Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi að-alritari kommúnistaflokksins ogleiðtogi Sovétríkjanna, kom víðavið í fyrirlestri sínum í aðalsal Há- skólabíós í gærkvöldi. Tuttugu ár voru þá liðin frá upphafi leiðtogafundar hans og Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta í Höfða en að hon- um loknum lýsti Gorbatsjov því yfir í sama sal að fundurinn hefði markað tímamót í samskipt- um stórveldanna. Gorbatsjov hóf ávarp sitt á því að rifja upp sögulegan aðdraganda fundarins í Reykjavík og hversu viðkvæmt ástand heimsmála hefði þá verið í skugga mikillar spennu í samskiptum stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Til marks um hversu spennan var rafmögnuð hefði grafarþögn verið í hópi fjöl- miðlafólks – sem hann sagði óvenjulegt – þegar hann hefði gengið í salinn. „Þeir vildu vita hvers vegna leiðtogarnir tveir hefðu enn og aftur ekki orðið við vænt- ingum fólksins. Þeir vissu hvaða orð George Schultz [utanríkisráðherra Bandaríkjanna] hafði látið falla í varnarstöðinni í Keflavík þeg- ar hann sagði að leiðtogafundurinn hefði mis- tekist. Ég sagði við þessa blaðamenn að fund- urinn væri tímamótaskref.“ Kom á trausti á milli leiðtoganna Gorbatsjov sagði því næst að hann hefði ver- ið að leita leiða til skapa betri heim, leiða sem gætu bundið enda á kalda stríðið. „Á leiðtogafundinum á Möltu árið 1989 hitti ég George H.W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var þá sem við lýstum því yfir að við mynd- um ekki framar líta á þjóðir hvors annars sem óvin. Samkvæmt hefðbundinni sögutúlkun var þetta augnablikið sem kalda stríðinu lauk […] Við áttum svo annan fund í París sem markaði upphafið að nýju tímabili […] Væntingarnar voru mjög miklar. Til að fundirnir á Möltu og í París gætu farið fram þurfti að yfirstíga ýmsa erfiðleika og stuðla að breytingum á heiminum sem við lifðum í. Það sem var mikilvægast að breyta var samband okkar við Bandaríkin. Þessi tvö ríki voru forysturíki tveggja and- stæðra bandalaga.“ Í ljósi alls þessa taldi Gorbatsjov leiðtoga- fundinn í Reykjavík hafa skipt sköpum, því hann hefði komið á trausti milli sín og Reagans á hættulegu skeiði í sögunni þegar hættan af kjarnavopnum var í algleymingi, óvissutímabili sem yrði best lýst sem „klukkan fimm mínútur í miðnætti“. Hann rifjaði svo upp atvik þegar bandarískir flugeftirlitsmenn túlkuðu upplýs- ingar á tölvuskjá sem svo að rússneskar sprengjuþotur stefndu á Bandaríkin. Síðan hefði komið í ljós að um hóp gæsa var að ræða. Miðstýringin byrði á Sovétríkjunum Gorbatsjov fjallaði einnig um hvernig tím- arnir hefðu breyst í Sovétríkjunum við upphaf áttunda áratugarins. Gríðarleg miðstýring hefði hamlað hagkerfinu, með þeim afleiðing- um að stjórnin hefði ekki getað brugðist tím- anlega við nýjum áskorunum. Hagvöxtur hefði verið lítill sem enginn og þróun á ýmsum svið- um afar hæg ef nokkur. Á sama tíma hefði olíukreppan árið 1973 leitt til aukinnar áherslu á tækniþróun á Vestur- löndum á meðan Sovétríkin sátu eftir. Þetta hefði gerst þrátt fyrir að íbúar Sovétríkjanna væru vel menntaðir. Frelsi til skoðanaskipta hefði hins vegar verið mjög takmarkað og ein- staklingar átt á hættu að vera varpað í fangelsi fyrir yfirlýsingar sínar. Íbúar ríkis sem var ríkt af mannauði og náttúruauðæfum hefðu búið við vöruskort. Gorbatsjov sagði miðstjórn kommúnista- flokksins hafa brugðist við skortinum með að- gerðum sem ætlað var að stuðla að framförum á sviði vísinda og tækni og þannig vinna bug á þeim vandamálum sem blöstu við sovéskum ráðamönnum. Það hefði ekki gengið eftir og hin nýja áhersla á „glasnost“, eða opnun sam- félagsins, hefði um miðjan níunda áratuginn opnað augu almennings fyrir fjölþættum vanda Sovétríkjanna. Um líkt leyti hefði utanríkisstefnan breyst og Brezhnev-kenningunni verið hafnað. Jafn- framt hefði sambandið við Vesturlönd verið bætt, eins og fundirnir með Reagan væru til merkis um. Ekki hefði lengur verið hægt að standa undir gríðarlegum útgjöldum til her- mála. Lýst sem „eldheitum bolsévika“ Gorbatsjov segir að um miðjan níunda ára- tuginn hafi mönnum orðið ljóst að koma þyrfti á fundi hist í se voru mj komið á bréf þar ekki að ans [í G sem spu Ég sa tilheyrð an hefði eldheitu inn hlát Hann ingu beg orkustr vinna o Þetta he prósent höndum svo ver hefði ha markmi vopn á á Gorba hafa val sem áró flokksin frá Rea við. Í sta með ven skoðun leiðtoga „Ég s við myn París, Bandarí halda le Þörf fy Gorba togafun eyða st hefði sv is, Band Hugarfarið breytt Upprifjun Mikhaíl Gorbatsjov flytur fyrirlestur sinn í H Í HNOTSKURN »Gorbatsjov hlaut friðarverðlaunNóbels árið 1990 fyrir framlag sitt til bættra samskipta risaveldanna. »Hann fyrirskipaði brottflutningsovéskra hermanna frá Afganistan árið 1989. »Tsjernobyl-kjarnorkuslysið í apríl1986 og gagnrýni í eftirmálum þess sannfærði hann um nauðsyn þess að opna þyrfti frekar fyrir málfrelsi. »Færð hafa verið rök fyrir því, að„perestrojka“ hafi verið einn af lykilatburðunum í sögu Sovétríkjanna, ásamt Októberbyltingunni 1917 og sigrinum í síðari heimsstyrjöldinni. MIKHAIL Sergeyevich Gorbatsjov fæddist árið 1931 í bæn- um Privolnoye í Stavropol-héraði í Sovétríkjunum fyrrver- andi. Stavropol var landbúnaðarhérað og hafði faðir Gor- batsjovs, vélvirkinn Sergei Gorbatsjov, atvinnu af því að gera við landbúnaðarvélar. Móðir hans, Maria Pantelyeva, var hins vegar heimavinnandi húsmóðir. Foreldrar Sergeis kynntust harðstjórn stalínismans af eigin raun þegar þau voru þvinguð til að flytjast búferlum fyrir að tilheyra hópi stöndugra sjálfseignarbænda, svo- nefndra Kúlakka, sem voru ráðamönnum í Kreml þyrnir í augum á upphafsdögum samyrkjubúskaparins. Þegar Gorbatsjov var á 11. aldursári sá hann hersveitir nasista leggja undir sig Stavropol-hérað og þessi reynsla greyptist í vitund drengsins, sem átti síðar sem leiðtogi Sov- étríkjanna eftir að ítreka þá skoðun sína, að beiting her- valds hefði beðið skipbrot, að hún væri ekki lengur nothæft tæki til að koma á stöðugleika í heiminum. Gorbatsjov útskrifaðist sem lögfræðingur frá Moskvuhá- skóla 1952, þar sem hann kynntist lífsförunauti sínum, Raísu Maksímovnu Títarenku, sem féll frá árið 1999. Tuttugu og þriggja ára gamall gekk hann í komm- únistaflokkinn og átti þar skjótum fram fagna. Hann varð einn yngsti stjórnand sögu flokksins til að fara með málefni h þegar hann varð leiðtogi hans í Stavrop 1970. Átta árum síðar var hann svo skip ráðherra landbúnaðarmála í miðstjórn Hvattur áfram af Andropov Árið 1980 var Gorbatsjov hleypt inn innsta hring flokksins, æðsta ráðið í Kr hið svokallaða Politburo, fyrir tilstuðla ríj Andropovs, verðandi aðalritara kom únistaflokksins. Fimm árum síðar varð svo fyrsti aðalritari flokksins sem fædd eftir Októberbyltinguna 1917, eftir frá forvera hans í embætti, Konstantíns Ts nenkos. Sem aðalritari beitti hann sér annars rojkunni“, hugtaki sem þýðir „endursk var að blása lífi í fúna innviði Sovétríkj fyrir „glasnost“, sem merkir „opnun“ o Holdgervingur umbreytinganna sem a VÍSIR AÐ SÁTT UM VIRKJANAMÁL Nefndin, sem í fyrradag skilaðiiðnaðarráðherra skýrslu umverndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls, hefur með til- lögum sínum skapað vísi að sátt í einu mesta deilumálinu í íslenzku þjóð- félagi nú um stundir; hvar megi virkja vatnsorku og jarðhita og hvaða svæði eigi að vernda. Sömuleiðis tek- ur nefndin af skarið um annað mál, sem hefur verið umdeilt og verður æ brýnna að leysa úr, eftir því sem sam- keppni orkufyrirtækja um að kanna og nýta virkjunarkosti verður harð- ari; hvernig úthluta eigi þeim tak- mörkuðu gæðum, sem í rannsóknar- og virkjanaleyfum felast. Varðandi síðarnefnda atriðið er nefndin á einu máli um að byggja á þeirri niðurstöðu auðlindanefndar forsætisráðherra, sem skilaði af sér árið 2000, að selja bæri nýtingarrétt- indi á vatnsafli, sem væri í þjóðar- eign, á uppboði til að tryggja að þjóð- in nyti eðlilegrar hlutdeildar í þeim umframarði, sem nýting vatnsafls í þjóðfélaginu skapaði. Auðlindanefnd- in komst að sömu niðurstöðu um námaréttindi og jarðhitaauðlindir á þjóðlendum eða jarðeignum ríkisins. Um þetta segir í tillögum nefndar iðnaðarráðherra: „Skylt væri að taka gjald fyrir auðlindanýtingu í ríkis- landi. Ef einungis einn sækir um og uppfyllir sett skilyrði yrði samið við hann um eðlilegt endurgjald fyrir auðlindina. Ef hins vegar fleiri sækja um færi fram uppboð og sá sem hæst byði fengi leyfið.“ Þetta er leið, sem er í samræmi við þá víðtæku sátt, sem ríkti um nið- urstöðu auðlindanefndarinnar. Hún er í samræmi við hagsmuni almenn- ings af því að fá eðlilegan arð af sam- eiginlegum eignum sínum. Uppboðs- leiðin leysir sömuleiðis þann vanda, sem iðnaðarráðuneytið er nú í vegna fjölda umsókna orkufyrirtækja um sömu rannsóknar- og virkjanaleyfin. Aukinheldur er það auðvitað nauð- synlegt að útfæra innheimtu auð- lindagjalds í öllum atvinnugreinum, sem nýta auðlindir í almannaeigu, í því skyni að treysta sáttina um auð- lindagjald í sjávarútveginum, sem tekið var upp í framhaldi af skýrslu auðlindanefndarinnar. Sjávarútveg- urinn á að sjálfsögðu heimtingu á því að sitja við sama borð og aðrar at- vinnugreinar að þessu leyti. Varðandi þá brennandi pólitísku spurningu hvaða svæði megi virkja og hver alls ekki vegna náttúru- verndargildis þeirra, leggur nefndin ekki til neina efnislega niðurstöðu, heldur fremur aðferðafræði til að fara eftir. Nefndarmenn viðurkenna að mun erfiðara hafi verið að komast að niðurstöðu um þennan þátt en það hvernig ætti að velja á milli umsókna um virkjanaleyfi. Nefndin bendir á að einn helzti ásteytingarsteinninn í umræðum síðustu ára um nýtingu orkulinda landsins hafi verið að mönnum hafi þótt skorta einhvers konar heildarsýn á það hvaða leið yrði farin. Síðan segir í nefndar- álitinu: „Slík framtíðarmynd getur að mati nefndarinnar aldrei falist í ein- angraðri afstöðu til þess annars veg- ar hvað eigi að vernda og hins vegar eigi að nýta. Eigi útkoman úr slíku starfi að skila okkur fram á við verð- ur við slíka heildstæða áætlunargerð að taka afstöðu til beggja þátta. Nið- urstaðan er því í hnotskurn sú að nefndarmenn allir eru sammála um að við skuldum framtíðinni að tekin sé meðvituð ákvörðun um hvert sé stefnt og með hvaða hætti. Menn geti treyst því á hverjum tíma að ljóst sé hvar nýting geti og megi fara fram en jafnhliða hvaða svæði og náttúruauð- lindir verði til lengri eða skemmri tíma vernduð og útilokuð frá slíkri nýtingu.“ Það að fulltrúar allra stjórnmála- flokka og helztu hagsmunaaðila skuli hafa komið sér saman um þessa nálg- un að málinu er augljóslega mikils- vert og sýnir að hægt er að komast að sameiginlegum niðurstöðum um jafn- erfið og viðkvæm mál. Nefndin leggur til að Alþingi móti langtímastefnu um rannsóknir, verndun og nýtingu auðlindanna sem um ræðir. Slík áætlun yrði samþykkt sem lög eða þingsályktun um „sér- staka verndar- og nýtingaráætlun sem gilda skal til langs tíma, t.d. til 25 ára í senn, en sætti reglulegri end- urskoðun, t.d. ekki sjaldnar en á fjög- urra ára fresti.“ Nefndin telur að slík áætlun myndi „sýna á skýran og gagnsæjan hátt hvaða valkostir eru til staðar varðandi nýtingu auðlinda hérlendis næstu áratugi.“ Nefndarmenn leggja til að við gerð þessarar áætlunar verði sérstaklega litið til niðurstaðna rannsókna og mats á hugsanlegum virkjunarkost- um, sem settar eru fram í skýrslu um niðurstöður 1. áfanga rammaáætlun- ar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma, og jafnframt niðurstaðna og mats 2. áfanga áætlunarinnar, sem á að liggja fyrir eftir þrjú ár. Ennfrem- ur verði tekið tillit til annarra rann- sókna og áætlana. Nefndin leggur til að verndar- og nýtingaráætlunin verði samþykkt í fyrsta sinn sem lög eða þingsályktun árið 2010. Sérstak- lega er vakin athygli á að tryggja verði aukið fé til nauðsynlegra grunnrannsókna og gerðar yfirstand- andi rammaáætlunar, þannig að þessi tímaáætlun standist. Eins og áður sagði er hér fremur komin tillaga að aðferð til að finna sátt í virkjanamálum en að nefndin sé búin að finna sáttaleiðina. Auðvitað hljóta að verða mikil pólitísk átök um innihald verndar- og nýtingaráætlun- ar. Sjónarmið um verndargildi ein- stakra svæða eru mismunandi og deilan um Kárahnjúkavirkjun hefur sýnt að rannsóknargögn og niður- stöður geta verið bæði umdeild og umdeilanleg. En á endanum fæst fram lýðræðisleg niðurstaða, sem fólk á að geta orðið ásátt um að una. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til þess hversu hart skal ganga fram í því að takmarka veitingu rannsókna- og virkjanaleyfa fram að því að þessi heildarstefnumótun liggur fyrir eftir fjögur ár. Þar liggja mismunandi hagsmunir og sjónarmið að baki. Um það skal það eitt sagt hér, að því fleiri virkjanaleyfi sem verða veitt þar til heildarstefnan liggur fyrir, sam- þykkt af Alþingi, þeim mun minni lík- ur eru á að um hana náist sú sátt, sem er svo nauðsynleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.