Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 13.10.2006, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á ÍSLANDI eru 23 verndaðir vinnu- og hæfingarstaðir. Þessir staðir mynda samtök um vinnu og verk- þjálfun sem kallast Hlutverk.is og hafa þeir heimasíðu með sama nafni. Á þessum stöðum er unnið ótrú- lega fjölbreytt starf bæði í framleiðslu- og þjónustustörfum. Það eru t.d saumuð vinnu- föt, búin til raflagna- efni, sápa gerð úr ís- lenskum jurtum, smíðuð leikföng, hljóðfæri og búfjár- merki. Hver kannast ekki við ræst- ingaráhöldin frá Blindravinnustofunni, Egla lausblaðabæk- urnar frá Múlalundi eða kertin frá Sól- heimum og Heimaey kertasmiðjuna í Vest- mannaeyjum? Í þjónustustörfum er pökkun ýmiskonar áberandi, allt frá því að pakka tímaritum í að telja skrúfur í poka. Um það bil 1000 störf eru unnin á þessum stöðum. Í könnunum sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum kemur í ljós að einungis 10–15% af vinnufæru fötluðu fólki fá störf á almennum vinnumarkaði. Það má gera ráð fyrir því að þetta hlutfall sé svipað hér á landi þrátt fyrir gott starf AMS (atvinna með stuðn- ingi). Það eru ekki allir sem geta fengið vinnu á vernduðum vinnu- stöðum og fyrir því liggja ýmsar ástæður. Þeir sem hins vegar fá starf eiga litla möguleika á að skipta um vinnu eða prófa eitthvað annað. Valmöguleikar fatlaðra ein- staklinga til að velja sér vinnustað eru því ekki margir. Afleiðingar þess að vinnumark- aður fatlaðs fólks er svo lokaður er meðal annars sú að kunnátta og hæfni sem einstakir starfsmenn búa yfir er oft vanmetin og tæki- færi sem fatlaðir starfsmenn fá til að auka við sína kunnáttu eða miðla af hæfni sinni er mjög tak- mörkuð. Ásgarður handverkstæði hafði frumkvæði að því fyrir nokkrum árum að koma á samstarfi nokk- urra vinnustaða og skóla fyrir fatl- að fólk á Norðurlöndunum. Þetta samstarf fólst í því að starfsmenn eða nemendur fóru á milli landa í heimsókn á vinnustaði eða í skóla. Þessar heimsóknir stóðu frá 10 dögum að fjórum mánuðum og gáfu mjög góða raun. Þarna fengu starfsmenn eða nemendur tækifæri til að miðla af reynslu sinni og auka við þekkingu sína. Það var ómetanlegt að sjá hvað aðrir voru að gera, hvernig vandamál voru leyst með ólíkum hætti, hvernig brugðist var við óvæntum uppá- komum og ekki síst að geta boðið starfsmönnum frá hinum Norð- urlöndunum að sjá hvað gert er á Íslandi. Í ljósi þessarar góðu reynslu hafa verið stofnuð sam- norræn samtök sem kallast midg- ardur.com. Þessi samtök hafa það að markmiði að gera fötluðum starfsmönnum eða nemendum kleift að ferðast á milli vinnustaða eða skóla á Norðurlöndum. Flestir sem hafa farið á vegum Miðgarðs hafa haft með sér aðstoð- armenn, en þeir sem hafa dvalið lengst hafa séð um sig sjálfir en getað nýtt sér félagsþjónustu í því landi sem dvalið er í. Ófatlað starfsfólk sem hefur farið með í þessar ferðir hefur lýst því að það sé ómetanlegt þegar það gleymist hver er hvað og við mætumst sem tvær manneskjur en ekki sem fatl- aður og ófatlaður. Það er því oft þannig að munurinn milli heilbrigðrar og fatlaðrar manneskju er ekki ástand heldur hugsun. Hugsun sem stendur í vegi fyrir því að innblástur og sköp- un geti átt sér stað þegar tvær mann- eskjur mætast. Midgardur.com hef- ur einsett sér að auka hreyfanleika fólks til vinnu og náms og laða fram þá þekkingu og færni sem þegar er fyrir hendi, bæði hjá nemendum og þeim sem starfa innan skóla og vinnustaða. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og skóla er þess albúinn að taka á móti ein- staklingum til lengri eða skemmri dvalar og hefur til þess góða að- stöðu. Nemendur og starfsfólk fá tækifæri til þess að læra hvert af öðru, miðla til ann- arra, fá nýjar hug- myndir og bera þekkingu á milli staða og landa. Víða á Norð- urlöndum rétt eins og hér á Íslandi er áhugaverð og framsækin starf- semi fatlaðra í gangi. Vandinn er bara sá að þessir staðir eru oft ein- angraðir hver frá öðrum og þekkja lítið sem ekkert til starfsemi ann- arra á sama sviði. Við viljum leggja áherslu á að nýta betur þau tæki- færi og aðstöðu sem þegar er fyrir hendi. Miðgarður vill ekki einungis styrkja norrænt samstarf heldur einnig samvinnu á milli vinnustaða og skóla í hverju landi fyrir sig. Það eru vannýtt sóknarfæri sem bíða handan við hornið. Vinnu- staðir, skólar og stofnanir sækjast eftir nýjum hugmyndum og fjöl- breyttari tækifærum til að geta boðið upp á verkefni sem auka starfshæfni og sveigjanleika bæði fyrir fatlað og ófatlað starfsfólk. Við búum yfir þekkingu, reynslu og vilja sem fram til þessa hefur ekki fundist farvegur fyrir. Það er von okkar að Miðgarður geti orðið sá farvegur. Miðgarður mun formlega hefja starfsemi 1. nóvember næst- komandi. Þá geta einstaklingar far- ið inn á heimasíðu midgardur.com og skoðað hvaða möguleikar eru í boði. Fulltrúar Miðgarðs eru að hefja kynningarátak sem byrjar hér á Ís- landi en fara síðan yfir til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finn- lands. Miðgarður hefur fengið styrki úr norrænum sjóðum og frá félagsmálaráðuneytinu á Íslandi og fengið stuðningsyfirlýsingar frá m.a. hlutverk.is. Það er hægt að kynna sér starfsemi Miðgarðs á heimasíðunni midgardur.com Miðgarður – nor- rænt samstarfsnet fyrir fatlað fólk Þór Ingi Daníelsson fjallar um starfsemi Miðgarðs, samstarfs- nets fyrir fatlað fólk Þór Ingi Daníelsson »Miðgarðurvill ekki ein- ungis styrkja norrænt sam- starf heldur einnig samvinnu á milli vinnu- staða og skóla í hverju landi fyr- ir sig. Höfundur er verkefnisstjóri Miðgarðs. REGLULEGA er því varpað fram hvort eldri borgarar eigi ekki að stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram til Alþingis. Rökin eru þessi:  Að ekki sé nægilega hlustað á þennan hóp,  Að hagsmunabarátta hópsins verði beittari og skilvirkari, með því að þessi rödd heyrist á Alþingi. Það er einnig ljóst að hugmyndin kemur frá fólki, sem telur sig fullfært um að leiða þennan flokk. Mér finnst þessi hugmynd alltaf jafn slæm og álít að hún verði hagsmuna- málum þessa hóps ekki til framdráttar. Hugmynd um stjórnmálaflokk gamla fólksins bygg- ist á því að þetta sé hags- munahópur, sem tali einni röddu og hagsmunir hópsins séu skýrir og áþreifanlegir. Það sé þessi „eina“ rödd sem þurfi að heyrast á Alþingi. Gamalt fólk er að mínu viti eins og þverskurður samfélagsins:  Ríkir – fátækir,  Menntaðir – ómenntaðir,  Sjúkir – heilbrigðir,  Hjón – einstaklingar,  Fótboltabullur – antisport- istar,  Í öllum stjórnmálaflokkum. Sem sagt öll flóran. Af um- ræðunni mætti halda að þegar þú ert 67 ára smellir þú inn í eitt- hvert mót, þú ert orðinn löggilt brosandi gamalmenni. Þessi stöðl- un er röng og hættuleg. Vissulega á þessi hópur ým- islegt sameiginlegt en það eru í reynd almenn atriði:  Við erum Íslendingar – flest kristin,  Við þurfum að nota heil- brigðisþjónustu meira en aðrir hópar, Gamalt fólk er í öllum stjórn- málaflokkum. Stjórnmálaflokk- arnir eru sér vel meðvitandi um stærð og áhrif þessa hóps og reyna að þjóna honum vel. Gleymum því ekki að börnin okkar eru að vinna í þessum sömu stjórn- málaflokkum og margir sem nú til- heyra hópi gamalla, hafa verið leiðandi í stjórnmálastarfi. Gamalt fólk hefur í grundvallaratriðum ólíkar skoðanir í stjórnmálum, flestir hafa hinsvegar þrosk- ast þannig að um- burðarlyndið er meira, við höfum séð svo margt, það sem áður skipti máli hefur minna vægi í dag, en lífsskoðunin hefur ekki breyst. Hættum því að tala um þennan hóp sem einn. Vilji eldri borgar hafa áhrif, eru í dag fjölmargar aðrar leiðir til þess, en að sitja á Alþingi.  Fjölmiðlaflóran hefur aldrei verið gróskumeiri. Nýtum þessi tækifæri,  Við eigum öfluga „penna“ sem eru duglegir að skrifa, og margir hafa vilja til að gera meira á þessum vettvangi. Nýir miðlar hafa einnig komið til, blogg og heimasíður.  Tökum ekki þátt í þessari leiðinda nöldurumræðu, loka ekki allir eyrunum þegar þessi umræða byrjar? Vilji gamalt fólk vera afl í þessu þjóðfélagi og þátttakandi í þjóð- félagsumræðu, þá er margt áhuga- vert að ræða:  Hvernig þjóðfélag höfum við byggt upp – kostir, gallar – hver á ræða um þetta nema við? Milli okkar – og við börnin okkar. Ef stjórnmálaflokkarnir passa ekki sem vettvangur fyrir þessa um- ræðu – finnum þá nýjan og betri grundvöll.  Virkar öryggisnetið sem við höfum byggt upp – hvað má bæta. Tryggingastofnun – ónýt stofnun – hverju þarf að breyta?  Virðing fyrir hinum gömlu í samfélaginu. Ef okkur finnst okk- ur sýnt virðingarleysi, höfum við þá ekki skapað það sjálf, eða misst einhverstaðar af lestinni? Ég tel því að ekki sé mikil þörf á nýjum stjórnmálaflokki fyrir gamalt fólk og óttast að slík sam- tök geri ekkert annað en að ein- angra það. Mögulega er heldur engin alvara í þessu, málið fær helst vængi, þegar einhver telur að þessi hópur hafi ekki fengið allt sem hann bað um. Stjórnmálaflokkur aldraðra Jón Atli Kristjánsson fjallar um málefni aldraðra »Ég tel því að ekki sémikil þörf á nýjum stjórnmálaflokki fyrir gamalt fólk og óttast að slík samtök geri ekkert annað en að einangra það. Jón Atli Kristjánsson Höfundur er hagfræðingur. JÁ, KJARNORKUÓGN núna? Var hún ekki bara á dögum kald- astríðsins? Allavega eru ekki leng- ur stórar samkomur um allan heim til þess að mótmæla kjarnavopnum og krefjast afvopnunar. Skyldi það vera vegna þess að kjarnorkuvopn ógni ekki lengur jarðarbúum? Skyldi það vera vegna þess að nú sé mun friðvænlegra í heiminum heldur en þegar Sov- étríkin og Bandaríkin stóðu hvort frammi fyrir öðru með putt- ann á rauða hnapp- inum tilbúin til að senda kjarn- orkuskeytin á víxl og hefja þannig tortím- ingu jarðarinnar? Valdhafar hóta að beita kjarnavopn- um. Í dag er talið að kjarnavopn séu um 30.000 talsins. Munu þau ekki verða notuð? Kjarnavopn hafa þegar verið notuð. Bandaríkja- menn hafa tvisvar varpað kjarn- orkusprengjum, á Hirosima og Nagasaki í ágúst 1945. Mörg hundruð þúsund manns létust og vansköpuð börn fæddust í mörg ár á eftir vegna afleiðinga þessa voðaverks af hendi lögmætrar rík- isstjórnar Bandaríkjanna. Nú eru kjarnavopn í höndum fleiri ríkja en á tímum kaldastríðsins og ótt- ast er að þau séu einnig í höndum ýmissa glæpasamtaka og annarra samtaka sem beita ofbeldi ekki síður en hinir svonefndu lögmætu valdhafar. Frakklandsforseti hefur nýlega látið að því liggja í op- inberri ræðu að Frakkar muni svara hryðjuverkaárás með því að beita kjarnavopnum. Alþjóðleg herferð fyrir af- vopnum Húmanistar hafa nú hafið al- þjóðlega herferð fyrir afvopnun til þess að vekja athygli á þessari stærstu vá sem að mannkyninu steðjar á okkar dög- um. Það þarf ekki að hugleiða nema augna- blik til þess að sjá hve gífurlegt áfall það yrði í heimsbyggðinni ef kjarnorkusprengja yrði send á stórborg einhversstaðar í heim- inum. Ímyndum okkur þau keðjuverkandi áhrif sem slíkur voða- atburður hefði í för með sér. Árásin á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 yrði í samanburði við slíkan atburð eins og léttur löðrungur þótt sá hrylli- legi atburður hafi eigi að síður kveikt stigvaxandi ófriðarbál sem gert hefur heiminn enn hættulegri en fyrr. 8 ríki viðurkenna nú þegar að eiga kjarnorkuvopn. 10 ríki til við- bótar eru grunuð um að vera að þróa kjarnorku á sviði hernaðar. Spáð er af Alþjóða kjarnorkustofn- uninni að innan 20 ára hafi um 40 ríki yfir kjarnavopnum að ráða. Eyðileggingararmáttur þeirra er geigvænlegur og getur haft úrslita áhrif á líf allra jarðarbúa. Við get- um spurt okkur sjálf; slepp ég við afleiðingar kjarnasprenginga? Sleppa börnin mín? Sleppa barna- börnin mín? Afnám ofbeldis núna Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi. Það er engin leið önnur fær en afnám ofbeldisins nú. Silo, upphafsmaður Húmanistahreyfingarinnar og and- legur leiðbeinandi fjölda fólks um allan heim, hefur sett fram skýran boðskap til heimsins sem birtist um þessar mundir í lítilli sjón- varpsauglýsingu víða um heim. Í þessari orðsendingu segir meðal annars: „Til að hindra kjarnorkuvá í framtíðinni þurfum við að sigrast á ofbeldinu núna“ Húmanistar á Íslandi gangast fyrir friðarathöfn laugardaginn 14. október nk. þar sem sett er fram ósk um algjöra afvopnun núna. Verður myndað friðarmerki með litríkum blöðrum til þess að túlka þetta ákall um frið á jörðu. Ég hvet alla hugrakka menn og konur að mæta á þennan fund. Til þess að forðast ógnir kjarnorkuvopna þurfa allir að taka þátt í baráttu fyrir friðsamlegum heimi fyrir okkur sem lifum nú og fyrir komandi kynslóðir. Kjarnorkuógn núna? Júlíus Valdimarsson skrifar um alþjóðlegt átak til afvopnunar »Eyðileggingarmátt-ur þeirra er geig- vænlegur og getur haft úrslitaáhrif á líf allra jarðarbúa. Júlíus Valdimarsson Höfundur starfar sem ráðgjafi og er leiðbeinandi í Húmanista- hreyfingunni. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.