Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í miðborginni þetta kvöld var fjöldi fólks og varla að nokkur væri ódrukkinn. Reyndar voru sumir svo of- urölvi að þeir stóðu vart uppi. Þeir slöguðu út á götur, voru með háreysti og dónaskap, tveir náungar ruku saman af vanmætti og döngluðu hvor til annars. Ég stökk upp í leigubíl og bílstjórinn bað mig afsökunar, sagðist verða að hafa rúðurnar niðri til að hleypa út ólyktinni af sauðdrukknu farþeg- unum tveimur sem hann hafði sleppt út á sömu mínútu. Hann skipti þó fljótlega um skoðun og renndi rúðunum upp aftur, til að koma í veg fyrir að einhver drykkjuboltinn hreinlega dytti inn um gluggana. „Ég er feginn að þessi er ekki í mínum bíl,“ sagði bílstjórinn þegar við ókum framhjá unglingsstúlku sem var svo drukkin að ekki var hægt að greina lífsmark með henni. Tveir vinir hennar héldu henni uppi, drógu hana áfram og slógu létt á vanga hennar af og til, án þess að hún sýndi nokkur merki þess að vera að ranka við sér. „Er þetta alltaf svona í mið- bænum?“ spurði ég undrandi, enda langt síðan ég hef komið í Soho- hverfi í London um helgi. „Já,“ svaraði leigubílstjórinn. „Þetta er alltaf svona og reyndar oft miklu verra.“ Hann sagði að þótt slæmt væri að þurfa að sinna farþegum í Soho um helgar væri það þó öllu skárra en í mörgum nágrannasveitarfélögum. „Hérna get ég oft tekið túrista í bíl- inn, sem eru ekki eins drukknir og Lundúnabúar. En ef ég fer í aðra bæi sit ég uppi með eintómt heima- fólk á fylliríi.“ Ég verð að viðurkenna að ég var afskaplega undrandi á þessu al- menna, mikla fylleríi, jafnt unglinga sem fullorðinna. Ég man nefnilega ekki betur en að breskir blaðamenn hafi margoft komið til Íslands, farið niður í miðbæ um helgar og skrifað svo langar og miklar greinar um hvað Íslendingar drekka mikið og illa. Og allir sauðdrukknu ungling- arnir vekja sérstaka athygli. Ætli þessir blaðamenn rölti aldrei um Soho-hverfið? Heimsóknin til London á dög- unum var annars öll hin ánægjuleg- asta. Hvernig er hægt að láta sér leiðast í borg þar sem sýnd eru leik- rit í öðru hverju húsi og hvorki fleiri né færri en 23 söngleikir á fjöl- unum? Og svo er hægt að fara út að borða án þess að það kosti hægri handlegginn. Reyndar kviknuðu örlitlar vonir um að slíkt verði hægt að leyfa sér oftar hér á landi þegar boðaðar lækkanir á matarverði taka gildi. En ég verð að viðurkenna að bjart- sýni mín stóð ekki lengi, enda gefur reynslan ekki tilefni til að stökkva hæð sína í loft upp. Um miðjan september var frá því greint í Morgunblaðinu, að sl. haust hefði ekki verið hægt að greina lengur það verðstríð sem geisaði milli lágvöruverslana á fyrri hluta ársins. Og að enn bætist við hækk- anirnar. Hið undarlega er, að þótt allir geti lesið á verðmiða og sann- reynt að matur hefur hækkað, er samt fullyrt að það hafi hann alls ekki gert. Birgjar, sem einu sinni hétu framleiðendur og heildsalar, segjast til dæmis ekki hafa hækkað nokkurn skapaðan hlut hjá sér, en verslanirnar barma sér, segja sam- keppnina svo gríðarlega harða að varla sé nokkur álagning, en auðvit- að fái þær ekki ráðið við síhækkandi verð frá birgjum. Hagar, sem reka m.a. Bónus, Hagkaup og 10-11, töp- uðu heilum 700 milljónum á verð- stríðinu í fyrra, að sögn forsvars- manna. Mikið megum við prísa okkur sæl að þar á bæ skuli menn reknir áfram af hugsjónum, en ekki gróðavon. Þegar í ljós kom að afleiðingar verðstríðsins voru horfnar með öllu og matarverð hélt áfram að rjúka upp var bent á að samkeppnisyf- irvöld bæru mikla ábyrgð. Þau ættu ekki að láta óátalið að markaðs- ráðandi fyrirtæki seldu vöru undir kostnaðarverði um tíma til að bola samkeppnisaðilum út af markaði. Virk samkeppni tryggði hagstætt verð og samkeppnisyfirvöld yrðu að láta þar til sín taka. Boðaðar lækkanir á mat- vöruverði taka gildi frá og með 1. mars nk. Margir hafa lýst áhyggj- um af að lækkunin muni ekki skila sér til neytenda, heldur verslana. Svarið er, að stíft eftirlit verði haft með því að neytendur njóti góðs af. Ég get ekkert efast um það fyr- irfram, að frá og með 1. mars verði gerðar verðkannanir fram og til baka og nánast upp á hvern dag til að ganga úr skugga um að lækk- anirnar komi fram. Og að sam- keppnisyfirvöld verði þá alveg sér- staklega á varðbergi. Ég hef hins vegar miklu meiri áhyggjur af því sem gerist núna í október, nóv- ember, desember, janúar og febr- úar. Hvað ef matarverð heldur áfram að hækka þessa fimm mán- uði, eins og það hefur gert allt þetta ár? Og það svona líka óskiljanlega að ekki virðist einu sinni hægt að rekja hækkunina til upprunans. Getur verið að verslanir sjái sér leik á borði og ýti verðinu smám saman upp, fram að 1. mars? Og svo kemur lækkunin og allir eiga að verða sæl- ir og glaðir, en enda kannski með að greiða svipað verð fyrir matvælin og þeir gera núna, fimm mánuðum fyrr. Við höfum svo lengi búið við svo hátt verð á matvöru hér á landi að almenningur ber ekki lengur neitt skynbragð á hvað er eðlilegt og hvað ekki. Hækkun einhverrar vöru upp á tugi króna kallar varla á við- brögð. Svo bregðum við okkur til útlanda og furðum okkur á því hvað maturinn er ódýr þar. Við hlið okk- ur í kjörbúðinni standa heimamenn og fussa og sveia yfir okrinu, enda ekki vanir að setja stærstan hluta ráðstöfunartekna sinna í mat- arkörfuna. Maturinn hér og þar »Ég hef hins vegar miklu meiri áhyggjur af þvísem gerist núna í október, nóvember, desem- ber, janúar og febrúar. Hvað ef matarverð heldur áfram að hækka þessa fimm mánuði, eins og það hefur gert allt þetta ár? Hvað ef matarverð held- ur áfram að hækka þessa fimm mánuði, eins og það hefur gert allt þetta ár? rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir AÐ UNDANFÖRNU hefur Samfylkingin farið mikinn í gagn- rýni sinni á íslenskan landbúnað og haldið því fram að matvælaverð megi lækka hérlendis með því að taka upp grænar bein- greiðslur til bænda, þessu hélt hugmynda- fræðingurinn Össur Skarphéðinsson m.a. fram í Kastljóssþætti Sjónvarpsins. Mega ekki fela í sér verðstuðning Núverandi stuðn- ingskerfi við bændur er sagt flókið og binda bændur á klafa. Kerf- inu vill Samfylkingin umbylta að fyrirmynd síns dáða Evrópusambands, allt í þágu lækkaðs matvælaverðs. En græna leið Samfylkingarinnar er blindgata og er með ólíkindum að stjórnmálaafl sem vill væntanlega láta taka sig alvarlega skuli skrum- skæla staðreyndir með þessum hætti. Sannleikurinn er sá að grænar greiðslur þurfa að falla að ströng- um skilyrðum sem útlistuð eru í 2. viðauka við landbúnaðarsamning Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og Ísland er aðili að. Grunnskilyrðin eru að grænar greiðslur mega hvorki hafa markaðs- og við- skiptatruflandi áhrif né fela í sér verðstuðning. Það segir sig sjálft að greiðslur af þessum toga geta aldrei nýst til að lækka vöruverð til neytenda. Þær mega ekki tengj- ast búvöruframleiðslu á nokkurn hátt, svo einfalt er það. Fýkur þar með spilaborg Samfylkingarinnar út í veður og vind. Ekki ný uppfinning Því skal þó haldið til haga að grænar stuðningsaðgerðir eiga vissulega sinn sess í landbún- aðarstefnunni í bland við annað, t.d. í þágu rannsókna og þróunar eða til landgræðslu og skógræktar, og þeim hefur verið beitt hér á landi lengur en minni Samfylking- arinnar virðist ná til. Því fer víðs fjarri að grænn stuðningur sé upp- finning hennar. Þvert á móti hefur landbúnaðurinn sjálfur leitt hug- myndavinnu um möguleika slíkra stuðningsaðgerða í atvinnu- og byggðaþróun til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur nú með blekk- ingarleik sínum skaðað þetta starf. Landbúnaðarstefna núverandi rík- isstjórnar hefur verið að stuðla að aukinni hagræðingu og bættri hagkvæmni íslenskra búvöruframleiðenda, m.a. til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra gegn erlendri búvöruframleiðslu og lækka vöruverð til neytenda. Hið op- inbera getur unnið að þessum markmiðum með framleiðslutengd- um beingreiðslum og verðákvörð- unum, sem snerta þá búvörufram- leiðsluna sjálfa og hafa áhrif á það verð sem neytandinn greiðir fyrir vöruna. Það er enginn betur meðvitaður um þær takmarkanir sem um slík- ar stuðningsaðgerðir gilda en hags- munaaðilar í landbúnaði, þ.á m. að slíkur stuðningur muni þurfa að dragast saman þegar fram í sækir sökum alþjóðlegra samninga. En það skiptir bæði bændur og neyt- endur máli að slíkur stuðningur sé nýttur í þágu beggja innan þess ramma sem gildir hverju sinni og að íslenskur landbúnaður fái ekki lakara tækifæri til aðlögunar að auknu viðskiptafrelsi en landbún- aður nágrannaríkjanna. Þúsundir starfa launafólks í afurðastöðvum og þjónustu við landbúnaðinn um land allt og líka höfuðborgarsvæð- inu væru í miklu uppnámi og at- vinnuleysi yrði staða dagsins. Að- gerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar matarverðs tryggir þetta sameiginlega hagsmunamál bænda og neytenda. Íslensk búvöruframleiðsla mundi leggjast í rúst Það er hverjum skynsömum manni ljóst að tillögur Samfylking- arinnar til lækkunar matvælaverðs myndu leggja íslenska búvörufram- leiðslu í rúst með ófyrirséðum af- leiðingum fyrir sveitir landsins. Hún nyti engrar tollverndar, þó búvöruframleiðsla allra annarra ríkja í okkar heimshluta gerði það svo sannarlega. Hún fengi heldur engan ríkisstuðning, þrátt fyrir að starfa í skugga Evrópusambands- ins sem beitir 90% af öllum út- flutningsbótum í heimsviðskiptum og fer með hátt í helming af sam- eiginlegum útgjöldum sínum til landbúnaðarmála. Hún hefði ein- faldlega enga stöðu í slíkri sam- keppni. Undir Samfylkingunni myndu grænar greiðslur til einhverra ein- staklinga og lögaðila hérlendis varða allt annað en búvörufram- leiðslu og verð íslenskra búvara til neytenda. Af óljósum hugmyndum Samfylkingarinnar að ráða gætu þetta verið búsetu- eða umhverf- isstyrkir. Eða einhvers konar til- vistarstyrkir. En sennilega væri ekki viðeigandi að kalla viðtak- endur greiðslnanna bændur. Í þessu liggur kjarni málsins. Samfylkingin vill lækka matarverð með því að tryggja ótakmarkað framboð af erlendum búvörum án þess að styðja nokkuð við bakið á íslenskri búvöruframleiðslu. Hún einfaldlega viki af markaði. Þetta vill hún útfæra í samráði við bænd- ur. Bændur sem hafa allt frá land- námi litið á sig sem matvælafram- leiðendur sinnar þjóðar. Uppgangur, athafnafrelsi og ný- sköpun hafa einkennt sveitir lands- ins á undanförnum árum. Staða og sjálfsímynd íslenskra bænda hefur styrkst. Það er sorglegt að Sam- fylkingin skuli nú vilja veita þess- ari stétt náðarhögg. Og það í fullri vinsemd. Sýndarmennska Samfylking- arinnar og græna blekkingin Guðni Ágústsson skrifar um lækkun matarverðs »Mikilvægt að ís-lenskur landbún- aður fái ekki lakara tækifæri til aðlögunar að auknu viðskiptafrelsi en landbúnaður ná- grannaríkjanna. Guðni Ágústsson Höfundur er landbúnaðarráðherra. Í FJÁRLAGAFRUMVARPI ársins 2007 kennir ýmissa grasa. Ég vil hér vekja athygli á einu at- riði umfram önnur, sem varðar Háskóla Íslands. Í mörg ár hefur farið fram mikil bar- átta innan skólans í því skyni að við- urkenna sérstaklega þjóðlegar greinar inn- an skólans og við- urkenna þar með sér- stöðu Háskólans sem þjóðskóla okkar allra. Slík viðurkenning átti að felast í auknum fjárveitingum til þess- ara greina. Á háskóla- fundi sem haldinn var 19. maí árið 2000 sem ég einmitt sat, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Háskólafundur vill að Háskóli Ís- lands marki sér skýra stefnu í mennta- og rannsóknamálum í þeim fræðigreinum er varða Ísland og Íslendinga sérstaklega. Á þess- um sviðum eiga Íslendingar að gegna forystuhlutverki í hinu al- þjóðlega vísindasamfélagi enda eru þeir betur í stakk búnir en erlend- ir fræðimenn til að hafa forystu á fræðasviðum er tengjast íslenskri menningu í víðasta skilningi. Há- skólanum ber því að leggja sér- staka rækt við þau svið sem telja má séríslensk.“ 40 milljónir í stuðning Nú hefur það gerst að í fjárlagafrumvarp- inu er komið til móts við þessar óskir Há- skólans. 40 milljónir króna verða lagðar til í því skyni að styðja við þjóðlegar greinar við Háskólann. Þessar greinar eru meðal annars íslenska, ís- lensk fræði og málvís- indi, sagnfræði og ís- lenskt táknmál. Ég fagna þessu og viðurkenningin er svo sannarlega tímabær. Bjart framundan Stjórnvöld sýna nú í verki að þau meta vel hin íslensku fræði. Á vorþingi samþykkti Alþingi ný lög um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hin nýja stofn- un mun verða mikil lyftistöng fyrir íslensk fræði. Ekki síst vegna þess að hún mun sameina margar eldri stofnanir á þessu sviði og sameig- inlega leysist úr læðingi nýr kraft- ur sem fæst vegna samlegð- aráhrifa. Styrkur stofnunarinnar liggur ekki síst í nánum tengslum við Háskóla Íslands og tryggt er að hún verði hluti af fræða- samfélagi hans. Síðast en ekki síst mun Háskólinn fá nýja byggingu utan um þessa starfsemi í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Ég er bjartsýn fyrir hönd íslenskra fræða og óska metnaðarfullum og góðum fræðimönnum greinanna, sem aldrei hafa gefist upp í barátt- unni, til hamingju með viðurkenn- inguna. Stuðningur við þjóðlegar greinar Dagný Jónsdóttir fjallar um málefni Háskóla Íslands » Stjórnvöld sýna íverki að þau meta vel hin íslensku fræði Dagný Jónsdóttir Höfundur er þingmaður og varafor- maður menntamálanefndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.