Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÍÐASTLIÐINN
föstudag birtust í
Morgunblaðinu við-
brögð Landsvirkjunar
við þeirri gagnrýni
sem undirritaður setti
fram í viðtali í blaðinu
tveimur dögum áður.
Talsmennirnir segja
gagnrýni mína ekki á
rökum reista. Einnig
kemur fram að hópur
sérfræðinga hafi unnið
að verkinu. Hafi sá
hópur komið úr ýms-
um áttum en ekki bara
frá einni stofnun eða
fyrirtæki. Ekki kemur þó fram
hverjir þessir sérfræðingar voru
fyrir utan Ágúst Guðmundsson sem
vissulega er hæfur á sínu sviði.
Fróðlegt hefði verið að fá uppgefið
hversu oft sá hópur kom saman og
hverjir mynduðu hann, t.d. hvaða
sérfræðingar lögðu á ráðin og unnu
að jarðeðlisfræðilegum þáttum,
hverjir að könnun á eðli sprungna,
hverjir að eiginleikum grunnvatns
o.s.frv.
Megingagnrýni mín á undirbún-
ingsrannsóknirnar var þessi:
1. Viðfangsefni rannsóknanna
voru skilgreind mjög þröngt.
Tiltölulega einhæfum aðferðum
var beitt á hverjum stað. Lítil
áhersla virðist hafa verið lögð á
það að átta sig á stóru drátt-
unum í jarðfræði
svæðisins.
2. Rannsóknir voru
ónógar á jarð-
gangaleiðum.
Einkum gagn-
rýndi ég algeran
skort á notkun
jarðeðlisfræði-
legra mæliaðferða.
3. Rannsóknir á eðli
sprungna í lón-
stæði Hálslóns og
stíflustæði Kára-
hnjúka voru ófull-
nægjandi. Í ljós
kom 2004 þegar
sprungusérfræðingar komust á
svæðið að sú mynd sem komið
hafði fram í undirbúningsrann-
sóknunum var röng. Hluti
sprungnanna er virkur og til-
heyrir sprungukerfi Kverk-
fjalla.
4. Rannsóknir á sprungum undir
stíflustæði Desjarárstíflu voru
litlar sem engar. Gjárnar þar
komu fyrst í ljós þegar jarðvegi
var flett af.
Viðbrögð Landsvirkjunar hrekja í
engu þessar athugasemdir.
Virkar sprungur við Kára-
hnjúka
Sá þáttur sem e.t.v. er alvarleg-
astur, þ.e. rangt mat á eðli sprungna
á Kárahnjúkasvæðinu er ekki nefnd-
ur í andsvörum Landsvirkjunar.
Þetta ranga mat á sprungunum er
ástæða þess að athugun á hugs-
anlegum áhrifum aukins vatnsþrýst-
ings er hvergi nærri lokið þannig að
viðunandi geti talist. Ekki verður
dregin önnur ályktun en að ráðgjöf
varðandi eðli og virkni sprungna
hafi verið verulega ábótavant.
Leit að vatnsgengum sprung-
um
Ábending mín um að eðlilegt hefði
verið að nota VLF-mælingar til að
leita að vatnsleiðandi sprungum og
misgengjum á gangaleiðum er tölu-
vert rædd af talsmönnum Lands-
virkjunar. Umræðan lýsir vanþekk-
ingu á aðferðinni. Þeir tala um að
3-4 mannár hefðu farið í að kort-
leggja gangaleiðirnar með VLF.
Þetta er fjarstæða. Hefðu menn vilj-
að ná mikilli yfirferð á skömmum
tíma gátu þeir látið gera VLF-
mælingar úr þyrlu eða flugvél.
Þannig hefði verið hægt að mæla
alla gangleiðina á 1-2 dögum. Ná-
kvæmari niðurstöður fást þó með
mælingum á jörðu niðri. Allgott yf-
irlit hefði fengist með 4-5 samsíða
mælilínum eftir gangaleiðinni milli
Kárahnjúka og Fljótdals. Auðvelt
hefði verið fyrir tvo menn að mæla
5-15 km á dag og ljúka ofan-
greindum mælingum á 15-25 vinnu-
dögum. Með úrvinnslu hefði heild-
arvinna orðið 3-5 mannmánuðir.
Mæling stíflustæðis Desjarárstíflu
hefði tekið 1-2 daga. Ef niðurstöður
gæfu ástæðu til, hefði í framhaldinu
verið hægt að kanna einhver svæði
betur. Í ljósi þess að fjöldi rann-
sóknaborholna var 465 ætti að hafa
verið viðráðanlegt að gera 2-3 ská-
holur á gangaleiðunum til að kanna
eiginleika bergsins þar sem vísbend-
ingar væru um vatnsgengar sprung-
ur.
Í útboðsgögnunum kemur fram að
VLF mælingum var beitt á stíflu-
stæði Jökulsár við Kárahnjúka. Þó
er það ljóst öllum sem reynslu hafa
af mælingum sem þessum að stíflu-
stæði Jökulsár er einn af fáum stöð-
um á virkjanasvæðinu þar sem að-
ferðin hentar illa, vegna landslags
og mikils dýpis niður á grunnvatn.
Þessi saga bendir til þess að ráð-
gjöf um það gagn sem hafa má af
jarðeðlisfræðilegum mæliaðferðum
hafi ekki verið sem skyldi við Kára-
hnjúka.
Lokaorð
Umræða um Kárahnjúkavirkjun
er því marki brennd að margir sjá
hlutina í svart-hvítu. Það gerir fag-
lega umræðu erfiða. Mín skrif snú-
ast ekki um það að vera með eða á
móti. Þau fjalla um mikilvægi þess
að fagleg og vönduð vinnubrögð séu
jafnan ástunduð við undirbúning
stórframkvæmda. Sé það ekki gert
vex áhættan, því ófyrirséðir erf-
iðleikar geta komið fram á bygging-
arstiginu og lausnir á þeim eru
stundum vondar og oft mjög dýrar.
Landsvirkjun hefur af að státa
býsna góðum árangri í gerð virkj-
ana. Reynsla og hæfni þeirra sem
stýrt hafa byggingu mannvirkjanna
hefur að hluta bætt fyrir hinar göll-
uðu rannsóknir við Kárahnjúka.
Eins og fram kom í viðtali mínu hef
ég góða reynslu af löngu samstarfi
við sumt af því hæfa fólki sem starf-
að hefur hjá Landsvirkjun. Mér er
því alls ekki létt að gagnrýna fyr-
irtækið. En fram hjá því verður ekki
litið að ákvarðanir um undirbún-
ingsrannsóknir við Kárahnjúka hafa
leitt af sér yfirsjónir og mistök. Eins
og ég hef rakið hér að ofan end-
urspegla andsvör fyrirtækisins í
Morgunblaðinu síðastliðinn föstu-
dag þessa staðreynd. Mikilvægt er
að þau mistök verði ekki endurtekin
í undirbúningi stórframkvæmda á
komandi árum og áratugum.
Kárahnjúkar – réttar áherslur
í undirbúningsrannsóknum?
Magnús Tumi Guðmundsson
skrifar um undirbúnings-
rannsóknir Landsvirkjunar
við Kárahnjúka
»Mín skrif snúast ekkium það að vera með
eða á móti. Þau fjalla um
mikilvægi þess að fagleg
og vönduð vinnubrögð
séu jafnan ástunduð við
undirbúning stór-
framkvæmda.
Magnús Tumi Guð-
mundsson
Höfundur er prófessor í jarðeðl-
isfræði við Háskóla Íslands.
JAKOB Björnsson, fyrrv. orku-
málastjóri, er vafalaust gegn maður,
en hann hefur lengi verið iðinn við þá
vonlausu iðju að reyna að sannfæra
Íslendinga um, að þeir séu að draga
úr mengun í heiminum með því að
auka hana jafnt og þétt í eigin landi.
Einhvern veginn hefur honum
ekki tekist það nógu vel, sem ekki er
að undra.
Nú ryðst Jakob einn
ganginn enn fram á
síðum Morgunblaðsins
29. september til að
gagnrýna ágæta pré-
dikun ungs prests, sr
Hildar Eirar Bolladótt-
ur, í Laugarneskirkju
24. september, þar sem
hún talaði tæpitungu-
laust um Kára-
hnjúkavirkjun og
hrikalegar afleiðingar
hennar og líkti við eyði-
leggingu hinnar fornu
Auðunnarstofu á Hólum á sínum
tíma, sem var mikið óhappaverk.
Jakob er vinur presta, en sér-
staklega þeirra, sem eru þægir og
góðir og blessa Kárahnjúkavirkjun,
eins og sóknarpresturinn á Valþjófs-
stað gerði. Það er hans fólk, en við
hina hefur hann ýmislegt að athuga.
Jakob vitnar í sköpunarsöguna í I.
Mósebók og tekur þar út úr hina
þekktu setningu, að maðurinn skuli
drottna yfir öllu, sem lífsanda dreg-
ur, „yfir fiskum sjávarins og fuglum
loftsins“. Hann er ekki sá fyrsti sem
það gerir.
Það sem Jakob varar sig ekki á,
er, að það er hættulegt að taka eina
setningu út úr sköpunarsögunni án
þess að skoða heildarboðskap henn-
ar. Heildarmyndin er nefnilega sú,
að maðurinn sé aðeins ráðsmaður og
honum beri sem slíkum að fara vel
með gjafir Guðs og nýta af skyn-
semi. Manninum er ekki gefið neitt
það vald af skapara sínum, sem veiti
honum leyfi til að fara með náttúr-
una að eigin geðþótta og tortíma
henni. Maðurinn skal alltaf lúta
Guðs vilja, annars er hann að gera
sig æðri Guði, gera sig að herra en
ekki ráðsmanni, taka sér vald, sem
hann hefur ekki. Það er verið að gera
nú um stundir á Austurlandi. Vilji
Guðs er, að sköpunin viðhaldist til
nytja fyrir lífið á jörðinni.
Kárahnjúkavirkjun með tilheyr-
andi óafturkræfum umhverf-
isspjöllum er einmitt lýsandi dæmi
um skammsýni og græðgi manneskj-
unnar í sinni verstu mynd, þar sem
ekki er hikað við að eyðileggja dýr-
mæt náttúruverðmæti fyrir óborn-
um kynslóðum þessa lands. Það er
ekki þörfin sem knýr á
eins og á dögum Auð-
unnarstofu, heldur
græðgin. Við Íslend-
ingar erum ekki svo fá-
tæk þjóð í dag, að við
þurfum að eyðileggja
það sem við eigum dýr-
mætast, landið, sjálfan
höfuðstól tilveru okkar
sem þjóðar um ókomna
tíð. Það var þetta, sem
Hildur Eir var að vekja
athygli á í sinni ein-
lægu predikun, og þökk
sé henni fyrir það. En
það líkar Jakobi ekki vel. Hann spyr,
hvort gleymst hafi að undanþiggja
Kárahnjúkasvæðið, hvort það sé
ekki líka hluti af sköpunarverkinu,
sem manninum sé ætlað að drottna
yfir eins og öllu öðru.
Jakobi bætist liðsauki frá Smára
Geirssyni, fyrrum forustumanni
vinstri aflanna í bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar, sem er hin síðari árin
hlöðukálfur í fjósi Halldórs Ásgríms-
sonar, sem reyndar er nú hættur að
gefa þar á garða. Smári gagnrýnir
einnig prédikun Hildar Eirar og tel-
ur hana ekki „guðsmanni“ sæmandi,
þar sem hún horfi aðeins á aðra hlið
málsins, nefnilega umhverfisþáttinn,
en ekki hin jákvæðu áhrif á atvinnu-
líf Austurlands. Það er auðvitað út-
úrsnúningur í hæsta máta. Það veit
Smári jafnvel og ég.
Svona á ekki að prédika af stóln-
um, telja þessir heiðursmenn. Það er
allt í lagi að mótmæla á friðsaman
hátt og styggja engan, „ en altari og
prédikunarstóll eru ætluð til ann-
arra nota“, segir Jakob í grein sinni.
En til hvaða nota, að segja ekki neitt,
sem snertir neinn? Hvar, ef ekki á
prédikunarstólnum, ber að ræða sið-
ferðilegar spurningar, er snerta mál-
efni, er varða framtíð manns og
heims, þar sem hinni góðu sköpun
Guðs er ógnað af græðginni og fram-
tíð óborinna kynslóða borin fyrir
róða, eins og nú er þegar farið að
koma í ljós í sambandi við breytingar
á loftslagi jarðar af völdum gróð-
urhúsalofts. Boðskapur Jesú Krists
er ekki sætsúpa, sem gott er að inn-
byrða með sunnudagssteikinni, held-
ur dauðans alvara, sem á erindi við
synduga menn.
Hvað hefði Kristur gert í okkar
sporum? Hvað gerði hann, er hann
velti um borðum víxlaranna, pen-
ingamanna þess tíma, og rak þá út
með svipu? Myndi hann ekki gera
nákvæmlega sama í dag, þar sem
fulltrúar hins alþjóðlega auðmagns
ráða ráðum sínum, hvernig þeir geti
eyðilagt jörðina? Ættum við ekki að
styðja þá, sem vekja athygli á hætt-
unni, fremur en að gagnrýna? Eru
þeir, sem það gera, sérstakir tals-
menn framtíðarinnar, eins og þeir
láta í veðri vaka?
Það gleymdist ekki að und-
anþiggja Kárahnjúkasvæðið, Jakob
Björnsson. Kárahnjúkasvæðið er
hluti af sköpun Guðs, sem okkur ber
að virða og umgangast að auðmýkt
og ábyrgð gagnvart höfundi lífsins,
en ekki með hroka og stærilæti þess,
sem telur sig umkominn að umturna
því. Við sjáum sýnishorn af því á síð-
um Morgunblaðinu 29. september,
er lokað var fyrir framrás Jöklu við
Kárahnjúka. Það var sorgardagur í
lífi þjóðar. Ég vona svo, að Jakob
Björnsson haldi áfram að leita sann-
leikans í hinni helgu bók.
Jakob og sköpunarverkið
Ólafur Þ. Hallgrímsson svarar
grein Jakobs Björnssonar » Boðskapur JesúKrists er ekki sæt-
súpa, sem gott er að inn-
byrða með sunnudags-
steikinni, heldur
dauðans alvara, sem á
erindi við synduga
menn.
Ólafur Þ Hallgrímsson
Höfundur er sóknarprestur.
EKKI verður lengur orða bundist
vegna þeirrar umræðu sem verið hef-
ur í fjölmiðlum um að mögulegt sé að
hætta við fyllingu
Hálslóns og að fresta
megi orkuafhendingu
til Fjarðaáls um
óákveðinn tíma. Látið
hefur verið í það skína
að eigendur Fjarðaáls
séu reiðubúnir til að
bíða í fjölda ára eftir
raforku frá Norður-
landi.
Er hægt að hætta
við?
Það er tálsýn að
halda að nú sé hægt að
slá öllu á frest og hætta
við að nýta Kára-
hnjúkavirkjun. Raun-
veruleikinn er sá að ef
þessar hugmyndir
næðu fram að ganga
þyrfti Landsvirkjun að
afskrifa Kára-
hnjúkavirkjun og til-
heyrandi flutnings-
mannvirki. Lánin sem
tekin hafa verið til
framkvæmdanna afskrifast hins veg-
ar ekki. Jafnframt þyrfti að greiða Al-
coa skaðabætur sem næmu ekki að-
eins byggingarkostnaði álversins
heldur einnig væntum hagnaði. Sam-
tals gæti þetta svarað til um 300–350
milljarða króna. Slíkur reikningur
myndi enda hjá landsmönnum öllum.
Áhrifin yrðu víðtækari. Lánshæf-
iseinkunn ríkissjóðs myndi óhjá-
kvæmilega lækka við ákvörðun sem
þessa, bæði út af fjárhagslegum
áhrifum en einnig vegna trúverð-
ugleikavandamála. Lánshæfi ríkisins
hefur áhrif á lánshæfi bankanna sem
myndi versna. Möguleikar bankanna
til að styðja við bakið á útrásarfyr-
irtækjum, fyrirtækjum
á heimamarkaði og al-
menningi yrðu ekki þeir
sömu og fyrr. Trúverð-
ugleiki landsins gagn-
vart erlendum fjár-
festum myndi bíða
hnekki og draga myndi
úr erlendri fjárfestingu.
Lífskjaraskerðing
Það er auðvelt að
draga upp dökka mynd
af afleiðingum hug-
mynda um að hætta við
Kárahnjúkavirkjun.
Staðreyndin er sú að
verið er að leggja til að
hver fjörurra manna
fjölskylda í landinu
greiði viðbótarlán upp á
u.þ.b. 4–5 milljónir. Það
jafnast á við að hver fjöl-
skylda auki skuldir sínar
sem nemur andvirði lúx-
usbíls án þess að fá
nokkru sinni að njóta
hans. Telja menn slíku
bætandi á fjölskyldur sem þykja al-
mennt skuldsettar fyrir? Til viðbótar
er verið að leggja til lífskjaraskerð-
ingu í gegnum hærri vexti, minni hag-
vöxt og lægra gengi. Varla verður
þjóðarsátt um lífskjaraskerðingu af
þessu tagi.
„Minnismerkið við
Kárahnjúka“ – At-
laga að lífskjörum
Stefán Pétursson fjallar um
kostnaðinn sem hlytist af því að
afskrifa Kárahnjúkavirkjun og
tilheyrandi flutningsmannvirki
Stefán Pétursson
»… verið erað leggja til
að hver fjögurra
manna fjöl-
skylda í landinu
greiði viðbótar-
lán upp á u.þ.b.
4–5 milljónir.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn