunblaðið/Kristinn Lostæti Á næstu grösum er einn af uppáhaldsveitingastöðum Jens Kristjánssonar. Strengjabaunir í kókos 1 tsk. sinnepsfræ 10 curry lauf 1 tsk. turmeric duft 1 tsk. svartar linsubaunir (ósoðnar) 100 g laukur, fínt saxaður 200 g strengjabaunir, skornar smátt 3 grænir chile-ávextir, skornir í strimla, fræhreinsaðir ef vill 50 g ferskur kókos, gróft hakkaður olía salt Olían hituð á stálpönnu. Sinnepsfræin sett út á. Þegar þau fara að springa eru currylaufin og linsubaunirnar settar út í og steikt í 7–8 mín. eða þar til linsubaun- irnar hafa tekið gylltan lit. Lauk bætt við og steiktur í um 5 mín. eða þar til hann brúnast dálítið. Þá er chile-pipar og tur- meric bætt út í og steikt í 2 mínútur. Strengjabaunirnar settar út í ásamt 3–4 msk. af vatni og suða látin koma upp. Þá er lækkað undir, lok sett á pottinn og soð- ið í um 10 mínútur eða þar til baunirnar eru soðnar en samt stinnar. Rétturinn er því næst tekinn af hitanum, kókosnum hrært saman við og smakkað til með salti. Athuga ber að þetta er „þurrsteiktur“ réttur og því á að suðu lokinni enginn vökvi að vera á pönnunni. Uppskriftina fékk Jens úr bókinni Fresh flavors of India eftir Das Sreedharan, annan eig- anda Rasa-veitingahúsakeðjunnar í Lond- on. TENGLAR ............................................................... www.matseld.is Í TILEFNI 7 ára afmælis Kassa.is verður ný heimasíða tekin í notkun sem gefur söluaðilum kost á að stofna eigin netversl- un innan kassi.is auk þess að einstaklingar geta skráð flokkaðar auglýsingar og upp- boð. Viðkomandi netverslun getur einnig sett einstök tilboð í vikulegt fréttabréf kassi.is sem nær til yfir 50.000 ein- staklinga. Styrkja Ómar Ragnarsson Kassi.is hefur jafnframt ákveðið að hefja svokölluð styrktaruppboð. Oft á tíð- um eru málefni, einstaklingar eða fjöl- skyldur sem þarfnast sérstaks stuðnings þar sem málefni þeirra heyrir ekki undir neina stofnun eða tryggingar sem tryggja e.t.v. ófyrirséðan skaða sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Þeir einstaklingar eða fyrirtæki sem hafa áhuga á að styðja við- komandi einstakling eða málstað geta því gefið hlut eða hluti á viðkomandi styrkt- aruppboð, ágóðinn rennur óskiptur til við- komandi. Upplýsingar um viðkomandi styrktaruppboð og hver hefur orðið fyrir valinu í hvert skipti fyrir sig verður sent út í vikulegu fréttabréfi, þannig geta áhugasamir einnig fylgst með framgangi söfnunar. Fyrsta styrktaruppboð þessarar teg- undar verður haldið til stuðnings Ómari Ragnarssyni. Það er að frumkvæði Jó- hanns G. Jóhannssonar, tónlistar- og myndlistarmanns, sem Ómar Ragnarsson varð fyrir valinu sem fyrsta samstarfs- verkefnið á þessu sviði. Jóhann hefur gefið olíumálverkið Ofar Jörðu (verð samkv. verðskrá kr. 350.000) sem boðið verður upp á kassi.is til stuðnings málefninu. Nýtt hjá Kassa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.