Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 28
matur 28 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sveitamatur er grunnurinn að matar-menningu hvers lands og er alls stað-ar jafnunaðslegur á bragðið. Auðvitaðer oft einhverju breytt í þeim upp- skriftum sem maður kemst yfir, t.d. hráefni fjarlægt sem ekki fellur í góðan jarðveg s.s. svínshöfuð eða innyfli og skipta því út fyrir eitthvað sem freistar meira. Þannig fékk mamma t.d. uppskrift að spægi- pylsu frá gamalli ítalskri konu sem bjó við Gardavatn (og býr reyndar enn). En konan hafði sagt við mömmu að hún gæti að sjálf- sögðu gert þetta sjálf heima á Íslandi. Mamma var spennt yfir að fá þessa forláta fjölskyldu- uppskrift, en las svo fyrstu setningu í upp- skriftinni, sem hljóðaði einmitt svona „takið eitt svín …“ og þar hætti hún að lesa. Þetta er algeng uppákoma þegar leitað er í sveitaupp- skriftum, en þá er bara að finna eitthvað sem nota má í staðinn. Hér á eftir fylgir þverskurður af þeim sveitaréttum sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þeir koma frá Íslandi, Ítalíu, Frakklandi og Danmörku – nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Allir réttirnir eru settir í til- tölulega auðveldan búning en hafið þó í huga að það þarf að hafa annaðhvort smjörbollu, maizena eða sósuþykkjara við höndina. Osso Buco (Ítalía) fyrir 5 5 kálfaskankasneiðar (eða nauta) 500 g grænmeti skorið í bita, t.d. gulrætur, laukur, púrra, steinseljurót, sellerírót eða hvít- kál (þarf ekki að vera allt þetta, þrjár græn- metistegundir eru nóg) 250 ml kálfasoð (kraftur og vatn) 1 dós heilir tómatar 375 ml hvítvín ½ dl hökkuð steinselja smjör hveiti börkur af einni sítrónu 3–4 hvítlauksgeirar Skankasneiðunum velt uppúr hveiti og steiktar í smjöri á pönnu við háan hita. Kjötið tekið af pönnunni og grænmetið steikt þar til það nær gullinbrúnum lit. Víninu er þá hellt út í og það látið sjóða aðeins niður. Tómötum og soði því næst bætt saman við og allt hrært saman. Kjötið sett í eldfast mót og vökvanum með grænmetinu hellt yfir. Rétturinn er þá settur inn í ofn og eldaður við 180°C í 1½–2 tíma, eða þar til kjötið er við það að detta af beinunum. Á meðan er steinselja, hvítlaukur og sítrónubörkur maukað saman í ítalskt gremolata. Þegar kjötið er til er sósan sigtuð frá og þykkt að vild, annaðhvort með smjör- bollu eða sósuþykkjara, hellt svo yfir kjötið á ný og rétturinn borinn fram með gremolata og soðnum eða steiktum kartöflum. Einnig má bera réttinn fram með risotto Milanese, hinu hefðbundna ítalska meðlæti. Fiskifrikadellur með blómkálsgratíni (Danmörk) 1 kg ýsa, hökkuð, eða fiskhakk 2 msk. Lúxussíld (3–4 bitar) steinselja, söxuð 2 egg 2 msk. hveiti 2 msk. rifinn laukur 3–3½ tsk. salt nýmalaður pipar Öllu blandað saman. Bollurnar mótaðar með skeið og steiktar á pönnu eða á smjörpappír í ofni við 220°C þar til þær eru gullinbrúnar. Blómkálsgratín 1 blómkálshaus 500 ml mjólk 50 g smjör 70 g hveiti ca. 100 g rifinn ostur + sneiðar til að þekja með Smjörið brætt í djúpum potti og hveiti blandað saman við þar til það heldur nokkurn veginn saman og myndar bollu. Þá er mjólk- inni smám saman bætt út í við frekar lágan hita og hrært í þar til réttri þykkt hefur verið náð (það sést yfirleitt þegar mjólkin sýður hve þykk blandan er). Ef þetta er of þykkt er gott að bæta smávatni og krafti út í. Rifna ostinum er því næst bætt saman við og hann látinn bráðna. Blómkálið sett í eldfast mót og sósunni hellt yfir ásamt osti. Þetta er bakað í ofni við 180°C í 20–30 mín., eða þar til blómkálið er meyrt. Kartöflusalat með hangiframparti (Ísland) 1 kg kartöflur 2 epli 4 harðsoðin egg 5 sneiðar súrar asíur ½ rauð paprika 1 krukka majónes þeyttur rjómi sítrónupipar/pipar Kartöflurnar soðnar og skornar niður í u.þ.b. 3–4 cm bita. Eplin skræld og skorin í bita sömu stærðar. Öllu, utan rjómans, er svo blandað saman og rjóminn að lokum hrærður varlega saman við. Smakkað til með salti og pipar. Borið fram með hangiframparti eða partískinku. Frönsk lauksúpa (Frakkland) 1 kg laukur 1 msk. smjör 2½ l nauta- eða hænsnasoð (kraftur og vatn) 1 hvítlauksrif salt og nýmalaður pipar 1 baguette brauð, skorið í sneiðar og ristað parmesan eða rifinn brauðostur Laukurinn fínskorinn og léttsteiktur í smjöri í djúpum potti þar til hann er mjúkur. Það eru skiptar skoðanir á hve mikið á að steikja laukinn en mér finnst súpan bragð- meiri ef ég karamellisera hann, þ.e. steiki við lágan hita þar til hann verður gullinbrúnn á lit- inn eins og karamella. Soðinu er þá bætt út í, suða látin koma upp og soðið varlega í 15–25 mín. Súpan er þá bragðbætt með hvítlauk, salti og nýmöluðum pipar. Súpan sett í skálar og baguette brauðsneið sett ofan á hverja skál, osti stráð yfir og þetta því næst undir grillið í ofni í nokkrar mínútur þar til osturinn er bráðnaður. Þetta er hin klassíska aðferð við að búa til franska lauksúpu þótt það megi einnig bera súpuna fram með ostsneið ofan á súpunni í hverjum diski og brauðið borið fram til hliðar. Evrópskur sveitamatur Morgunblaðið/Eyþór Osso Buco Ítalskur sveitamatur sem fellur vel að haustinu. Frönsk lauksúpa Góð á köldum kvöldum. Þjóðlegt Hangikjöt með kartöflusalati. Dönsk veisla Fiskibollur og kartöflugratín. Sveitamatur þarf ekki endilega að vera íslenskur sveitamatur – heldur má nota það, segir Sig- urrós Pálsdóttir, sem samheiti yfir seðjandi og bragðmikla rétti sem eiga vel við á haustdögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.