Morgunblaðið - 13.10.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 43
félagsmál, sem beindist að jöfnuði
milli manna, auðsöfnun fárra var
ekki að hans skapi. Hann var víð-
lesinn, sannkallaður fræðaþulur,
trúaður sagðist hann ekki vera, en
las samt biblíuna spjalda á milli. Að
lokum held eg að hann hafi jafnað
henni við Sturlungu eða aðrar slík-
ar bókmenntir. Hann hafði óvenju-
næmt skopskyn, og sagði vel frá,
nýtti sér það þó aldrei til að níðast
á neinum, en beindi því gjarnan að
sjálfum sér. Ógleymanlegir verða
okkur nágrönnum hans búferla-
flutningar þeirra hjóna haust og
vor, spurt var hvernig hann hygðist
fara eða hvenær og hvernig hann
kæmi að vori. Það var tilhlökkun
bæði þegar þau fóru og ekki síður
þegar þau komu. Ferðir sínar leik-
gerði hann og allan sinn heiman-
búnað. Fyrir kom að konan lét í
ljós þá skoðun, að heimanbúnaður-
inn væri ekki sem traustastur.
Langoftast hafði hún rangt fyrir
sér að hans sögn. Að hausti lá hon-
um ekkert á fyrr en vetur var
genginn í garð, en að vori þurfti
hann að komast sem allra fyrst,
Drangar biðu, æðarfuglinn var far-
inn að setjast upp, kanna rekann,
nóg var að starfa. Liðsauki var
kallaður fljótt á vettvang.
Síðustu árin gat Anna ekki orðið
honum samferða á sumarslóðir,
heilsan var biluð. Hann var orðinn
einn á ferð í þeim skilningi. Með
elju sinni batt hann börn sín við
það, sem honum var dýrmætast af
jarðneskum eigum.
Kristinn hreykti sér ekki hátt,
það lá ekki í skapgerð hans. Hann
hefði þess vegna verið sáttur við að
vera settur á bekk með konunni úr
Landbroti. Hún tók sig upp þegar
hún fann dauðann nálgast og baðst
gistingar hjá Birni í Brekkukoti.
Vildi deyja hjá vandalausum.
Á miðju sumri árið 2000 var
Kristinn orðinn sjúkur maður.
Hann hvarf frá Dröngum í síðasta
sinn meðvitaður um hverra erinda.
Hann fór þá um hlað á Norðurfirði,
þar bar fundum okkar síðast sam-
an. Honum var brugðið, en gerði
samt að gamni sínu. Hann sagði að
þjóðfélagsgerðin leyfði ekki að
menn dæju heima hjá sér og undi
þeim úrskurði. Eftir tvær vikur eða
svo var hann allur. Konan úr Land-
broti hafði séð þjóðfélagsbreyt-
inguna fyrir.
Hér eru sögulok. Átthagatryggð
hjónanna er okkur dýrmæt í minn-
ingunni.
Svo segir Guðmundur skólaskáld
í ljóði sínu „Heim til fjalla“:
Þar sem bleikhvít bæjarþilin,
bera í dökkufjallagilin,
grær á veggjum baldursbráin,
blá við túnið rennur áin.
Innilegar samúðarkveðjur til
ættingja þeirra frá okkur hjónun-
um.
Gunnsteinn Gíslason.
Anna var stórkostleg kona. Það
var mikil gæfa að fá að kynnast
henni.
Hún var fögur kona, áberandi
falleg á efri árum, með hárið sitt
ljósa.
Við kynntumst best þegar við
vorum í Klúkuskóla. Árið 1974 réð
hún sig sem ráðskonu í Bjarnarfirði
á Ströndum. Hún átti að sjá um
matseldina og það gerði hún með
mikilli prýði. Hún var líka eins og
móðir allra barnanna í skólanum.
Hafði hún töluverða reynslu, 14
barna móðirin. Það sóttu allir í eld-
húsið til hennar, þar var svo hlýtt
og stakk hún gjarna kleinum upp í
krakkana. Á kvöldin eftir langan
vinnudag sat hún oft með prjónana
sína og krakkaskarann í kringum
sig, sagði þeim sögur og kenndi
þeim inn á milli, lét þau lesa og
skrifa þannig að ekki var hún ein-
göngu ráðskona heldur líka kenn-
ari. Mér þótti afskaplega vænt um
hana. Hún hafði svo mikla lífs-
reynslu. Þegar hríðin buldi á glugg-
unum var hún svo örugg og traust.
Ég var bara Reykjavíkurmær og
alls óvön að búa við síma- og raf-
magnsleysi. Hún bjó á Seljanesi og
Dröngum og þekkti bylinn sem
buldi á húsinu. Þegar veðrið var
verst fór ég niður til hennar og tók
utan um hana og hún strauk á mér
hárið. Hún sagði að þetta væri
ekki mikið og þetta færi að lagast.
Drengjunum mínum var hún
fjarska góð. Þeir voru þrír og
gerði hún ekki upp á milli þeirra.
Hún var öllum amma. Mér er
minnisstætt þegar hún fékk sín
fyrstu laun og hélt að það væri
margra mánaða kaup. Hún hafði
aldrei fengið beinharða peninga
fyrir að elda mat. Á þremur árum
þénaði hún svo mikið að hún gat
keypt heilt hús á Bolungarvík. Í
því húsi áttu margir skjól. Á
kvöldin kom hún oft þar sem við
bjuggum og lét næstelsta son
minn lesa og skrifa. Litli sonur
minn tveggja ára hljóp á litlu fót-
unum sínum langan ganginn. Kall-
að var á frönsku Kristinn, Krist-
inn, gobbinn, gobbinn. Sú franska
kenndi honum frönskuna en lærði
íslensku hjá honum, þessi fáu orð
sem hann kunni. Árunum á
Dröngum held ég fyrir mig.
Elsku Anna mín, þú varst trúuð
kona. Fórst með bænir fyrir börn-
in. Gamli maðurinn sagði það
bænastagl. Nú er hann kominn að
sækja þig eins og hann lofaði.
Ég kveð þig núna og bið Guð að
blessa þig.
Gunnvör Björnsdóttir.
Mín fyrstu kynni af Önnu Guð-
jónsdóttur voru í eldhúsinu á
Seljanesi. Þar stóð hún við elda-
vélina og hafði gaman af því hve
líkur henni þótti ég Guðmundi Óla
syni hennar. Gamli maðurinn sat
við eldhúsborðið og jánkaði góðlát-
lega um leið og hann hreinsaði úr
pípunni. Ég var boðinn velkominn.
Með þessu skemmtilega fólki átti
ég góðar stundir fram undir ferm-
ingu. Fyrir strák úr Reykjavík var
lífið á Ströndum framandi og
þroskandi ævintýri. Maður lék sér
á daginn í faðmi náttúrunnar og
hlustaði á sögur af skrítnu fólki á
kvöldin. Maður lagði svo sem ekki
mikið til heimilisins en við Björn
bóndi frændi minn höfðum þann
starfa m.a. að færa Önnu eldivið.
Eldiviðinn notaði hún við elda-
mennsku á Dröngum. Hún hafði
einstakt lag á að hvetja okkur til
verka. Það gerði hún með því að
sýna okkur þakklæti. Þakklæti
sem hún átti þó best skilið fyrir
sín verk. Það var þó til staðar þótt
ekki væru höfð um það stór orð.
Löngu síðar hitti ég þau gömlu
hjónin í íbúð þeirra á Akranesi.
Þar var það gamli maðurinn sem
færði mér kaffi og með því. Anna
var glaðhlakkaleg og lék við hvern
sinn fingur og hló sínum innilega
hlátri. Hún var loksins komin í frí.
Gamli maðurinn gaf mér ábót með
stóískri ró.
Aðstandendum færi ég samúð-
arkveðjur úr Tjarnargötunni.
Með þakklæti fyrir hjartahlýju
og himneska ástarpunga.
Ingólfur.
Nú þegar lífshlaupi ömmu og
afa er lokið rifjast upp margar
minningar. Það var alltaf gaman
að koma til þeirra í Hafnargötuna,
hvort sem var til að spjalla eða
borða með þeim fisk og graut sem
var ósjaldan á borðum hjá þeim.
Þegar ég gekk inn í forstofuna
tóku hundarnir á móti manni og
hoppuðu eins og þeir ættu lífið að
leysa og sleiktu mann í bak og fyr-
ir. Þegar inn var komið og kallað
var halló, svaraði afi: „ Jæja, Jón
minn Steinar, ertu kominn,“ og
amma sagði: „Ertu kominn, gullið
mitt.“ Svona ómar þetta enn í eyr-
um mér þegar ég hugsa til þeirra.
Ég settist oftast í eldhúsið og afi
kom og bauð upp á te. Hann drakk
einn bolla, fékk sér mola og fór
svo aftur inn að lesa. Amma spurði
hins vegar hvernig gengi og sagði
sögur frá því hún var að alast upp
í Skjaldarbjarnarvík og Þaralát-
ursfirði. Eins og allir vita sem til
þeirra þekktu voru þau einstök;
amma svo falleg, dugleg og
hjartahlý, afi með sína ríku rétt-
lætiskennd, sanngjarn, skemmti-
legur, greindur og réttsýnn.
Blessuð sé minning þeirra.
Jón Steinar Guðmundsson.
✝ Ragnar Valdi-mar Jóhann-
esson fæddist í Þver-
dal í
Saurbæjarhreppi í
Dalasýlu 23. desem-
ber 1936. Hann and-
aðist á líknardeild
LSH Kópavogi 8.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóhannes Jóhann-
esson, f. 10. júlí
1902, d. 10. júní
1958, og Sigurbjörg
Ólafsdóttir, f. 3.
ágúst 1910, d. 2. desember 2004.
Systkini Ragnars eru: Anna Ólína,
f. 7. október 1931, Erna Svanhvít,
f. 16.nóvember 1940, d. 2. desem-
ber 2001, Hörður Guðmar, f. 5.
maí 1944, d. 1. júní 1988, og Grett-
ir Kristinn, f. 11. maí 1946. Börn
Ragnars frá fyrra hjónabandi eru:
1) Jóhanna Sigurbjörg, f. 10. nóv-
ember 1958, fyrrverandi maki Jón
Svavars Einarsson og eiga þau
Davíð Frey sem á Skúla Frey og
Guðrúnu Lilju, og á Jóhanna Kol-
brúnu Ósk með seinni manni sín-
um Ólafi Steinbergssyni. 2) Lárus
Kristinn, f. 22. janúar 1960, og er
maki hans Björg Ragnarsdóttir og
eiga þau þrjú börn, Hörpu Sjöfn,
Ragnar Kristin og Sigrúnu Krist-
ínu.
Ragnar kvæntist
Hafdísi Hönnu Mol-
doff 23. desember
1966. Börn þeirra
eru: 1) María, f. 4.
febrúar 1962, maki
Óskar Árni Hilm-
arsson og eiga þau
tvær dætur, Írisi
Rós, og er unnusti
hennar Guðjón Ólaf-
ur, og Hönnu Maríu.
2) Guðbjörg Rósa, f.
7. apríl 1966, maki
Gunnar Gorge Gra-
y,og eiga þau þrjú
börn, Ragnar Alexander, Natalíu
Rós og Gunnar Georg. 3) Sigurður
Páll, f. 8. apríl 1980, unnusta Anna
Einarsdóttir.
Ragnar fluttist suður til Reykja-
víkur haustið 1954 og lærði bif-
reiðasmíðar hjá Árna Gíslasyni
þar sem hann starfaði í mörg ár. Á
starfsferli sínum stundaði hann
hin ýmsu störf tengd bifreiða-
akstri, meðal annars hjá Vélamið-
stöð Reykjavíkurborgar, en lengst
af við akstur fatlaðra barna á
Reykjavíkursvæðinu. Ragnar lauk
starfsferli sínum sem bifreiða-
smiður hjá Bifreiðaverkstæði ÁG
þar sem hann hóf starfsferil sinn.
Ragnar verður jarðsunginn frá
Lágafellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Kveðja til elsku eiginmanns
míns Ragnars.
Tjaldið fellur myrkvast sviðið
ég stend þögul, rifja upp þann tíma
er við bæði stóðum á sama sviði.
En leiksvið lífsins verður ekki samt án
þín,
en huggun gegn harmi skilur þú eftir
arfbera okkar lífs.
Við stöndum öll upp,
lútum höfði þér til lofs og virðingar,
og biðjum þann sem öllu ann
að leiða þig í drottins heim.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
Mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
Þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Þín alltaf
Hanna.
Ragnar Jóhannesson kom inn í
líf mitt þegar hann trúlofaðist
Hafdísi Hönnu, uppeldisfrænku
minni, og gekk Maríu dóttur
hennar ungri í föðurstað. Þetta
var aðlaðandi maður, áratug eldri
en ég, glaðsinna, ferskur og
skemmtilegur, og fylgdi honum
blær af umferð og viðgerðum.
Hann varð ósjálfrátt vinur minn,
án skuldbindinga, nálægur vegna
tengdanna, en fjarlægur vegna
anna við störf sín og grúsk í bílum
vina og kunningja, því hann gat
engum neitað um neitt. Það var
helst um helgar að við Ragnar
hittumst, því hann var til í tuskið,
að fara út á lífið til að dansa og
syngja, og oftar en ekki lauk
gleðinni á Geithálsi þar sem þau
Hanna keyptu sér sviðakjamma,
áður en haldið var í háttinn. Brátt
tóku þó við miklar reisur á sveita-
böll í nágrenni Reykjavíkur, fyrst
í bílnum hans, en síðan þegar
fjölgaði í hópnum fékk hann lán-
aða litla rútu og keyrði liðið í fé-
lagsheimilin suður með sjó, upp í
Borgarfjörð, austur á Hvolsvöll.
Ragnar var í þessum ferðum
hrókur alls fagnaðar, söng við
raust við stýrið og kallaði til mín
eftir lögum að spila undir á gít-
arinn, hann kunni allt sem vert
var að kunna, lagði til milliraddir,
undir og yfir, og trallaði með ef ég
kom með lag sem hann ekki
þekkti og lærði það að bragði.
Þetta voru miklir spennutímar og
tilhlökkunarefni að fá að vera í
nánd við þennan lífskúnstner og
hamingjuhrólf, sem var rokkari
og töffari í bland við ábyrgan
heimilisföður, sem sinnti nýju
heimili jafnt sem skyldum við
börn sín af fyrra hjónabandi.
Ragnar Jóhannesson hefur
ávallt verið mér kær, ekki ein-
göngu vegna þeirrar skemmtunar
sem hann veitti mér forðum og
þeirrar rausnar sem var inngróin
í eðli hans, heldur var hann sífellt
nálægur á einhver óútskýranlega
hátt, eins og góðviljaður andi sem
svífur yfir vötnunum. Hann var
einnig góðvinur Rósu móður
minnar, sem kunni vel að meta
einlægni hans og tryggð, stað-
festu í lífi og starfi, samúðarfullt
viðhorf hans til allra sem áttu
bágt eða gátu enga björg veitt
sér. Eftir að ég flutti norður á
Svalbarðsströnd áttum við minni
samleið, en þegar þau Hanna áttu
leið framhjá á ferðum sínum um
landið, var eins og allt sæti við
það sama: Ragnar var sem forð-
um, sami ljúflingurinn, og féll inn
í samkvæmið á sinn elskulega
máta, brosmildur og blíður,
áhugasamur um nærtæk efni en
afhuga því sem lá utan sjónar-
sviðs hans og skipti hann síður
máli – þá sveif á hann höfgi. Nú
er hann skyndilega horfinn sjón-
um, en lifir í minningunni, heil-
steyptur maður sem lifði þján-
inguna í reisn, gaf meira en hann
tók, og átti hug og hjarta sam-
ferðamanna sinna. Hann er lagð-
ur af stað í síðustu langferðina, en
lítur kankvís um öxl á okkur hin
sem þraukum, og fylgjum honum
eftir er tímar líða.
Níels Hafstein.
Nokkur kveðjuorð og þakkir til
hans Ragga okkar.
Stríð hans við illvígan sjúkdóm
var erfitt og stutt en alltaf von-
uðumst við til að sjá hann hressan
á ný í bústaðnum í Hvalfirðinum,
þar undi hann sé best með Hönnu
sinni, vinnandi við bústaðinn eða
úti við að sinna gróðrinum eða að
slá á sundskýlu og í stígvélum í
blíðunni.
Raggi var einn af þeim mönn-
um sem eltust ekki. Hann var sí-
ungur bæði andlega og líkamlega,
enda fannst okkur hann alltaf
vera jafnaldri okkar þó aldurinn
segði annað.
Við teljum okkur ríkari mann-
eskjur við að hafa þekkt Ragga,
hans heiðarleika, einfaldleika og
manngæsku og þökkum fyrir það.
Við þökkum líka allar góðar
stundir í bústaðnum í gegnum ár-
in, Kanaríeyjaferðirnar og ferð-
irnar á hálendið. Við þökkum fyrir
alla gæskuna, gleðina, einlægnina
og ekki síst fyrir sönginn, þessa
fallegu tenórrödd.
Elsku Hanna, við vitum að
missir þinn og söknuður er mest-
ur eftir yfir 40 ára sambúð, enda
búin að missa engil. Samúðar-
kveðjur til þín og til Maju, Guggu,
Sigga, Hönnu, Lalla og fjöl-
skyldna. Megi minningin um
Ragga lýsa ykkur veginn áfram.
Nú eigið þið líka engil á himn-
um.
Ragnhildur og Hjörtur.
Í minningu Ragga með þökk
fyrir samveruna og vináttuna í
gegnum árin.
Er komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Hjá þér oft var heillastund
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Elsku Hanna og fjölskylda, við
sendum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til ykkar allra. Við vit-
um að vel verður tekið á móti
englinum okkar.
Elsa og Hermann.
Eftir skamma baráttu við ill-
vígan sjúkdóm er minn góði
starfsmaður og vinur Ragnar Jó-
hannesson fallinn frá fyrir aldur
fram. Hann var ungur að árum
þegar hann kom til starfa á bif-
reiðaverkstæðinu hjá mér, ekki
kominn með bílpróf. Frá fyrsta
degi leyndi sér ekki að Raggi
hafði bæði útsjónarsemina og
handlagnina með sér þannig að
enginn lék eftir. Það var stórkost-
legt að sjá margan illa brenglaðan
bílinn verða sem nýjan eftir að
hann hafði farið höndum um hann.
Á þeim tíma var meira um að
smíða þyrfti hluta af bílum frá
grunni og þessi vandasömu verk
léku í höndum hans.
Raggi var víðsýnn maður og
vildi kynnast störfum á fleiri svið-
um. Að nokkrum árum liðnum
breytti hann um starfsvettvang,
og vann þá meðal annars við jarð-
vinnuvélar, akstur og viðgerðir.
Nokkur ár var hann hjá Reykja-
víkurborg. Þrátt fyrir þetta rofn-
uðu tengslin aldrei. Eftir að hann
hóf akstur fyrir heimilið í Skálat-
úni á eigin bifreið hafði hann að-
stöðu hjá mér til að halda honum
við. Því starfi hætti hann árið
1998 og kom þá til starfa á verk-
stæðinu á nýjan leik og hafði ætl-
að sér að vinna fram að sjötugs-
afmælinu í desember en
sjúkdómurinn tók völdin og hann
neyddist til að hætta síðastliðið
sumar.
Raggi var mikill ljúflingur sem
allir gátu leitað til og fengið góð
ráð enda hjálpsemin honum í blóð
borin. Það fór ekki mikið fyrir
honum og aldrei heyrðist hann
hallmæla nokkrum manni.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Ragnari Jóhannessyni fyrir vel
unnin störf og mikla vináttu gegn-
um árin. Við hjónin sendum eig-
inkonu hans og fjölskyldu sam-
úðarkveðjur.
Árni V. Gíslason.
Ragnar Valdimar
Jóhannesson