Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 44

Morgunblaðið - 13.10.2006, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Jón Jó-hannesson, fyrr- um sveitarstjóri á Flateyri við Önund- arfjörð, fæddist á Flateyri hinn 30. maí 1951. Hann andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut í Reykjavík þriðju- daginn 3. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir, f. á Flateyri 19. júlí 1911, d. á Sól- borgu, dvalarheimili aldraðra á Flateyri, 20. maí 1995, og Jóhann- es Jón Ívar Guðmundsson frá Mos- dal í Önundarfirði, f. 6. apríl 1908, d. 27. mars 1988. Foreldrar Sig- ríðar Magnúsdóttur voru hjónin Magnús Jónsson frá Auðkúlu í Arnarfirði, skipstjóri á Flateyri og síðar á Akranesi, og Bjarney Steinunn Einarsdóttir frá Núpi í Dýrafirði. Foreldrar Jóhannesar Jóns Ívars voru hjónin Guð- mundur Jóhannesson og Jónína Kristjánsdóttir, sem bjuggu í Mos- dal í Önundarfirði. Kristján Jón var yngstur af fimm börnum þeirra Sigríðar og Jóhannesar. hinn 25. júní 1956. Kristján Jón og Sólveig Dalrós eignuðust tvo syni. Hinn eldri þeirra er Kjartan; dæt- ur hans eru Telma Sif og Sólveig Dalrós. Hinn yngri er Ívar; kona hans er Kristín Pétursdóttir; dótt- ir þeirra er Svandís Rós. Kristján Jón Jóhannesson lauk skyldunámi á Flateyri og settist eftir það á skólabekk á héraðs- skólanum í Reykholti í Borg- arfirði. Heimkominn aftur til Flat- eyrar fékkst hann um skeið við beitningu, auk þess sem hann lék í danshljómsveitinni „Æfingunni“. Síðar gerðist hann verkstjóri hjá Flateyrarhreppi og var þá feng- inn til þess að taka að sér starf sveitarstjóra, fyrst í afleysingum. Hann var síðan sveitarstjóri Flat- eyrarhrepps í 18 ár samfleytt. Þau Sólveig Dalrós fóru búnaði sínum til Reykjavíkur haustið 1996. Eftir að Kristján Jón var orðinn ekkjumaður fluttist hann aftur vestur til Flateyrar. Minningarathöfn um Kristján Jón Jóhannesson fór fram í Foss- vogskirkju þriðjudaginn 10. októ- ber. Útför hans og eiginkonu hans, Sólveigar D. Kjart- ansdóttur, verður gerð frá Flat- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Eftirlifandi systkini hans eru: 1) Bjarney Steinunn í Grinda- vík, gift Guðmundi Sveini Haraldssyni, útgerðarmanni frá Súðavík. 2) Guðfinna í Keflavík, gift Heiðari Georgssyni, rafvélameistara frá Selvöllum í Helga- fellssveit. 3) Kári Ævar, radíó- tæknifræðingur á Seltjarnarnesi, kvæntur Öldu C. Bjarnadóttur, hárgreiðslumeist- ara úr Reykjavík. 4) Gíslína Jón- ína í Keflavík, gift Guðfinni Sig- urvinssyni deildarstjóra. Kristján Jón kvæntist hinn 22. apríl 1972 Sólveigu Dalrósu Kjart- ansdóttur, f. á Flateyri hinn 14. júní 1951, d. á heimili þeirra hjóna á Sléttuvegi 7 í Reykjavík hinn 15. júlí 2005. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pálmfríður Guðna- dóttir frá Kvíanesi við Súg- andafjörð, f. þar 9. september 1916, d. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 28. ágúst 1997, og Kjart- an Ólafsson Sigurðsson frá Gils- brekku í Súgandafirði; d. í Reykjavík á 51. aldursári sínu Það er skammt stórra högga á milli hjá fjölskyldunni frá Litla býli á Rán- argötu 2 á Flateyri. Systir mín Sól- veig Dalrós lést óvænt 15. júlí í fyrra eftir erfið og langvarandi veikindi. Kristján Jón veiktist alvarlega, óvænt og skyndilega 19. desember í fyrra og lést 3. október sl. eftir þungbæra sjúkrahúslegu allt frá þeim tíma. Þau verða í dag samferða til grafar. Þau hjónin hafa síðustu tíu árin glímt við mikla erfiðleika eins og allir sem til þeirra þekkja vita. Nánast allt hrundi sem hrunið gat eftir að þau fluttu frá Flateyri fyrir tíu árum. Það var neyðarráð, en starf fyrir Kristján við hæfi virtist ekki í boði. Viljinn stóð aldrei til þess að flytja frá æskustöðv- unum, þar sem þau fæddust og höfðu alltaf búið og starfað. Mjög stuttu áð- ur en Kristján veiktist var hann þó aftur fluttur til Flateyrar, þar sem Ív- ar býr í Litla býli með sinni góðu konu Kristínu Pétursdóttur og yndislegri dóttur þeirra Svandísi Rós. Eins bjart og hugsast gat miðað við að- stæður virtist framundan hjá Krist- jáni. En þá dundi annað stóra höggið yfir á stuttum tíma, þegar hann veikt- ist hastarlega. Erfiðleikar og óham- ingja sumra er óbærileg. Þau Solla og Danni voru samferða allt lífið – meðan báðum entist aldur. Það var haft í gamni að fyrstu kynni þeirra hafi verið, þegar mæður þeirra ófrískar af þeim, ráku bumburnar saman í dyrum gamla kaupfélags- hússins í Oddatánni á Flateyri. Þau gátu ekki hvort án annars verið. Þau studdu hvort annað. Ást þeirra, um- hyggja og tryggð við hvort annað var óbrigðul. Þau bognuðu í erfiðleikun- um, en brotnuðu aldrei. Danni stóð eins og hetja í löngu veikindastríði Sollu. Gaf henni allt sem hann átti. Hann átti sannarlega skilið eitthvað betra en missa heilsuna, heyja síðan erfiða sjúkdómsbaráttu og missa lífið svo skömmu eftir burtför hennar. Sorglegt, óhemju sorglegt fyrir alla og mest fyrir þá sem næst standa. Guð gefi þeim styrk og hamingju til framtíðar. Öll sín störf rækti Danni af kost- gæfni og samviskusemi. Lengst af var hann sveitarstjóri á Flateyri eða í rúm 18 ár. Hann var sveitarstjóri á Flateyri, þegar mannskaðinn mikli varð þar í snjóflóði 26. október 2006. Þá sýndi hann dug sinn sem aldrei fyrr eða síðar og festu fyrir þeim hagsmunum sem hann taldi mestu skipta fyrir byggðarlagið og íbúana við þessar hörmulegu aðstæður – að sameiningu Flateyrarhrepps við önn- ur sveitarfélög yrði slegið á frest, en aðeins náðist að fresta í skamman tíma kosningum sem þá þegar höfðu verið ákveðnar. Hann gaf sig aldrei með þessa skoðun sína og hafa margir síðar að fenginni reynslu – komist á sömu skoðun. Aðrir sem betur þekkja til munu eflaust minnast frekar starfa hans á Flateyri, þ.m.t. baráttu hans og félaga hans fyrir snjóflóðavörnum sem því miður komu of seint og þátt- töku hans í öðrum félags- og fram- faramálum heimabyggðarinnar. Danni var þéttur á velli, hnarreist- ur og bæði þéttur og léttur í lund. Hann átti góða návist, var skemmti- legur, átti góða frásagnargáfu. Hann kunni sannarlega að njóta lífsins með- an heilsan og aðstæður leyfðu, var glaður með glöðum, grínsamur. Sam- skipti hans við aðra voru einlæg og hreinskiptin. Það átti enginn neitt inni hjá honum. Við áttum margar ógleymanlegar og ánægjulegar sam- verustundir bæði í leik, starfi og inn- an veggja fjölskyldunnar. Danni var vinur minn og mágur kær. Miklir kærleikar voru með honum og móður minni. Hann var drengur góður. Að leiðarlokum minnumst við, ég og systkini mín og fjölskyldur, Danna með miklum söknuði og virðingu og fyrir allt það góða sem hann var Sollu systur okkar. Við kveðjum þau með kærleika og sorg. En þakka ber að þau áttu samleið og elskuðu hvort annað, eignuðust góða syni, tengda- dóttur og barnabörn og áttu líka gott og gleðiríkt líf. Blessuð veri minning þeirra. Hvíli þau í friði í fjallafaðmi Flateyrar við Önundarfjörð. Hlöðver Kjartansson. Mig langaði að skrifa nokkur orð til að minnast hans Danna frænda míns. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kom fyrst vestur á Flateyri. Ég á ákaflega ljúfar og góðar minningar þaðan sem koma til með að fylgja mér í gegnum lífið. Fjölskyldan í rauða húsinu á Ránargötunni tók alltaf vel á móti mér. Þessi fjölskylda hefur alltaf ver- ið mér kær. Stundum er vilji Guðs svo óútskýr- anlegur og erfiður að sætta sig við. Það er ekki liðinn langur tími síðan hún elsku Solla kvaddi þennan heim og eins náin og þau Danni voru alla tíð er það huggun að vita að hún hefur verið hjá honum allan þann tíma sem hann barðist fyrir lífi sínu undanfarna mánuði. Veit ég að þau haldast nú í hendur og eru sameinuð á ný. Ég á aldrei eftir að gleyma því hversu hátt þau hlógu að mér, þó sér- staklega Danni, þegar ég kom hin kátasta inn til þeirra og sagðist vera að fara í útilegu að Hrossi. Eða þegar hann sagði mér hvass að hætta að leita að ömmu Gógó og leyfa henni að vera í friði, svo glotti hann í kampinn og mér varð ljóst að þarna var ein- ungis stríðni á ferð. Ég var smátíma að fatta húmorinn hans og sjá hversu hlýr og yndislegur maður hann var. En svo sannarlega var hann það. Í síðasta skiptið sem ég hitti Danna sat hann á sjúkrarúminu alveg upp- réttur og brosti sínu blíðasta þegar hann sá mig í dyragættinni. Ég heils- aði honum með kossi og svaraði spurningunum sem hann hafði um börnin mín. Þú vildir okkur öllum svo vel og hafðir mikinn áhuga á hvernig mér gengi eftir allt sem hefur gengið á hjá litlu fjölskyldunni minni. Þegar ég kvaddi þig var ég þess fullviss að þú mundir nú ná þér og krakkagr- ísirnir mínir mundu verða þess heið- urs aðnjótandi að fá að kynnast þess- um merkilega manni. En Drottinn var með aðrar áætlanir fyrir þig og það eina sem ég get gert er að treysta að Guðs vilji sé þér og okkur hinum fyrir bestu. Elsku Kjartan, Ívar og Kristín. Mér er orða vant þegar að ég hugsa um alla þá sorg og þann missi sem þið hafið þurft að ganga í gegnum á svo stuttum tíma. Ég bið Guð um að styrkja ykkur og hugga. Ég veit að hún amma mín er ykkur til stuðnings og hjá henni getur verið svo gott að gráta. Ég vona að sambandið á milli fjölskyldna okkar styrkist enn frekar við þetta og í framtíðinni geti börnin okkar átt jafn ljúfar minningar og ég um samskipti mín við ykkur öll. Mér þykir vænt um ykkur. Kveðja frá Heiðari Aroni, Jenný Björk og Kjartani Þóri. Ykkar frænka Karen Guðfinna. Það er erfitt að trúa því að þau séu bæði farin, Solla og Danni, og það með svona stuttu millibili. Þegar við fjölskyldan bjuggum á Flateyri tóku þau oft að sér að passa mig þegar mamma þurfti að fara suð- ur vegna veikinda sinna og pabbi var á sjó. Þau rifjuðu oft upp eitt skiptið, það var þegar ég var eins árs og var hjá þeim í þrjár vikur. Danni kallaði það „daginn hans“, þegar enginn ann- ar en hann mátti koma nálægt mér, þó bara þennan eina dag. Alla hina dagana var það Solla. Solla sinnti mér alltaf eins og ég væri hennar eigin, hún dekraði við mig, naglalakkaði mig og greiddi á mér hárið, keypti á mig föt þegar hún fór til útlanda og svo má lengi telja. Hún átti bara stráka þannig að við sömdum um að hún fengi að eiga ann- an litla puttann minn, sá samningur stendur enn. Þau fjölskyldan komu í heimsókn til okkar þegar við bjuggum í Dan- mörku, þá var mikið hlegið og mikið fjör, eins og alltaf í kringum þau. Einn daginn ákváðu þau að fara með strákana í dýragarðinn og leyfðu að sjálfsögðu litlu skvísunni að drattast með. Mamma hafði gefið mér 20 kr. sem ég mátti eyða þennan dag með þeim. Nema hvað, þegar við vorum að gefa öpunum að borða, greip einn þeirra í dýrmæta peninginn og át hann með bestu lyst. Solla var ekki lengi að draga upp annan seðil til að gefa frænku sinni og þerra tárin. Kristján Jón Jóhannesson Móðir okkar og tengdamóðir, ANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 50, (áður Bólstaðarhlíð 45), verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 13. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á SOS- barnaþorpin, sími 564 2910. Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, Magnús Guðjónsson, Margrét Kristjánsdóttir, Jón S. Friðjónsson, Sigurður Örn Kristjánsson, Ingibjörg M. Karlsdóttir. Ástkær móðir okkar, amma og tengdamóðir, DÚA SIGÞRÚÐUR SIGLAUGSDÓTTIR, Laugargötu 3, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 8. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 16. október kl. 13.30. Finnur Sigurðsson, Berglind Vilhjálmsdóttir, Gísli Hjörleifsson, Bryndís Fiona Ford, Sveinn Hjörleifsson, Leifur Hjörleifsson Diljá Finnsdóttir. Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, RÓBERT GOLDBERG RÓBERTSSON skrúðgarðyrkjumeistari, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut mánudaginn 9. október. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 19. október kl. 15.00. Róbert Ómarsson, Ólafur Jakobsson, Sigurður Ársælsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir. Ástkær eiginmaður og faðir, BIRGIR KRISTINSSON, Fagrahjalla 6, Kópavogi, lést að morgni miðvikudagsins 11. október. Katrín Gunnarsdóttir, Þorbjörg Birgisdóttir, Kristín Birgisdóttir. Fósturmóðir mín, RAGNHILDUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Stigahlíð 75, (áður Stórholti 35), lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 11. október. Fyrir hönd aðstandenda, Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINLAUG FRIÐRIKSDÓTTIR frá Vallholti, Grenivík, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudaginn 10. október. Jón Þorsteinsson, Sigríður Arnþórsdóttir, Friðrik Kristján Þorsteinsson, Kristjana Björg Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, María Jónasdóttir, Víðir Þorsteinsson, Sigríður Sóley Friðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.