Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 39
VARMÁRSAMTÖKIN hafa
skorað á samgönguráðherra að
kanna þann möguleika að setja
upp mislæga vegtengingu á mót-
um Vesturlandsvegar og Áslands
til að þjóna umferð íbúa Ása- og
Landahverfis og verðandi íbúum
Helgafellslands í Mosfellsbæ. Til-
laga Varmársamtakanna felur í
sér að tengibrautin verði leidd í
stokk undir götuna Ásland og
áfram um göng undir Vest-
urlandsveg.
Mistök í skipulagsgerð
Samkvæmt núgildandi aðal- og
deiliskipulagi á að
leggja tengibraut úr
Helgafellslandi um
litla en bratta hlíð
sem liggur milli
Brekkulands og
gömlu Álafossverk-
smiðjunnar og þaðan
undir brú sem fyr-
irhuguð er á þjóðvegi
1 inn í miðbæ Mos-
fellsbæjar. Varmárs-
amtökin hafa ásamt
fleiri íbúum í bænum
kært framkvæmdina
til umhverfisráðherra
á þeirri forsendu að tengibrautin
og mótvægisaðgerðir henni tengd-
ar beri umhverfi Ásafosskvos-
arinnar ofurliði, valdi óaft-
urkræfum umhverfisspjöllum í
hjarta Mosfellsbæjar og vegi með
mjög afgerandi hætti að atvinnu-
uppbyggingu í tengslum við ferða-
þjónustu og útivist á þessum fjöl-
sóttasta ferðamannastað
bæjarfélagsins. Telja samtökin
ennfremur að gerð hafi verið al-
varleg mistök við hönnun skipu-
lagsins þar sem tengibrautin sem
anna á umferð a.m.k. 10 þúsund
bíla á sólarhring einangrar hverfin
sem liggja að útivistar- og þjón-
ustusvæðinu í Álafosskvos hvert
frá öðru.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hef-
ur ekki tekið í mál að endurskoða
legu tengibrautarinnar og engin
verkfræðileg úttekt hefur farið
fram á öðrum kostum þrátt fyrir
eindregnar óskir bæjaríbúa þar
um við endurskoðun aðalskipulags
árið 2002 og nú aftur 2006.
Tillögur Varmársamtakanna
Að áliti sérfræðinga í arkitekta-
og verkfræðistétt er sú leið að
leggja tengbrautina í 160–180 m
stokk undir Ásland styst og liggur
beinast við. Staðhættir eru enn-
fremur að því leyti ákjósanlegir að
jarðvegur virðist að mestu gljúpur
sem auðvelda ætti framkvæmdina
til muna og draga úr kostnaði.
Einnig hefur verið rætt um að
tengja tengibrautina við mislæg
gatnamót við Þingvallaveg en hef-
ur sú tillaga hlotið minni hljóm-
grunn þó vert sé að
skoða hana líka. Til
að skera úr um málið
verður hins vegar að
gera faglega úttekt á
verkinu.
Það sem helst vefst
fyrir samtökunum er
að íbúar í Ásahverfi
verða fyrir umtals-
verðum óþægindum á
meðan á fram-
kvæmdum stendur.
Eins er ljóst að
kostnaður við að
leggja götur í stokk
er meiri. Sé tekið tillit til heildar-
hagsmuna bæjarfélagsins er ljóst
að með fyrirhugaðri legu tengi-
brautarinnar um Álafosskvos er
verið að fórna svæði sem skipt
getur verulegu máli fyrir atvinnu-
uppbyggingu í Mosfellsbæ í fram-
tíðinni.
Samstarf við Vegagerðina
Í ljósi þess að Vegagerðin hefur
sýnt landeigendum í Leirvog-
stungulandi mikinn samstarfsvilja
og lagt í mikla og kostnaðarsama
vinnu við að útfæra tillögur vegna
tengingar Leirvogstungulands við
Vesturlandsveg telja Varmársam-
ökin eðlilegt að fara þess á leit við
samgönguráðherra að hann hlutist
til um að tillögur íbúasamtakanna
verði teknar til skoðunar.
Í áskorun samtakanna til ráð-
herrans er bent á að Vegagerðin
og fyrirtæki í hennar þjónustu búi
yfir mikilli sérþekkingu sem kom-
ið getur sveitarstjórnum að góðu
gagni við skipulagsgerð. Samtök-
unum er ljóst að það er ekki í
verkahring samgönguráðherra að
skipta sér af aðalskipulagsgerð
sveitarfélaga en þar sem slík sam-
göngumál eru til lykta leidd í sam-
starfi sveitarfélags við stofnanir
samgönguráðuneytisins teljum við
ástæðu til að fara þess á leit við
ráðherra að hann láti fagmenn í
þjónustu ráðuneytisins meta báðar
tillögur Varmársamtakanna, þ.e.
vegtengingu við Vesturlandsveg á
gatnamótum Áslands og Þing-
vallaafleggjara.
Áríðandi að gefa
málinu forgang
Aðalskipulag ásamt deiliskipu-
lagi tengibrautarinnar bíður nú af-
greiðslu bæjarstjórnar Mosfells-
bæjar. Mikilvægt er fyrir alla
aðila að samgönguráðherra beini
þessu verkefni í réttan farveg áð-
ur en bæjarstjórn Mosfellsbæjar
samþykkir ofangreindar skipu-
lagstillögur og hafa Varmársam-
tökin farið þess á leit við bæj-
arstjórn að fresta ákvörðun þar
um þar til niðurstaða ráðuneyt-
isins liggur fyrir.
Varmársamtökin skora
á samgönguráðherra
Sigrún Pálsdóttir skrifar um
mislæg gatnamót í Mosfellsbæ » Í áskorun samtak-anna til ráðherrans
er bent á að Vegagerðin
og fyrirtæki í hennar
þjónustu búi yfir mikilli
sérþekkingu sem komið
getur sveitarstjórnum
að góðu gagni við skipu-
lagsgerð.
Sigrún Pálsdóttir
Höfundur er í Varmársamtökunum.
TENGLAR
..............................................
http://blog.central.is/varmarsam-
tokin
Reykjalundur
Álafosskvos
Til Þingvalla
Ál
afo
ssv
eg
ur
Varmá
Vest
url
an
ds
ve
gu
r
j l
Helgafelll ll
il i ll
l f
r
l
gu
r
Ásland
Augað
! "# "# $! "# "%
&&&' '
! "##
' ( ) ( GIGTARFÉLAG
ÍSLANDS
30 ára 9. okt.
Opið hús á morgun
Í tilefni af 30 ára afmæli Gigtarfélagsins
verður opið hús í Gigtarmiðstöðinni í
Ármúla 5 á morgun, laugardaginn
14. október frá kl. 13:00 til 16:30.
Dagskráin er:
13:00 Ávarp. Þóra Árnadóttir varaform. GÍ.
13:15 Rannsóknarstofa í gigtarsjúkdómum
10 ára. Kristján Steinsson gigtarlæknir.
13:30 Afhending styrkja.
13:40 Tónlist.
13:55 Hlé – Húsið skoðað, starfsemi kynnt.
14:15 Spennandi tímar, stórstígar framfarir.
Arnór Víkingsson gigtarlæknir.
14:45 Hlé – Húsið skoðað, starfsemi kynnt.
15:15 Slitgigt og liðaktín. Helgi Jónsson
gigtarlæknir.
15:45 Hlé – Húsið skoðað, starfsemi kynnt.
Rétt hreyfing bætir líðan og eykur þrótt
Allir velkomnir
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
BLIKKÁS –