Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 31

Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 31
Fegurð Litirnir í náttúrunni eru fallegir á þessum árstíma í Toskana. ensbúar völdu sér svartan hana sem þeir gáfu ekkert að borða. Haninn, sársvangur, byrjaði að góla langt fyrir dögun og varð það til þess að riddarinn frá Flórens fékk mun lengri tíma og þar af leiðandi er Flórens Chianti-svæðið mun stærra en Siena-svæðið. Eftirréttavín með kexi Hvítvínin frá Toskana eru ekki síður mikilvæg, flest unnin úr Trebbiano-þrúgunni, fyrir utan Vernaccia di San Gimignano. Vin Santo er eftirréttavín sem er á öll- um vínseðlum í Toskana. Það er borið fram með sérstökum kex- kökum sem er dýft ofan í vínið. Frábær eftirréttur. Antinori er annað samheiti yfir Toskana. Fjölskyldan er ein af elstu og helstu vínframleiðendum á Ítalíu og á rætur sínar að rekja til 13. aldar. Piero Antinori tók við stjórnartaumunum árið 1966 og vann markvisst að því að auka framleiðsluna og að færa Antinori- nafnið inn í nútímann. Honum tókst vel upp og hafði mikil áhrif á vínframleiðslu um alla Ítalíu. Ant- inori ræktar vín víða um Toskana og má nefna: Badia a Passignano (þar sem er líka frábær veitinga- staður), Tignanello og Péppoli. Frá Bolgheri má nefna Verment- ino og Guado al Tasso. Bílaleigubíll og kort Þeir sem eru á leiðinni í sæl- keraferð til Toskana ættu að fá sér bílaleigubíl, gott kort og helst ættu þeir að vera búnir að lesa sér eitthvað til um vín og mat í Toskana. Það er best að taka bíla- leigubíl á flugvellinum í Flórens eða Pisa til að forðast að þurfa að hætta sér inn í borgir þar sem al- þjóðlegar umferðareglur gilda ekki. Þar gilda bara þeirra reglur! Það er gott að vera skipulagður og panta hótel á undan sér, en það er líka alltaf gaman að villast í sveitinni, innan um vínekrur og kýprustré, og finna sætt Agrit- urismo, sem eru hálfgerðar bændagistingar og oft miklu huggulegri en hótel. Þar er oft hægt að kaupa alls konar góðgæti sem bóndinn ræktar sjálfur. Margir vínframleiðendur bjóða upp á vínsmakkanir, vínsmökk- unarnámskeið og matreiðslunám- skeið. Nú, svo fyrir þá sem ekki keyra eru í boði skipulagðar vín- smökkunarferðir á reiðhjólum. Höfundur er búsettur á Ítalíu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 31 Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00. Laugardaga kl. 12:00–16:00. Þýska tímaritið Auto Bild valdi Opel bestu þýsku bíltegundina í Þýskalandi árið 2006 Aukahlutir á mynd: álfelgur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Orlando Vacation Homes If you are planning a trip to Orlando, Florida and you are interested in learning more about vacation home ownership, please contact us or visit our website. www.LIVINFL.com Contact: Meredith Mahn 001-321-438-5566 Domus Pro Realty - Vacation Home Sales Division

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.