Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 33 leiðtoga risaveldanna, sem hefðu ekki ex ár. „Margir nánir ráðgjafar Reagans jög andvígir því að slíkum fundi yrði á. Heritage-stofnunin skrifaði Reagan r sem hann var hvattur til að hitta mig máli […] Eftir fyrsta fund okkar Reag- Genf] fórum við til sendinefnda okkar urðu: „Hvað fannst þér um leiðtogann?“ agði Reagan vera risaeðlu, mann sem ði fortíðinni […] Síðar frétti ég að Reag- i látið þau orð falla í viðtali að ég væri ur bolséviki,“ sagði Gorbatsjov við mik- tur viðstaddra. n vék því næst að sameiginlegri yfirlýs- ggja aðila frá þessum tíma um að kjarn- íð væri stríð sem ekki væri hægt að og stríð sem mætti aldrei verða háð. efði skipt miklu máli, enda hefðu þá 90 t kjarnavopna heimsins verið í þeirra m. Árangri Genfarviðræðnanna hefði rið fylgt eftir og í janúarmánuði 1986 ann lagt fram áætlun, sem m.a. hafði það ið að heimurinn yrði laus við kjarna- árinu 2000. atsjov sagði viðbrögðin við áætluninni ldið vonbrigðum, hún hefði verið túlkuð óður af hálfu aðalritara kommúnista- ns. Um haustið hefði honum borist bréf agan, bréf sem hann hefði ekki kunnað að þess að svara „óraunhæfum“ kröfum njubundu bréfi hefði hann komið þeirri á framfæri að ekkert minna dygði en að arnir hittust á ný. stakk upp á því við Reagan forseta að ndum hittast tafarlaust. Ég stakk upp á Lundúnum og Reykjavík […] Svar íkjastjórnar var, að hún samþykkti að eiðtogafund í Reykjavík.“ yrir nýtt heimsskipulag atsjov sagði Sovétríkin hafa tekið leið- ndinn í Höfða alvarlega og boðist til að tærstu kjarnaflaugum sínum. Hann vo uppgötvað að Reagan var sama sinn- daríkjaforseti hefði verið mikill „hauk- ur“ á fyrra kjörtímabili sínu en á því síðari hefði hann viljað fara aðrar leiðir, svo hans yrði minnst sem sáttasemjara. „Svo vissum við með fáum undantekningum alltaf hvað fór fram hjá hinum aðilanum,“ sagði Gorbatsjov og uppskar mikinn hlátur áheyr- enda. Hann sagði stöðu beggja leiðtoganna hafa verið erfiða í Höfða, hann hefði verið sak- aður um eftirgjöf en Reagan verið brigslað um að draga úr þjóðaröryggi Bandaríkjanna með sáttahug sínum. Framlag þeirra Georges Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Eduards Shevardnadzes, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, til viðræðnanna í Höfða hefði því verið einkar mikilvægt. Gorbatsjov vísaði svo til þess mats ráðgjafa Reagans, sem komið hefði í ljós á síðustu árum, að hin svokallaða „geimvarnaáætlun“ Bandaríkjastjórnar hefði verið óraunhæf, líkt og sérfræðingar Sovétríkj- anna hefðu gert sér grein fyrir. Hann dró saman mikilvægi fundarins í Höfða, sagði það ekki hafa falist í áföngum á leið til afvopnunar heldur hefði fundurinn orðið sögulegur vegna þeirra áhrifa sem hann hafði á hugarfar beggja aðila. „Traustið sem myndaðist á fundinum í Reykjavík var mjög mikilvægt í leit okkar að friði. Því getum við sagt að fundinum hafi ekki lokið í húsinu við sjávarsíðuna heldur hér í þessum sal,“ sagði Míkhaíl Gorbatsjov og lauk þannig ræðu sinni með vísun til ummæla sinna á sama stað fyrir 20 árum. Þetta hefði verið um kvöld og hann hefði velt því fyrir sér að leggja áherslu á afstöðu Bandaríkjanna til viðræðn- anna í ávarpi sínu. Annað hefði gerst. „Þegar ég sá þessi þúsund augu sem horfðu í spyrjandi þögn skildi ég á því augnabliki að ég ætti að segja eitthvað allt annað. Ég átti að segja eitthvað mjög frábrugðið við heims- byggðina sem hafði þjáðst svo mjög á dögum kalda stríðsins. Ég sagði því með dramatískum hætti: „Viðræðurnar í Reykjavík voru ekki mistök heldur tímamótaskref“ […] Þau ykkar sem voru í salnum munið hvernig viðbrögð fjöl- miðlafólksins voru, þau voru ótrúleg.“ tist á fundinum Morgunblaðið/ÞÖK Háskólabíói í gær. stjórnkerfið gagnsærra ásamt því sem málfrelsi var aukið. Gorbatsjov kastaði „Brezhnev-kenningunni“, sem heimilaði íhlutun í innanríkismál leppríkja Sovétríkjanna, og tók upp hina mun mildari „Si- natra-kenningu“, sem í reynd fól aðildarríkjum Varsjárbandalagsins stjórn yfir eigin málum. Árið 1989 féll gamla austurblokkin um leið og sífellt dró úr völdum kommúnistaflokksins. Um líkt leyti varð Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna eða í marsmánuði 1990. Dagar hans í embætti voru erfiðir en á sama tíma öðlaðist Borís nokkur Jeltsín sífellt meiri lýðhylli. Um leið dró úr áhrif- um Gorbatsjovs á kostnað þjóðernissinnaðra afla og íhaldssamra kommúnista. Í ágústmánuði 1991 frömdu harðlínumenn tímabundið valdarán en þegar Gorbatsjov sneri aftur skynj- aði hann að tími hans var liðinn. 17. desember sama ár leysti hann upp Sovétríkin, sem hurfu inn í sögubækurnar á ný- ársdag 1992. Jeltsín varð forseti. Nýtt skeið í sögu Rúss- lands var hafið. ma að di í héraðs pol paður ninni. í reml, an Jú- mm- ð hann dist áfall sjer- s vegar fyrir „perest- kipulagning“ og ætlað janna, og hins vegar og ætlað var að gera afhjúpuðu fúna innviði kerfisins Time valdi hann mann níunda áratugarins. Tuttugu ár eru nú liðin fráþví að leiðtogafundur Ro-nalds Reagan, fyrrver-andi Bandaríkjaforseta, og Mikhails Gorbachev, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, fór fram í Höfða, sem varð heimsfræg bygging á einni nóttu. Fundurinn, sem bar að með tíu daga fyrirvara, er merkasti viðburður Íslandssögunnar á alþjóð- legum mælikvarða. Höfðafundurinn setti Ísland á heim- skortið til frambúðar og sennilega markaði hann upphaf endaloka kalda stríðsins og hruns Sov- étríkjanna og afstýrði kjarnorkuátökum stór- veldanna. Á liðnum tuttugu ár- um hefur heimsmyndin gjörbreyst og alþjóð- legir valdapólar færst til. Nýjasta dæmið um breytingarnar sem orð- ið hafa í kjölfar Höfða- fundarins er brotthvarf bandaríska varnarliðsins frá Íslandi, sem hér hafði verið nær óslitið frá 1941. Tíu daga fyrirvari Óhætt er að undirstrika að það voru þrír menn sem höfðu kjark og víðsýni til þess að verða við ósk sendiherra stórveldanna um að Ís- land yrði gestgjafi leiðtogafund- arins. Það eru þeir Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráð- herra, Matthías Á. Mathiesen, fyrr- um utanríkisráðherra, og Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri. Jafnvel þótt fyrirvarinn væri aðeins 10 dagar ákváðu þeir að einskis skyldi látið ófreistað, til þess að fundurinn yrði að veruleika. Höfði, sem er eign Reykjavíkurborgar, var valinn sem fundarstaður og ákveðið var að leiðtogarnir tveir settust á rökstóla þar dagana 11. og 12. októ- ber 1986. Hagatorg var nafli alheimsins Allt var sett í gang til að undirbúa komu Reagans og Gorbachevs, sem komu með fjölmennt lið aðstoð- armanna og öryggisvarða. Einnig þurfti mikinn viðbúnað fyrir komu heimspressunnar, sem lætur slíka fundi ekki framhjá sér fara. Borgin lagði til Hagaskóla ásamt íþrótta- húsinu og Melaskóla fyrir alþjóðlega fjölmiðlamiðstöð. Prentmiðlar og út- varpsmenn voru flestir í Hagaskóla. Fjölmiðlamiðstöð Hvíta hússins var á Hótel Loftleiðum. Alþjóðlegri sjónvarpsmiðstöð var komið fyrir í Melaskóla og Neskirkja var höfð sem varahúsnæði ef allt fylltist. Hagtorgið varð í einni svipan eins og akur risasveppa þegar stóru sjón- varpsstöðvarnar höfðu komið gervi- hnattadiskunum sínum þar fyrir. Rússarnir tóku Hótel Sögu og Há- skólabíó á leigu. Það eina sem fékk að vera í friði á svæðinu var leikskól- inn Hagaborg. Í nokkra daga voru helstu fréttir heimsins framleiddar og skrifaðar við Hagatorg í Reykjavík. Torgið varð nafli alheimsins í nokkra daga. Í alþjóðlegu fjölmiðlamiðstöðinni skráðu sig rösklega þrjú þúsund fjölmiðlamenn frá flestum ríkjum heims. Fréttamenn skiptu hundr- uðum, en auk þess var stór hluti að- komumanna tæknimenn, sam- skiptasérfræðingar ljósvakamiðla, myndatökumenn og aðrir þeir starfsmenn sem þurfti til að koma fréttum leiftursnöggt heimsenda á milli. Matthías Á. Mathiesen fól mér að annast skipulag og framkvæmd fjöl- miðlaþjónustunnar og Helga Ágústssyni sendiherra að vera tals- maður íslenskra stjórnvalda gagn- vart heimspressunni. Starfsmenn miðstöðvarinnar urðu flestir 62. Stærsti hópurinn var fenginn að láni úr guðfræðideild HÍ, en ástæðan var sú að það var frambærilegt fólk sem talaði fjölda tungumála. Það var athyglisvert að alls töluðu starfs- menn miðstöðvarinnar 15–16 tungu- mál, þ.á m. mál eins og rússnesku, grísku, hebresku og hollensku. Þessi hæfni starfsfólksins, sem lagði sig mikið fram, kom sér vel þessa daga. Ísland endanlega á heimskortið Fundurinn sjálfur fór fram í Höfða og var að mestu lokaður fjöl- miðlum. Af þeim ástæðum urðum við að búa svo um hnút- ana að fréttir og fréttaefni af fund- inum bærust hratt til fréttamanna í fjöl- miðlamiðstöðina. Ekkert var til sparað til að þjóna blaða- og fréttamönnum allan sólarhringinn. Ótrú- legt magn frétta og umfjöllunar í heims- pressunni skilaði þeim árangri að heimurinn varð meðvitaður um Höfðafundinn. Þar með var Reykjavík og Ísland loksins komið endanlega á heimskortið. Í upphafi var ákveðið að koma eins miklu fjölmiðlaefni og upplýs- ingum um land og þjóð til erlenda fjölmiðlafólksins í von um að það skilaði sér á jákvæðan hátt í frétta- flutningum héðan. Það tókst afar vel enda var Ísland framandi og for- vitnilegt land fyrir heimspressuna. Sumum þótti við stundum einum of aðgangshörð í þessum efnum. Á lokadegi Höfðafundarins kom einn af blaðamönnum tímaritsins TIME til mín og sagði: „Jón Hákon, ekki meira um sterkasta mann heims (Jón Pál), ungfrú alheim (Hólmfríði Karlsdóttur), íslenska hestinn eða draugagang í Höfða. Ekki meir takk.“ Lagst á árarnar Samstillt átak stjórnvalda, Reykjavíkurborgar, Pósts & síma og landsmanna allra varð til þess að Höfðafundurinn tókst með miklum ágætum. Hann varð landi og þjóð til mikils sóma. Það er alveg ljóst að sú ótrúlega landkynning sem fékkst með þessum hætti hefur skapað Ís- lendingum og Íslandi sterka og já- kvæða ímynd um heimsbyggðina. Það er líka staðreynd að útrás ís- lenskra fyrirtækja og einstaklinga undanfarin ár um víða veröld hefur notið mikils góðs af landkynning- unni sem fór fram á fáeinum dögum í október 1986. Sögulegur fyrirlestur Gorbachevs Í þessari viku stendur Reykjavík- urborg fyrir ýmsum atburðum til að minnast afmælis leiðtogafundarins. Meðal annars stóð fyrirtækið Con- cert fyrir afar athyglisverðum fyr- irlestri Mikhails Gorbachev, síðasta sovétleiðtogans í Háskólabíói sl. fimmtudag. Það er mjög rausnarlegt af borg- arstjóranum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, og borgarstjórn, að hafa frumkvæði að því að halda upp á þessi tímamót með svo vegleg- um hætti. Það sýnir að borgarstjóri skilur hversu mikilvægur Höfði er sem farmtíðarvettvangur þar sem erlendir deiluaðilar geta sest saman, leyst deilur og samið um frið. Borg- arstjórinn hefur látið þau orð falla að hann muni leggja mikla áherslu á að Reykjavík og Höfði verði stað- urinn þar sem deilandi aðilar geti ræðst við í friðsamlegu umhverfi í friðarborg. Reykjavík á að marka sér þá stefnu að verða framtíð- arborg friðar og mannvirðingar í heiminum. Reykjavík friðarborg Ef þetta markmið tekst, sem allt bendir til, verður þetta eitt stærsta framlag íslensku þjóðarinnar til hjálparstarfs og alþjóðlegra frið- armála. Heimurinn áttaði sig á því í kjöl- far Höfðafundarins að Íslendingar eru friðsöm og vopnlaus þjóð, sem á sér enga óvini í fjölskyldu þjóðanna. Íslendingum er því treystandi til að sinna friðarmálum og Reykjavík er kjörinn vettvangur fyrir frið- arsamninga. Höfði hefur þegar markað sér sess í huga fólks um víða veröld sem hús friðarins. Ég hef skrifstofu nánast beint á móti Höfða við Borgartún og það sem jafnan vekur athygli mína og undrun er að á hverjum einasta degi má sjá útlendinga oft í tugum og hundruðum heimsækja Höfða. Þeir ganga umhverfis húsið og láta mynda sig á tröppunum frægu þar sem Reagan og Gorbachev hittust í Reykjavík. Auk þess er athyglisvert hve stór hluti þessa erlenda fólks kemur frá Asíulöndum eins og Kína og Japan. Í þeirra huga breytti Höfði gangi stjórnmála, ekki aðeins milli Austur og Vesturs, heldur og í Asíu og víðar. Allt þetta fólk virðist líta á Höfða sem eins konar musteri friðar og mannúðar. Þetta er mikið umhugsunar- og rannsóknarefni að mínu mati. Fulltrúar stórveldanna sem voru á Höfðafundinum halda nú hver af öðrum á fund feðra sinna. Nokkrir eru enn lifandi en komnir vel við ald- ur. Gorbachev, sem er fæddur 1931, er enn í fullu fjöri og ferðast um heiminn til fyrirlestrahalds. Það er afar ánægjulegt að Einari Bárðarsyni skyldi detta það í hug og hafa kjark til að bjóða sovétleiðtog- anum að heimsækja Reykjavík til að minnast fundarins. Gorbachev hefur alla tíð sagt að fundurinn hafi tekist með miklum ágætum. Hann segir að í Höfða hafi myndast sterk vin- artengsl milli hans og Bandaríkja- forseta, sem afstýrðu hugsanlegum kjarnorkuvopnaátökum stórveld- anna. Tímamótafundur í Reykjavík Í ávarpi sem Gorbachev ritaði í bók sem gefin var hér út í tilefni 10 ára afmælis leiðtogafundarinns seg- ir hann: „Reykjavíkurfundurinn markaði vissulega tímamót. Þegar kalda stríðinu lauk þróuðust fundir um yfirvofandi kjarnaógn yfir í reglulega samskiptafundi með æðstu ráðamönnum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.“ Dóttir Ronalds Reagan, Mau- reen, sem lést fyrir nokkrum árum, var í Reykjavík á 10 ára afmæli Höfðafundarins árið 1996. Þá sagði hún mér að pabbi sinn, sem kominn væri með Alzheimer, hefði oft sagt sér að fundur hans með Gorbachev í Höfða hafi verið einn af þremur stærstu sigrum hans á stjórn- málasviðinu. Hann bað dóttur sína að hafa þetta hugfast. Reagan eins og Gorbachev var sannfærður um að Höfðafundurinn bar þann árangur að kalda stríðinu, sem staðið hafði linnulaust frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar, væri lokið og kjarn- orkuvopnin slíðruð. Það er mjög mikilvægt fyrir okk- ur Íslendinga að sjá til þess að heim- urinn gleymi því aldrei hvað ávannst á Höfðafundinum í október 1986. Kjarnorkuvopnin voru slíðruð á Höfða- fundinum árið 1986 Eftir Jón Hákon Magnússon »… sú ótrúlega land-kynning sem fékkst með þessum hætti hef- ur skapað Íslendingum og Íslandi sterka og já- kvæða ímynd um heimsbyggðina. Jón Hákon Magnússon Höfundur er framkvæmdatsjóri KOM almannatengsla og veitti forstöðu fjölmiðlamiðstöð leiðtogafundarins. EINAR Bárðarson, eigandi Concert ehf. og aðalskipuleggjandi fyrirlestrarins í gær, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að óvíst væri hvort endar myndu nást saman vegna komu Gorb- atsjovs til landsins. „Það sér það hver maður að til að svona framkvæmd gangi upp þarf að selja miða í hvert sæti,“ sagði Einar og vísaði þar með til þess að nokkuð var um auð sæti á öftustu bekkjunum í aðalsal Háskólabíós í gær. „Það er engin ástæða til þess að vera að barma sér. Þetta hefur verið mikil vinna. Undirbúningurinn að þessu hefur tekið níu mánuði og nú er bara að fara að ein- beita sér að fyrirlestri Steve Forbes sem verður á vegum Concert í febrúar. Þetta hefur verið áhættusamt verkefni að fá svona dýran fyrirlesara til landsins. Fyrrverandi þjóðarleiðtogar eins og hann eru mjög dýrir en mér fannst svo sann- arlega þess virði að taka þessu áhættu á þessum stóru tímamótum í sögu þjóð- arinnar,“ sagði Einar Bárðarson, sem vildi ekki gefa upp kostnaðinn við að fá Gorbatsjov til landsins.“ Óvíst hvort endar nái saman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.