Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 29

Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 29
matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 29 TVÆR nýjar rannsóknir benda til þess að baunir geti minnkað hætt- una á því að fá kirtilæxli í ristli. Áður höfðu rannsóknir bent til þess að mikil neysla á þurrkuðum baunum minnkaði hættuna á hjartasjúkdómum. Krabbamein í ristli myndast oft- ast í kirtilæxli. Tvo bolla á viku Rannsókn, sem náði til 35.000 kvenna í Bandaríkjunum, leiddi í ljós að þær sem borðuðu tvo bolla eða meira af þurrkuðum baunum á viku voru 33% ólíklegri til að fá kirtilæxli í ristli en þær stall- systur þeirra sem borðuðu hálfan bolla eða minna á viku. Önnur rannsókn, sem gerð var meðal fólks sem áður hafði fengið kirtilæxli í ristli, leiddi í ljós að þeir sem sem juku neysluna á þurrkuðum baunum mest, voru um 45% ólíklegri til að fá kirt- ilæxli aftur en þeir sem höfðu minnkað neyslu sína á baunum lít- ilsháttar. Tveir bollar eða meira á viku eru þá taldir minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um 22% miðað við þá sem borðuðu þurrkaðar baunir sjaldnar en einu sinni í viku. Baunir góðar fyrir kyrrsetufólk Í Bandaríkjunum hefur full- orðnu kyrrsetufólki verið ráðlagt að borða um tvo og hálfan bolla af baunum á viku. Þeim, sem þurfa fleiri hitaeiningar, er ráðlagt að borða allt að þrjá bolla á viku, að því er fram kom á fréttavefnum MSNBC.com. En heilsusamlegir eiginleikar bauna eru m.a. taldir að þakka einstökum efnafræðileg- um eiginleikum jurtarinnar. Baunir minnka hættu á ristilkrabba Morgunblaðið/Árni Sæberg Baunaréttir Með því að bæta baunum við matseldina má draga úr hætt- unni á ristilkrabba sem og hjartasjúkdómum. Hreiðar Karlsson yrkir umlandsþekkt fljót sem er horfið: Ýmsir kveina af eftirsjá, aðrir þótt hljóðlega fagni. Ófrýnilegasta landsins á loksins kemur að gagni. Hálfdan Ármann Björnsson, Hlégarði, bendir á að mörgum verði tíðrætt um náttúruperlurnar sem hverfa munu í Hálslón, en ýmislegt komi í ljós þegar grynnki í ánni: Við Jöklu oft var illt að tæta, ólmaðist hún og bergið mól. Núna auga næmu mæta náttúruperlur, sem hún fól. Þá Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi: Víst var áin voðalega ljót og varla rétt að tefja heimsins þróun. Dettifoss rennur enn um urð og grjót og útlendingar horfa á þessa sóun. Bágt á þjóð, að bera slíkan kross belja jökulfljót um sanda ljóta. En jöklar hverfa, ef hitnar enn hjá oss svo allt mun þetta standa fljótt til bóta. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Enn af Jöklu FUNDIST hafa mítlar í döðlu- pakkningum frá Himneskri holl- ustu, dagsettum 30.05.07. og 31.07.07. Mítlarnir eru í litlu magni og algjörlega skaðlausir. Í frétta- tilkynningu frá Himneskri hollustu kemur fram að fyrirtækið geri miklar kröfur til afurða sinna og því hafi verið ákveðið að innkalla allar sendingar með þessum dag- setningum. „Himnesk hollusta hefur frá upp- hafi lagt metnað sinn í að selja há- gæðamatvöru, bæði lífrænt rækt- aða og vistvæna, á íslenskum markaði og harmar því óþægindi sem af þessum mistökum hafa hlot- ist. Varan verður að fullu endur- greidd við skil.“ Nánari upplýs- ingar er að fá hjá Himneskri hollustu. Mítlar í döðl- um frá Him- neskri hollustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.