Morgunblaðið - 13.10.2006, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 35
EINSTAKT VERÐ Á NÝJUM LEGACY
2007 árgerðin af Legacy markar tímamót. Ný hönnun leiðir saman öryggi,
þægindi og magnaða aksturseiginleika. Kraftmikil vélin situr lárétt og lágt
í vélarrúminu sem margfaldar eiginleika sídrifsins og gerir allan akstur
stöðugari. Nýr og aukinn staðalbúnaður eykur þægindin á meðan ekið er.
Það eina sem hefur ekki verið bætt við er verðið.
* Samkvæmt sölutölum Umferðarstofu 01/04 til 28/04 2006
SPORT SEDAN VERÐ
Beinskiptur 2.490.000
Sjálfskiptur 2.620.000
SPORT WAGON VERÐ
Beinskiptur 2.640.000
Sjálfskiptur 2.770.000
STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 LÍTRAR - 165 HESTÖFL, SÍTENGT FJÓRHJÓLADRIF, 17” ÁLFELGUR, TVÍSKIPT
TÖLVUSTÝRÐ LOFTKÆLING, HRAÐASTILLIR, 6 DISKA GEISLASPILARI MEÐ MP3 OG MARGT FLEIRA.
Opið: Mán. - fös. kl. 9:00 - 18:00. Lau. 12:00 - 16:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Akureyri
464 7940
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Reyðarfirði
474-1453
Umboðsmenn
um land allt
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
„ Líklega bestu kaupin í dag “
„ Að reynsluakstri loknum sé ég ekki betur en að nýr Legacy
standi þeim gamla að öllu leyti framar. Ef horft er til verðs
og búnaðar er nýr Legacy líklega bestu kaupin í dag. “
-Fréttablaðið 27. 9. 06
Í AÐALSKIPULAGI setur
sveitarstjórn fram stefnu sína um
landnotkun og umhverfismál í
sveitarfélaginu. Það getur vart
verið skýrara eins og sjá má í
Skipulags- og byggingalögum. Á
sveitarstjórnarfundi í Skagafirði 5.
október síðastliðinn samþykktu
sveitarstjórnarfulltrúar meirihlut-
ans, Framsóknarflokks og Sam-
fylkingar að gera ráð fyrir bæði
Villinganesvirkjun og Skata-
staðavirkjun á aðalskipulagi sveit-
arfélagsins. Áður höfðu þau fellt
tillögu VG um að gera ráð fyrir
hvorugri virkjuninni. Einnig felldu
þessir flokkar nýverið tillögu VG
um friðun Jökulsánna í Skagafirði
ásamt Austurdal. Það eina sem nú
getur stöðvað þessi áform er að
almenningur rísi upp og reyni að
telja sveitarstjórn hughvarf gagn-
vart þessum virkjanaáformum sem
nú mega skrifast fyrst og fremst á
ábyrgð Samfylkingarinnar.
Villinganesvirkjun tilbúin
Villinganesvirkjun er tilbúin,
virkjunaraðilar bíða einungis eftir
aðalskipulaginu. Með því að sam-
þykkja Villinganesvirkjun er Sam-
fylkingin að leggja það á herðar
almennings að verja hendur sínar
í þeirri viðleitni að koma þessum
virkjunum út af skipulagi. Snúast
til varnar gegn stefnu Samfylk-
ingar og Framsóknar um virkjun
Jökulsánna! Það hefði hins vegar
verið allt önnur staða fyrir íbúa
héraðsins og heiðarlegri fyrir
Samfylkinguna ef það væru nú
virkjunaraðilar sem stæðu frammi
fyrir því að berjast fyrir því að
greiða virkjanaáformum leið inn á
aðalskipulag sveitarfélagsins.
Jökulsárnar lagðar undir
Svo var að skilja á Önnu Krist-
ínu Gunnarsdóttur, þingmanni
Samfylkingarinnar, í fréttum út-
varps nýverið að Samfylkingin
hafi verið tilbúin að leggja Jökuls-
árnar og Héraðsvötnin undir til að
komast í meirihluta með Fram-
sókn: „Ég hygg að það hafi orðið
að samkomulagi við meiri-
hlutamyndun að þetta færi inn á
tillögu að aðalskipulagi.“ Anna
Kristín var á framboðslista til
sveitarstjórnar í Skagafirði og
kom að myndun nýs meirihluta
með Framsókn. Hún veit því hvað
Samfylkingarfólk samdi um á bak
við tjöldin. Í grein í Morg-
unblaðinu í gær er að finna nafla-
skoðun nokkurra forystumanna
Samfylkingar í Skagafirði varð-
andi virkjanir Jökulsánna, en eina
sjáanlega niðurstaðan er sú að þau
geta ekki sagt nei við Framsókn-
arflokkinn.
Tvískinnungur og blekkingar
Það þýðir ekki fyrir frambjóð-
endur Samfylkingarinnar til sveit-
arstjórnar að bregða á flótta í ein-
hverjum blekkingaleik þegar þeir
finna að vindarnir blása nú á móti
þeim og flokknum í þessu máli.
Það stangast einfaldlega á orð og
gjörðir. Það er tvískinnungur að
samþykkja á sveitarstjórnarfundi
að stefna að virkjun Jökulsánna
eins og Samfylkingin gerði 5.
október, þar sem atkvæði hennar
réð úrslitum í svo umdeildu máli
og koma svo í fjölmiðla daginn eft-
ir og segjast alfarið vera á móti
viðkomandi gjörningi. Eftir skrif
forystumanna Samfylkingar í
Morgunblaðinu í gær er ekki að-
eins hægt að álykta að Samfylk-
ingin sé stefnulaus, hún stefnir í
allar áttir.
Þeir sem skipa sveitarstjórn-
arlista Samfylkingarinnar í Skaga-
firði bera sameiginlega ábyrgð á
málinu. Sumt Samfylkingarfólk
virðist vera að byrja að horfast í
augu við afleiðingar gjörða sinna,
en í stað þess að snúa við blaðinu
reynir það að réttlæta þær og
blekkja fólk um mögulegar afleið-
ingar þeirra. Ef forystumenn
Samfylkingarinnar endurskoða
ekki og gera upp við stefnu sína
um virkjun Jökulsánna í Skaga-
firði á næstu dögum er hins vegar
ljóst að almenningi verður ætlað
að bjarga henni frá sjálfri sér.
Samfylkingin biður almenning
að bjarga sér úr snörunni
Bjarni Jónsson skrifar um
sveitarstjórnarmál í Skagafirði » Þeir sem skipa sveit-arstjórnarlista Sam-
fylkingarinnar í Skaga-
firði bera sameiginlega
ábyrgð á málinu.
Bjarni Jónsson
Höfundur er sveitarstjórnar-
maður VG í Skagafirði.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni