Morgunblaðið - 13.10.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Anna JakobínaGuðjónsdóttir
fæddist í Skjald-
arbjarnarvík á
Ströndum hinn 6.
október 1913. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Höfða 4. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðjón
Kristjánsson frá
Þaralátursfirði og
Anna Jónasdóttir
frá Þóroddsstöðum í
Hrútafirði. Þau
bjuggu lengst af í Skjaldarbjarn-
arvík og Þaralátursfirði á Strönd-
um. Guðjón Kristjánsson og Anna
Jónasdóttir eignuðust auk Önnu
Jakobínu átta börn. Þau eru: Jónas
Kristinn, f. 16. apríl 1906 (látinn),
bjó á Ísafirði; Þorsteina, f. 30. októ-
ber 1907 (látin), bjó á Akranesi; Ei-
ríkur Annas, f. 25. nóvember 1908,
býr á Ísafirði; Guðmundur, f. 24.
september 1910 (látinn), bjó í Þara-
látursfirði og síðar á Ísafirði; Krist-
ján Sigmundur, f. 17. nóvember
1911 (látinn), bjó á Ísafirði; Guð-
mundur Óli, f. 20. desember 1914
(látinn), bjó á Ísafirði; Pálína Sig-
urrós, f. 13. nóvember 1919 (látin),
bjó á Munaðarnesi á Ströndum; og
Ingigerður Guðrún, f. 9. apríl 1923,
bjó í Keflavík.
dætur og einn son, búa á Hellu. 4)
Bjarnveig Sigurborg, f. 5. júlí 1940,
gift Magnúsi Jakobssyni. Þau eiga
þrjár dætur og tvo syni, búa í Bol-
ungarvík. 5) Selma Jóhanna, f. 20.
janúar 1942, gift Ágústi Gíslasyni.
Þau eiga fjóra syni og eina dóttur,
búa á Steinstúni í Árneshreppi.,
Börn Kristins og Önnu: 1) Jón, f. 19.
desember 1944, kvæntur Úrsúlu
Sonnenfeld. Hann á einn son, búa í
Reykjavík. 2) Sveinn, f. 4. sept 1946,
kvæntur Borghildi Jósúadóttur, búa
á Akranesi. Hann á fjórar dætur og
tvo syni. 3) Sólveig Stefanía, f. 9.
maí 1948, gift Þóri Þórhallssyni.
Þau eiga tvær dætur, búa á Akra-
nesi. 4) Arngrímur, f. 30. apríl 1950,
kvæntur Margréti Hannesdóttur.
Þau eiga þrjá syni og tvær dætur,
búa á Bolungarvík. 5) Elías Svavar,
f. 8. júlí 1951, kvæntur Ingibjörgu
Guðrúnu Viggósdóttur. Þau búa á
Akranesi. Hann á tvær dætur og
einn son. 6) Guðmundur Óli, f. 2.
okt. 1952, kvæntur Jóhönnu Jó-
hannsdóttur. Þau eiga tvær dætur
og tvo syni, búa í Bolungarvík. 7)
Guðjón Stefán, f. 4. okt. 1954, sam-
býliskona Jóna Sveinsdóttir, búa í
Árbæ við Selfoss. Hann á tvo syni og
eina dóttur. 8) Benjamín, f. 7. júní
1956, kvæntur Láru Helgu Jóns-
dóttur. Þau eiga tvær dætur og tvo
syni, búa á Hvammstanga. 9) Óskar,
f. 20. mars 1958, sambýliskona
Fríða Ingimarsdóttir. Þau eiga tvær
dætur og einn son, búa á Akranesi.
Afkomendur hennar eru í dag
168.
Útför Önnu verður gerð frá Akra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Anna Jakobína gift-
ist ung Samúel Sam-
úelssyni, f. 4. des.
1907, frá Skjald-
arbjarnarvík og eign-
aðist með honum fimm
dætur. Þau bjuggu í
Bæ í Trékyllisvík.
Hann lést 20. febrúar
árið 1942.
Anna giftist síðar
Kristni Halli Jónssyni
frá Seljanesi og eign-
aðist með honum átta
syni og eina dóttur.
Þau bjuggu á Seljanesi
1943 til 1953 er þau festu kaup á
jörðinni Dröngum í Strandasýslu
og bjuggu þar til ársins 1966. Eftir
það bjuggu þau lengst af á vetrum í
Bolungarvík en dvöldu á sumrin að
Dröngum. Kristinn lést hinn 9.
ágúst árið 2000. Síðustu æviár sín
dvaldi Anna Jakobína á Dval-
arheimilinu Höfða á Akranesi.
Börn Önnu og Samúels Sam-
úelssonar eru: 1) Þorbjörg, f. 6.
mars 1934, gift Stíg Herlufsen. Þau
eiga fimm syni, búa í Hafnarfirði.
2) Ágústa Guðrún, f. 23. apríl 1935,
var gift Benjamín Jónssyni frá
Seljanesi (látinn). Þau eiga þrjár
dætur og tvo syni á lífi. Hún býr nú
á Akranesi. 3) Sigurvina Guð-
munda, f. 1. ágúst 1937, gift Erlingi
Guðmundssyni. Þau eiga fjórar
Elskuleg móðir mín er dáin
tveimur dögum fyrir 93 ára afmæl-
ið sitt. Hún var orðin þreytt og
þráði hvíldina. Hún dó ekki ein, hjá
henni voru börnin hennar. Hún
eignaðist 14 börn sem öll lifa hana.
Hún annaðist þau eins vel og kraft-
ar hennar leyfðu. Hún sofnaði síð-
ust á kvöldin og vaknaði fyrst á
morgnana. Hún sat í horninu við
eldavélina á meðan var að hlýna og
prjónaði sokka eða vettlinga, það
þurfti mikið af þess háttar plögg-
um. Eldiviðurinn var mór og spýtur
og stundum kolamoli ef hann var
til. Allt varð að spara, efnin voru
lítil, ein tunna af steinolíu var
keypt fyrir veturinn og reynt að
láta hana duga. Fóstri minn átti
trillu og var oft á sjó og við höfðum
alltaf nóg að borða og urðum stór
og sterk eftir aldri.
Mörg kvöld þegar ég var lítil á
Seljanesi sat hún með minnstu
börnin við spýtnaeldavélina og ljós-
geislarnir gægðust út um rifurnar á
vélinni og mamma söng með sinni
fallegu röddu alls konar ljóð og lög,
við sátum á gólfinu og kúrðum okk-
ur upp að fótum hennar. Stundum
urðum við svo hugfangin af ein-
hverju sérstöku lagi að hún varð að
syngja það svo oft að hún var farin
að kvarta.
Ég man daginn sem við fluttum
að Dröngum, það var búið að pakka
saman þessu litla dóti sem við átt-
um og bera það niður í trilluna,
Eyrarbræður voru komnir á sinni
trillu og kýrnar fóru í hana.
Mamma, fóstri minn og börnin fóru
í hina og dótinu skipt í báðar. Ég
var aftur í hjá fóstra og var svolítið
sjóveik eins og vanalega, hann varð
að ýta við mér og láta mig pumpa
bátinn til að hafa úr mér aum-
ingjaskapinn. Svo þegar við fórum
fyrir Landeyjarnar spurði hann:
„Hvernig líst þér á?“ Nú mér leist
vel á, allt var svo grænt og fallegt.
Mömmu þurfti ekki að spyrja, hún
var komin í draumalandið sitt, þar
hafði hún svo oft komið og verið hjá
nöfnu sinni og frænku á Dröngum.
Jakobína á Dröngum hafði oft sent
matarbita til frænku sinnar í
Skjaldarbjarnarvík þegar fátæktin
og harðindin voru allt að drepa eft-
ir aldamótin 1900.
Okkur leið vel á Dröngum þar
var nóg að bíta og brenna og mikið
frelsi fyrir tápmikla krakka. Við
vorum langt frá öðru fólki, við vor-
um vinir og félagar alin upp við ást
og afsakanir þegar ærslin gengu úr
hófi. „Æ, þau eru á svo slæmum
aldri,“ sagði móðir okkar og hló
innilega. Henni fannst við óskap-
lega skemmtileg. Hún var glað-
lynd og góðlynd en hafði sitt skap.
Ég vil þakka Sólveigu systur
minni og Þóri alla þá umhyggju
sem þau sýndu henni og starfs-
fólkinu á Höfða hversu gott það
var henni og hugsaði vel um hana.
En nú er hún farin og við mun-
um sakna hennar en hún var hvíld-
inni fegin og nú er hún sæl.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo var nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt er nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngva klið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Kveðja.
Bjarnveig.
Elsku amma, ég var svo heppin
að fá tækifæri til að vera mikið í
samvistum við þig.
Minningar um þig, samveru
okkar og allt sem þú sagðir mér af
lífinu og tilverunni, gleði þinni og
sorgum hefur rifjast upp undan-
farna daga.
Þú sagðir mér frá því þegar þú
varst barn í Skjaldarbjarnarvík og
seinna unglingur í Þaralátursfirði,
alin upp í stórum systkinahópi í
miklu ástríki.
Þú sagðir mér frá göngunni út í
lífið með Samúel afa þér við hlið,
þið að hefja búskap í Bæ. Dæt-
urnar fæddust hver af annarri,
lífsbaráttan var erfið. Samúel fékk
berkla eins og margir í hans fjöl-
skyldu og dvaldi langdvölum á Víf-
ilsstöðum.
Þú sagðir mér frá því þegar þú
gekkst inn ganginn á sjúkrahúsinu
á Ísafirði, komin þangað með
Vinsý litla sem var orðin berkla-
veik. Þú komst til að skilja hana
eftir til langrar dvalar. Sporin út
ganginn voru þau þyngstu sem þú
hafðir gengið til þessa, en þú hafð-
ir ekkert val. Sporin áttu fleiri eft-
ir að verða þung, ung misstir þú
Samúel, þetta var erfiðasti dagur
lífsins. Hann hafði sigrast á berkl-
unum, var kominn heim og lífið
blasti við en svo dó hann úr botn-
langabólgu stuttu eftir heimkom-
una.
Þú sagðir mér líka frá því þegar
þú fluttir að Seljanesi og giftist
Kristni afa, frá lífinu þar og hversu
gott þér þótti að búa á Dröngum,
þar sem nóg var af öllu. Frá fæð-
ingu barnanna fjórtán sem þú dáð-
ist að og elskaðir öll takmarkalaust.
Þú sagðir mér frá draumnum
sem þig dreymdi vorið 1952. Bróðir
þinn kom til þín og þú spurðir hann
hvort hann vildi nú ekki stoppa hjá
þér í nokkra daga, en hann svaraði
því til að hann ætlaði ekkert að
fara aftur, hann væri kominn til að
vera. Tveimur dögum seinna fréttir
þú að hann hefði farist í Horn-
bjargi. Þú sagðist vita að hann
hefði komið til að kveðja og þú
skírðir drenginn þinn sem fæddist
þá um haustið Guðmund Óla í höf-
uðið á honum.
Lífsbaráttan var oft hörð og allir
þurftu að leggja sitt að mörkum
jafnt stórir sem smáir og vinnudag-
urinn var langur.
Árin liðu eitt af öðru, lífsbaráttan
harðnaði í afskekktri sveit og þið
fluttuð í burtu yfir veturinn.
Síðustu árin sem þið afi áttuð
saman varst þú orðin lasin, afi tók
að sér heimilisstörfin og annaðist
þig af mikilli natni.
Það breyttist aldrei að með vor-
inu fór hugurinn alltaf að leita heim
og ferðinni var heitið norður að
Dröngum, á fallegasta stað á Ís-
landi.
Elsku amma, þó ég sjái þig ekki
aftur þá veit ég að þegar ég kem
næst að Dröngum þá verðið þið afi
þar bæði. Hann á hleininni að taka
á móti bátnum og þú stendur heima
á hlaði með útbreiddan faðminn og
sólargeislarnir dansa í hvíta hárinu
þínu.
Elsku amma, takk fyrir allt, þú
gerðir mig að betri manneskju og
kenndir mér svo ótal, ótal margt.
Anna Kristín Magnúsdóttir.
Elsku amma mín er látin. Það er
svo margt sem kemur upp í hug-
ann, og mig langar að skrifa eitt-
hvað af því hér til að minnast minn-
ar einstaklega góðu og fallegu
ömmu, sem hefur alltaf verið mér
afar kær.
Eftir að ég varð fullorðin og náði
vissum þroska, hef ég oft hugsað til
þess hvað líf ömmu hlýtur oft að
hafa verið erfitt; að horfa upp á
fyrri eiginmann sinn deyja og sitja
eftir með fimm lítil börn, og eitt
þeirra nýfætt, búa svo við aðstæður
sem hljóta oft, allavega ef maður
miðar við nútímann, að hafa verið
erfiðar á Dröngum, og með öll
þessi börn að hugsa um. Þrátt fyrir
þetta var aldrei að sjá á ömmu að
hún hefði glímt við slíka erfiðleika.
Allt hennar hugrekki, jákvæðni og
glaðlyndi eru sannarlega einstök og
aðdáunarverð, og nútímakonur eins
og ég, sem finnst jafnvel stundum
erfitt að hugsa um eitt lítið barn,
ættu kannski oftar að setja sig í
spor ömmu og þeirra kvenna sem
lifðu við svipaðar aðstæður og
sækja þangað innblástur og styrk
til að fást við viðfangsefni hvers-
dagsins, viðfangsefni sem í sjálfu
sér eru yfirleitt auðveld ef miðað er
við þá hluti sem amma og hennar
samtímakonur þurftu að glíma við.
Nú, þegar elsku amma mín er
dáin og ég lít yfir farinn veg, eru
hvað sterkastar þær minningar úr
bernsku minni sem tengjast komu
ömmu á vorin þegar þau Kristinn
voru á leið að Dröngum. Á hverju
vori, þegar amma mín kom, var
eins og húsið okkar fylltist hlýju og
gleði. Amma var svo afar góð við
okkur, hún gaf okkur alltaf eitt-
hvað, eins og til dæmis nammi úr
Kaupfélaginu, sem fyrir okkur var
mikið nýmæli, svo sjaldan var það
sem við fengum sælgæti. Hún var
ætíð svo glaðlynd og jákvæð, og
kringum hana var einstök birta
sem lýsti upp allt í kring. Amma
mín var líka svo falleg og gædd
miklum þokka. Hún var alltaf vel til
höfð, í fallegum, litríkum peysum,
með glitrandi brjóstnælur og hár-
spennur eða kamba í sínu silki-
mjúka, hvíta hári. Ég man að ég
dáðist alltaf að fallegu skartgrip-
unum og hárskartinu hennar, sem
fóru henni líka svo vel og undir-
strikuðu hennar innri og ytri feg-
urð. Ást ömmu á börnum var einnig
greinileg í allri hennar framkomu
við okkur, og alla sína tíð var hún
einstaklega barngóð manneskja.
Síðustu árin þekkti amma mín
mig kannski ekki þegar ég kom í
heimsókn til hennar, en hún var
alltaf glöð að sjá mig, hélt í höndina
á mér og fannst gott þegar ég
strauk höndina hennar og fallega
hvíta hárið. Hún var alltaf kát og
brosti til mín af einlægri og barns-
legri gleði. Þessar heimsóknir voru
dýrmætar samverustundir, og sem
fyrr var alltaf gott að vera í návist
hennar ömmu minnar. Og á þessum
stundum mundi ég ætíð þá daga
þegar amma mín kom á vorin og
fyllti bernskuheimili mitt birtu og
yl.
Elsku amma mín, nú ertu farin
og samverustundirnar verða ekki
fleiri, í þessu lífi allavega. Ég mun
sakna þín. Hvíl þú í friði.
Þín
Ingibjörg.
Anna Jakobína sagði mér af
bernsku sinni norður í Þaraláturs-
firði þegar þau systkinin fengu
kannski bara eitt epli hvert í jóla-
gjöf. Þessi mynd er einhvernveginn
svona.
Það er rautt gljáandi epli í bæ
lengst norður á Ströndum. Það eru
jól. Eplið verður risastórt, eplið
verður allur heimurinn. Allur heim-
urinn einsog miðnætursólin á vorin.
Gefur fyrirheit, ilman, bragð, fram-
andleika, hátíð, frið, undur. Þetta
er allur heimurinn. Og lítil stúlka
grípur um það báðum höndum og
getur ekki bitið í það fyrir andakt.
Eða sökkvir tönnunum á kaf í eplið
því hún elskar lífið og vill fá að
smakka það. Það hlýtur að vera því
seinna eignast litla stúlkan tvo eig-
inmenn og fjórtán börn. Þau eru
lífið hennar og sálin, hún er einsog
eplið og sólin, hefur endalaust eitt-
hvað handa þeim. Og í krafti góð-
mennsku hennar og fegurðar verð-
ur til meiri góðmennska og meiri
fegurð.
Sennilega lærði Kristinn Jónsson
stríðnina af konu sinni Önnu Jak-
obínu. Hún með þetta stríðnislega
blik í augum, og hún var ekkert
alltaf að hanga í tungumálinu eða
svokölluðum rökræðum einsog
karlmenn gera, heldur fussaði hún,
hnussaði, hristi hausinn eða setti
þetta blik í augað. Eða hún tísti
bara einsog söngfugl. Tístið hennar
Önnu sló út rökfræðina. Eða hún
hló. Já, hún hló bara. Hló að allri
vitleysunni.
Anna Jakobína ól upp strákinn
minn hann Kristjón. Hún gerði það
af þvílíkum kærleika að á þeim
stundum þegar hann ætlaði fram af
brúninni var kærleikur hennar
hans eina haldreipi. Og þessvegna
um morguninn þegar hann kom og
tilkynnti mér lát hennar sá ég þetta
blik í augum hans sem hafði ekki
verið þar áður, þennan skerandi
sársauka, þetta blik sem blikar að-
eins norður á Ströndum þegar eitt-
hvað slitnar sem getur ekki slitnað.
Anna hafði mikið innsæi í fólk því
að hún elskaði fólk og átti svo mik-
ið af fólki. Hún elskaði lífið. Hún
var lífið. Hún kom mér á óvart þeg-
ar hún talaði um fólk, þá sló hún út
alla sálfræðinga, hún sá sársauka
sem fólk beitti mikilli tækni til að
fela, hún kunni að taka á móti
fölskvalausri gleði. Framar öllu var
hún hugrökk því það þarf hugrekki
til að geta elskað. Ég get þakkað
henni með því að þora að elska.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir.
Þegar mér barst andlátsfregn
Önnu kom upp í huga minn, að þeg-
ar maður hennar lést fyrir sex ár-
um, langaði mig að senda honum
kveðju á þessum vettvangi, sem
ekki varð af.
Ég reyni því að gera bragarbót
við þessi tímamót. Það eiga þau
skilið, bæði voru þau sveitungar
mínir og góðir vinir.
Bæði áttu þau rætur sínar á
Ströndum og hér unnu þau allt sitt
lífsstarf, sem ekki var lítið. Anna
ólst upp í Skjaldarbjarnarvík og
Þaralátursfirði. Kristinn að mestu
alinn upp við Ingólfsfjörð, á Eyri,
Teigastöð og Seljanesi, sem hann
vildi kenna sig við. Nokkuð komu
þau sitt úr hvorri áttinni þegar
leiðir þeirra lágu saman.
Þegar hér var komið, var Anna
búin að vera gift Samúel Sam-
úelssyni í Bæ, þar sem þau bjuggu.
Árið 1942 lést Samúel aðeins þrjá-
tíu og sjö ára, og höfðu þeim þá
fæðst fimm dætur og sú yngsta,
Selma Jóhanna, aðeins mánaðar-
gömul.
Við Ingólfsfjörðinn snerist lífið
um síldarævintýrið, sem entist til
miðrar tuttugustu aldarinnar. Því
kynntist Kristinn, en hugur hans
beindist til sjómennsku á yngri ár-
um og var hann orðinn hertur í
þeim „eldi“, búinn að lenda í mann-
raunum, sem hann bjargaðist úr
fyrir eigið harðfylgi.
Þau hófu sinn búskap á Selja-
nesi, þar var þá ekki rúmt um fyrir
stóra fjölskyldu, jörðin ekki vel fall-
in til búskapar og foreldrar hans
voru þar fyrir, þar bjuggu þau í sjö
ár. Árið 1953 var jörðin Drangar til
sölu. Varð það að ráði að þau
keyptu jörðina og fluttu þangað.
Drangar var talin góð bújörð, þó
ræktun yrði ekki mikið komið við
var þar gott sauðland, og hlunn-
indin til sjávarins gerðu hana að
matarkistu. Þarna voru þau komin
á draumastaðinn, og bundu mikla
tryggð við Dranga, og svo var um
alla fjölskylduna. Drangar voru
þeirra Paradís á jörð. Á Dröngum
búnaðist þeim vel. Og árin liðu það
er komið árið 1966. Á búskaparár-
um sínum höfðu þeim fæðst níu
börn, ein stúlka og átta drengir,
allt mannvænlegt fólk. Þrátt fyrir
það er farið að fækka í heimili á
Dröngum. Þau sjá að ekki er stætt
lengur, fyrir fullt og allt yfirgefa
þau samt ekki Dranga. Þau fluttu
að Melum með bústofn sinn og
höfðu þar í seli næstu tvö árin. Eft-
ir það voru þau vetrarlangt á Selja-
nesi til ársins 1971. Um leið og vor-
aði voru þau komin að Dröngum.
Eftir það bregða þau á það ráð að
hafa vetursetu utan heimasveitar
sinnar. Var það svo meðan starfs-
þrek þeirra entist. Ekki var Krist-
inn bóndi sáttur við þessa niður-
stöðu, en ekki var um að sakast.
Nú spyr máski einhver: Var þetta
ekki bugað fólk? Víst hafa þau ver-
ið orðin vinnulúin, en þau voru glöð
og reif og enginn þreytu- eða upp-
gjafartónn. Nærri má samt geta, að
húsmóðirin á Dröngum hefur oft
gengið vinnulúin til hvíldar, en í
fari hennar var ekkert, sem hét víl
eða vol. Hún kostaði öllu til fyrir
fjölskylduna.
Kristinn hugleiddi mikið þjóð-
Anna Jakobína
Guðjónsdóttir