Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 29
matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 29 TVÆR nýjar rannsóknir benda til þess að baunir geti minnkað hætt- una á því að fá kirtilæxli í ristli. Áður höfðu rannsóknir bent til þess að mikil neysla á þurrkuðum baunum minnkaði hættuna á hjartasjúkdómum. Krabbamein í ristli myndast oft- ast í kirtilæxli. Tvo bolla á viku Rannsókn, sem náði til 35.000 kvenna í Bandaríkjunum, leiddi í ljós að þær sem borðuðu tvo bolla eða meira af þurrkuðum baunum á viku voru 33% ólíklegri til að fá kirtilæxli í ristli en þær stall- systur þeirra sem borðuðu hálfan bolla eða minna á viku. Önnur rannsókn, sem gerð var meðal fólks sem áður hafði fengið kirtilæxli í ristli, leiddi í ljós að þeir sem sem juku neysluna á þurrkuðum baunum mest, voru um 45% ólíklegri til að fá kirt- ilæxli aftur en þeir sem höfðu minnkað neyslu sína á baunum lít- ilsháttar. Tveir bollar eða meira á viku eru þá taldir minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um 22% miðað við þá sem borðuðu þurrkaðar baunir sjaldnar en einu sinni í viku. Baunir góðar fyrir kyrrsetufólk Í Bandaríkjunum hefur full- orðnu kyrrsetufólki verið ráðlagt að borða um tvo og hálfan bolla af baunum á viku. Þeim, sem þurfa fleiri hitaeiningar, er ráðlagt að borða allt að þrjá bolla á viku, að því er fram kom á fréttavefnum MSNBC.com. En heilsusamlegir eiginleikar bauna eru m.a. taldir að þakka einstökum efnafræðileg- um eiginleikum jurtarinnar. Baunir minnka hættu á ristilkrabba Morgunblaðið/Árni Sæberg Baunaréttir Með því að bæta baunum við matseldina má draga úr hætt- unni á ristilkrabba sem og hjartasjúkdómum. Hreiðar Karlsson yrkir umlandsþekkt fljót sem er horfið: Ýmsir kveina af eftirsjá, aðrir þótt hljóðlega fagni. Ófrýnilegasta landsins á loksins kemur að gagni. Hálfdan Ármann Björnsson, Hlégarði, bendir á að mörgum verði tíðrætt um náttúruperlurnar sem hverfa munu í Hálslón, en ýmislegt komi í ljós þegar grynnki í ánni: Við Jöklu oft var illt að tæta, ólmaðist hún og bergið mól. Núna auga næmu mæta náttúruperlur, sem hún fól. Þá Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi: Víst var áin voðalega ljót og varla rétt að tefja heimsins þróun. Dettifoss rennur enn um urð og grjót og útlendingar horfa á þessa sóun. Bágt á þjóð, að bera slíkan kross belja jökulfljót um sanda ljóta. En jöklar hverfa, ef hitnar enn hjá oss svo allt mun þetta standa fljótt til bóta. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Enn af Jöklu FUNDIST hafa mítlar í döðlu- pakkningum frá Himneskri holl- ustu, dagsettum 30.05.07. og 31.07.07. Mítlarnir eru í litlu magni og algjörlega skaðlausir. Í frétta- tilkynningu frá Himneskri hollustu kemur fram að fyrirtækið geri miklar kröfur til afurða sinna og því hafi verið ákveðið að innkalla allar sendingar með þessum dag- setningum. „Himnesk hollusta hefur frá upp- hafi lagt metnað sinn í að selja há- gæðamatvöru, bæði lífrænt rækt- aða og vistvæna, á íslenskum markaði og harmar því óþægindi sem af þessum mistökum hafa hlot- ist. Varan verður að fullu endur- greidd við skil.“ Nánari upplýs- ingar er að fá hjá Himneskri hollustu. Mítlar í döðl- um frá Him- neskri hollustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.