Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 41
✝ Anna MargrétSigurðardóttir
fæddist á Blönduósi
10. nóvember 1913
og ólst þar upp til
sjö ára aldurs. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 3. október síð-
astliðinn. Anna
Margrét fluttist að
Fremstagili um
1922 og dvaldist þar
til 13 ára aldurs.
Hún fluttist að Sval-
barðseyri við Eyja-
fjörð og bjó þar uns hún fluttist til
Reykjavíkur 23 ára gömul. Í
Reykjavík gerðist hún lærlingur í
hattasaumi og lauk sveinsprófi
sem hattadama og vann við þá iðn
þar til hún giftist.
Eiginmaður Önnu Margrétar
var Kristján Hannesson, f. 2.9.
1904, læknir í Reykjavík. Bjuggu
þau þar allan sinn búskap þar til
hann lést 17. ágúst
1978. Börn þeirra
eru: Guðrún Hanna,
f. 17.6. 1937, gift
Magnúsi Guðjóns-
syni, f. 3.11. 1937,
börn þeirra eru
Kristján, Guðjón og
Páll Ingi; Margrét,
f. 4.11. 1945, gift
Jóni Svavari Frið-
jónssyni, f. 1.11.
1944, börn þeirra
Anna Margrét,
Hörður Þór og Ein-
ar Örn; og Sigurður
Örn, f. 19.6. 1947, kvæntur Ingi-
björgu M. Karlsdóttur, f. 21.10.
1948. Barn þeirra er Anna Ósk.
Afkomendur Margrétar eru 23,
sjö barnabörn, tíu barna-
barnabörn og fimm barnabarna-
barnabörn.
Útför Önnu Margrétar verður
gerð frá Fossvogskapellu í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Hún amma mín var besti vinur
minn. Hún studdi mig og leiðbeindi í
gegnum lífið. Í hvert sinn sem ég stóð
frammi fyrir valkostum, var svo gott
að fara til hennar og fá ráð, því hún
var mjög vel að sér í flestu því sem líf-
ið hendir á okkur í ólgusjó hversdags-
leikans.
Hún amma mín fylgdist vel með, ó,
já, hún var betur inni í fréttum, bæði
erlendum og innlendum, en flestir í
kringum mig og hún hafði skoðun, já,
hún hafði sko skoðun á flestu því sem
var að gerast. Hún kenndi mér líka að
segja skoðun mína og var afar metn-
aðargjörn fyrir mína hönd, hún pass-
aði upp á að ég lifði lífinu eins og ég
vildi. Ef henni fannst ég vera á rangri
leið sagði hún alltaf: „Ertu nú alveg
viss?“ og svo sagði hún mér hvernig
hún myndi gera ef hún væri ung í dag.
Hún var afar listhneigð, mögnuð
handverkskona og gerði hin dásam-
legustu handverk. Hún tók uppskrift,
horfði á hana og breytti, alltaf breytti
hún einhverju, misjafnlega mikið en
alltaf var það eitthvað sem mátti bet-
ur fara og afraksturinn var líka stór-
kostlegur, enda fékk hún mikið lof frá
þeim sem sáu. Þegar ég kom heim
með langþráðu tvíburana mína frá
Kólumbíu biðu þeirra bútasaumuð
teppi, sokkar, vettlingar og svo komu
peysurnar, kjóllinn, fleiri sokkar,
fleiri vettlingar og allt þetta gerði hún
með mikilli ást og umhyggju, níræða
amma mín. Mig langar að verða
svona þegar ég verð níræð! Hún
fylgdist líka grannt með okkur í öllu
ferlinu, studdi okkur þegar þurfti en
spurði jafnframt allra þeirra erfiðu
spurninga sem einhver þarf að spyrja
þegar barn, hvað þá börn, eru ætt-
leidd.
Ég minnist ömmu minnar með
miklu þakklæti og þakka henni að
hafa leiðbeint mér í gegnum lífið, tek-
ið þátt í sorgum mínum og gleði en
það er dýrmætasta gjöfin sem hún
amma mín gaf mér.
Takk, amma mín, fyrir að vera
minn besti vinur.
Anna Margrét.
Þó sorgin yfirgnæfi flestar tilfinn-
ingar á stundu eins og þessari og við
viljum að samverutíminn hefði verið
lengri í þessu lífi, þó að tárin séu ekki
langt á eftir hverri minningu um
ömmu okkar, þá er það henni að
þakka að oft fylgir mikið bros hverri
minningu.
Hún amma okkar var einstök kona,
því hún stóð á því sem hún vissi og gat
verið manna verst ef átti að breyta
skoðunum hennar sem var yfirleitt
ómögulegt. Hún fussaði og sveiaði yf-
ir því sem við yngra fólkið gerðum og
var aldrei hrædd við að koma á fram-
færi hvað henni fannst. Hún gerði
þetta vegna þess að henni þótti vænt
um okkur. Hún missti svefn yfir hin-
um minnstu atriðum og lét sig ekki
muna um að hringja í skyldmenni á
hinum ýmsu tímum til að segja þeim
sínar skoðanir og áhyggjur. Yfirleitt
fór það svo að hún fékk það sem hún
vildi.
Hún amma vildi ekki fá gjafir á jól-
unum og lét þá skoðun sína oft og iðu-
lega í ljós. Því var skemmtilegast
þegar hún fékk gjafir. Þá fussaði hún
að ekki ætti að gefa henni gjafir en
samt var hún alltaf ótrúlega ánægð
með það sem hún fékk.
Við bræðurnir fórum oft með kjúk-
ling og franskar, ekki má gleyma
kokteilsósunni, til hennar ömmu um
helgar. Stundum skoðuðum við
myndaalbúm með honum afa og hún
sagði okkur frá sínum yngri árum. Á
öðrum stundum hafði eitthvað komið
fyrir í fréttum og við ræddum um
málið. Ég reyndi sjaldnast að and-
mæla henni þegar hún komst í ham,
og sumt gat komið henni í ham, eins
og ótalandi ungmenni nútímans, leti
sumra manna eða fréttir af ástandinu
fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún var
mjög skörp og alltaf var gaman að
rökræða við hana um málefni líðandi
stundar.
Hún kenndi okkur að fylgjast með
og að gefa, það er ekki eins erfitt og
maður heldur. Við getum öll lært eitt-
hvað af henni ömmu okkar, hún vissi
hvað hún vildi og gat komið því í verk.
Hún hafði okkur öll í hjarta sínu og
gerir það enn í dag.
Ástarkveðjur frá okkur bræðrun-
um,
Hörður Þór Jónsson og
Einar Örn Jónsson.
Anna, föðursystir mín, lést 3. okt
2006. Þegar ég frétti andlát hennar
fór ekki hjá því að fyrir mér rifjuðust
upp ótal minningar tengdar Önnu og
fjölskyldu hennar.
Anna var næstyngst sex barna
þeirra hjóna Margrétar Pétursdóttur
frá Gunnsteinsstöðum og Sigurðar
Helga Sigurðssonar. Móðir hennar
var dóttir Péturs Péturssonar, bónda
á Gunnsteinsstöðum og hótelhaldara
á Sauðárkróki og verslunarmanns á
Blönduósi, og konu hans Önnu Magn-
úsdóttur frá Holti í Svínadal en faðir
hennar var sonur Sigurðar Helgason-
ar smiðs af Grafarætt og konu hans
Guðrúnar Jónsdóttur prests á Und-
irfelli.
Anna var fædd á Blönduósi og sleit
þar barnsskónum. Bjó fjölskyldan í
húsi því sem nú hýsir Hótel Blönduós.
Á Blönduósi var hún í barnaskóla uns
fjölskyldan flutti sig um set að
Fremstagili, þar sem Sigurður Helgi
hóf búskap. Sigurður Helgi hafði
stundað verslunarstörf á Blönduósi
og hélt því áfram eftir að fjölskyldan
fluttist að Fremstagili, enda stutt á
Blönduós. Var hann því oft langdvöl-
um að heiman og unnu þá systkinin
oft mikið við búskapinn og var þar
Anna ekki eftirbátur hinna systkin-
anna. Heimilislífið einkenndist af
gleði og gáska. Mikill gestagangur
var eins og títt var á bæjum á þessum
árum. Mikið var sungið og var það oft
á kvöldin að Margrét, húsmóðirin á
bænum, lék á orgelið en börnin stóðu
hjá og sungu. Voru þetta miklar
gleðistundir.
Þegar Anna var á 19. aldursári
missti hún móður sína. Ári áður höfðu
þau brugðið búi og flutt norður á
Svalbarðseyri, þar sem Sigurður
Helgi gerðist bókari við verslunina.
Var þetta að vonum mikið áfall. Þrjú
eldri systkinin voru þá farin suður en
Anna og Óskar voru tvö eftir hjá föð-
ur sínum. Fluttu þau fljótlega suður
eftir þetta og Anna komst í nám í
hattasaumi, en við það starfaði hún
um skeið.
Kynni mín af Önnu fóru saman við
annan þroska minn á fyrstu árum ævi
minnar. Einar af mínum elstu og
kærustu minningum tengjast Önnu
og heimili hennar. Bjuggum við þá á
Laugavegi 162 en Anna og maður
hennar, Kristján Hannesson læknir,
bjuggu í Skaftahlíð 15 og því stutt á
milli heimilanna. Var ég tíður gestur
hjá Önnu og Kristjáni, fyrst í fjöl-
skylduboðum en síðan fór ég að rölta
þangað einn og sjálfur, þegar ég hafði
aldur til. Í augum mínum var heimili
Önnu og Kristjáns eins og höll, já,
álfahöll, þar sem Anna var drottning.
Þar var allt mjög fínt og allt heimilið
hafði í mínum augum eitthvert tign-
arlegt yfirbragð. Í samræðum og rök-
ræðum stóð Anna upp úr, það var
hlustað á það sem hún sagði og tekið
tillit til þess. Ég bar takmarkalausa
virðingu fyrir henni, hlustaði vel á orð
hennar og góð ráð og geymdi þau
með mér. Þegar á unga aldri lærði ég
mikið af Önnu.
Þegar við fjölskyldan fluttum úr
Reykjavík var mitt heimili hjá Önnu
og Kristjáni þegar ég heimsótti höf-
uðborgina. Stóð það mér alltaf opið
hvenær sem var og hvernig sem á
stóð. Heimsóknir þeirra til okkar
austur í Flóa voru alltaf stórviðburð-
ur. Þegar fréttist að þau væru vænt-
anleg eða að renna í hlað hoppuðum
við krakkarnir af kæti og hrópuðum,
,,Anna og Kristján eru að koma, Anna
og Kristján eru að koma“. Alltaf þeg-
ar ég kom til Íslands öll námsárin mín
í Noregi fór ég beint af flugvellinum
til Önnu og Kristjáns og þá var ég
kominn heim.
Anna var mjög sterkur persónu-
leiki. Hún hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á þjóðmálum og reyndar á
hverju sem á góma bar. Þrátt fyrir
það átti hún mjög gott með að setja
sig í spor annarra og skilja skoðanir
og erfiðleika annarra. Fyrir vikið var
mjög gaman að ræða við hana um
landsins gagn og nauðsynjar. Ég mat
þessa eiginleika hennar meira eftir
því sem eltist og þroskaðist. Sérstak-
lega kom hún mér oft á óvart þegar
ég var á unglingsaldri og vanur að
hlusta á eilífan söng í þjóðfélagsum-
ræðunni um hversu unglingarnir
væru gersamlega ómögulegir og ung-
lingavandamálin væru illviðráðanleg.
Anna skildi unga fólkið vel, og þó ekki
væri allt eins og best væri á kosið var
að hennar áliti miklu fleira gott en
slæmt. Okkur Önnu skorti aldrei um-
ræðuefni, vorum ekki alltaf sammála
en gátum alltaf rökrætt heimsmálin
og mál unga fólksins af mikilli anda-
gift. Í nálægð hennar fannst mér ég
alltaf vera stærri maður.
Ég er mjög þakklátur fyrir öll mín
kynni af Önnu og fyrir allt það mikla
sem hún gaf mér á lífsleiðinni. Til
feðra sinna er horfin mjög sterk kona,
sanngjörn og góð og það er ljúft að
mega geyma góðar minningar um
hana í hugskotum sínum.
Börnum hennar og fjölskyldum
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurður H. Pétursson.
Anna Margrét
Sigurðardóttir
Elskulegur sonur
okkar og bróðir, Sig-
urður Rúnar Þóris-
son, hefði orðið 25
ára í dag hefði hann
lifað.
Hann lést 19. ágúst sl. og harm-
ur, sár og nístandi tók við af venju-
legu ferli daganna.
Allt hafði gengið stóráfallalaust
hjá fjölskyldunni á undangengnum
árum og við foreldrarnir afar þakk-
lát fyrir það. En á svipstundu var
öll gleði og ró á burt er okkur var
tilkynnt lát yngsta barnsins okkar.
Þessi drengur, sem daginn áður
ræddi glaður við okkur í síma og
ætlaði að koma í mat um helgina
sem framundan var.
Hann var líka búinn að kaupa
hús með bróður sínum og hans fjöl-
skyldu.
Bræðurnir voru eins og einn
maður. Þeir ferðuðust saman,
gerðu áætlanir og unnu saman.
Bróðirinn sem eftir er syrgir sárt
með systrum sínum og frændliði.
Sigurður Rúnar
Þórisson
✝ Sigurður RúnarÞórisson fædd-
ist 13. október 1981.
Hann lést á heimili
sínu 19. ágúst síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Digraneskirkju 31.
ágúst.
Við hrópum til
Guðs. Okkur hefur
verið kennt að
treysta honum. Við
trúum því að sál
drengsins okkar sé
hjá Guði. Samt erum
við ráðvillt og í sorg
okkar og örvæntingu
köllum við á barnið
okkar, Siggi minn,
elsku drengurinn
okkar. Bara að við
gætum fengið að
finna nærveru þína,
við syrgjum þig og
tárin blinda okkur.
Ekkert verður eins og áður, lífið
hefur misst ljóma sinn og lit. Það
er ekki lengur gaman að hinu smáa
og hversdagslega, eða að gera stór-
ar áætlanir.
Drengurinn okkar átti stóran
vinahóp. Þessir vinir hans hafa tek-
ið höndum um okkur fjölskylduna
og sýnt okkur á þessum dimmu
dögum hve þeir mátu Sigga mikils.
Guð blessi allt þetta unga fólk.
Við vitum að aðrir foreldrar hafa
gengið í gegn um reynslu eins og
okkar og munu gera, en það er eins
og ekkert komist að nema eigin
harmur. Við finnum að við erum
sjálfhverf í sorginni.
Við erum frosin í ísköldum veru-
leika okkar.
Pabbi, mamma og systkinin.