Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 37 Í STAKSTEINUM Morg- unblaðsins þann 11. október var fjallað um viðbrögð mín fyrir hönd ASÍ vegna tillagna stjórnarflokk- anna um aðgerðir til lækkunar á matvælaverði og það tengt framboði mínu í prófkjöri Samfylking- arinnar. Morg- unblaðið hefur áhyggjur af því að ég þekki ekki stefnu Samfylkingarinnar. Sá póll sem Morg- unblaðið tekur í hæð- ina í þessum skrifum sínum er vægast sagt einkennilegur og óhjákvæmilegt er að benda á eftirfarandi. Fagnaðarefni ASÍ hefur um langt árabil kraf- ið stjórnvöld um trúverðugar að- gerðir til að lækka matvælaverð, sem verið hefur um 50% hærra en í nágrannalöndum okkar. Það er rétt hjá höfundi Staksteina að Samfylkingin hefur á und- anförnum árum ítrekað tekið þetta mál upp á Alþingi, sbr. fyr- irspurnir og þingsályktun- artillögur Rannveigar Guðmunds- dóttir og tillögur þingflokksins nýverið. Nú hafa þau tíðindi gerst að stjórnarflokkarnir hafa loksins tekið við sér og lagt fram tillögur um lækkun vörugjalda og virð- isaukaskatts af matvælum og er það mikið fagnaðarefni. Hentistefna ASÍ hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að þegar svigrúm er hjá ríkissjóði til þess að lækka skatta á almenning verði að tímasetja þær aðgerðir þannig að tryggt sé að þær skili sér alla leið. Við nú- verandi aðstæður í hagkerfinu eru því miður miklar líkur á að þessi skattalækkun drífi í raun aldrei til almennings. Um þessar mundir er mikill óstöðugleiki á flestum svið- um efnahagsmála – gengi krónunnar er í algjörum rússíbana, verðbólga þrefalt hærri en viðunandi getur talist og við- skiptahalli meiri en sögur fara af. Veru- legar líkur eru á því að verðbólga og vextir verði áfram allt of há- ir sem leiðir til þess að allur ávinningur al- mennings af þessari skattalækkun – ef hann á annað borð skilar sér í verðlagi – hverfur í verðbólgubálinu. Meira segja Seðlabankastjóri – sem vart getur talist viðvaningur á sviði stjórnar ríkisfjármála – telur að óvarlega sé farið með tilliti til ofþenslu og verðbólguþrýstings. Þegar þessi staða er uppi hefur ASÍ alltaf valið þá leið að verja forsendur langtíma stöðugleika, fremur en skammtíma ávinning. Því er við að bæta, úr því að Stak- steinar kalla eftir því, að ég hef persónulega alltaf verið sann- færður um mikilvægi þessarar staðfestu í viðhorfum og áherslum ASÍ. Hitt er einnig greinilegt að þeir flokkar sem fara með stjórn efnahagsmála hafa fyrir all- mörgum árum yfirgefið þessa stefnu – hvað sem öllum fagurgala líður um mikilvægi stöðugleika – enda ríkir hér óstöðugleiki á nán- ast öllum sviðum efnahagslífsins. Hafi einhvern tíma verið tilefni til svefnlausra nótta er það nú. Af- leiðingar þessarar hentistefnu birtast þorra fólks með marg- víslegum hætti og má sem dæmi nefna húsnæðislánin sem hafa hækkað gífurlega að undanförnu og munu vafalaust gera í langan tíma til viðbótar án þess að nokk- ur fái rönd við reist. Forgangsverkefnið ASÍ hefur lagt á það áherslu að gerðar verði veigamiklar breyt- ingar á fyrirkomulagi innflutn- ingsverndar í landbúnaði í átt til meira frjálsræðis og opnari við- skiptahátta, byggt á öflugum stuðningsaðgerðum við bændur og starfsmenn í matvælaiðnaði. Í skýrslu hagstofustjóra frá því í sumar komu fram bæði vel rök- studdar upplýsingar og grein- argóðar tillögur þar af lútandi. ASÍ kallaði eftir breiðri sátt á milli verkalýðshreyfingar, bænda og stjórnvalda um þær tillögur. Það er rétt hjá höfundi Stak- steina, að undir þessa stefnumörk- un hefur þingflokkur Samfylking- arinnar tekið og lagt fram beinar tillögur. Hér hafa hins vegar stjórnarflokkarnir sagt pass, fyrir utan eitthvað smáklór um ,,allt að’’ lækkun á afmörkuðum vöruflokk- um. Þetta er í rauninni athygl- isverð staða og því hlýtur manni að vera spurn: Hvaða afstöðu ætl- ar Morgunblaðið, sem barist hefur fyrir frjálsari viðskiptaháttum, að taka í þessu máli? Forgangsverkefnið núna er að tryggja að þessi aðgerð skili sér til almennings og ASÍ er að sjálf- sögðu reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum með öflugu verð- lagseftirliti gagnvart smásölunni til að tryggja að svo verði. Hins vegar hljótum við að spyrja til hvað aðhaldsaðgerða stjórnvöld ætli að grípa til að tryggja að þetta leiði ekki til hærri vaxta og verðbólgu. Sammála Seðla- bankastjóra Gylfi Arnbjörnsson svarar Staksteinum Morgunblaðsins »Hvaða afstöðu ætlarMorgunblaðið, sem barist hefur fyrir frjáls- ari viðskiptaháttum, að taka í þessu máli? Gylfi Arnbjörnsson Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. ÓMAR Ragnarson hefur tekið þá ákvörðun að gangrýna stjórnvöld fyrir atvinnuuppbygg- ingu á Austurlandi. Kárahnjúkar eiga að hans mati að standa sem ónotaður minn- isvarði um ókomna framtíð. Hans hug- myndir snúast um að fá á átta milljón manns til að borga ákveðna upphæð á ári, í einn áratug og í staðinn myndu þeir fá nafnið sitt áletrað á þetta stóra mannvirki. Þær hugmyndir flokkast örugglega sem óraun- hæfar, svo vægt sé til orða tekið. Skoðunum Ómars ber að sýna varúð. Sjálfur hef ég farið upp að Kárahnjúkum og skoðað staðinn vel. Þó get ég ekki verið sammála Ómari um að þessi staður sé falleg- asti staður Íslands. Mér þykir vænt um fallega landið mitt. En ef við tækjum menn eins og Steingrím J. og Ómar alvarlega, byggjum við ennþá í moldarkofum. Ég full- yrði að ef við tækjum upp hug- myndir Ómars um að flytja orkuna frá háhitasvæðum, sem hugsuð er fyrir álver á Bakka við Húsavík, myndum við mæta sterkari and- stöðu heimamanna en nokkur gerir sér grein fyrir. Í raun værum við að flytja rétt heimamanna til að nýta sér orkuna í sinni heimabyggð, yfir landshluta. Íslenska þjóðin mun ekki sætta sig við þannig vinnubrögð. Að horfa á uppbygginguna á Aust- urlandi er frábært og gleður mig að sjá að fólk þurfi ekki að kljást jafn mikið við atvinnuleysi og láglauna drauginn og áður var. Ómar Ragn- arsson býður ekki upp á neinar raunhæfar lausnir í stað álvers og virkjana. Og gleymum því ekki að aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Austurland en eftir að framkvæmdir á þessu svæði hófust. Verslun blómstrar og lífskjör heimamanna batna til muna. Okkur, sem þurfum að lifa á láglaunasvæði, við atvinnuleysi og fá- tækt, er ekki einu sinni sýnd sú virðing að virkjunarandstæðingar komi með raunhæfar hugmyndir um hvernig megi breyta ástandinu. Margir virkjunar- andstæðingar sjá ekki að þarfir fólks til að lifa af er mikilvægasta at- riðið. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda hefur viðgengist hjá okkur Ís- lendingum í árþúsundir og mun vonandi aldrei stöðvast. Sem barn þá horfði ég á Ómar í fréttunum og var stoltur af því að vera Íslendingur, því eitthvað við þennan mann fyllti mann þjóð- hyggju. Því miður hefur Ómar Ragnarsson breyst úr þessum trausta fréttamanni í ofsafenginn áróð- ursmann. Þar sem hann fer með ærumeiðingar gegn fólki, sem gerir sitt besta til að fólks- fækkun í þeirra heimabyggð stöðv- ist, fólki sem vill búa í sinni heima- byggð, en samt geta notið sæmilegra lífskjara. Ég syrgi góðan mann sem bar virðingu fyrir öðrum. Góðan mann sem trúði á bætt lífkjör fólks, þar sem að neyðin var mest. En mest syrgi ég þann rýting sem Ómar hef- ur sett í íslensku þjóðarsálina. Rýtingur í þjóðarsálina Alex Stefánsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun og aðgerðir Ómars Ragnarssonar Alex Stefánsson » Að horfa áuppbygg- inguna á Aust- urlandi er frá- bært og gleður mig að sjá að fólk þurfi ekki að kljást jafn mikið við at- vinnuleysi og láglauna draug- inn og áður var. Höfundur er í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Sagt var: Áhrif hans eru yfirgripsmikil. SNOTRARA ÞÆTTI: Áhrif hans eru víðtæk. Eða: Áhrifa hans gætir víða. Gætum tungunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.