Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Stefanía Run-ólfsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 9.
janúar 1912. Hún
lést hinn 1. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Þorbjörns-
dóttir, f. 11. apríl
1889, d. 11. desem-
ber 1983, og Run-
ólfur Sigurjónsson,
verkamaður, f. 16.
júlí 1886, d. 12. sept-
ember 1974. Stef-
anía átti eina systur,
Þóru Maack, f. 31. október 1919, d.
2. mars 1994.
Stefanía giftist 8. maí 1937 Guð-
mundi Grímssyni, húsgagnasmíða-
meistara, f. 15. desember 1905, d.
4. apríl 1979. Þau eignuðust tvö
börn. Þau eru: 1) Úlfar Guðmunds-
son, prófastur, f. 30. október 1940.
Eiginkona hans er Herborg Páls-
29. ágúst1980. b) Hildur Sig-
urgrímsdóttir, búfræðinemi, f. 12.
janúar1986. 2) Guðrún Guðmunds-
dóttir, f. 10. mars 1945. Eig-
inmaður hennar er Örn Sigurðs-
son, húsgagnasmíðameistari og
myndskeri, f. 7. júní 1943. Dætur
þeirra eru: a) Ásta Arnardóttir,
jógakennari og leiðsögumaður, f.
28. mars 1964. b) Harpa Arn-
ardóttir, leikkona, f. 28. mars 1964.
c) Stefanía Arnardóttir, kennari, f.
21. ágúst 1974, sambýlismaður
hennar er Gauti Stefánsson, raf-
eindavirki, f. 18. janúar 1972, og
eiga þau tvö börn, Mána, f. 10. júní
1998, og Sögu, f. 14. maí 2006.
Stefanía var fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún gekk í Landakots-
skóla og síðan í Verzlunarskóla Ís-
lands og lauk þaðan prófi árið
1930. Að loknu verzlunarskóla-
prófi hóf hún störf hjá Útvegs-
banka Íslands, en frá 28. mars 1945
rak hún verzlun á Laugavegi 100 í
55 ár.
Stefanía verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
dóttir, ljósmóðir, f.
21. janúar 1960.
Fyrri kona hans er
Freyja Jóhanns-
dóttir, kennari, f. 13.
nóvember 1944. Börn
Úlfars af fyrra hjóna-
bandi eru: a) Guð-
mundur Freyr Úlf-
arsson,
samgönguverkfræð-
ingur f. 18. október
1970. b) Anna Kristín
Úlfarsdóttir Jack,
lögfræðingur, f. 28.
júlí 1974, hennar
maður er Sigmar Jack, læknir, f. 6.
júní 1974, og eiga þau tvo syni
Hilmi Davíð, f. 8.október 2001, og
Brynjar Axel, f. 14. september
2003. Dóttir Úlfars og Herborgar
er: c) Guðrún Úlfarsdóttir, f.
14.ágúst 1996. Dætur Herborgar
af fyrra hjónabandi eru: a) Herdís
Sigurgrímsdóttir, fréttamaður, f.
Elsku amma Stebba er dáin. Lífs-
hlaup hennar er á enda en kærleikur
hennar lifir. Þakklæti er efst í huga
mér og virðing. Ég met mikils það
sem amma kenndi mér í lífinu. Allt
sem við erum höfum við fengið að
gjöf. Þetta er mér svo ljóst nú í dag
þegar ég kveð ömmu mína elskulegu
og mikinn kennara í mínu lífi.
Amma sinnti hversdagslífinu alla
tíð af mikilli reisn. Hún hafði æv-
intýralegan viljastyrk og þraut-
seigju sem reyndist henni vel á efri
árum. Einhvern veginn fannst mér
amma alltaf vera ung. Hún var samt
94 ára þegar hún dó. En andi hennar
var ungur og brosið hennar og aug-
un voru tímalaus.
Amma var Reykjavíkurdama, allt-
af glæsileg, alltaf til í að fara í leik-
hús, alltaf til í að fara á tónleika, allt-
af til í að slá á létta strengi. Hún var
bindindismanneskja á vín og tóbak
en sparaði ekki við sig kaffið, alltaf
svart og sykurlaust. Í Landakots-
skóla kom fljótt í ljós mikil náms-
manneskja og hæfileikar til hand-
anna. Eftir verslunarskólapróf
starfaði hún í Útvegsbankanum og
það glaðnaði yfir ömmu þegar hún
minntist bankaferðanna t.d. á Þing-
velli, en þangað fórum við oft saman
á haustin, amma var hrifin af haust-
litunum. Hún hafði mikið litanæmi
sem hún nýtti sér vel við hannyrð-
irnar. Hún kynntist afa ung og þau
voru alla tíð mjög samstiga og skap-
andi. Þau byggðu Laugaveg 100 og
þar hóf amma störf í Blóm og hús-
gögn 1945 og vann þar alla tíð síðan
til ársins 2000 en þá datt hún og fékk
slæmt höfuðhögg 88 ára gömul. Hún
hafði misst afa 67 ára gömul og tók
þá bílpróf og keyrði góðu heilli í 20
ár. Það bjó í henni mikill lífskraftur
og hún var mjög iðin, féll aldrei verk
úr hendi. Langt fram á níræðisaldur
vann hún í búðinni og keyrði á kvöld-
in í sælureitinn að Gilsbakka, þar sló
hún grasflatir og gróðursetti blóm,
pældi garðinn, setti niður kartöflur
og undi sér vel. Það voru kaflaskil
hjá ömmu þegar hún missti afa og
önnur kaflaskil þegar hún datt árið
2000. Hún náði sér með einstakri að-
stoð dóttur sinnar og bjó á heimili
sínu á Laugavegi 100 allt fram í apríl
síðastliðinn. Á Laugaveginum skap-
aðist einstakt samfélag í húsinu sem
þau afi byggðu. Pabbi og mamma
vinna þar bæði og amma gat því búið
í sinni íbúð og gengið niður stigann í
kaffi á sína gömlu kaffistofu og hitt
sitt fólk daglega. Kaffistofan var nú
hluti af verslun mömmu og fékk
nafnið „Kaffistofa kærleikans“.
Amma sat þar mikið á daginn og
mamma var henni ætíð innan handar
meðfram vinnu sinni.
Lífshlaup konu sem fæddist 1912
er á enda og það skilur eftir sig fög-
ur blómstur kærleikans. Minningar
um yndislegar samverustundir ylja
hjarta mínu. Samverustundir í sumó
þegar ég var lítil. Ég minnist þess
þegar amma sat við hannyrðir, við
hlustuðum á útvarpssöguna og
saumuðum út.
Þetta voru kyrrlátar stundir þar
sem okkur leið vel. Svo fengum við
okkur síðdegiskaffi á eftir. Alltaf
nógur tími til að vera saman og sinna
því sem þurfti að gera. Hvort heldur
sem var að hella upp á könnuna,
dytta að húsinu, vaska upp eða pæla
garðinn. Að gera það sem þú gerir
eins vel og þú getur. Þetta lærði ég
af ömmu. Þegar hún kenndi mér að
prjóna, sagði hún við mig: „Ef þú
gerir vitleysu þá rekjum við hana
upp, það sér enginn hvað þú varst
lengi að prjóna peysuna, en það sjá
allir ef það er ekki vel gert.“ Amma
sparaði sér ekki sporin og úr varð
göfugt lífshlaup. Úr hverju spori
sprettur kærleiksblóm. Já, minning-
arnar streyma fram, minningar frá
því að ég var lítil og lærði að afgreiða
í blómabúðinni hjá ömmu og amma
kenndi mér að segja: „Get ég að-
stoðað yður?“ Þá var þérað og ég
fékk að afgreiða í búðinni sem mér
þótti mikill heiður. Minningar um
grallarann ömmu, brosið hennar
ömmu og hlýjuna í augunum þegar
við hittumst. Bros og hlýja sem full-
vissa mig um tilvist kærleikans, sem
umvefur allt, skilur allt, elskar allt.
Við fráfall ömmu hugsa ég mikið
um gildismat og gamla tímann.
Hennar kynslóð var kynslóð sem
tamdi sér nægjusemi og þakklæti.
Amma var af þeirri kynslóð sem
þekkti þær gjafir sem skyldurækni
getur gefið af sér.
Hún annaðist fjölskyldu sína af
mikilli vegsemd og virðingu. Fjöl-
skyldan skipti hana miklu máli og
hún elskaði hana og gaf henni tíma
sinn og nærveru eins lengi og hún
gat. Gjöf hennar snertir hjarta mitt
djúpt.
Guðdóms elskueðlið djúpa,
inn til þín ég mæni klökk.
Ó, ég þarf að krjúpa, krjúpa,
koma til þín heitri þökk.
(Ó. S.)
Guð blessi minninguna um ömmu
og alla ættingja hennar og ástvini.
Ásta Arnardóttir.
„Það er logn á jörðu,“ sagði amma
við mig fyrir nokkrum vikum. „Ertu
þreytt?“ spurði ég. „Alþreytt,“ svar-
aði hún. Amma lifði í níutíu og fjögur
ár heilsuhraust lengst af og glæsileg.
Daginn sem hún dó skein sólin á
heiðbláum himni. Jörðin skartaði
sínu fegursta. Haustlitir í trjám og
runnum. Sunnudagur. Auðmjúk jörð
að búa sig undir vetrarhvíld. Laufin
falla í logni á jörðu og tárin falla á
vota kinn. Amma fylgir móður jörð í
hringrás lífsins. Kærleikurinn í
hinsta andartaki skilyrðislaus. Lát-
laus eins og lognið. Amma elskar
okkur og við elskum hana. Djúpt er
þakklæti mitt og dýrmætar eru
minningarnar. Amma að skera neð-
an af rósum í blómabúðinni. Amma
með anímónulauka í skyrdollum inni
í svefnherbergi að koma þeim til fyr-
ir sumarið. Amma að slá með orfi og
ljá uppi í sumó. Amma að taka upp
kartöflur. Amma að prjóna vett-
linga. Amma að drekka kaffi. Amma
að kaupa stjúpur. Amma á sinfón-
íutónleikum. Amma í leikhúsinu.
Amma að baka smákökur fyrir jólin,
fjórar sortir. Amma að skrifa afmæl-
iskort. Amma orðin langamma.
Amma með opinn faðminn. Amma
brosandi. Amma, elsku amma mín.
Hvílík hlýja í einu orði. Amma.
Amma hét Ingveldur Stefanía
Runólfsdóttir, sjálf vissi hún ekki af
Ingveldar nafninu fyrr en um ferm-
ingu. Hún var mikil námsmann-
eskja, lærði í Landakotsskóla hjá
nunnunum á dönsku og fór síðan í
Verslunarskólann. Svo kynntist hún
afa, Guðmundi Grímssyni og oft
sagði hún við mig að hann væri besti
maður sem hún hefði þekkt á ævinni.
Þau voru dugleg og samstiga,
bjuggu fyrst á Karlagötunni en
byggðu Laugaveg100 á stríðsárun-
um og bjó amma í tjaldi á Þingvöll-
um á meðan verið var að klára á
Laugaveginum. Afi opnaði blómabúð
fyrir ömmu, hann var orðinn hjart-
veikur og vildi að hún hefði eitthvað
öruggt ef hann félli frá. Amma rak
blómabúðina í fimmtíu og fimm ár
eða þar til hún datt og fékk alvarlegt
höfuðhögg árið 2000. Hún náði sér á
undraverðan hátt upp úr því með
dyggum stuðningi dóttur sinnar
enda báðar með eindæmum vilja-
sterkar konur. Samband þeirra var
ákaflega sterkt og vináttan djúp-
stæð.
Amma og afi keyptu einn hektara
lands í Mosfellssveit 1948 sem fékk
nafnið Gilsbakki. Þar var mestmegn-
is bara melur, en þau hófust strax
handa við að rækta landið. Raka
grjóti, sá og gróðursetja tré og blóm.
Þarna var hennar unaðsreitur. Og
þar á ég mínar yndislegustu minn-
ingar með ömmu. Það eru hvers-
dagslegar minningar, fullar af friði.
Amma og ég og Ásta að hlusta á út-
varpssöguna, allar með eitthvað á
prjónunum. Þrestir að syngja fyrir
utan, svo er sagan búin og við fáum
okkur kaffi og kringlur. Við förum
saman í berjamó og tínum bláber til
að hafa eftir kvöldmatinn, amma tín-
ir í appelsínugulu könnuna. Við reyt-
um arfa. Tínum rifs. Amma kemur
með nýjar kartöflur úr garðinum,
smælki, sem við sjóðum og borðum
með miklu smjöri. Við hitum kaffi og
fáum okkur pönnukökur með rjóma.
Höfum það huggulegt. Við náum í
vatn niður í læk í grænu könnurnar
og vökvum stjúpur. Allt ber að sama
brunni. Umhyggja fyrir lífinu,
skyldurækni og alúð. Rósir, bláber,
kaffi og bros, einfaldleiki ástarinnar.
Nú ilmar rósin eina á öðrum stað,
handan við mannlegan skilning. En
einhverstaðar á ég vinkonu á himn-
um og þegar ég hvísla „elsku amma
mín“, mætir helgidómur lífsins
leyndardómi dauðans, bros hennar
er á mínum vörum og hjarta mitt í
hennar. Guð blessi ömmu og allt
hennar ævistarf. Blessun fylgi öllum
hennar ættingjum og vinum. Guð
blessi blómin hennar og trén og
fuglasönginn í sumó.
Harpa Arnardóttir.
Hún Stebba systir er dáin. Ekki
systir mín heldur systir hennar
mömmu. Þetta heiti bar hún Stef-
anía Runólfsdóttir í fjölskyldu minni
meðan mamma lifði. Það eru forrétt-
indi að hafa kynnst svo ólíkum systr-
um og um leið finna hve vænt þeim
þótti hvorri um aðra og þá gagn-
kvæmu virðingu sem þær báru hvor
fyrir annarri.
Stebba lifði langa ævi og miklar
þjóðfélagsbreytingar. Í Hvammi í
Ölfusi þar sem afi hennar og amma
bjuggu kynntist hún eldhúsi með
moldargólfi. Síðar bjó hún ásamt
foreldrum sínum og systur í lítilli
íbúð á Bergstaðastræti þar sem eld-
hús var sameiginlegt með öðrum.
Eftir það bjó hún mestan hluta ævi
sinnar í stórhýsinu á Laugavegi 100
sem hún og eiginmaður hennar Guð-
mundur Grímsson byggðu.
Stebba var kaupmaður fram í
fingurgómana og rak búðina Blóm
og húsgögn í áratugi ásamt eigin-
manni sínum og hélt þeim rekstri
áfram eftir að hann féll frá. Guðrún
dóttir þeirra hefur einnig um langt
skeið verið með verslunarrekstur í
sama húsi. Stebba fylgdist jafnan
grannt með sölunni í verslunum fjöl-
skyldunnar, ekki síst á Þorláks-
messu og nú síðast í ár komin vel yfir
nírætt.
Stebba var verslunarskólagengin
og talaði dönsku reiprennandi, en
hana lærði hún af systrunum í
Landakotsskóla. Hún ferðaðist tölu-
vert um ævina og verður að teljast
heimsborgari. Um Danmörku ferð-
aðist hún ásamt Guðmundi eigin-
manni sínum á eigin bíl á íslensku
númeri einhvern tímann á sjötta ára-
tugnum og hafði gaman af að segja
frá því þegar dönsk börn á Jótlandi
flykktust að bílum og töldu að um ís-
bíl væri að ræða enda bíllinn merkt-
ur rækilega með stöfunum IS.
Stebba lét sig litlu varða tísku og út-
litsdýrkun og treysti á Þóru systur
og Guðmund í þeim efnum.
Eftir að eiginmaður hennar féll
frá leitaði hún til ökukennara og fór í
ökutíma til að öðlast færni í að aka
bíl, þá komin á sjötugsaldur. Þegar
kennarinn taldi hana færa um að
fara í ökupróf dró hún upp öskuskír-
teini sem hún hafði séð um að end-
urnýja í áratugi og benti honum á að
ekki þyrfti hún að fara í ökupróf, því
að hún hefði leyfi til að aka jafnvel
hinum stærstu farartækjum.
Svona var Stebba áræðin og fram-
takssöm. Hún var og minnug vel og
hafði gaman af að segja frá og það
var þægilegt að vera í návist hennar
og auðvelt að líta upp til hennar.
Um leið og ég votta frændsystk-
inum mínum Guðrúni og Úlfari og
fjölskyldum þeirra samúð vegna frá-
falls móður þeirra vil ég þakka
Stebbu ,,systur“ fyrir góð kynni og
artarsemi í garð fjölskyldu minnar.
Pétur K. Maack.
Fyrir hálfri öld var verslunar-
hverfi bæjarins nánast aðeins ein
gata, Laugavegurinn sem fram-
lengdist síðan af Bankastræti og
Austurstræti og endaði við Aðal-
stræti að vestanverðu. Austurmörk-
in voru hins vegar við Snorrabraut.
Þar á horninu stóð stórt og glæsilegt
hús og bar hið virðulega númer
Laugavegur 100. Ég var stoltur af
því að um langt árabil var ég heima-
gangur í þessu húsi. Vinur og skóla-
bróðir bjó þar á þriðju hæðinni .
Hann var sonur eigenda hússins,
sem auk búsetu ráku þar umfangs-
mikla verslun og húsgagnasmíða-
verkstæði. Þetta var tvímælalaust
eitt glæsilegasta og best staðsetta
verslunarhús bæjarins. Eigendurnir
voru Guðmundur Grímsson hús-
gagnasmiður og Stefanía Runólfs-
dóttir eiginkona hans, sem þarna
bjuggu ásamt tveimur börnum sín-
um. Húsið reistu þau nánast með
eigin handafli. Bankarnir voru ekki
fullir af peningum á þeim árum né
ólmir að lána fólki fé til slíkra verka.
Hann var bóndasonur austan úr
Laugadælum, sem lærði húsgagna-
smíði og fluttist til bæjarins til að
stunda iðn sína. Hún var dóttir
verkamanns í Reykjavík, hafði geng-
ið í Verslunarskólann, en þá var ekki
algengt að alþýðustúlkur stunduðu
slíkt nám. Þetta var auðurinn sem
þau lögðu upp með.
Við Úlfar sonur þeirra vorum
saman í skóla um tólf ára skeið og
erum miklir vinir og foreldrar hans
tóku mér strax vel. Stofan á Lauga-
vegi 100 var sú stærsta og glæsileg-
asta sem ég hafði komið í. Húsgögn-
in báru handverki húsbóndans
glæsilegt vitni en heiðurssess skip-
aði þó glæsilegur flygill á miðju gólfi,
sem sýndi að tónlistin var í hávegum
höfð á heimilinu.
Þau Guðmundur og Stefanía voru
á margan hátt ólík hjón. Hann var
hæglátur og rólyndur, lágróma og
ljúfmannlegur í allri framkomu, af-
kastadrjúgur hagleikssmiður og tón-
elskur listunnandi. Stefanía var
glæsileg kona, fremur hávaxin og
höfðingleg í framgöngu, raddsterk
og skýrmælt og talaði gott mál. Hún
hefði örugglega staðið sig vel sem
fjölmiðlakona eða stjórnmálamaður,
ef hún hefði valið sér þannig starfs-
vettvang. Hún var glaðlynd, skarp-
greind og skemmtileg og tilbúin að
gantast við okkur strákana þegar við
heimsóttum son hennar.
Þau voru samrýnd og samtaka í
starfi og heimilislífi. Úlfar hafði
greinilega hlotið frjótt og örvandi
uppeldi. Fjölskyldan var mjög sam-
hent ekki aðeins hjónin og börnin
þeirra heldur einnig afinn og amm-
an, foreldrar Stefaníu og móðursyst-
ir hennar, sem reyndar bjó hjá þeim
á Laugavegi 100. Þessu fólki kynnt-
ist ég öllu lítillega og á um þau ljúfar
og góðar minningar. Sumarbústað
átti fjölskyldan uppi í Mosfellssveit.
Þangað var mér stundum boðið með
og fannst hann fremur höll en sum-
arbústaður.
Vinátta okkar Úlfars hófst á þeim
aldri, þegar unglingarnir eru að
reyna að losa böndin við foreldrana
og ný áhugamál kvikna, sem foreldr-
arnir eru ekki alltaf ánægðir með.
Ég og aðrir vinir Úlfars vorum
fulltrúar þeirra afla sem hjálpuðu til
við að losa um þessi bönd. Ég fann
þó aldrei fyrir að ég hafi verið látinn
gjalda þess. Ávallt var mér jafnvel
tekið, þó óneitanlega hafi stundum
verið ýmislegt brallað, sem ekki er
foreldrum að skapi. Lýsir þetta víð-
sýni þeirra og umburðarlyndi og
skilningi á gangi lífsins.
Þegar Guðmundur lést árið 1979
hélt Stefanía áfram rekstri verslun-
arinnar Blóm og húsgögn og rak
hana langt fram á níræðisaldur.
Guðrún dóttir hennar hefur einnig
stundað verslunarrekstur í húsinu.
Hefur það verið ómetanlegt fyrir
Stefaníu að hafa hana og eiginmann
hennar, sem tók að sér rekstur hús-
gagnaverkstæðisins á miðhæðinni,
sér til trausts og halds í húsinu. Hún
fór í ökutíma og hóf að aka bíl eftir
að Guðmundur lést þó að hún væri
komin fast að sjötugu.
Laugavegur 100 er sjálfsagt eitt
fárra húsa á því svæði sem nánast
ekkert hefur breyst síðan það var
byggt fyrir um sextíu árum. Versl-
anirnar á neðstu hæðinni eru að vísu
ekki þær sömu og liturinn á glugg-
unum er annar. Annað er nánast
óbreytt og ekki er að sjá að mikið
hafi þurft að sinna viðhaldi hússins,
sem ber þess vitni að vel hefur verið
að verki staðið í upphafi.
Við leiðarlok er ég þakklátur þeim
Guðmundi og Stefaníu fyrir góð og
uppbyggileg kynni og stuðning við
mig og mína gegn um tíðina. Bestu
þakkir.
Ingjaldur Bogason.
Stefanía Runólfsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar